Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 40

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 40
Enn hefur friðað dýr verið drepið á Íslandi án nokkurrar viðleitni til að forðast dráp. Friðun hvítabjarna var nánast það eina sem Bandaríkjamenn og Rússar komu sér saman um í miðju kalda stríðsins. Síðar bættust Kan- ada, Grænland/Danmörk og Nor- egur í hóp þeirra landa sem telja þörf á vernd og funda reglulega um stöðu þessara mála. Skipulagða skilgreiningu og verndun dýrategunda í útrýming- arhættu má rekja til CITES samn- ingsins frá 1973 í Washington DC í Bandaríkjunum, sem Ísland er aðili að (þegar hentar!). Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn var hvítabjörn- inn talinn í slíkri hættu að hann var gerður að einkennistákni ráð- stefnunnar með styttu úr ís og urðu fulltrúar Íslands að ganga fram hjá. Á vefsíðu Umhverfisstofnunar um kynningu á CITES-samningnum um villt dýr í útrýmingarhættu er mynd af HVÍTABIRNI og hans getið í við- auka reglugerðar. Fyrsta setningin er eftirfarandi: Nær allar hættur sem steðja að hvítabirninum eru af mannavöldum. Hættan á Íslandi er Umhverfis- stofnun. Áhugi minn á hvítabjörnum vaknaði við dvöl sem læknir í Meistaravík á Grænlandi sumarið 1962. Þangað komu Inúítar frá Scoresby-sundi með bjarnarhún sem varð eftir í námuþorpinu. Þetta var lítil birna sem kölluð var Hansína og varð að gæludýri okkar þorpsbúa. Hún var sem hvolpur og þótti gaman að leika sér með bolta og synda í læknum. Hansína var síðar flutt í dýragarðinn í Kaup- mannahöfn og varð þar augnayndi gesta. Fljótlega eftir heimkomu mína frá Bandaríkjunum árið 1974 eftir nokkurra ára námsdvöl var drepinn hvítabjörn á Íslandi og undraðist ég þá almenn viðhorf. Virtist litið á þetta tignarlega dýr sem hættu- legt meindýr. Þetta stangaðist mjög á við þau viðhorf sem fjölskyldan hafði kynnst í þjóð- og ríkisgörðum Bandaríkjanna þar sem oft hafði verið dvalið í helgar- og sumar- leyfum. Þar voru birnir fangaðir sem gerðust ágengir, fluttir burtu og afar sjaldan fargað. Þetta er einnig gert í Churchill í Kanada þar sem nálægð hvítabjarna við mannabyggð er hvað mest. Ég taldi að þetta ætti einnig að vera kleift hér þó þekkingu hafi skort. Kynnti ég það sem ég taldi vera nútíma- og alþjóðleg sjónarmið í grein í Mbl. í maí 1974 og mæltist til þess að Íslendingar reyndu að forðast óþarfa dráp á þessum tign- arlegu dýrum, heldur fanga þau og koma aftur til heimkynna sinna eða í dýragarða. Í einfeldni minni hélt ég eins og Guðmundur söng að: „Hraustir menn, finnast hér á landi enn,“ og tókst með tengingum bæði til Meistaravíkur/Danmerkur og Þjóðgarða Bandaríkjanna að afla upplýsinga og töldu viðmælendur að slíkt ætti að vera mögulegt hér sem annars staðar. 42 árum, 10 greinum og 10 dauð- um björnum síðar hafa „hraustir menn“ enn ekki fundist, aðeins embættismenn sem leggja til dráp og „vísindamenn“ sem fagna hverju hræi og kryfja og segja frá með stolti að þau séu eins og fyrri dýr. Umhverfisstofnum hefur aldrei reynt með skipulögðum undirbún- ingi að bjarga dýri sem hingað hefur hrakist og haldið því fram m.a. að: a) hvítabirnir séu ekki í útrýming- arhættu. Það eru ekki margir svo hugrakkir (eða kannski fávísir) að ganga gegn sameiginlegum skoðunum Rússa og Banda- ríkjanna. b) dýrin séu stórhættuleg óargadýr og mannætur, jú, þau átu nokkra Íslendinga fyrir um 500 árum. c) ítarlega hafi verið ráðgast við alla fræðimenn, (nema kannski þá sem best þekktu til og höfðu áhuga). d) að það sé of dýrt. Slíkt hlýtur að vera afstætt, þegar heimshorna- flakkandi ungur rostungur er fluttur heim með flugi og síðan með varðskipi til Grænlands (voru grænlensk stjórnvöld spurð um leyfi?). Þyrlur Land- helgisgæslunnar eru óspart notaðar til að finna birni til tortímingar. Ég vil gjarnan upp- lýsa að lifandi birnir eru ekkert þyngri dauðir. Hvítabirnir eru með vinsælustu dýrum í dýragörðum um allan heim og sagt frá fæðingu húna. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn tilkynnti fyrir nokkrum árum að þar ætti að gera endurbætur á aðstöðu hvítabjarna sem mundu kosta 150 milljónir danskra króna. Frægasti einstakur björn seinni ára var Knútur heitinn í Berlín sem varð að alheimssjónvarpsstjörnu að leik við gæslumann sinn. Knút átti ég þess kost að heimsækja meðan hans naut við. Hann var uppáhald Berlínarbúa meðan hann lifði. Lát hans var fréttaefni í fjölmiðlun, einnig íslenskum. Við dvalarstað Knúts var áber- andi vel pússað látúnsskilti sem á stóð: Umhverfisráðuneyti Þýska- lands er sérstakur verndari Knúts. Dráp eins hvítabjarnar mun að sjálfsögðu ekki gera út af við stofn- inn né rýra frekar álit umheimsins á dýraviðhorfum Íslendinga, en hversu lengi ætlar Ísland að vera eina landið í heiminum sem kerfis- bundið drepur hvítabirni? Hvítabirnir og Umhverfisstofnun. Er nafnbreytingar þörf? Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgj-unni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitar- félögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heima- bærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörunga- vinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakka- skiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunn- skólinn á Bíldudal eru nánast fullsetn- ir. Einnig hefur verð á húsnæði tvö- faldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mis- munandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnenda- teymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vöru- bílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjölda- mörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan við- snúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósann- gjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst. Það eru líka konur í fiskeldi! Ég ætla bara rétt að vona að borgarstjórn Reykjavíkur heykist ekki á því að leyfa kláf- ferjuflutninga upp á Esjuna, eins og sótt hefur verið um. Gleðilegra og sjálfsagðara erindi hefur ekki komið lengi á borð borgaryfirvalda fyrir okkur gigtarvini heimsins. Því ljóst er að gigtaraðdáendur eins og ég eygja nú raunverulegan möguleika á að komast einhvern tíma í þessu jarðlífi upp á Esjuna. Að öðrum kosti er það líklega borin von. Ég starfa sjálfur allnokkuð í ferða- mennsku (rek m.a. Álfaskólann fyrir útlendinga og hef gert í 28 ár), og þekki vel hversu ólíkir þeir ferða- menn eru sem sækja okkur heim, og langanir og þarfir þeirra eru. Það er nauðsynlegt að hafa sem allra mesta og fjölbreyttasta þjónustu ef halda á þessari stóriðju okkar gangandi áfram sem ferðamanna- iðnaðurinn er, og hafa af honum góðan arð – og gleði fyrir gestina sem ganga í bæinn. Enda sjálfsagð- asta mál í heimi að ráðast í svona framkvæmdir. Ekki verður það mengunin eða hávaðinn sem okkur mun drepa í þessu máli. Öruggt má telja að hundruð þús- unda ferðamanna og Íslendinga myndu fara upp á Esjuna á hverju ári á góðviðrisdögum til að berja Seltjarnarnesið augum sem megin- hluti Reykjavíkurborgar stendur á, ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf. Að ég tali nú ekki um ef huggulegt kaffi- hús með stjörnuútsýni væri þar fyrir aðkomendur. Einnig mætti og þyrfti að hafa sýningaraðstöðu fyrir gesti sem sýndi jarðsögulega þróun svæðisins sem og Íslandssögulegt yfirlit yfir borgina og svæðin í kring. Ógleymanleg gæti slík ferð verið upp í þessar útsýnishæðir fyrir flesta sem þangað færu. Sjálfsagt er að verða við ósk heimamanna um að hafa samkeppni um fyrirkomulag og staðsetningu svona mikillar framkvæmdar áður en nokkuð yrði ákveðið um útfærslu hennar. Því betur sjá augu en auga í þessu máli sem öðrum. En það er engin ástæða til að hlusta á nöldur og úrtöluraddir þeirra um sjón- mengun eða álag á svæðið ef af yrði. Það minnir mig á kvartanirnar sem Strætó fékk alltaf og fær þegar nýjar biðstöðvar eru settar upp. Enginn vill hafa biðstöðina fyrir utan hjá sér, bara fyrir utan hús nágrannans. Helst ekki lengra í burtu en það. En það hefur ekkert upp á sig að koma svona mannvirki upp ef verð- lagningin verður eitthvað í líkingu við okrið á sundsprettinum í Bláa lóninu. (Þar kostar sundspretturinn frá 5.400 krónum ódýrasta gjald fyrir fullorðna, og upp úr, allt að 26.500 krónur, fyrir eina heimsókn). – Það yrði að tryggja það með forsjá borgarinnar að verðinu yrði stillt í hóf í kláfinn og fyrir kaffisopann uppi á Esjunni svo almenningur geti átt þessa kost einnig. Annars getum við bara sleppt því að gefa leyfi fyrir þessari annars þörfu og góðu fram- kvæmd, ef bara ríkir túrhestar hefðu efni á þessum lúxus. Auðvitað kláfferjuferðir upp á Esjuna … Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn var hvíta- björninn talinn í slíkri hættu að hann var gerður að ein- kennistákni ráðstefnunnar. Birgir Guðjónsson læknir, MRCP, FRCP, AGAF og fyrrverandi assistant professor við Yale-lækna- háskólann Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóri Iða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóri Lilja Sigurðardóttir gæðastjóri Þóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóri Fiskeldi hefur hleypt mikl- um krafti og bjartsýni í sam- félagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvö- faldast vegna mikillar eftir- spurnar. Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri Álfaskólans með meiru Öruggt má telja að hundruð þúsunda ferðamanna og Íslendinga myndu fara upp á Esjuna á hverju ári á góð- viðrisdögum til að berja Seltjarnarnesið augum sem meginhluti Reykjavíkur- borgar stendur á, ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf. 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 3 -A E A 0 1 A 9 3 -A D 6 4 1 A 9 3 -A C 2 8 1 A 9 3 -A A E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.