Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Elsku afi, það er skrýtið að standa frammi fyrir því að þurfa kveðja þig í síðasta skipti. Þó að þú sért ekki meðal okkar lengur þá skilur þú eftir þig arfleifð og minningar sem ég mun varð- veita að eilífu. Þegar ég lít til baka þá eru bestu minningarnar mínar úr barnæsku frá því þeg- ar ég kom í heimsókn til þín og ömmu í Kópavoginn. Ég man eftir því hvað mér leið alltaf vel þegar þú tókst á móti mér á flugvellinum. Í hvert einasta skipti sem ég kom þá fórum við nafnarnir í Húsdýragarðinn. Það var hefð hjá okkur. Ég man það líka svo vel að þegar ég kom til þín fengum við okkur alltaf soðin egg, en þau voru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Í minningunni var alltaf notalegt að koma og þú hafðir alltaf endalausan tíma fyrir mig. Í einni heimsókninni minni til ykkar gerðum við upp og mál- uðum gamlan leikfangavélbát sem þú hafðir eignast sem ung- ur drengur, þegar Ásgeir frændi þinn kom heim úr sigl- ingu frá Englandi. Þú vildir að ég myndi eiga vélbátinn því að ég var skírður í höfuðið á þér. Þessi bátur er mér afar kær og mun ég varðveita hann og minningarnar sem honum tengjast. Þegar ég varð eldri þá deildum við miklum áhuga á íþróttum og eyddum miklum tíma saman í það að horfa á fót- bolta eða ræða úrslitin í síma. Þú varst uppáhaldsmanneskjan mín í heiminum og það var eng- inn sem mér þótti eins vænt um. Ég vildi alltaf vera hjá þér og var það alltaf það erfiðasta sem ég gerði að fara heim eftir að hafa verið í heimsókn hjá ykkur ömmu. Flugferðin heim einkenndist oftar en ekki af miklum gráti og var ég nær óhuggandi af söknuði. Ég er ótrúlega stoltur af því að bera sama nafn og þú og ég mun ávallt segja með stolti í framtíð- inni frá hinum glæsilega afa mínum sem ég er svo lánsamur að hafa átt að. Þó að það sé erf- itt að kveðja þig þá eru allar þær yndislegu minningar sem ég geymi um þig mikil huggun í sorginni. Ég er feginn því að hafa fengið að kveðja þig dag- inn áður en þú yfirgafst þennan heim. Það var gott að sjá hvað þú varst friðsæll og sáttur. Sigurður Ingvi Gunn- þórsson. Bróðir minn Sigurður Jóel Friðfinnsson er látinn og mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Ég var litla systirin á heim- ilinu að Húsafelli í Hafnarfirði Sigurður Jóel Friðfinnsson ✝ Sigurður JóelFriðfinnsson fæddist 26.8. 1930. Hann lést 10. sept- ember 2016. Útför Sigurðar fór fram 26. sept- ember 2016. þar sem foreldrar okkar Elín Málfríð- ur Árnadóttir og Friðfinnur Valdi- mar Stefánsson bjuggu. Við vorum sex systkinin, þrír strákar, Árni, Kristinn og Siggi, og af því að þau voru svo miklir jafnaðarmenn eign- uðust þau þrjár stelpur til að jafna metin, Helgu, Sólveigu og mig, sem var yngst. Ég man fyrst eftir Sigga bróður heima á Húsafelli þegar ég var lítil stelpa en þá var oft galsi og gaman er allir kepptust við að hirða heyið. En foreldrar okkar voru með bú, bæði kýr og kindur og allstórt hænsnabú og svo átti pabbi allt- af nokkra hesta, sem sumir hverjir voru algjört úrval. Þegar ég var enn smástelpa í kringum 1950 var Siggi einn af íþróttahetjum landsins og með- limur hins fræga Gullaldarliðs. En ég var svo ung þá að ég kynntist því ekki öðruvísi en að ég