Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Hversu langt verð-
ur komist með
áhugamál og
ástríðu þegar
dugnaður, áræðni
og ástundun er
lögð undir og eigin
ákvörðunum er
treyst. Þetta verð-
ur umfjöllunarefni
Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur myndlistarkonu á
fyrsta Þriðjudagsfyrirlestri vetr-
arins undir yfirskriftinni Brjóstvit.
Fyrirlesturinn fer fram á Lista-
safninu á Akureyri í Ketilhúsi í dag,
27. september, kl. 17 en aðgangur
er ókeypis.
Brjóstvit á fyrsta
Þriðjudagsfyrirlestri
Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir
Óhætt er að segja að Saganaf bláa hnettinum eftirAndra Snæ Magnasonhafi unnið hug og hjörtu
ekki aðeins landsmanna heldur bók-
menntaunnenda út um allan heim.
Á þeim 17 árum sem liðin eru frá
því skáldsagan kom fyrst út hér-
lendis hefur hún verið gefin út á
yfir 30 tungumálum auk þess sem
leikgerðir á sögunni hafa ratað á
svið hér á landi, í Póllandi, Dan-
mörku og Kanada svo nokkur lönd
séu nefnd. Vinsældirnar ættu ekki
að koma neinum á óvart, því saga
Andra Snæs er allt í senn marg-
slungin, dramatísk, tímalaus og
ekki síst aðkallandi. Við sem búum
við allsnægtir þurfum að láta minna
okkur á að gæðin eru ekki sjálfsögð
og við eigum ekki, ekkert frekar en
börnin á Bláa hnettinum, rétt á að
eigna okkur sólina og gæði náttúr-
unnar. Hamingja okkar má ekki
byggja á eymd annarra.
Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfs-
son vinnur eigin leikgerð upp úr
sögunni og hefur í samvinnu við
tónlistarkonuna Kristjönu Stef-
ánsdóttur smíðað afbragðs söngleik
sem höfðaði vel til áhorfenda á
frumsýningunni. Hann fylgir í
stórum dráttum framvindu sög-
unnar en gerir nauðsynlegar stytt-
ingar þar sem við á og leyfir lykil-
senum að fá meira rými. Dæmi um
hið fyrrnefnda eru fínar styttingar
á veru Huldu og Brimis í myrkum
skóginum hinum megin á hnettin-
um þar sem talandi trjám og
köngulóm er sleppt – mögulega til
að hræða yngstu áhorfendur ekki
um of. En dæmi um hið síðarnefnda
er stríðssöngurinn með tilheyrandi
sprengjugerð, sem reyndist eitt
áhrifaríkasta dans- og söngatriði
uppfærslunnar með frábærum
steppdansi sem kallaðist á við mars
hermannaklossa. Vafalítið framkall-
aði þetta atriði gæsahúð hjá fleirum
en rýni.
Bergur Þór heldur í sögumann-
inn, sem Hjörtur Jóhann Jónsson
túlkaði afar skemmtilega í gervi
bjarndýrs. Snjallt var að láta bjarn-
dýrið vera svolítið aumkunarvert,
t.d. í bjarnarblúsnum sem Hjörtur
Jóhann flutti af mikilli innlifun og
þegar röddin brast í urrandi tali,
því hláturinn hjálpar börnum meðal
áhorfenda að takast á við myrkan
skóginn með öllum sínum hættu-
legu villidýrum.
Sýningin byrjar af miklum krafti
þar sem barnahópurinn á Bláa
hnettinum er kynntur til sögunnar
með glæsilegum dansatriðum úr
smiðju Chantelle Carey og góðum
söngvum Kristjönu. Ólíkt síðustu
stóru söngleikjum Borgarleikhúss-
ins er ekki boðið upp á lifandi hljóð-
færaleik á sviðinu heldur syngja
börnin við upptökur, en fyrir vikið
varð hljómurinn örlítið mattur.
Bergur Þór sýndi það og sannaði
með uppfærslunni á Billy Elliot fyr-
ir hálfu öðru ári hversu flinkur
hann er að vinna með börnum og
gaman var að sjá ýmis kunnugleg
andlit úr Billy Elliot á Bláa hnett-
inum. Undir stjórn Bergs Þórs,
Kristjönu og Carey hefur ríflega
tuttugu barna leikhópur sýningar-
innar náð aðdáunarverðri og ótrú-
legri leikni jafnt í leik, söng og
dansi auk þess sem loftfimleikar
bættust hér við.
Fyrir hlé er litagleðin allsráðandi
í leikmynd Ilmar Stefánsdóttur og
búningum Maríu Th. Ólafsdóttur.
Leikmyndin samanstendur af regn-
bogalitum stöngum er minna á
greinar sem börnin geta klifrað í að
vild en með góðri lýsingu Þórðar
Orra Péturssonar og frábærri
myndvinnslu Petrs Hloušek tókst
að umbreyta leikmyndinni í hættu-
legan skóg eftir hlé. Dökkir bún-
ingar Maríu á íbúa myrkari helm-
ings hnattarins voru afar vel
útfærðir og grímur Elínar S. Gísla-
dóttur og leikgervi Árdísar Bjarn-
þórsdóttir og Maríu mikið fyrir
augað. Uppfærslan býður upp á
margar skemmtilegar lausnir, eins
og t.d. þegar strigaskór með hjólum
eru nýttir til að sýna hversu sleip
börnin verða af teflonhúðuninni úr
smiðju Gleði-Glaums.
