Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is allt fyrir öryggið! Verið velkomin á Sjávarútvegs- sýninguna í Laugardalshöllinni 28.-30. september 2016. AF TÓNLIST Gunnar Valgeirsson, skrifar frá Los Angeles Hollywood Bowl er eflaust virt-asta útileikhús Bandaríkj-anna og þykir það akkur fyrir listafólk að geta komið þar fram. Útileikhúsið er í Beachwood-gili í hæðum Hollywoodborgar og hóf leikhúsáhugafólk þar sýningar 1916, en fyrsta byggingin var reist 1922. Það er því liðin heil öld frá því að skemmtisýningar hófust í gilinu, en síðasta meiriháttar endurbótin var gerð á staðnum þegar sviðið var end- urbyggt 2004. Leikhúsið tekur rúmlega nítján þúsund manns í sæti, en svæðin næst sviðinu einkennast af básum með fjórum stólum sem fólk leigir fyrir drykk og mat undir berum himni. Þetta notfæra sér margir gestir, því öllum gestum leikhússins leyfist að koma með mat og drykk með sér á tónleika. Þetta gerir mjög skemmti- legt andrúmsloft, því gestir mæta oft snemma og taka sér góðan tíma áður en skemmtunin hefst. Hér í Los Ang- eles þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af rigningu í Hollywood Bowl – næst- um aldrei. Undirritaður fylgist grannt með skrifum fjölmiðla borg- arinnar um tónleika leikhússins og Í annan heim man ég ekki eftir því að rignt hafi á sýningu síðan ég flutti til borgar- innar fyrir sextán árum. Það hafa verið sinfóníuhljóm- sveitir borgarinnar sem hafa verið aðalskemmtikraftar leikhússins síð- an 1934. Ár hvert er dagskrá þess mestmegnis mjög fjölbreytilegir sin- fóníutónleikar, en Hollywood Bowl er síðan leigð út fyrir sértónleika, s.s. djass, rokk og á síðustu árum raf- tónlist. Sem dæmi um fjölhæfnina hafa eftirfarandi skemmtikraftar komið fram og sýningar verið haldnar í ár: árlega Playboy Jazz-hátíðin, Steely Dan, Bryan Wilson úr Beach Boys, Diana Ross, Weird Al Yankovic, To- wer of Power, Jeff Beck, Culture Club, Electric Light Orchestra, og þýsku raflistamennirnir í Kraftwerk. Undirritaður var staddur á tón- leikum Kraftwerk vikuna fyrir tón- leika Sigur Rósar og Þjóðverjarnir frá Düsseldorf voru hreint frábærir. Það þykir mikill heiður fyrir listafólk að geta verið með sýningar og tónleika í Hollywood Bowl. Marg- ar hljómsveitir og tónlistarfólk leggja mikinn metnað í að vera með eitthvað sérstakt í boði og leika oft með sin- fóníuhljómsveit, en það gerðu flestir þeir skemmtikraftar sem taldir voru að ofan í sumar, þótt bæði Kraftwerk og Sigur Rós hafi verið undantekn- ingar í ár. Geim-upphitun Þetta var í annað sinn sem Sigur Rós lék í Hollywood Bowl. Hljóm- sveitin lék þar áður 2005 og kom þá fram með Amiina á mjög fínum tón- leikum. Þá var „skálin“ á áhorfenda- svæðinu rétt hálf-full, en tónleikarnir nú seldust hinsvegar upp innan hálfs mánaðar. Sigur Rós hefur leikið nokkuð oft hér í Suður-Kaliforníu, þar á meðal þrisvar sinnum 2012-13 og hefur það augljóslega orðið til þess aðdáendur sveitarinnar voru æstir í meira. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem þeirri tónleikaferð, til að fylgja eftir plötunni Kveikur, var mjög vel tekið af áhorfendum á þeim fernum tónleikum sem við hér á Morgunblaðinu fygdumst með á ferð sveitarinnar. Undirritaður leit á miða á end- ursölumarkaðnum á netinu vikurnar fyrir tónleikana og þar var aug- ljóslega lifandi markaður, því góðir miðar virtust dýrir fyrir ríkisstarfs- mann eins og undirritaðan. Þrátt fyrir að Sigur Rós sé að leika í þessari tónleikaferð um Norð- ur-Ameríku