Morgunblaðið - 27.09.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Gunnar L.Hjartarson
fæddist í Grindavík
16. október 1935.
Hann lést 16. sept-
ember 2016 á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri.
Foreldrar hans
voru Anna Odds-
dóttir húsmóðir, f.
1911, d. 1996, og
Hjörtur L. Jónsson
skólastjóri, f. 1906, d. 1987. Árið
1956 kvæntist Gunnar Sigyn
Georgsdóttur frá Akureyri, f.
19. ágúst 1939, d. 1. nóvember
2015.
Gunnar bjó sín æskuár á
Akureyri en fór til Reykjavíkur
til náms við Samvinnuskólann.
Dofri og Helena Mist. b) Geir,
maki Eydís Birta Jónsdóttir,
börn þeirra eru Kristján Geir,
Rakel Ösp og Kristín Helga. c)
Aníta, unnusti Sigurður Sig-
tryggsson, dóttir þeirra er Aría
Anna. 3) Hjördís, f. 1961, maki
Grétar Viðarsson, börn þeirra
eru: a) Snjólaug Svala, maki
Sævar Örn Hafsteinsson, börn
þeirra eru Ólafur Breki og Hjör-
dís Lilja. b) Elva Eir, unnusti
Arnór Þorri Þorsteinsson. 4)
Ómar, f. 1964, maki Árný Helga
Reynisdóttir, börn þeirra eru: a)
Auður, barn hennar er Stígur
Týr. b) Unnur, unnusti Einar
Rafn Eiðsson. c) Reynir. 5)
Gunnar Georg, f. 1968, maki
Valgerður Lóa Gísladóttir. Börn
Gunnars af fyrra hjónabandi
eru Ragna Sif og Kristján Gunn-
ar. Börn Gunnars og Valgerðar
eru Soffía Líndal og Sonja Lín-
dal.
Útför Gunnars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 27. sept-
ember 2016, klukkan 13.30.
Að námi loknu
flutti hann aftur til
Akureyrar og
starfaði hjá KEA
við gjaldkerastörf
um árabil. Gunnar
gerðist síðar úti-
bússtjóri hjá Bún-
aðarbanka Íslands
á Akureyri, Hellu,
Hveragerði og
sparisjóðsstjóri á
Dalvík. Síðustu ár
sín bjuggu hjónin í Víðilundi á
Akureyri. Sigyn og Gunnar
eignuðust fimm börn, þau eru:
1) Sigríður, f. 1956, d. 1956. 2)
Anna, f. 1958, maki Girish Hir-
lekar, börn þeirra eru: a) Sigríð-
ur Sigyn, maki Sveinn Svav-
arsson, börn þeirra eru Einar
Kæri vinur og tengdafaðir
með meiru.
Ekki bjóst ég við því að
kveðja þig í hinsta sinn svo
snögglega, enda erum við öll að
jafna okkur eftir andlát tengda-
móður minnar Sigynar. Lífið er
nú svona og það er erfitt að
skilja lífsgátuna.
Alveg frá okkar fyrstu kynn-
um fyrir allmörgum árum hefur
þú verið góður vinur og stoð og
stytta fyrir fjölskyldu okkar.
Með þinn húmor og kímingáfu
varstu „afi Gunni“ allra. Með
óendanlegan áhuga á pólitík lést
þú skoðanir þínar í ljós í frjálsu
máli og fannst krökkunum það
afar skemmtilegt.
Alltaf var hægt að leita til þín
til að fá ráðleggingar. Börnunum
okkar Önnu og barnabörnunum
fannst alltaf gaman að spjalla við
þig. Þú hafðir þá hæfileika að
geta talað við krakka á öllum
aldri, hvort það var nokkurra
mánaða gamla Aria Anna eða 10
ára Kristján Geir.
Áhugi þinn á stangveiði var
mikill og ófáar voru veiðiferðirn-
ar sem við fórum saman. Þú
kenndir mér margt og sagðir
hvernig best væri að fá þann
stóra til að taka öngulinn.
Mikið var gaman þegar við
fórum saman til London til að
horfa á tískusýningu Anítu fyrir
tveimur árum. Við sátum á
fremsta bekk og vorum aðalgest-
ir á þeirri merkilegu stund. Þú
varst svo stoltur af barnabarninu
þínu. Þú varst líka ánægður að
vera hjá Sigyn í Noregi í vor og
fannst þér það draumaferð. Þú
varst afar ánægður og stoltur af
Geir þegar hann varð sérfræði-
læknir. Krökkunum og okkur
fannst það virkilega gaman þeg-
ar öll fjölskyldan kom saman um
jólin eða á öðrum helgistundum.