Á frumsýningunni fóru Gunnar
Hrafn Kristjánsson og Guðríður Jó-
hannsdóttir með hlutverk Brimis og
Huldu. Bæði búa að áralangri leik-
reynslu þrátt fyrir ungan aldur og
hafa góða sviðsnærveru. Björn
Stefánsson smellpassaði í hlutverki
Gleði-Glaums með sitt tjáningarríka
andlit og háa orkustuðul. Gaman
var að láta koma sér sífellt á óvart
með endalausu úrvali af búningum,
því Gleði-Glaumur skipti um hlut-
verk nánast við hverja innkomu,
enda einbeittur í því að skemmta
börnum hnattarins sem mest.
Uppbyggingarlega hefði mátt
vinna betur með þann mun sem er
á gleði barnanna á Bláa hnettinum
áður og eftir að Gleði-Glaumur
kemur til skjalanna. Orkustigið í
upphafi sýningarinnar var svo mik-
ið strax frá fyrstu mínútu að leik-
hópurinn hafði lítið sem ekkert
svigrúm til að tjá muninn á þeirri
fölskvalausu gleði sem börnin upp-
lifa í hversdegi sínum, sem upp-
fullur er af endalausum ævintýrum
í boði náttúrunnar, og stanslausu
stuðinu sem skemmtikarlinn Gleði-
Glaumur býður upp á til að „bjarga
börnunum frá leiðindum“. Fyrir
vikið varð fyrri hluti sýningarinnar
full einsleitur. Seinni hlutinn bauð
upp á mun meiri blæbrigði og
dramatík sem skilaði sér beint í
hjartastað. Einn af hápunktum
seinni hlutans, fyrir utan ofan-
nefndan stríðssöng, var söngatriði
Björgvins Inga Ólafssonar í hlut-
verki Örvars, sem söng eins og
engill um geisla sólarinnar.
Þrátt fyrir ofangreinda smá-
hnökra er Blái hnötturinn vel
heppnuð sýning þar sem stór hópur
af hæfileikaríkum krökkum glansa í
leik, söng og dansi. Augljóst var á
frumsýningu að sýningin nær af-
skaplega vel til barna, jafnvel
býsna ungra barna, því hlustunin í
salnum var fín og engin merki um
ókyrrð eins og stundum vill verða á
lengri barnasýningum. Sem dæmi
um sterka innlifun sem verkið kall-
ar á má nefna að þegar Gleði-
Glaumur spurði hver væri til í að
fórna síðasta dropanum af æsku
sinni til að bjarga börnunum hinum
megin á hnettinum en fá um leið
sjálfur steinhjarta heyrðist barns-
rödd kalla hátt og snjallt úr áhorf-
endasal: „Ekki ég!“
Á sama tíma og sýningin
skemmtir börnum í litadýrð sinni
og fjöri veitir hún foreldrum kjörið
tækifæri til að ræða um stærra
samhengi hlutanna og hvers við er-
um raunverulega megnug ef við
höfum samkennd, réttlæti og sann-
girni að leiðarljósi.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Leikni „Undir stjórn Bergs Þórs, Kristjönu og Carey hefur ríflega tuttugu barna leikhópur sýningarinnar náð
aðdáunarverðri og ótrúlegri leikni jafnt í leik, söng og dansi auk þess sem loftfimleikar bættust hér við.“
Hamingja á kostnað annarra
Borgarleikhúsið
Blái hnötturinn bbbbn
Eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð og
leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar sem
einnig samdi söngtextana. Tónlist:
Kristjana Stefánsdóttir. Danshöfundur:
Chantelle Carey. Leikmynd: Ilmur Stef-
ánsdóttir. Búningar: María Th. Ólafs-
dóttir. Grímugerð: Elín S. Gísladóttir.
Myndband: Petr Hloušek. Lýsing: Þórð-
ur Orri Pétursson. Hljóðhönnun og
hljóðmynd: Garðar Borgþórsson. Upp-
tökustjórn: Daði Birgisson. Leikgervi:
Árdís Bjarnþórsdóttir og María Th.
Ólafsdóttir. Hljómsveit í upptökum:
Kristjana Stefánsdóttir, Garðar Borg-
þórsson, Börkur Hrafn Birgisson og
Daði Birgisson. Leikarar: Gunnar Hrafn
Kristjánsson, Guðríður Jóhannsdóttir,
Hjörtur Viðar Sigurðarson, Iðunn Ösp
Hlynsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir,
Gabríel Máni Kristjánsson, Björn Stef-
ánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Guð-
mundur Elías Knudsen, Emilía Bergs-
dóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Gríma
Valsdóttir, Sóley Agnarsdóttir, Edda
Guðnadóttir, Grettir Valsson, Rut Re-
bekka Hjartardóttir, Bjarni Kristbjörns-
son, Andrea Birna Guðmundsdóttir,
Baldvin Alan Thorarensen, Andrea
Lapas, Hulda Fanný Pálsdóttir, Pétur
Steinn Atlason, Ágúst Örn Wigum,
Steinunn Lárusdóttir, Vera Stefáns-
dóttir og Björgvin Ingi Ólafsson. Frum-
sýning á Stóra sviði Borgarleikhússins
laugardaginn 24. september 2016.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
www.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Eigum úrval af
álhjóla- og veggjapöllumÁlhjóla og
veggjapallar
Sorphvarnir í
eldhúsvaska
25% afsláttur af tröppum og stigum til loka september
BRIDGET JONES’S BABY 5:20, 8, 10:30
EIÐURINN 6, 8, 9, 10:20
KUBO 2D ÍSL.TAL 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