man óljóst eftir því að hann og Árni voru alltaf að æfa frjálsar íþróttir heima. Svo man ég líka eftir mörgum verðlauna- peningum sem Siggi hafði unnið til og sumir þeirra voru úr gulli og ég var montin að eiga svona duglegan bróður að stökkva upp í loftið. Hann var nefnilega bestur í hástökki. Þegar ég varð eldri kom það ósjaldan fyrir að ókunnugir spurðu mig hvort ég væri ekki systir hans Sigurðar Friðfinnssonar „hástökkvara“ og mikil áhersla lögð á nafn- bótina. Það gerðist meira að segja síðastliðið sumar að ég var stödd á bóndabæ úti á landi að Siggi barst í tal og bóndinn, sem hafði verið mikill aðdáandi „Gullaldarliðsins“ fræga, ætlaði vart að trúa því ég væri systir hans. Svona lifir frægðin sem góðir menn geta sér. Hins veg- ar man ég helst eftir því hvað Siggi var fljótur að hlaupa og þá helst er hann þurfti nauðsyn- lega að ná í strætó eins og til dæmis þegar hann fór að eltast við hana Siggu Einars, sem hann náði í og varð konan hans og studdi hann í einu og öllu til hins síðasta og eignaðist með honum fjórar yndislegar dætur, sem ég stundum passaði þegar þær voru litlar, elskurnar. Nú er kappinn farinn á aðrar slóðir og þar hefur örugglega verið tekið vel á móti honum af unnandi skyldmennum sem þegar eru gengin og ég sé þá fyrir mér bræðurna hann og Árna að hækka aðeins slána í hástökkinu til að komast örlítið hærra og Siggi flýgur yfir og vill hækka meira og þá skelli- hlær Árni og hækkar. Við Reynir vottum nánustu aðstandendum dýpstu samúð og hluttekningu. Líney Friðfinnsdóttir. Elsku bróðir minn, Þú varst alltaf svo hress og lífsglaður, þrátt fyrir háan aldur. Aldurinn skipti ekki máli. Það var alltaf svo stutt í glettnina og góða skapið. Þú gast alltaf fengið okkur til að hlæja, meira að segja þegar þú áttir skammt eftir ólifað, þegar við Líney systir og Elín mágkona heim- sóttum þig á spítalann. Nú hrannast minningarnar upp og ég minnist þín, bróðir minn, þegar ég var lítil, á æskuheimili okkar Húsafelli, þú varst alltaf svo bóngóður og skaust oft að mér aur, þegar minnst varði. Íþróttir áttu hug þinn allan og þú æfðir af krafti og elju- semi og uppskarst eftir því. Ég var nú oft stolt af honum bróð- ur mínum og það þótti stór- merkilegt í þá daga að fara til útlanda og taka þátt í lands- mótum. Þú varst einn af drengj- unum í Gullaldarliði íslenskra frjálsíþróttamanna, sem svo sannarlega gerðu garðinn fræg- an. Þú elskaðir að ferðast og sem ungur maður hafðir þú komið til fjölmargra landa. Þú ferðaðist alltaf mikið og nú síð- ast í vor með stórfjölskyldunni til Flórída. Eitt skipti hitti ég þig á förn- um vegi eftir að ég var orðin ekkja og spurði þig frétta og þá sagðir þú: Ég er á leiðinni til Kanaríeyja, slæst þú ekki með í för? Þannig bauðst þú mér með bara si svona. Þetta var yndis- leg ferð sem við áttum saman, þú, ég og Sigga þín. Ég gleymi því ekki þegar við sátum á steinunum í fjöruborðinu og þú fórst með hvert ljóðið eftir ann- að sem þér var hugleikið. Þú varst bæði ljóðelskur og hag- mæltur eins og þú áttir kyn til. Þótt minnið hafi svikið þig á síðustu árum, þá gastu farið með heilu ljóðabálkana og þá var frændi okkar Jóhann Sig- urjónsson þér oft ofarlega í huga. Það hefði verið gaman að taka saman