í stærri leikhúsum átján borga, hafa þeir nú einfaldað tón- leikahaldið. Hljómsveitin hefur losað sig við aukatónlistarfólk og þess í stað reitt sig á tríóið, þá Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orra Pál Dýrason. Markmið hljómsveitar- innar með þessari uppsetningu var að leika bæði eldri lög, sem þeir hafa ekki leikið lengi, og nýjar tónsmíðar. Hljómsveitin leikur án upphitunar- sveita á þessari tónleikaferð, en tek- ur tíu mínútna pásu um miðja tón- leikana. Þessu breyttu þeir á þessum tónleikum í Hollywood Bowl á heitu laugardagskvöldi, en International Space Orchestra (www.internation- alspaceorchestra.com), sem er sin- fóníuhljómsveit samansett af geim- vísindafólki héðan úr Kaliforníu, hóf tónleikana með tuttugu mínútna leik þar sem sveitin lék þrjú af velþekkt- um lögum Sigur Rósar. Þetta er mjög nýjungagjörn sveit sem stofnuð var 2012. Lék hún af mikilli leikgleði og kvennakór sveitarinnar söng íslenska texta nokkuð vel. Jónsi heillar Þremenningarnir mættu síðan á sviðið um hálfníu og á fyrri hluta tón- leikanna léku þeir bæði ný lög (Á) og lög sem þeir hafa ekki leikið um ára- bil og eru einhvers staðar neðst í kofforti lagasmíða þeirra, s.s. „Sam- skeyti“, „Hljómalind“ og „Smáskífa“. Þetta sýnir hversu öruggir þeir þre- menningar eru nú um hæfni og list sína – að treysta því að aðdáendur þeirra séu tilbúnir að meðtaka lög sem flestir þekkja ekki, hafa kannski aldrei heyrt áður. Eftir hlé birtust þremenning- arnir fyrir aftan rafmagnað baktjald sviðsins og léku tvö lög (þar á meðal nýtt lag „Óveður) þar sem þeir stóðu við raftæki – rétt eins og Kraftwerk vikuna áður – en í miðju þriðja laginu komu þeir fram á svið á ný og settu heldur betur kraft í leik og lög sín. Hrynjandin á tónleikunum jókst með betur þekktum lögum (s.s. „Sæglóp- ur“, „Ný batterí“ og „Festival“) og í lokin kom að venju „Popplagið“ sem setti lokapunktinn á fína tónleika. Georg og Orri Páll eru báðir góðir í hinni sérstöku hrynjandi sem rólegu lög hljómsveitarinnar hafa, en það er Jónsi, að öðrum ólöstuðum, sem hrífur áhorfendur. Undirritaður sat á fyrsta bekk rétt við sviðið og þegar Jónsi hvað eftir annað virðist gagntekinn, með lokuð augu – hróp- andi til áhorfenda fjarri hljóðnem- anum – eru áhorfendur teknir á fleygiferð inn í heim Sigur Rósar. Eftir að hafa setið rúma tvo tíma þöglir að mestu, risu nítján þúsund manns á fætur og þökkuðu fyrir sig. Hljómsveitin hefur gjörbreytt ljósum og baksviði frá fyrri tónleika- ferðum og eykur það mjög á hið sér- staka andrúmsloft sem sveitin skap- ar á tónleikum sínum. Sigur Rós mun ekki láta hér staðar numið með tónleika í Los Ang- eles. Hljómsveitin mun halda þrenna tónleika með sinfóníuhljómsveit Los Angeles í Walt Disney-tónleikahöll- inni í mars á næsta ári, en sinfónían verður þá með vikudagskrá – svokall- aða Reykjavíkurdaga. Miðar á þá tónleika seldust upp á örfáum klukkutímum um leið og þeir fóru í sölu. Undirritaður rétt náði í einn miða eftir að hafa verið á netinu og í símanum í tvo tíma. Ekki slæmt hjá þeim köppum. »Eftir að hafa setiðrúma tvo tíma þöglir að mestu, risu nítján þúsund manns á fætur og þökkuðu fyrir sig. Ljósmynd/Gunnar Valgeirsson Fjölmenni Útileikhúsið Hollywood Bowl í Beachwood-gili tekur rúmlega 19 þúsund manns í sæti. Sérstakt andrúmsloft Orri Páll Dýrason og Georg Hólm á tónleikum Sigur Rósar í Los Angeles Uppselt Hratt seldist upp á tónleika Sigur Rósar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.