Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 30

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 30
Kylie Jenner hefur oft verið með ljósar hárkollur eins og á þessari mynd en fyrir nokkrum dögum lét hún hins vegar lita hárið á sér alveg ljóst í fyrsta skipti. Kim Kardashian með afar náttúrulega hárkollu. Khloe Kardashian finnst gaman að breyta um hárgreiðslu og hárlit eins og systrum hennar. Kendall Jenner skartar hér bleikri kollu. Hárkollur hafa verið áberandi á höfði stjarnanna í Hollywood að undanförnu og hafa Kardashian- systur verið sérstaklega dugleg- ar að skarta slíkum höfuð búnaði. Bergþóra Þórsdóttir, eigandi hár- greiðslustofunnar Hairbrush og förðunarskólans MASK Makeup & Airbrush Academy, segir að það líti út fyrir að hárkollurnar séu líka á leið til Íslands. „Það er fullt af stelpum búið að koma hingað að undanförnu í mátun með kollurnar sínar sem þær hafa keypt í versl- uninni Glam Room og við kennum þeim að setja þær á,“ segir Berg- þóra sem er menntaður hárkollu- meistari. „Það er smávegis serím- ónía í kringum þetta, það er ekki bara hægt að skella kollunni á höf- uðið, það þarf að sníða tjullið undir henni til og klippa það, rúlla hárinu upp og undirbúa það undir hárkoll- unni og læra að festa hana á. Einn- ig þarf að plokka úr hárkollunni ef það á að vera skipting í henni á ákveðnum stað og móta hana á höfuð hvers og eins svo hún komi raunverulega út.“ Bergþóra segir hárkollunotk- unina vera mjög algenga meðal stjarnanna vestanhafs en fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir að þetta sé ekki hár þeirra í raun. „Til dæmis fór allt á hliðina þegar Beyoncé birtist með topp. Þá héldu allir að hún hefði klippt á sig topp og töluðu um að þetta færi henni alls ekki en þetta var var bara „clip-in“ toppur sem hún var með eitt kvöld. Það er líka vinsælt að nota þessar „clip-ins“ í hárið, að geta þannig breytt til við einhver ákveðin tilefni. Kardashian-syst- ur hafa mest verið með heilar hár- kollur í hinum ýmsu litum og oftast með um það bil ellefu sentimetra rót, það virðist vera málið hjá þeim en þær skipta um kollur eins og við um sokka.“ Hárkollurnar eru til í öllum regnbogans litum, til dæmis bleik- ar, fjólubláar og gráar, en Berg- þóra segir í léttum dúr að þær séu ekki eitthvað sem fólk fari með í vinnuna á þriðjudagsmorgni. „Þær eru meira í partíið en það eru líka til eðlilegri kollur, til dæmis dökk- ar með lit sem búið er að vaxa að- eins úr. Þær eru kannski eitthvað sem þær sem eru svolítið hugað- ar geta gengið með hversdags en það eru ekki allar sem þora það,“ segir hún brosandi og bætir við að hún hafi ekki átt von á að þetta æði myndi berast hingað til lands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá bjóst ég ekki við því að einhver myndi kaupa sér hárkollu hérna á Íslandi en það virðist samt vera að gerast, íslenskar stelpur eru fljótar að pikka upp tískustrauma.“ Æði í uppsiglingu? Litríkar hárkollur sem sést hafa á höfði stjarnanna eru einnig farnar að sjást á kolli íslenskra kvenna sem og kollur í hefðbundnari litum. Bergþóra Þórsdóttir hárgreiðslu- meistari. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Haustlitirnir komnir Buxur kr. 4.990.- Flísfóðraðar kr. 5.900.- 5 litir Str. 38 - 52 Netverslun á tiskuhus.is Nýjar vörur í hverri viku Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Meiri sveifla stríðsár aswing Lilja Eggertsdóttir söngur Gunnar Gunnarsson píanó Ásgeir Ásgeirsson gítar Þorgrímur Jónsson kontrabassi Scott McLemore trommur Söngur: Örn Arnarson - Örn Ýmir Arason - Þorkell H. Sigfússon FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Í DAG, FIMMTUDAG KL. 12 Miðaverð 1.500 kr. LJÚFI R TÓNA R Í HÁD EGIN U Í DAG 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -8 2 3 0 1 A 9 3 -8 0 F 4 1 A 9 3 -7 F B 8 1 A 9 3 -7 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.