allar vísurnar og ljóðin sem þú samdir. Þú varst oft liðtækur, þegar semja þurfti vísu fyrir afmælisveislur eða skrifa í gestabókina á ferðalög- um, þar má sjá hversu næmur þú varst að finna það sem gaf lífinu lit. Að leiðarlokum langar mig til að þakka fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Innilegar samúðarkveðjur til Siggu, dætranna og fjölskyldna þeirra. Drottinn blessi minn- ingu þína. Þín elskandi systir, Helga. Minningin um Sigurð Frið- finnsson, náfrænda og fjöl- skylduvin, vitnar um traust og glaðværð. Við ólumst upp við það í for- eldrahúsum að vera stoltir af ættfólki okkar. Stórfjölskyldan var fjölmenn í Hafnarfirði og náið samband fólksins í frænd- garði okkar. Þar var Sigurður áberandi ásamt systkinum sín- um sem öll voru mjög nákomin fjölskyldu okkar. Við ólumst upp við frásagnir af afrekum Sigurðar í frjálsum íþróttum, þar sem hann var í fremstu röð, og við dáðumst að því að eiga svo frækinn frænda. En það sem þyngst vegur í minningunni um vináttu okkar og frændsemi var þessi leiftr- andi jákvæðni og bjartsýni, en um leið einlægur samhugur og samlíðan í áföllum og erfiðleik- um. Sigurður var traustur jafn- aðarmaður af gamla skólanum í Alþýðuflokknum, þar sem jöfn- uður, bræðralag og góð atvinna fyrir alla var kjölfestan. Hann var gildur hlekkur í bakvarðasveitinni sem gegndi alltaf svo stóru hlutverki í flokknum. Hugsjónin um jafn- rétti og bræðralag var rótgróin í huga og hjarta Sigurðar, sem lá ekki á liði sínu í baráttunni þegar kallað var til sóknar. Þá lét Sigurður hendur standa fram úr ermum, ekki með há- reysti eða fyrirgangi, heldur af trúfesti við málstaðinn sem hvatti samferðafólk til fylgis og tendraði baráttuhug. Sigríður Einarsdóttir, eiginkona hans, var í forystusveit Alþýðuflokks- ins í Kópavogi; var bæjarfulltrúi flokksins um árabil og lagði drjúgt að mörkum til farsældar í bænum. Sigríður og Sigurður voru samhent á löngum ævivegi og geisluðu alltaf af vonargleði sem hafði svo jákvæð áhrif á nær- umhverfi. Það var svo gott að njóta samfélags með þeim, finna fyrir greiðvikni þeirra og örlæti, alltaf til þjónustu reiðubúin og umhugað um velfarnað sam- ferðafólks. Þeim var svo inngró- ið að deila kjörum með fólki af virðingu og ástinni við lífið. Við verðum því miður fjarri við útför Sigurðar starfa okkar vegna, en biðjum fyrir kærar kveðjur og þökkum samfylgd og trausta vináttu og vottum Sig- ríði og fjölskyldu innilega sam- úð okkar. Guð blessi minningu Sigurðar Friðfinnssonar. Guðmundur Árni og Gunnlaugur Stefánssynir. Tengdafaðir minn, Sigurður Jóel Friðfinnsson, alltaf kallað- ur Siggi, er látinn 86 ára að aldri. Siggi átti viðburðaríka ævi en síðustu árin voru honum nokkuð erfið vegna veikinda. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Sigga fyrir tæpum 30 árum þá var honum tíðrætt um íþróttir, en Siggi var afreksmaður í frjálsum íþróttum á yngri árum. Hann var keppnismaður allt til loka og leiddist ekki að skora á tengdasynina í kúluvarp eða kringlukast. Frá því að Siggi var á hátindi ferils síns hafa aðstæður til iðk- unar íþrótta breyst gríðarlega til hins betra. Siggi fylgdist vel með þessari þróun og hafði gaman af því að ræða hvaða ár- angri hefði líklega verið