Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Það er ekki oft sem íslensk-ar ástarsögur koma út enþað er ekki hægt að segjaannað en að Síðasta ásta- rjátningin sé ein slík. Sagan hefst haustið 2007 og lýk- ur ári síðar og það er ungur maður í Reykjavík sem segir frá lífi sínu þetta tímabil. Það byrjar á því að hann verður ástfanginn og lýkur á sama tíma og ástar- sambandinu. Ungi maðurinn segir okkur sög- una í fyrstu per- sónu og við fáum aldrei að vita hvað hann heitir, hann er „ég“ og því fær lesandinn að skyggnast vel inn í hugarheim hans og sér aðeins söguna frá hans sjónarhorni. Í byrjun bókar kynnist hann stúlku að nafni Kristín sem nemur lög- fræði og berst fyrir bættum heimi. Ástin heltekur unga drenginn og hann og Kristín ná vel saman þegar þau eru tvö ein innilokuð í sínu um- hverfi en ytri heimar þeirra bland- ast illa. Sögumaðurinn á ekkert sameiginlegt með vinum Kristínar og sér í gegnum yfirborðskenndar hugsjónir þeirra. Hann er sjálfur vinafár en á þó einn traustan vin, hann Trausta, sem kemur mikið við sögu og hefur mótandi áhrif á líf hans. Þeir vinirnir eru miklir hug- sjónamenn og ætla að tortíma kap- ítalismanum sem að þeirra mati er allt lifandi að drepa. Eins og Trausti fyrirlítur kapítalisma þá knýr hann líf hans, hann er heltek- inn af auðvaldinu og tala þeir vin- irnir um fátt annað en andlit þess á Íslandi, á þessum tíma, sjálfan Dav- íð Oddsson. Trausti fær vin sinn til liðs við sig til að vinna að stóra verkefninu sem virðist aldrei ætla að taka enda eða skila nokkrum ár- angri. Meðal annars vinna þeir að gerð stórrar styttu af Davíð Odds- syni, sú vinna heltekur Trausta sem virðist á tímabili ekki eiga aftur- kvæmt í lifandi manna tölu, og renna þeir saman við verkefnið hvor á sinn hátt. Sagan gerist í aðdraganda hruns- ins og er Davíð Oddsson ákveðið leiðarstef í gegnum bókina, nafn hans kemur strax fyrir í fyrstu línu og óteljandi oft eftir það. Hann er seðlabankastjóri og leikur Seðla- bankinn líka sitt hlutverk í sögunni. Þá koma ísbirnir oft við sögu en tveir gengu einmitt hér á land á þessum tíma. Sagan byrjar í blússandi ham- ingju, það er uppgangur í þjóðfél- aginu, og sögupersónunni virðast allir vegir færir en eftir því sem á líður þyngist tónninn í sögunni, óreiðan eykst og ástarbríminn dofnar í takt við ástandið í þjóð- félaginu. Líf sögupersónanna er klisja. Þau eru ýktir karakterar hver á sínu sviði og tvífara þeirra má víða finna í reykvísku háskólasamfélagi. Þó sagan sé ákveðin klisja er hún full af frumlegheitum og textinn ein ljóðræn unaðslesning. Síðasta ástarjátningin er fyrsta skáldsaga Dags sem hefur verið þekktur sem ljóðskáld fram að þessu. Því má al- veg velt fyrir sér hvort hér sé á ferðinni skáldsaga eða ljóðabók í dulbúningi. En hvort sem er þá er sagan góð, full af húmor og höf- undur hefur skemmtilega sýn á hið mannlega og góð tök á tungumálinu sem gerir Síðustu ástarjátninguna að frábærri ástarsögu í mörgum skilningi; ást milli stráks og stelpu, tveggja vina, hatursást á landi og þjóð og Davíð Oddssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dularbúningur„Skáldsaga eða ljóðabók í dulbúningi,“ segir í rýni um bók Dags Hjartarsonar. Skáldsaga Síðasta ástarjátningin bbbmn Eftir Dag Hjartarson. Kilja, 240 bls. JPV útgáfa, 2016. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Allskonar ást Leikkonan Daisy Ridley, sem er hvað þekktust fyrir hlut- verk sitt í nýjustu Star Wars-myndinni, hefur samþykkt að ljá ótilgreindri persónu rödd sína í væntanlegri kvik- mynd byggðri á sögum Beatrix Potter um Peter Rabbit. Slæst hún þannig í hóp með James Corden, spjall- þáttastjórnanda og leikara, sem talar fyrir aðalpersónu myndarinnar, sjálfan Peter, og leikkonuna Rose Byrne, sem talar fyrir Bea. Framleiðsla myndarinnar hefst í jan- úar og áætlað er að hún verði frumsýnd í apríl 2018. Daisy Ridley bætist í hópinn Daisy Ridley Ljósmyndakeppni mbl.is og Canon lauk fyrir stuttu og voru verðlaun í keppninni afhent í vikunni. Verðlaunamyndirnar má sjá hér til hliðar, en fyrstu verðlaun hlaut Sverrir Helgi Jónsson fyrir myndina Út um gluggann og fékk fyrir vikið Canon EOS 1300D18-55 IS myndavél með EF-S 18-55mm f/3.5-5.6 linsu með hristivörn. Önnur verðlaun, IXUS 285 HS myndavél, hreppti Ester Gísladóttir fyrir myndina Sipp- að og þriðju verðlaum fékk Finnur Andrésson fyrir myndina Barist um brauðið og fékk Ca- non PIXMA MG5750 fjölnotatæki að launum. Ljósmynd/Sverrir Helgi Jónsson 1. verðlaun Út um gluggann eftir Sverri Helga Jónsson. Ljósmynd/Ester Gísladóttir 2. verðlaun Sippað eftir Ester Gísladóttur. Ljósmynd/Finnur Andrésson 3. verðlaun Barist um brauðið eftir Finn Andrésson. Ljósmynd/Óskar Páll Verðlaunahafar Sverrir Helgi Jónsson, Ester Gísladóttir og Finn- ur Andrésson með verðlaunin. Fyrir aftan þau stendur Arnór Fannar Reynisson, starfsmaður Nýherja, sem afhenti verðlaunin. Verðlauna- myndir úr ljós- myndakeppni MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.