Margar góðar minningar eru frá
þeim tíma.
Ekki er langt síðan þú fórst
með okkur Geir að veiða í Hörgá.
Þá datt mér ekki í hug að ekki
væri mikið eftir af lífinu þinu. Al-
varleg veikindi sem komu í ljós
stuttu seinna versnuðu svo hratt
og tóku þig frá okkur.
Ég er afar þakklátur fyrir það
að hafa kynnst þér og verið
tengdasonur þinn. Það verður
erfitt að sætta sig við það að þú
sért ekki með okkur lengur. Við
munum sakna sagnanna sem þú
sagðir okkur frá gamalli tíð og
ekki síður brandaranna þinna.
Barnabörnin þín, langafabörn-
in og við munum sakna þín sárt.
Hvíl þú í friði, kæri tengdafað-
ir, og takk fyrir allt.
Girish Hirlekar.
Elsku afi minn, ég kveð þig nú
með söknuði. Ég er afanum fá-
tækari í dag.
Ég syrgi þig, en góðu minn-
ingarnar og þakklætið eru sorg-
inni yfirsterkari. Þú hefur mark-
að líf mitt sem og fjölda annarra
og sá sem auðgar líf annarra hef-
ur vissulega lifað þýðingarmiklu
lífi.
Afi Gunni bætti líf þeirra sem
á vegi hans urðu og var gleði-
gjafi allt til endiloka.
Hann afi minn hefur alltaf
verið hetja í mínum augum.
Hann var orðheppinn og snögg-
ur í svörum. Átti auðvelt með að
slá á létta strengi og átti til að
stríða ömmu Sigyn. Mig grunar
að ég hafi lært þá stríðni af hon-
um. Afi var sú manngerð sem
aldrei sýndi nein merki veik-
leika, hvorki andlega né líkam-
lega.
Þegar ég var lítil var ég svo
heppin að fá að búa um tíma hjá
afa og ömmu, ekki einu sinni
heldur þrisvar. Fyrst sem unga-
barn, þá á Hellu, næst á Dalvík,
þá um sjö ára, og síðast í Hvera-
gerði, þá 18 ára. Ég var heppin
að fá að búa með þeim sem barn
því þá myndast sterk tengsl milli
mín, afa og ömmu. Tengsl sem
verða ekki rofin. Amma sagði
alltaf „hann pabbi þinn“ þegar
hún sagði mér eitthvað af afa og
hann „hún mamma þín“ og þótti
mér það notalegt. Þau áttu mik-
inn þátt í að móta mig sem ein-
stakling.
Ég minnist ferðalaga sem far-
ið var í, ófárra veiðiferða með
nesti og oft nýhnýttar flugur. Ég
dundaði mér við fluguhnýtingar
með afa á unglingsárum mínum.
Mér fannst ég geta rætt allt
við afa og oftar en ekki gat hann
gefið mér góð ráð. Eftir því sem
ég varð eldri urðu tengsl okkar
dýpri. Þegar ég komst á ung-
lingsaldur og hindranir lífsins
birtust á vegi mínum leitaði ég
oft til afa. Síðar á lífsleiðinni átt-
um við svo mörg skemmtileg
símtöl um lífið og tilveruna, allt
milli himins og jarðar var rætt.
Ást afa og ömmu var sönn og
fátt er betra en að eiga ást sem
er endurgoldin. Það var alltaf
gott að koma í heimsókn til
þeirra. Amma og afi hafa alltaf
átt hlýlegt og fallegt heimili.
Elsku afi, nú ert þú kominn í
faðm ömmu, þar sem þú átt
heima. Það er komið að kveðju-
stund, að minnsta kosti í bili. Ég
vil þakka þér og ömmu fyrir það
sem þið gáfuð mér sem nesti út í
lífið, traust, umburðarlyndi og
nægjusemi.
Takk fyrir samveruna, skiln-
inginn, gleðina og umhyggjuna.
Ég vil votta móður minni,
Önnu, hennar systkinum, Hjör-
dísi, Ómari og Gunnari, mína
dýpstu samúð.
Þín
Sigyn.
Gunnar L.