hægt að ná í hans ungdæmi með betri aðstöðu á þeim tíma. Siggi hafði ánægju af því að horfa á íþróttir allt til æviloka. Siggi hóf sinn íþróttaferil í Haukum en skipti ungur í FH og var sannur FH-ingur eftir það allt sitt líf. Frjálsíþrótta- deild FH var ekki stór þegar Siggi var upp á sitt besta en hann neitaði alltaf að skipta um félag þó að oft hafi slík ósk komið frá öðrum félögum. Hann fylgdist vel með sínu félagi og var mjög stoltur að sjá frjáls- íþróttadeild FH vaxa og dafna. Fyrir utan fasta dagvinnu var Siggi afkastamikill prentari um áratugaskeið. Prentverki sinnti hann allt þar til heilsan leyfði ekki meira. Hann kom sér upp tækjum til prentunar í bíl- skúrnum á Kársnesbrautinni og þegar Siggi var heima þá heyrðist yfirleitt í prentvélun- um úti í skúr. Hann hafði mik- inn metnað fyrir prentverkinu og vildi skila frá sér góðri vinnu. Siggi hafði gaman af því að ferðast og við Helga ferðuðumst talsvert með þeim Sigga og Siggu, aðallega erlendis. Siggi naut sín í þessum ferðum og fannst gaman að eiga stund á sólbekk og njóta sólarinnar. Einnig var hann sundmaður góður. Uppáhaldsljósmynd Sigga var tekin af honum við vatn í Austurríki þar sem hann var að stinga sér til sunds af stökkbretti. Nú við ferðalok Sigga í þessu lífi minnist ég af hlýhug og virð- ingu manns sem með miklum dugnaði náði að verða einn af okkar fremstu frjálsíþrótta- mönnum og síðar að halda utan um stóra fjölskyldu af miklum myndarbrag. Ég bið góðan Guð að styðja Siggu, dætur þeirra og fjölskyldur á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, minningarnar um þig munu lifa. Gunnar Bragason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar við- kvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Það var mikli umbreyting í lífi mínu, átta ára hnátu á Höfn í Hornafirði, að flytjast úr tryggu umhverfi bernskuslóð- anna til höfuðborgarinnar árið 1961. Tilhlökkunin var blandin kvíða og óvissu um hvernig höfuðborgin myndi taka á móti mér. En ég var heppin. Ég flutti í Goðheimana þar sem allt iðaði af byggingarframkvæmd- um, lífi og fjöri, eins og rithöf- undurinn Einar Már Guð- mundsson hefur lýst svo ógleymanlega í Goðheimasög- um sínum. Í húsinu við hliðina á mér bjuggu meðal annarra hjónin Ingibjörg Gunnarsdóttir og Móses Aðalsteinsson og dóttir þeirra Ragnheiður. Það var gæfa mín að eignast Ragn- heiði fyrir vinkonu og þar með ævarandi vináttu þeirra allra. Ingibjörg Gunnarsdóttir ✝ IngibjörgGunnarsdóttir fæddist 8. mars 1927. Hún lést 19. september 2016. Útför Ingibjarg- ar fór fram 26. september 2016. Heimili Ingi- bjargar og Móses- ar var mikið menn- ingarheimili. Þau voru bæði miklir listunnendur og sóttu tónleika og alls kyns sýningar og ferðuðust til framandi landa. Ingibjörg sem var ættuð úr Húna- vatnssýslu og Skagafirði var hrífandi kona. Hún var stolt af uppruna sín- um, sköruleg í framkomu, afar hugmyndarík og hreif fólk með sér. Hún var mikill ljóðaunn- andi og eru ógleymanleg öll þau skipti sem hún heillaði bæði mig og aðra með flutningi heilu ljóðabálkanna af þvílíkri innlif- un að fáir geta eftir haft. Ingi- björg hafði mjög gaman af því að syngja og það leið ekki á löngu þar til ég var búin að læra Skín við sólu Skagafjörður