Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 271. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. „Þið eruð glötuð“
2. Sprengjuflugvél undir …
3. Eiður mun ekkert leika í Indlandi
4. Skotárás í verslunarmiðstöð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartettinn Hljómalind leikur á
djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Kvartettinn skipa Hjörtur
Stephensen á gítar, Leifur Gunnars-
son á kontrabassa, Kjartan Valde-
marsson á píano og Scott McLemore
á trommur. Á efnisskránni eru lög
eftir Hjört og Leif ásamt efni eftir
Miles Davis, Joe Henderson og Kenny
Garret í bland við þekkta standarda.
Aðgangur er ókeypis.
Hljómalind á Kex
Douglas A.
Brotchie leikur á
hádegistónleikum
í Hafnarfjarðar-
kirkju í dag milli
kl. 12.15 og 12.45.
Á efnisskránni eru
verk eftir Searle
Wright, Olivier
Messiaen, Dome-
nico Zipoli, J.S. Bach og Jean-
Philippe Rameau. Aðgangur er
ókeypis og heitt á könnunni eftir tón-
leika.
Hádegistónleikar í
Hafnarfjarðarkirkju
Í tilefni af opnun tveggja nýrra
sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldal
í Þjóðminjasafni Íslands flytur Ein-
ar Falur Ingólfsson erindi um
myndgerð og stílbrögð ljósmyndar-
ans í fyrirlestrasal safnsins í dag
kl. 12. Einar Falur bregður
upp völdum lykil-
verkum frá ferli
hans, setur verkin í
sögulegt samhengi
og veltir fyrir sér
hugmyndafræði og
helstu áherslum
sem birtast í
verkunum.
Myndgerð og stíl-
brögð Jóns Kaldal
Á miðvikudag Hæg breytileg átt og bjart veður en norðvestan 3-8
m/s, skýjað og úrkomulítið á annesjum á Norðausturlandi. Hiti 3 til
10 stig, mildast á Suðurlandi en næturfrost í innsveitum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir smám saman norðantil og léttir til á
Vesturlandi en gengur í norðvestan 5-13 m/s með lítilsháttar rign-
ingu eða slyddu á Norðausturlandi fram eftir degi. Kólnar í veðri.
VEÐUR
Landsliðsfyrirliðinn í knatt-
spyrnu, Aron Einar Gunn-
arsson, er vongóður um að
ná landsleikjunum á móti
Finnum og Tyrkjum í undan-
keppni HM á Laugardals-
vellinum 6. og 9. október.
Kolbeinn Sigþórsson verður
að öllu
óbreyttu
ekki með í
þeim leikj-
um vegna meiðsla.
»1
Meiðsli hrjá
landsliðsmenn
„Fólk var einfaldlega búið að afskrifa
okkur en við höfðum alltaf trú á
þessu. Við spiluðum vel en náðum
bara ekki að klára færin. Við höfðum
alltaf trú á að þetta væri
að koma og það gerðist
loks í leiknum við Val,“
segir Aron Bjarnason,
sem
skoraði
þrennu
fyrir
Eyjamenn
í mikilvægum sigri
þeirra á Val um
helgina. »2-3
Fólk var einfaldlega
búið að afskrifa okkur
„Þetta kom mér skemmtilega á óvart.
Ég tók þá stefnu í sumar þegar það
gekk illa hjá mér í vor og ég náði ekki
ólympíulágmarkinu að hafa gaman af
þessu. Ég er búinn að æfa talsvert
minna en áður og þetta hlaup átti
svona að verða endapunkturinn á
því,“ sagði Kári Steinn Karlsson eftir
fyrsta sigur sinn á ferlinum í
maraþonhlaupi í Montréal. »2
Sigurinn kom Kára
skemmtilega á óvart
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Olgeir Engilbertsson, trússari með meiru, kom af
fjalli með leitarmönnum á Landmannaafrétti fyrir
helgi. Hann varð áttræður í sumar og þetta var 55.
ferð hans. Á þessum tímamótum gáfu fjallmenn
honum ljósmynd sem Ragnar Axelsson tók af hon-
um í göngum fyrir nokkrum árum.
