Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 27
200 hektara jörð árið 2000, sem ég skírði Akurbrekku og er ekki langt frá Keldum á Rangárvöllum. Þarna hóf ég nytjaskógrækt árið 2003 og hef sinnt henni síðan, á lögheimili fyrir austan og er þar nánast allar helgar. Svo hætti ég að vinna bráð- um og þá get ég sinnt skógræktinni öllum stundum.“ María starfaði mikið með Sjálf- stæðisflokknum frá 1982, var for- maður ýmissa nefnda á vegum flokksins, var formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík, sat í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og var varaþingmaður. María sat í stjórn Neytenda- samtakanna um árabil. Einnig í stjórnum nokkurra fyrirtækja, m.a. Íslandsbanka. Hún hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um stjórnmál og ýmis málefni. María hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum á vegum skógræktar- bænda. Hún hefur verið formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi síðastliðin sex ár, situr í stjórn Landssamtaka skógareigenda og sat í stjórn Suðurlandsskóga, sem nú hafa flust yfir í nýja stofnun, Skóg- ræktina. Fjölskylda Eiginmaður Maríu var Jónas Gunnþór Vilhjálmur Þórarinsson, f. 26.2. 1944, d. 13.3. 1974, matreiðslu- meistari og einn af stofnendum Bautans á Akureyri. Foreldrar hans voru Þórarinn Ólafur Vilhjálmsson, f. 6.8. 1904, d. 5.11. 1988, sjómaður og skytta á varðskipinu Þór, og Guð- rún Jónasína Georgsdóttir, f. 26.7. 1908, d. 21.4. 1963, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Maríu og Jónasar Gunnþórs Vilhjálms eru Guðrún Jónasdóttir, f. 21.2. 1967, leirlistamaður í Reykja- vík, og Ingvi Jónasson, 14.5. 1973, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri í Kópavogi, en kona hans er Sigurrós Hallgrímsdóttir margmiðlunarhönnuður og prent- smiður og er sonur hennar og stjúp- sonur Ingva, Nökkvi Reyr Guðfinns- son, f. 1998, nemi í MK, en börn Ingva og Sigurrósar eru Jónas Nói, f. 2006, Högni Hallgrímur f. 2007 og María Elena f. 2009, nemendur í Smáraskóla. Systkini Maríu eru Herdís Ingva- dóttir, stjórnarformaður Sjálfs- bjargar á Akureyri; Jón Grétar Ingvason, lyfjafræðingur og hótel- rekandi á Kirkjubæjarklaustri; Bjarni Rafn Ingvason, matreiðslu- meistari á Reyðarfirði; Áslaug Nanna Ingvadóttir, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, og Ingvi Júlíus Ingvason, vélaiðnfræðingur, hlaupa- og hjólagarpur og starfsmaður hjá Skeljungi. Foreldrar Maríu voru Ingvi Júl- íusson, f. á Halllandsnesi á Svalbarðsströnd, 6.10. 1923, d. 9.7. 1995, vélamaður hjá Vegagerð rík- isins á Akureyri, og Guðrún Jóns- dóttir, f. í Brekku í Aðaldal, 26.4. 1923, d. 16.1. 