og fjölmörg önnur ljóð sem tengdust bernskuslóðum henn- ar. Ég var síðan tekin með í ferðalag norður í land svo ég gæti kynnst með eigin augum bæði Stóru Giljá og Syðra Vall- holti. Sú ferð er mér ógleym- anleg. Ingibjörg og Móses voru vinamörg og héldu fjölmargar veislur, bæði í Goðheimunum og síðar á Fremristekk. Þar naut Ingibjörg sín vel, glæsi- lega klædd og geislandi af Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför UNNAR KOLBEINSDÓTTUR. Séstakar þakkir til starfsfólks Eirar og Útfararstofu Íslands. . Ingi Tryggvason, Kolbeinn, Þórunn, Jón, Guðbjartur, Guðrún Sigríður og Katrín Sigurðarbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Frumkvöðull í ís- lenskri heilbrigðis- þjónustu er fallinn frá. Við kynntumst Guðmundi við störf hjá Land- læknisembættinu og í frum- kvöðlastarfi hans á vettvangi tölvuvæðingar sjúkraskráa. Eftir læknanám starfaði Guðmundur í rúman áratug sem heilsugæslu- læknir á Egilsstöðum. Á þeim tíma hafði hann forystu um rann- sókn til undirbúnings tölvuskrán- ingu sjúkraskráa í heilsugæslu. Rannsóknin var gerð í kjölfar nýrra laga um heilbrigðisþjónustu Guðmundur Sigurðsson ✝ GuðmundurSigurðsson fæddist 20. júlí 1942. Hann lést 5. september 2016. Útför Guðmundar var gerð 19. sept- ember 2016. sem mæltu fyrir um uppbyggingu heilsu- gæslustöðva um land allt. Þessi upp- bygging skapaði þörf fyrir viðeigandi skráningu og betri yfirsýn yfir heilsu- vanda skjólstæð- inga. Afurðin af Eg- ilsstaðarannsókninni var Egilsstaðakerf- ið, tölvukerfi sem ætlað var til skráningar samskipta í heilsugæslu. Kerfið var innleitt á landsvísu og var notað nær ein- göngu til skráningar í heilsugæslu næstu 20 árin. Sú hugmyndafræði sem endurspeglaðist í Egilsstaða- kerfinu, innsýn, framsýni og þekk- ing Guðmundar og samstarfs- fólks, leiddi til þess að íslensk heilsugæsla varð mörgum árum á undan nágrannalöndunum í raf- rænni skráningu í heilsugæslu. Katrín Briem var ljós í mínum heimi. Við kynntumst þegar ég var átta ára og fór í fyrsta kúrsinn við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann stóð við Hlemm á þeim tíma, árið 1981. Ég var náttúrulega svo lítill að við kynntumst ekkert, ég bara virti fyrir mér og dýrkaði þessa stóru, fögru veru sem var að kenna okkur litlu krílunum eitt- hvað sem kallað er myndlist. Eig- inlega var það samt bara eitthvað annað, þetta var ekki myndlist, heldur málning og pappír, og að ✝ Katrín Briemfæddist 16. ágúst 1945. Hún lést 14. september. Útför hennar fór fram 24. september 2016. klippa, leira og föndra í stórri stofu með stóru borði. Katrín fól okkur alls konar verkefni, og það var eins og það væri einhver gjörn- ingur í gangi, ég man þó það. Hún gerði eitthvað allt annað um leið og hún kenndi okkur. Marg- ir hefðu getað kennt fólki að klippa og lita og leira, en fá- ir kennarar eru eins og hún var. Hún kenndi mér einn kúrs, en lifði og dvaldi eins og skínandi kertalogi í sinni mínu næstu 30 árin. Sumum einstaklingum er lagið að gera hlutina þannig að unun er að, og án þess að ég hefði vit til að skilja nokkuð í þá áttina, gerðist það að maður hélt áfram að stunda þessa kúrsa, fullur sjálfstrausts og ein- Katrín Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.