Hjartarson
Börkur mágur
hefur fengið hvíldina
eftir margra ára
harða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Það var svo aðdáunarvert að sjá
hversu sterkur þú varst Börkur,
barst þig vel og kvartaðir aldrei.
Þið Solla komuð með alla fjöl-
skylduna til Danmerkur í júlí,
leigðuð bústað á Fjóni og hélduð
upp á 60 ára afmæli Sollu. Bræður
og systur Sollu, börn og fjölskyld-
ur bættust við og við vorum 33.
Minningarnar um þennan dag
munu ylja okkur um ókomin ár.
Þið Solla gistuð hjá okkur eina nótt
ásamt Des og Kristínu systur, og
við áttum yndislegt kvöld saman,
og þú varst brosandi, glaður og
skrafhreifinn. Þið Solla og börnin
komuð svo til okkar annan dag og
börnin okkar og Lísa systir. Við
borðuðum úti á palli á fallegum
júlídegi.
Við þökkum þér fyrir þetta,
Börkur. Þrátt fyrir að þú værir
mjög veikur og kraftar litlir léstu
ekkert aftra þér að fara þessa ferð.
Þú varst einstakur. Ekkert stopp-
aði þig í að ná því sem þú ætlaðir
þér, sama hversu veikur þú varst.
Þú fórst til Parísar á fótboltaleik-
inn í júní og sást landsmenn okkar
Börkur
Jóhannesson
✝ Börkur Jó-hannesson
fæddist 20. sept-
ember 1957. Hann
lést 12. september
2016.
Útför Barkar fór
fram 26. september
2016.
vinna Austurríki.
Þið Solla fluguð
heim til Íslands í
ágúst og þú kvaddir
land þitt, systkini og
vini og þar kvöddum
við þig þann 19.
ágúst. Það var sárt
að sjá hversu veikur
þú varst en það var
sama æðruleysið yfir
þér, og þú spjallaðir
við okkur um heima
og geyma, en sagðir samt: „Ég er
ekki í góðum málum, Gísli.“ Og þú
þakkaðir okkur fyrir komuna.
Barnabörnin voru gullin þín,
þau komu með bros á vör til afa,
sólargeislar þínir sem lýstu upp
erfiðu dagana og gáfu þér svo
margar gleðistundir. Missir þeirra
er mikill.
Þú elskaðir tónlist og hélst mik-
ið upp á Neil Young. Hann söng
fyrir þig á meðan Lísa, Brynjar,
Kenneth, Kine, systir þín Helga og
ég, Gísli, bárum þig út úr kapell-
unni í Ósló 16. september eftir fal-
lega kveðjustund við kistu þína.
Kærleiksrík orð frá Sollu og vini
þínum Ivar. Við sungum fyrir þig
Kvæðið um fuglana. Síðan minnt-
umst við þín og áttum yndislega
stund heima á Sandåsvejen.
Þú fórst allt of snemma, Börk-
ur, það er svo sorglegt. Þú sofnaðir
í hinsta sinn á heimili þínu eins og
þú hafðir óskað, með þína nánustu
í kringum þig. Solla passaði þig svo
fallega og með svo mikilli um-
hyggju og kærleik, með hjálp og
styrk frá börnunum og systkinum
þínum, Höllu, Grétari og Helgu.
Hún gerði allt fyrir þig. Innilegar
samúðarkveðjur, elsku Solla,
Brynjar, Lísa Björk, Kine, Ken-
neth, Borgar, Frída, Axel, Am-
anda og systkini Barkar. Þú ósk-
aðir þess að fá að hvíla heima á
Íslandi. Góða ferð, við munum
sakna þín.
Sérstök kveðja til þín, kæri
mágur, frá mér um borð í m/s
Nordkap úti á hafi, ég mun minn-
ast þín í hvert skipti sem ég spila
Harvest með Neil Young.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Gísli Guðjónsson og Gunn-
laug H. Ragnarsdóttir.
Í þá gömlu góðu daga norður á
Siglufirði þegar göturnar voru
malargötur var mikið um að vera
hjá okkur guttunum. Þótt í gangi
væru hjá okkur mikilvæg verkefni
var alltaf tilefni til að koma við hjá
ömmu Helgu og afa Jóni á Suður-
götunni. Þar voru oftar en ekki í
heimsókn í litla húsinu, í sömu er-
indagjörðum og ég, þeir frændur
mínir, Börkur, Pétur Bolli, Baddi,
Brói og Grétar, synir Jóa móður-
bróður míns. Hjá afa og ömmu
fengum við alltaf eitthvað í gogg-
inn og kandísmola. – Þegar þau Jói
og Guðrún fluttu til Hafnarfjarðar,
til að taka við kennslu þar, fækkaði
fundum með þeim frændum um
stund. Börkur fluttist síðan ungur
til Noregs að læra arkitektúr og
við í gloppóttu jólakortasambandi.