2008, húsfreyja og vann síðar verslunarstörf á Ak- ureyri. Úr frændgarði Maríu E. Ingvadóttur María Elínborg Ingvadóttir Rannveig Elín Magnúsdóttir húsfr. á Litlu-Völlum Margrét Sigurtryggvadóttir húsfr. í Brekku Jón Bergvinsson b. í Brekku í Aðaldal Guðrún Jónsdóttir húsfr. og síðar verslunar- dama á Akureyri Elínborg Jónsdóttir húsfr. í Brekku í Aðaldal Bergvin Þórðarson b. í Brekku í Aðaldal Jenný Júlíusdóttir bóndakona í Ár- hvammi í Öxnadal Kjartan Sigurtryggvason starfsm. Böggla- geymslunnar á Akureyri Jón Friðlaugsson starfsm. við Sláturhúsið áAkureyri Jón Sigurgeirsson kennari á Akureyri Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari á Akureyri Egill Eðvarðsson kvikmyndatökumaður Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari Hermína Sigurgeirsdóttir píanókennari í Rvík Gunnar Vigfússon forsetaljósmyndari Björn Björnsson flugvirki Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona Páll Sigurgeirsson kaupm. á Akureyri Sverrir Pálsson skólastj. á Akureyri Hlíf Guðmundsd. húsfr. á Illugastöðum í Fnjóskadal Haraldur Kjartansson iðnverkamaður Magnús Jónsson bifvélavirki á Akureyri Guðmundur Örn Jónsson prestur í Vestmanna- eyjum Einar Rafn Haraldsson fyrrv. framkvæmdastj. Heilbrigðisstofnunar Austurlands Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur í Rvík Andri Teitsson athafna- maður Sigurveig Jónína Jónatansdóttir húsfr. og ljósmóðir í Reykjadal Þorbergur Davíðsson b. á Litlu-Laugum í Reykjadal, af Buchsætt Herdís Þorbergsdóttir húsfr. á Hörg á Svalbarðseyri Júlíus Jóhannesson fræðim. og ættfræðingur á Hörg á Svalbarðseyri Ingvi Júlíusson tæknim. hjá Vega- gerðinni á Akureyri Guðrún Bjarnadóttir frá Sellandi, húsfr. á Siglunesi Jóhannes Jónatansson b. á Siglunesi á Svalbarðsströnd Friðlaugur Sigurtryggvi Tómasson b. á Litlu-Völlum í Bárðardal Friðrikka Tómasdóttir húsfr. á Akureyri ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Sigtryggur fæddist á Þröm íGarðsárdal 27.9. 1862, sonurGuðlaugs Jóhannessonar, bónda á Þröm, og k.h., Guðnýjar Jónasdóttur. Guðlaugur var sonur Jóhannesar Bjarnasonar, bónda í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, og k.h., Halldóru Bjarnadóttur, en Guðný var dóttir Jónasar Bjarnasonar, bónda á Vet- urliðastöðum í Fnjóskadal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur. Fyrri kona Sigtryggs var Ólöf Júl- íana Sigtryggsdóttir en hún lést 1902. Seinni kona Sigtryggs var Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari og urðu synir þeirra þjóð- þekktir, Hlynur veðurstofustjóri og Þröstur, skipherra í þorskastríðun- um á áttunda áratugnum. Sigtryggur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1894 og embættis- prófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1897. Hann kenndi börn- um og unglingum í Eyjafirði og í Hálshreppi 1878-87 sem og á náms- árum sínum, var barnakennari í Reykjavík og víðar 1897-1905, stofn- aði og stjórnaði Lýðháskóla á Ljósa- vatni 1903-1905, stofnaði ungmenna- skólann á Núpi (síðan nefndur Héraðsskólinn á Núpi) árið 1906 og var skólastjóri hans frá stofnun og til 1929. Sigtryggur var settur sóknar- prestur í Svalbarðs- og Presthóla- prestaköllum 1898, veittur Þórodds- staður í Köldukinn og Lundar- brekka í Bárðardal, var veitt Dýrafjarðarþing 1904 og var skip- aður prófastur Vestur-Ísafjarðar- prófastsdæmis 1926. Sigtryggur hélt í heiðri hugsjónir ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands. Hann starfaði lengi í góð- templarareglunni og kom upp, ásamt seinni konu sinni, blóma- og- trjágarðinum Skrúði á Núpi. Þau hófu að rækta garðinn 1905 en hann var formlega opnaður haustið 1909. Sigtryggi var sýndur margvís- legur heiður og Halldór Kristjáns- son skrifaði ævisögu hans 1964. Sigtryggur lést 3.8. 