Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?
Verð 3.995
Stærðir 20-30
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Pollastígvél
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxur
m/stretch
Str. 36-52
4 litir
Kr. 7.900
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi
þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hing-
að til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á
þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og
flóða,“ segir Kristinn Pétursson, verkefnisstjóri Aust-
urgilsvirkjunar í Ísafjarðardjúpi, um möguleika sem er
að skapast á að skilgreina tengipunkt á Vestfjörðum til
að tengja hugsanlegar virkjanir þar við landskerfið.
Uppsetning nýs tengipunkts Landsnets í Ísafjarð-
ardjúpi hefur verið talin forsenda fyrir því að hægt sé
að virkja vatnsafl þar og á Norður-Ströndum. Ástæðan
er sú að þeir sem byggja virkjanirnar þurfa sjálfir að
kosta flutning orkunnar til næsta tengipunkts til að
komast inn á landsnetið. Í tilviki Vestfjarða er sá
punktur í Gilsfirði. Mismunandi vegalendir frá virkj-
unum til tengipunkta getur skekkt mjög hagkvæmniút-
reikninga virkjana.
Nokkrir virkjanamöguleikar eru í Ísafjarðardjúpi og
nágrenni. Hvalá í Ófeigsfirði er í nýtingarflokki ramma-
áætlunar og Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi er
flokkuð í nýtingarflokk í þeirri tillögu verkefnisstjórnar
rammaáætlunar sem nú liggur fyrir Alþingi. Hafinn er
undirbúningur að báðum þessum virkjunum. Skúfs-
vatnavirkjun og fleiri en ein virkjun vestan Ísafjarð-
ardjúps eru einnig til athugunar.
Hægt að auka rannsóknir
Kristinn Pétursson áætlar að þarna sé allt að 200
MW virkjanleg raforka.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur
nú undirritað breytingu á reglugerð um framkvæmd
raforkulaga þar sem sett eru skilyrði vegna nýrra teng-
inga og hvernig reikna eigi út framlög notenda til kerf-
isins. Staðan á Vestfjörðum hefur sérstaklega ýtt eftir
því að reglurnar yrðu settar.
Kristinn segist ekki hafa séð reglurnar en fagnar
þeim með þeim fyrirvara að hann hafi ekki reiknað út
kostnaðinn. Segir hann að væntanlega verði nú hægt að
leggja meira í rannsóknir á þessum virkjanakostum og
gera áformin að veruleika. Hann tekur þó fram að öll
þessi vinna taki langan tíma.
Morgunblaðið/RAX
Virkjunarkostir Hvalá í Ófeigsfirði er í nýtingarflokki rammaáætlunar en hér er Hvalsárfoss í öllu sínu veldi.
Möguleikar á nýjum
vatnsaflsvirkjunum
Nýr tengipunktur raforku á Vestfjörðum gæti orðið til
Lilja Rafney
Magnúsdóttir, al-
þingismaður,
mun leiða lista
Vinstri grænna í
Norðvestur-
kjördæmi sam-
kvæmt niður-
stöðu forvals en
atkvæði voru tal-
in á sunnudags-
kvöld.
Alls voru 1.102 á kjörskrá og 859
tóku þátt í forvalinu sem er 78%
kjörsókn. Lilja Rafney fékk 328 at-
kvæði í 1. sæti en Bjarni Jónsson
fékk 307 atkvæði í það sæti. Í næstu
sætum voru Dagný Rósa Úlfars-
dóttir, Lárus Ástmar Hannesson,
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og
Rúnar Gíslason. Kjörstjórn mun
leggja fram tillögu að heildarlista á
fundi á Hvanneyri næstkomandi
fimmtudag kl. 20.
Lilja Rafney fékk 1.
sætið í forvali VG
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Viðræður eru hafnar á milli Alþýðu-
sambands Íslands, ASÍ og Samtaka
atvinnulífsins, SA, um keðjuábyrgð,
en í henni felst m.a. að aðalverktaki
eða verksali beri ábyrgð á því að
undirverktaki vinni samkvæmt lög-
um og kjarasamningum og greiði
rétt laun.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir löngu tímabært að komist
verði að samkomulagi um ábyrgð
sem þessa.
„Þetta hefur verið baráttumál
ASÍ býsna lengi og nú erum við að
fara yfir það saman með hvaða
hætti við getum tekið þetta upp,“
segir Gylfi. „Þetta er mikið til um-
ræðu innan Evrópusambandsins og
við lítum m.a. til þess.“
Nýverið setti Landsvirkjun sér
reglur um keðjuábyrgð sem munu
koma inn í útboðsskilmála fyrirtæk-
isins. Reglunum er ætlað að tryggja
að allir sem vinna fyrir Landsvirkj-
un á óbeinan hátt, t.d. hjá verktök-
um, undirverktökum eða starfs-
mannaleigum njóti þeirra réttinda
og kjara sem lög og samningar
kveða á um.
Skiptir máli á ýmsan hátt
Gylfi segir of snemmt að segja til
um hvort niðurstaða viðræðna ASÍ
og SA muni leiða til svipaðs fyr-
irkomulags, viðræður séu nýhafnar
og óljóst hverjar verði þar helstu
áherslur. „En við fögnum því að
sjálfsögðu að Landsvirkjun, sem
hefur mesta reynslu af þessu, skuli
taka þetta upp.“
Að mati Gylfa skiptir keðju-
ábyrgð máli á ýmsan hátt. Deilur
um uppgjör og réttindi starfsmanna
geti t.d. komið niður á fram-
kvæmdatíma og gæðum verka.
„Þannig að það er mikilvægt að setj-
ast yfir þetta verkefni,“ segir Gylfi.
Útfærsla sem
hentar hér á landi
„Við erum að skoða hvort við
getum komið með sameiginlegar
tillögur um útfærslu sem hentar
best í íslenskum aðstæðum,“ segir
Ragnar Árnason, forstöðumaður
vinnumarkaðssviðs SA.
„Þetta byggist á framkvæmda-
tilskipun um útsenda starfsmenn
sem við þurfum að innleiða hér á
landi, þar er sérstök áhersla á
byggingargeirann og ábyrgð verk-
taka á launum útsendra starfs-
manna undirverkans, sem er einn
valkostur við innleiðingu þessarar
tilskipunar. Það sem lögð er
áhersla á er að tryggja að útsendir
starfsmenn fái greidd sín laun.
Keðjuábyrgðinni er stillt upp sem
valkosti til að ná þessu markmiði,“
segir Ragnar.
Litið til annarra þjóða
Hann segir að litið sé til þess
hvernig aðrar þjóðir hagi þessum
málum, vinnumarkaðir séu byggðir
upp á mismunandi hátt eftir lönd-
um og ekki víst að það sama eigi
við hér og annars staðar.
„Það verður vinna vetrarins að
ákveða hvort keðjuábyrgð sé besti
kosturinn og ef svo er, hvernig á að
útfæra hana,“ segir Ragnar sem
segir vonir bundnar við að niður-
staða fáist innan nokkurra mán-
aða.
ASÍ og SA ræða
keðjuábyrgð
Hefur verið baráttumál ASÍ býsna
lengi, segir Gylfi Arnbjörnsson Von-
ast eftir niðurstöðu á næstu mánuðum
Gylfi
Arnbjörnsson
Ragnar
Árnason