Fundum okkar Barkar bar ekki
saman fyrr en árið 2000 þegar ver-
ið er að byggja Smáralindina í
Kópavogi að ég var beðinn um að
taka þátt í útlitsvinnu á nýjum og
framandi veitingastað þar. Þá var
mér sagt að allt útlit staðarins væri
hannað af einum vinsælasta veit-
ingastaðahönnuði í Noregi, Berki
Jóhannessyni. Upp úr því hófst
okkar samband að nýju og sam-
starf. Ég varð þá kontaktmaður í
grafíkinni á Íslandi. Þetta var
virkilega skemmtilegt tímabil og
gefandi. Börkur var yfirburða-
flinkur og hugmyndaríkur. Einu
sinni bað Börkur mig að sækja
risastórt flugvélamódel sem hann
langaði til að hengja í loftið á veit-
ingastaðnum og það var gert, dá-
lítið geggjuð hugmynd en virkilega
flott. (Auðvitað fékk Börkur mód-
elið í Hafnarfirði). – Það er líka
gaman að segja frá því að við kom-
um nálægt útliti T.G.I. Friday’s-
veitingastaða í Bandaríkjunum.
Það var síðan sérkennileg tilfinn-
ing fyrir mig að heimsækja og setj-
ast niður á einum glæsilegasta
veitingastað á Manhattan og
þekkja grafíkina á veggjunum, út-
lit ljósanna, stólanna o.fl. – Leiðir
okkar frænda lágu síðan saman í
verkefni fyrir veitingahúsakeðju í
Noregi. Mér varð það ljóst að
Börkur hafði lítið breyst, alltaf
jafnljúfur og góður drengur. Ég
var stoltur af honum þegar ég fann
að í þessu alþjóðlega umhverfi var
mikil eftirsókn eftir starfskröftum
hans og virðing fyrir honum sem
fagmanni. Engu breytti þessi veg-
semd um eðlislæga hógværð hans
sem var svo einkennandi fyrir
hann.
Það er þéttur hópur systkina-
sona frá Suðurgötu 37 á Siglufirði
sem hefur haldið hópinn.
Skemmtileg var ferðin okkar norð-
ur, þegar við allir frændurnir, af-
komendur Jóns afa, leigðum okkur
langferðabíl og brunuðum norður
á miðjum vetri og heimsóttum
fæðingarstað hans í Fljótum og
héldum saman upp á hundrað og
tuttugu ára afmæli afa. Við gistum
í húsinu sem afi og amma byggðu
fyrir hundrað árum. Í litla húsinu
við Suðurgötu var sett upp lang-
borð og þar var sko gaman, hangi-
kjöt, jafningur, grænar baunir,
rauðkál og ekki má gleyma malti
og appelsíni. Brandarar, kveð-
skapur og endalausar sögur, al-
gjörlega ógleymanlegir dagar. Nú
hefur snarlega fækkað í frænda-
hópnum. Allt of fljótt fóru þeir
bræðurnir Konni og Nonni og
núna okkar kæri Börkur.
Svona er lífið. Þá er dýrmætt að
hafa átt svo mikið sameiginlegt til
að gleðjast við og minnast.
Birgir Ingimarsson.
Það er áhugavert og ekki síst
ánægjulegt að stundum þegar fólk
hittist í fyrsta skipti, er eins og allt
gangi upp. Fólk á bara vel saman.
Þetta er eitt af verðmætustu undr-
um lífsins. Gerist oft sjálfkrafa og í
notalegri vellíðan. Einhvers konar
jákvæð og orkumikil efnafræði
mannlegra samskipta. Tilfinninga-
leg tenging og nánd. Samhljómur
viðhorfa, skoðana og áhugamála.
Úr verður vinátta umvafin öryggi
og vissu, sem bara styrktist eftir
því sem árin líða. Einmitt þetta
gerðist þegar ég hitti Börk fyrst
fyrir þrjátíu og einu ári. Sama var
upp á teningnum þegar við hitt-
umst í síðustu heimsókn Barkar til
Íslands fyrir fáum vikum síðan.