„Þetta kom mér ánægjulega á óvart og ekki
skemmdi fyrir að konan fékk blómvönd, því þeir
sem eru heima og þurfa að vera í verkunum
gleymast oft en þeir sem fara fá þakkirnar og
hrósið,“ segir Olgeir. „En þetta er svo stór mynd
að það liggur við að ég verði að stækka húsið.“
Fyrsta heila fjallferð Olgeirs var 1964. Hann
segir að þá hafi litlu baggarnir ekki verið komnir
og heyið að miklu leyti verið flutt í stórum striga-
pokum á vörubíl. „Flutningarnir voru miklu meiri
í gamla daga og hver maður var með sína skrínu
þangað til sett var upp mötuneyti með ráðskonum,
að mig minnir 1973,“ segir hann. „Þá losnaði ég við
að útbúa matinn og það var allt annað líf að fá heit-
an mat á kvöldin.“ Hann bætir við að fyrstu árin
hafi ekki verið farið á bílnum í innstu leitir heldur
á hestum inn í Jökulgil. „Þá var ég með í því að
smala fyrstu dagana en ég er algerlega hættur
því, flyt bara matinn og ráðskonurnar inn úr í
gamla góða Weaponinum og fylgi síðan safninu
með nesti fyrir fólkið.“ Hann þarf líka að sjá um að
gasið sé í lagi, þar sem ekki er rafmagn, ljós, tal-
stöðvar og fleira. „Það er ekki eitt heldur allt smá-
legt sem ég þarf að hugsa um. Núna þurfti ég til
dæmis að líma saman gleraugu hjá einum, því
menn á hestum eru ekki með smádót meðferðis.“
55. ferðin
Þetta var 55. ferð Olgeirs á fjall. „Ég fór tvisvar
í seinni leit og því hef ég verið meira en ár á fjalli.
Það eru auðvitað smámunir miðað við Ólaf í Geld-
ingaholti,“ segir hann.
Olgeir segir að streðið sé einna eftirminnilegast
úr fjallaferðunum. „Áður fyrr var áberandi kald-
ari veðrátta og þá þurfti oftar en ekki að setja á
keðjur þarna lengst upp frá enda miklar brekkur
á leiðinni. Nú er það hending að þess þurfi.“ Hann
rifjar upp að erfiðasta ferðin í seinni tíð hafi verið
1963, ári áður en hann fór í fyrstu ferðina. „Þá
lentu menn í ofsalega erfiðum byl og voru hætt
komnir.“ Hann nefnir líka að 1979 hafi snjóað
snögglega og þá hafi þurft að fá hefil inn úr til að
ná fólkinu til byggða. „2007 var snjór síðast til ein-
hverra leiðinda,“ segir hann.
Olgeir segir að ferðirnar skilji alltaf eitthvað
eftir sig. „Þetta er sérlega góður félagsskapur,
skemmtilegur andi og svo er maður úti í mjög fal-
legri náttúru. Það gerist ekki mikið flottara en
inni í Jökulgili.“ Hann segir að ferðamenn sem
kaupi sig inn í ferðirnar lífgi líka upp á tilveruna
og mannlífið. „Þetta er nærri því eins og hjá Sam-
einuðu þjóðunum,“ segir hann og vísar til þess að
ferðamennirnir komi víða að.
Hjónin Olgeir og Guðný Finna Benediktsdóttir
búa í Nefholti. Þau voru með kúa- og kindabú en
hafa minnkað við sig og eru nú með um 30 kindur.
Hann var húsvörður í Laugalandsskóla, sem var
byggður í landi Nefholts, í 21 ár þar til hann fór á
eftirlaun. „Ég segist vera smábóndi og ýmislegt
fleira,“ segir hann og rifjar upp að maður nokkur
hafi kynnt sig fyrir mönnum sem hafi litið stórt á
sig og kallað sig stórkaupmenn. „Þá sagðist hann
vera stórbóndi og margt, margt fleira.“
Olgeir verið yfir ár á fjalli
Fjallmenn færðu trússaranum gjöf í Landrétt Hugsar um allt smálegt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmælisgjöfin Kristinn Guðnason, fjallkóngur Landmanna, afhendir Olgeiri Engilbertssyni t.h. ljósmyndina sem Ragnar Axelsson tók á sínum tíma.