Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver sem þarfnast aðstoðar þinn- ar þorir ekki að tala við þig. Ekki gera meira úr því en efni er til. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarkinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eitthvert eirðarleysi í þér án þess að þú vitir nákvæmlega hvers vegna. Með þetta í huga er ástæðulaust að eyða stórfé í innihaldslausar athafnir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einbeittu þér að vinum þínum í dag. Magoo var áhyggjulaus því hann var of sjónskertur til að sjá hætturnar framundan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í miklum ham þessa dagana og fátt fær staðist atorku þína. Einbeittu þér að þínu verki og þá munu aðrir sjá að þú ert á réttri leið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kannaðu aðstæður áður en þú leggur í verslunarferð. Hlustaðu á þína innri rödd, áð- ur en ytri röddin fær að hljóma. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum breytast hugsanir manns og svo breytist maður sjálfur. Ekki gera ráð fyrir því að þú vitir hvað einhver annar vill. Um- bæturnar munu bæði koma sjálfri/sjálfum þér og öðrum til góða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki hika við að taka forskotið hvað varðar vinnuna og samskipti við yfirmenn. Veltu tíðindunum fyrir þér og sjáðu hvort þú getur ekki nýtt þau með einhverjum hætti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki smáatriðin vefjast fyrir þér. En hugmyndin er flókin og marg- slungin, og þú þarft að fara fínt í hlutina svo allt gangi upp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú styrkir chi-orkuna þína með því að sjá sjálfan þig kraftmikinn og skap- andi. Haltu því utan um alla hluti bæði í starfi og heima fyrir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur þegar reynsluna af því að vera næstum alltaf með ótrúlegan sjálfs- aga. Gerir þú einungis ráð fyrir því að aðrir skilji þig? Þú verður að sýna öryggi í sam- skiptum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt hafa gaman af því að kaupa eitthvað sem eykur virðingu þína í augum annarra. Lærðu bara af reynslunni og láttu það ekki gerast aftur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til þess að uppfylla óskir þínar. Gættu þess því að leita ekki langt yfir skammt því lykillinn liggur nær þér en þú heldur. Ólafur Stefánsson hefur gaman afþví að íslenska ljóð þýskra skáldmæringa: „Rainer Maria Rilke (1875-1826) var austurrískt skáld, sem þótti lýsa vel einmanaleika og tilgangsleysi lífsins. Þetta ljóð, Haustdagur, er með þekktustu ljóðum hans og lifir enn góðu lífi meira en hundrað árum eftir að það birtist fyrst. Leikarar sækja í að fara með það opinberlega og það er enn í dag lesið og krufið í þýskum skólum. Nokkrir hafa freist- ast til að þýða þetta dulkennda ljóð á íslensku, ég er einn af þeim. Af sumarbreyskju brátt er komið nóg. Breiddu, Herra, skugga á sólarúrin, og haustsins vindum hleyptu á engi og skóg. En drúfu á grein, sem dafnar sumarrjóð, dökkna láttu enn tvo heita daga, af safa fylltu, létt svo verði að laga, og ljúffeng þroskist höfug vín og góð. Hver húslaus baslar, byggir ekki um sinn, og búi ‘ann einn, þá varla nýtt sér temur, en vakir, les og löngu bréfin semur, og laufin föllnu fjúka þétt um kinn hvar friðlaus reikar, veit ei neitt hvað kemur. „Herbsttag“ heitir ljóðið á þýsku og hljóðar svo: Herr: es ist Zeit. Der Sommer war sehr groß. Leg deinen Schatten auf die Sonnenuhren, und auf den Fluren laß die Winde los. Befiehl den letzten Früchten voll zu sein; gieb