1959. Merkir Íslendingar Sigtryggur Guðlaugsson 95 ára Minni Gunnarsson 90 ára Petrína Steinadóttir Þorbjörg Ingibergsdóttir 85 ára Kristrún Jónsdóttir Margrét S. Karlsdóttir Sigrún Stefánsdóttir 80 ára Ásdís Arinbjarnardóttir Fjóla Guðmundsdóttir Sigrún Guðbjarnadóttir 75 ára Borgþór Eydal Pálsson Enika Hulda Kristjánsdóttir Guðný Edda Kristinsdóttir Helmut J.H. Groiss Hlífar Ákason Ólafur Atlason Sigríður Kristín Þórisdóttir Örn Hólmjárn 70 ára Edda Jóhannsdóttir Elín Anna Gestsdóttir Friðrik Bergsveinsson Guðmundur Sigurjónsson Gunnur Jónasdóttir Halldóra Árnadóttir Hannes Sveinbjörnsson Hólmfríður Á. Illugadóttir Hreinn Sæmundsson Magnús Már Harðarson Stefanía Víglundsdóttir 60 ára Dagbjört Guðmundsdóttir Friðjón H.R. Þórhallsson Guðný Lilja Oddsdóttir Gunnar Gunnarsson Halldór J. Guðmundsson Hreggviður Óskarsson Ingvi Jón Kjartansson Jóhanna Gísladóttir Jónína G. Guðbjartsdóttir Ma Belma S. Manlagnit Sveinn Eyfjörð Jakobsson 50 ára Brynjólfur Gunnarsson Harpa Pálsdóttir Helena Drífa Þorleifsdóttir Irma Mjöll Gunnarsdóttir Kristinn Guðbjörnsson Kristján Magni Oddsson Lárus Viðar Benjamínsson Lilja Hallbjörnsdóttir Margrét Adólfsdóttir Ólöf Hanna Gunnarsdóttir Rumyana Björg Ivansdóttir Sif Gunnlaugsdóttir Sigríður I. Hlöðversdóttir Sigurður Jónsson Sverrir Bergmann Egilsson Þorbjörn R. Sigurðsson Örlygur Óðinn Svavarsson 40 ára Arnfríður Kristinsdóttir Gunnar Freyr Jónsson Gunnþór Ingólfsson Haukur Erlingsson Helga Fjóla Sæmundsdóttir Íris Anita Hafsteinsdóttir Jón Stefán Einarsson Páll Gunnar Ragnarsson Sigrún Garðarsdóttir Steindór Emil Sigurðsson Svanhildur Jónsdóttir Vignir Þór Sverrisson 30 ára Aðalheiður Sif Ágústsdóttir Egill Örvar Hrólfsson Guðmundur Páll Líndal Lina Jakobsson Tomasz Michalski Þóra Birna Gísladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sunneva ólst upp á Siglufirði, býr þar, lauk sveinsprófi í framreiðslu frá Menntaskólanum í Kópavogi og er nú í fæð- ingarorlofi. Maki: Sturlaugur Fannar Þorsteinsson, f. 1986, húsasmiður. Sonur: óskírður Stur- laugsson, f. 2016. Foreldrar: Irene Jóseps- dóttir, f. 1966, og Guðni Sigurðsson, f. 1964. Sunneva Guðnadóttir 30 ára Arney ólst upp á Breið í Skagafirði, býr á Sauðárkróki og er nemi í viðskiptafræði við HA. Maki: Þórður Karl Gunn- arsson, f. 1985, bygginga- tæknifræðingur hjá Stoð á Sauðárkróki. Synir: Gunnar Atli, f. 2012, og Ólafur Bjarni, f. 2014. Foreldrar: Erna Reynis- dóttir, f. 1956, Sindri Sig- fússon, f. 1956, bændur á Breið. Arney Sindradóttir 40 ára Stefán býr í Kópa- vogi og er framkvæmda- stjóri Iceland Outfitters, veiðiferðaskrifstofu. Maki: Harpa Hlín Þórðar- dóttir, f. 1975, fram- kvæmdastjóri. Börn: Matthías, f. 2002; Davíð, f. 2006, og Stein- unn, f. 2009. Foreldrar: Sigurður Gestsson, f. 1957, vaxt- arræktarmaður, og Halla Stefánsdóttir, f. 1959, jógakennari. Stefán Sigurðsson Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.