Fréttablaðið - 15.09.2016, Qupperneq 28
Tískuáhugi Jökuls Vilhjálmsson
ar kviknaði á menntaskólaárunum
en með árunum fékk hann meiri
áhuga á formlegum og klassískum
herrafatnaði. Sá áhugi vatt upp á
sig og endaði með því að hann
og félagi hans, Egill Ásbjarnar
son, stofnuðu herrafataverslun
ina Suit up Reykjavik sem sérhæf
ir sig í sérsaumuðum herrafatnaði
og vönduðum aukahlutum. „Síðan
þá er ég svo gott sem jakkafata
klæddur flesta daga vikunnar en
blanda þó einnig áhrifum úr götu
tísku inn á milli.“ Samhliða rekstri
verslunarinnar er Jökull í meist
aranámi við Háskóla Íslands í
markaðsfræði og alþjóðaviðskipt
um og stefnir á útskrift vorið 2017.
Lýstu fatastílnum þínum Ég hall
ast mun meira að ítalska stílnum
og þá helst þeim suður ítalska
sem er kenndur við borgina Nap
ólí. Hann einkennist af léttari og
bjartari efnum sem eru oftar en
ekki í bláum tónum. Fyrir mér er
jakkinn miðpunkturinn. Því geng
ég oft í munstruðum jökkum og
held þá buxum og skyrtum ein
litum. Ég legg mikið upp úr skó
búnaði og passa að hafa skóna
mína vel pússaða. Í þau fáu skipti
sem ég er ekki í leðurskóm finnst
mér gott að ganga í þægilegum
hvítum strigaskóm.
Hvernig fylgist þú með tískunni?
Instagram er mjög góður mið
ill til að fylgjast með tískunni
og reyni ég að vera virkur þar.
Það eru líka nokkur skemmtileg
tískublogg sem ég skoða af og til
auk þess sem ég er áskrifandi að
hinu stórgóða blaði The Rake.
Hvað einkennir klæðnað ungra
karla í dag? Það hefur orðið mikil
breyting þar undanfarin ár til
hins betra. Þeir eru duglegri að
klæða sig upp við góð tilefni og
spá meira í því hvernig þeir líta
út. Samfélagsmiðlar eins og Insta
gram leika klárlega stórt hlut
verk þar. Einnig er meiri áhersla
lögð á gæði og að líta á vandaðan
fatnað sem góða fjárfestingu sem
hægt er að eiga í áratugi ef vel er
hugsað um hann.
Hverjir eru uppáhaldshönnuðir
þínir? Þar sem áhugi minn liggur
aðal lega í klassískum herrafatnaði
fylgist ég ekki mikið með íslenskri
hönnun sem er mun öflugri í kven
fatnaði og götutísku. Annars er
Ralph Lauren einn sá flottasti auk
margra ítalskra meistara á borð
við Gennaro Rubinacci og Vin c
enzo Attolini, sem er oft kallaður
faðir Neapolitanklæðskerastíls
ins.
Áttu þér uppáhaldsflík? Ég er
mjög hrifinn af tvíhneppta kamel
litaða frakkanum mínum sem er
saumaður úr 100% kasmír. Nauð
synlegt á köldum vetrardögum.
Getur þú nefnt dæmi um bestu
og verstu kaup þín? Ég hef gert
óteljandi slæm kaup en í seinni tíð
man ég ekki eftir neinu sérstöku
sem ég sé eftir. Bestu kaupin eru
sennilega Allen Edmonds leður
skór sem ég fékk fyrir slikk á
eBay fyrir fjórum árum og líta út
eins og þeir séu glænýir.
Ertu farinn að spá í næsta vetri?
Ég er nú þegar búinn að setja
nokkar vel valdar flíkur í fram
leiðslu fyrir veturinn. Þar á meðal
er vatnsheldur frakki úr svoköll
uðu Storm System efni frá Loro
Piana sem er algjör snilld fyrir
íslenska veturinn.
Notar þú fylgihluti? Ég er ekki sá
duglegasti við að nota hefðbundna
aukahluti en ég hendi stundum á
mig armbandi eða úri. Á góðum
sumardögum er fátt betra en góð
sólgleraugu og góðir leðurhansk
ar eru mikilvægir á veturna. Svo
fer ég ekki út úr húsi nema vera
með vasaklút í brjóstvasanum.
Hvað er fram undan hjá þér? Í
vetur eru virkilega spennandi
hlutir í gangi hjá Suitup Reykja
vik. Fljótlega kynnum við til leiks
skólínuna okkar sem er handgerð
á Mallorca úr ítölsku og frönsku
leðri. Við munum bæði bjóða upp
á tilbúna skó auk þess sem við
skiptavinir okkar geta pantað
sér sérsaumaða skó þar sem þeir
stjórna hverju smáatriði. Á sama
tíma munum við svo kynna nýja
jakkafatalínu sem er handsaumuð
að fullu á Ítalíu.
Jakkinn er frá Caccioppoli Napoli og er úr ull og kasmír. Buxurnar eru úr ,,jogging”
efni og pólóbolur er frá Loro Piana. Armbandið er eftir Hendrikku Waage.
Jakkafötin eru úr ull, hör og silki. Skórnir koma frá Allen Edmonds.
FóLk Er kyNNiNGarbLað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
ÚtgEfANdi: 365 miðLAr | ÁByrgðArmAður: Svanur Valgeirsson
umSJóNArmENN EfNiS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
SöLumENN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Starri freyr
Jónsson
starri@365.is í SkÁPiNN
SkoðAð
ALLTAF VIÐ HÖNDINA
Þú getur lesið
Fréttablaðið í heild
sinni á Vísi og í
Fréttablaðs-appinu
... allt sem þú þarft
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
Lógó með adressulínu
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt)
Ný sending!
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið
virka daga
kl. 11–18
laugardaga
kl. 11-15
Síðar peysur
Verð
14.900 kr.
- 3 litir:
turkisblátt,
ljósgrátt, svart
- stærð 38 - 50
- 100% bómull
Skyrta á
8.900 kr.
Buxur á
13.900 kr.
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
3
-9
5
F
0
1
A
9
3
-9
4
B
4
1
A
9
3
-9
3
7
8
1
A
9
3
-9
2
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K