Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Flokksþing Framsóknarflokksins
verður haldið í Háskólabíói 1. og 2.
október nk. Um 900 flokksmenn eiga
rétt til setu á þinginu. Frestur til
þess að skila inn kjörgögnum rann út
sl. laugardagsmorgun. Ekki lá fyrir í
gær hversu margir þeirra sem eiga
seturétt og skilað hefur verið inn
kjörgögnum fyrir munu mæta til
flokksþingsins.
Flokksþingið
verður sett á
laugardagsmorg-
un kl. 9.30 og síð-
an hefst hefð-
bundin þing-
dagskrá sem
stendur allan
laugardaginn.
Kosningar um
formann, varafor-
mann og ritara
flokksins verða svo kl. 11.30 á sunnu-
dag.
Þeir bjartsýnustu úr röðum fram-
sóknarmanna sem rætt var við í gær
töldu að þegar ný forysta hefði verið
kosin á sunnudag myndu menn aftur
geta einbeitt sér að málefnalegri
vinnu og sameiginlegum kosninga-
undirbúningi. Aðrir töldu að lítill
möguleiki væri á því að allt félli í
ljúfa löð, a.m.k. ekki í bráð. Of stór
orð hefðu verið látin falla um svika-
brigsl, samsæri og launráð til þess að
strax yrði samhugur í Framsóknar-
flokknum á nýjan leik.
Af samtölum við þingmenn Fram-
sóknarflokksins og aðra áhrifamenn
í flokknum í gær er ljóst, eins og
fram kom í Morgunblaðinu á laug-
ardag, að Sigurður Ingi Jóhannsson
nýtur stuðnings afgerandi meiri-
hluta þingflokksins til þess að verða
formaður. Þingmenn fullyrða að þótt
fáir hafi sagt það opinberlega styðji
allur þingflokkurinn Sigurð Inga, að
undanskildum þeim Gunnari Braga
Sveinssyni, Vigdísi Hauksdóttur,
Þorsteini Sæmundssyni og að sjálf-
sögðu Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni.
Vilja ekki brenna brýr
Skýringin á því að þeir séu tregir
til þess að lýsa yfir stuðningi við Sig-
urð Inga opinberlega sé annars veg-
ar sú að þeir vilji ekki brenna brýr að
baki sér hvað varðar samstarfs-
möguleika, nái Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, endurkjöri. Hins
vegar hafi sjö þingmenn af nítján
þegar lýst því yfir að þeir gefi ekki
kost á sér á nýjan leik og sex þeirra
telji því ekki við hæfi að lýsa yfir
stuðningi við annan hvorn kandídat-
inn.
Þingmennirnir sem ætla að hætta
eru Ásmundur Einar Daðason, Jó-
hanna María Sigmundsdóttir, Hösk-
uldur Þórhallsson, Páll Jóhann Páls-
son, Frosti Sigurjónsson, Sigrún
Magnúsdóttir og Vigdís Hauksdótt-
ir. Vigdís styður Sigmund Davíð.
Frásögn Sigurðar Inga hárrétt
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins í Suð-
urkjördæmi, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að Sigurður Ingi
Jóhannsson, forsætisráðherra og
varaformaður Framsóknarflokksins,
hefði lýst þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins í apríl sl., þegar um-
ræðan um Wintris komst í hámæli,
hárrétt á Sprengisandi í fyrradag.
„Við ákváðum á þessum fundi að
biðja Sigmund Davíð að stíga til hlið-
ar sem forsætisráðherra og lögðum
til að Sigurður Ingi tæki við. Þetta
var ákveðið af miklum meirihluta
þingflokksins, áður en þeir Sigurður
Ingi og Sigmundur Davíð komu til
fundarins,“ sagði Silja Dögg.
Fengi annars á sig vantraust
Hún segir að þegar Sigurður Ingi
mætti til þingflokksfundarins hafi
hann verið upplýstur um ákvörðun
þingflokksins og hann hafi í kjölfarið
óskað eftir því að eiga einslega fund
með Sigmundi Davíð og ræða þá
stöðu sem upp væri komin. Í kjölfar
þess fundar hafi Sigmundur Davíð
komið til fundarins og lagt til að
hann stigi til hliðar sem forsætisráð-
herra og Sigurður Ingi tæki við.
„Hann vissi sem var að ella fengi
hann á sig vantraust frá þingflokkn-
um,“ sagði Silja Dögg.
„Það var alls ekki með glöðu geði
sem Sigurður Ingi tók að sér þetta
verkefni. Hann var einfaldlega að
bregðast við óskum þingflokksins og
skyldum sínum við Framsóknar-
flokkinn og samfélagið en ekki að
sækjast eftir starfi forsætisráðherra
eða formennsku í flokknum. Hann
lítur fyrst og fremst á sitt hlutverk
sem þjónustuhlutverk,“ sagði Silja.
Það er ekki einfalt að kortleggja
hvernig stuðningur flokksþingsfull-
trúa Framsóknarflokksins skiptist á
milli þeirra Sigmundar Davíðs og
Sigurðar Inga, þótt fyrir liggi að Sig-
urður Ingi njóti stuðnings meirihluta
þingflokksins.
Sigmundur Davíð á mjög sterkt
bakland í Norðausturkjördæmi, að
sögn framsóknarmanna, þótt Sig-
urður Ingi eigi einnig ákveðinn
stuðning í því kjördæmi. Sigurður
Ingi er sagður njóta stuðnings þorra
framsóknarmanna í Suðurkjördæmi,
eins og glöggt kom á daginn á kjör-
dæmisþingi flokksins á laugardag.