ihnen noch zwei südlichere Tage, dränge sie zur Vollendung hin und jage die letzte Süße in den schweren Wein. Wer jetzt kein Haus hat, baut sich keines mehr. Wer jetzt allein ist, wird es lange bleiben, wird wachen, lesen, lange Briefe schreiben und wird in den Alleen hin und her unruhig wandern, wenn die Blätter treiben. Magnús Geir Guðmundsson kast- ar fram „stökutetri“: Septembers er sannur friður, sunnu-bjartur dagurinn. Fagur heyrist fuglakliður fyrir utan gluggann minn. Gunnar J. Straumland yrkir í gömlum stíl hagyrðinga: Um þá mætti yrkja á blað ofurlitla stöku sem bara skara eldinn að eigin gróðaköku. „Hanaslagur“ er yfirskrift þess- arar stöku Ármanns Þorgrímssonar: Nálgast blóðug náðarstund, nætur hnífa lengjast, örlaganna fara á fund, flestar götur þrengjast. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á haustdegi með Rilke og út í aðra sálma Í klípu „ÉG VAR FARINN AÐ HALDA AÐ ÉG KÆMIST ALDREI ÚT AF ÞESSU SJÚKRAHÚSI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SKO. ÞIÐ SKULDIÐ MÉR ÖLL ÞÚSUNDKALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hlakka til þess að fara til tannlæknisins. ÉG MAN EKKI AF HVERJU ÉG GEKK INN Í ÞETTA HERBERGI. KANNSKI EF ÉG FÆRI ÚT OG KÆMI AFTUR HINGAÐ INN... FRÁBÆRT. NÚ MAN ÉG EKKI AF HVERJU ÉG GEKK HINGAÐ INN. ÞETTA ER Í SÍÐASTA SINN SEM ÞESSI NÁUNGI GEFUR MÉR ILLT AUGA! HRÓLFUR! ÞÚ GETUR EKKI RÁÐIST Á MANN MEÐ ÞESSUM GAFFLI Á ÞESSUM FÍNA VEITINGASTAÐ! VITLAUS GAFFALL? Víkverji ók í gegnum þjóðgarðinn áÞingvöllum á dögunum og dásamaði þar haustlitadýrðina. Þing- vellir skörtuðu sínu fegursta, veðrið var yndislegt og þótt komið væri langt fram í september voru ferða- menn úti um allt. Að sjálfsögðu voru erlendir ferðamenn í miklum meiri- hluta en einnig töluvert af Íslending- um í sunnudagsbíltúrnum sínum. x x x Umferðin í gegnum garðinn vareins og á Laugaveginum, bíll við bíl og fólk úti um allt. Þegar ekið var inn að Valhöll mátti Víkverji vanda sig við stýrið, til að mæta bílum úr gagnstæðri átt á þröngum vegi, með gangandi vegfarendur öðrum megin. Á bílastæðinu við Kastala, eða á Efri- Völlum, var fjöldi ökutækja og einar fimm eða sex rútur, þar af ein tveggja hæða. Þarna eins og á öðrum bíla- stæðum er komin gjaldskylda og greinilegt að þjóðgarðurinn mun ná í slatta af tekjum, sem vonandi verða nýttar til að bæta aðstöðuna. x x x Við Peningagjá er búið að loka bíla-stæðinu fyrir öðrum en fötluðum og umferðinni markvisst beint að Val- höll, þar sem margir leggja bílum sín- um ef þeir ætla t.d. að skoða kirkjuna, Peningagjá, Flosagjá og Lögberg. Þá var fjöldi ferðamanna að kafa í Silfru og nánast örtröð á því stæði sem köf- unarfyrirtækin hafa til umráða. Dálít- ið fyndið að sjá ferðamennina þramma þarna um í köfunarbúningi með froskalappir. Víkverji saknar þess að sjá ekki lengur Valhöll eða einhverja lifandi starfsemi á þeim stað. Þjónustumið- stöðin er ekkert sérlega aðlaðandi og hið sama má segja um Hakið. Það vakti einmitt athygli Víkverja hvað fáum bílum var lagt þar þennan sunnudag, og virðist sem t.d. Íslend- ingar tími ekki að borga þar í stæði. x x x Eftir þessa heimsókn er auðvelt aðtaka undir áhyggjur af auknum átroðningi ferðamanna á vinsælum áningarstöðum. Sérstaklega þarf að vernda þjóðgarðana en þar eru líka sóknartækifæri, svo Víkverji vitni í algengan frasa í umræðunni. víkver- ji@mbl.is Víkverji Er ég ekki frjáls? Er ég ekki Postuli? Hef ég ekki séð Jesú, Drottin vorn? Er- uð Þér ekki verk mitt sem ég hef unnið fyrir drottin? (I. Kor. 9:1)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.