Eiginleikar sem þau Solla miðluðu
til okkar Valgerðar á svipaðan
hátt. Solla og Börkur sem eitt,
hjón, foreldrar, vandaðar mann-
eskjur og ómetanlegir vinir. Börk-
ur var hlýr, umhyggjusamur, ró-
legur og gefandi. Öryggi og
hæfileikar hans leyndust engum,
né heldur einlægur áhugi hans á
málefnum líðandi stundar, um-
hverfi sínu og ekki síst fólkinu í lífi
sínu. Þrátt fyrir að búa erlendis
stærsta hluta lífs síns var með ólík-
indum hve Börkur fylgdist vel með
því sem var að gerast á Íslandi. Ég
veit að ég deili þessari upplifun
minni á Berki með mörgum. Hann
kom úr stórum systkinahópi og
var ræktarsamur bæði við fjöl-
skyldu og góðan vinahóp. Hann
var einstaklega lánsamur í sam-
skiptum sínum við aðra, bæði fjöl-
skyldu, vini og í starfi sínu sem
innanhúsarkitekt. Eftir hann ligg-
ur fjöldi glæsilegra verka í hönn-
un, en hann hafði skapað sér nafn í
Noregi og víðar við hönnun m.a.
margra veitingastaða og hótela. Þá
var Börkur ástríðufullur tónlistar-
unnandi og var fróður um tónlist,
en það var áhugamál sem við deild-
um. Hann var óspar á að benda
mér á áhugavert tónlistarfólk og
fór sjálfur oft á tónleika víða um
heim. Í þau tæpu sex ár sem Börk-
ur glímdi við sinn erfiða og krefj-
andi sjúkdóm kristallaðist styrkur
hans, ekki síst seigla, bjartsýni og
sterk lífslöngun. Í þessum þreng-
ingum Barkar var gott að vita af
ómetanlegum stuðningi, ástúð og
styrk Sollu, barna þeirra Brynjars
og Lísu, maka þeirra og stórs sam-
hents systkinahóps Barkar og
Sollu og náinna vina.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst góðum og kærum vini og
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman, bæði einir og með
fjölskyldunum okkar. Við Valgerð-
ur og börnin okkar vottum Sollu,
Brynjari og Lísu Björk, mökum
þeirra og börnum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Við kveðj-
um Börk í sárum söknuði. Minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Lárus.
Gísli Már Helga-
son frændi minn er
látinn. Við vorum
systrasynir og jafnaldrar. Alla tíð
var gott samband milli okkar
ekki síst vegna náinnar vináttu
foreldra okkar. Það sem lýsir
Gísla best er að ungur gekk hann
til liðs við Hjálpræðisherinn og
starfaði þar að mannúðarmálum
meðan heilsan leyfði. Ég kveð
frænda minn með söknuði og
þakklæti og ekki síst vil ég þakka
honum fyrir vináttu og tryggð við
móður mína en hann sýndi henni
einstaka ræktarsemi og var hún
trúnaðarvinur hans. Guð blessi
þig, voru kveðjuorðin hans síðast
þegar við töluðum saman í síma
fyrir nokkru.
Bræðrum hans og fjölskyldum
þeirra votta ég mína einlægu
samúð.
Guð blessi Gísla Má.
Óskar Þór Þráinsson.
Gísli Már Helgason
✝ Gísli MárHelgason
fæddist 14. nóv-
ember 1947. Hann
lést 15. september
2016.
Útför Gísla Más
fór fram 26. sept-
ember 2016.
Að leiðarlokum
nefnist lítið kvæði
eftir Helga Sæ-
mundsson, föður
Gísla Más sem við
kveðjum með trega í
dag. Gísla þótti
vænt um þetta
kvæði og við rædd-
um um það í síðasta
samtali okkar.
Kvæðið vísar til
ljóssins og eilífðar-
innar, ljóssins sem við trúum að
lýsi okkur veginn þegar lífi þessa
heims lýkur.
Tvö síðustu erindi kvæðisins
hljóða svo:
Gefst mér svo er göngu lýkur
gulli betri sannur auður.
Guð er til og guð er ríkur,
gefur þeim sem kemur snauður.
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur,
eilífðin er ljósið bjarta.
Gísli Már hverfur okkur sjón-
um allt of snemma, aðeins 68 ára
að aldri, en við huggum okkur við
að eiga í huganum minningar um
góðan dreng. Blessuð sé minning
hans.
Ásdís og Helgi Elías.