Hvað varðar önnur kjördæmi virð-
ast viðmælendur telja að skiptingin
geti verið nokkuð jöfn. Þó sögðu við-
mælendur í gær að líklega hefði Sig-
urður Ingi meirihlutastuðning fram-
sóknarmanna í Suðvesturkjördæmi
og einnig í Norðvesturkjördæmi, en í
því kjördæmi er staða Gunnars
Braga Sveinssonar sögð hafa veikst
mjög í utanríkisráðherratíð hans.
Hann hafi ekki sinnt sínu kjördæmi
sem skyldi þau ár, verið mikið í út-
löndum, og það komi niður á stuðn-
ingi við hann nú. Jafnframt hafa
framsóknarmenn úr hans kjördæmi
sagst eiga bágt með að skilja heiftúð-
ugar árásir hans á Sigurð Inga
Jóhannsson.
Verður mjótt á munum?
Ný flokksforysta Framsóknarflokksins kosin á flokksþingi um hádegisbil á
sunnudag Skipting í kjördæmunum á milli frambjóðenda enn nokkuð óljós
Morgunblaðið/Eggert
Framsókn Fjölmiðlafólk hópaðist að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir langan þingflokksfund sl. föstudag.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Flokksþing
» Tveggja daga flokksþing
Framsóknarflokksins verður
haldið í Háskólabíói um næstu
helgi.
» Ákvörðun um flokksþingið
var tekin á miðstjórnarfundi
Framsóknar á Akureyri 10.
september sl.
» Ný forysta verður kjörin um
hádegisbil á sunnudag og telja
viðmælendur erfitt að spá til
um hvor muni hafa betur, Sig-
urður Ingi eða Sigmundur
Davíð.
Skilafrestur á uppgjöri frambjóðenda
í forsetakosningunum í sumar rann
út í gær, þremur mánuðum eftir
kjördag í júní. Upplýsingar með út-
drætti úr uppgjöri Davíðs Oddssonar
og Höllu Tómasdóttur voru birtar á
heimasíðu Ríkisendurskoðunar í gær.
Þá sagðist Andri Snær Magnason
hafa sent Ríkisendurskoðun upplýs-
ingarnar síðdegis í gær og fékk blað-
ið afrit af þeim.
Samkvæmt uppgjörinu nam kostn-
aður við framboð Davíðs Oddssonar
tæplega 27,7 milljónum króna. Fram-
lög lögaðila til framboðsins námu 8,2
milljónum og einstaklinga rúmlega
8,1 milljón. Davíð og Ástríður Thor-
arensen, eiginkona hans, lögðu fram
11,8 milljónir króna.
Kostnaður Höllu Tómasdóttur
nam rúmlega 8,9 milljónum, rúmlega
3,7 milljónir komu frá lögaðilum og
3,1 milljón frá einstaklingum. Eigin-
framlag Höllu var rétt rúmar tvær
milljónir. Framboð Andra Snæs
kostaði um 15 milljónir, hann fékk
um 12,7 milljónir frá einstaklingum
og 1,36 milljónir frá lögaðilum. Andri
lagði framboðinu 960 þúsund til úr
eigin vasa.
Framboð Guðna Th. Jóhannes-
sonar kostaði rúmlega 25 milljónir,
framlög lögaðila námu tæplega 11
milljónum og einstaklinga 13,1 millj-
ón. Tekjur umfram gjöld voru um 1.2
milljónir. Sjálfur lagði Guðni fram
tæpar 1,2 milljónir.
Ríkisendurskoðun hefur einnig
birt uppgjör Guðrúnar Margrétar
Pálsdóttur. Kostnaður við framboð
hennar nam rúmlega hálfri milljón,
sem var fjármagnaður úr eigin vasa
og með einu framlagi frá lögaðila.
Samkvæmt tilkynningu frá Hildi
Þórðardóttur var kostnaður við
framboð hennar undir 400 þúsund
krónum. tfh@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Bessastaðir Kosningar til forseta.
Frambjóð-
endur skila
uppgjöri
Mestur kostnaður
hjá Davíð og Guðna
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands
minntust þess við athöfn í Höfða í gær að 25 ár eru liðin
frá endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna, en Ís-
land var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra og
taka upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú.
Linas Antanas Linkevicius, utanríkisráðherra Lithá-
en, Edgars Rinkçviès, utanríkisráðherra Lettlands,
Jürgen Ligi, utanríkisráðherra Eistlands, og Lilja Al-
freðsdóttir utanríkisráðherra undirrituðu yfirlýsingu
þar sem þau ítrekuðu vilja sinn til samvinnu og að
treysta enn frekar vináttubönd þjóðanna. Við athöfnina
rifjaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra upp aðdrag-
anda viðurkenningarinnar, sem var einmitt undirrituð í
Höfða.
Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráð-
herra, sem átti stóran þátt í sjálfstæðisviðurkenningu Ís-
lendinga, var viðstaddur athöfnina en S. Björn Blöndal,
staðgengill borgarstjóra, bauð gesti velkomna. Á mál-
þingi í Norræna húsinu var sjónum svo beint að sam-
starfi Norðurlandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna, m.a.
innan Eystrasaltsráðsins.
Minntust sjálfstæðis fyrir 25 árum
Ísland treysti vinabönd við
Eystrasaltsríkin þrjú
Ljósmynd/utanríkisráðuneytið
Sjálfstæði í aldarfjórðung S. Björn Blöndal, staðgeng-
ill borgarstjóra, Linas Antanas Linkevicius, Litháen,
Jürgen Ligi, Eistlandi, Lilja Alfreðsdóttir, Edgars
Rinkçviès, Lettlandi, og Jón Baldvin Hannibalsson.