Fréttablaðið - 15.09.2016, Side 46
„Þetta var dramatískur atburður og vakti
gríðarlega athygli bæði hér á Íslandi og
ekki síður í Frakklandi. Leiðangursstjór-
inn Charcot var vissulega í hópi þekkt-
ustu vísindamanna þar á sínum tíma.“
Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur
um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar
franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas?
(Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á
Mýrum og með því 40 manns. Illugi
verður með hádegisfyrirlestur um það
á morgun í Sjóminjasafninu á Granda-
garði.
Illugi segir mörg skip hafa farist við
Mýrar á fyrri tíð. „En það þótti merki-
legt að svona þrautreynt skip eins og
Purquoi-Pas? með svona þrautreynda
áhöfn skyldi lenda í því,“ segir hann og
Skætt sjóslys fyrir 80 árum
Þess er minnst að 80 ár eru liðin síðan franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst við
Mýrar og með því 40 manns, þar á meðal leiðangursstjórinn Jean-Baptiste Charcot.
Þrímastra seglskipið Purquoi Pas? siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Mynd/KaRl ChRistian nielsen/ljósMyndasafn ReyKjavíKuR
En það þótti merkilegt
að svona þrautreynt
skip eins og Purquoi-Pas? með
svona þrautreynda áhöfn skyldi
lenda í því.
Illugi Jökulsson,
rithöfundur
bætir við: „Charcot hafði komið oft til
landsins, var þekktur hér og virtur vel.
Ég ætla að segja svolítið frá ævi hans og
rekja það sem ég veit um þessa síðustu
siglingu skipsins.“
Franska sendiráðið, Háskóli Íslands
og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-
Pas? standa einnig að viðburðum, í
samstarfi við afkomendur Charcots sem
hingað fjölmenna af þessu tilefni. Nú í
dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði
á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri
heimildarmynd um Charcot í Alliance
française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir en myndin
er á frönsku og ekki textuð. Á morgun
klukkan 10 er svo minningarmessa í
Landakotskirkju. gun@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Guðrún Sigfúsdóttir
frá Flögu í Vatnsdal,
verður jarðsungin frá Hvammstanga-
kirkju föstudaginn 16. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga.
Sigríður Ívarsdóttir Ármann Olgeirsson
Sigfús Ívarsson Elísabet Halldórsdóttir
Halldóra Ívarsdóttir Páll Sigurðsson
María Ívarsdóttir Símon H. Ívarsson
Níels Ívarsson Jónína Skúladóttir
Ólafur Ívarsson Sigríður Fossdal
Hermann Ívarsson Dagbjört Jónsdóttir
Sigurður Ívarsson Ásdís Jónsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Jósefsson
frá Torfufelli,
lést á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð, Akureyri, fimmtudaginn
8. september. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 23. september klukkan 13.30.
Guðrún Sigurðardóttir Loftur Sigvaldason
Soffía Árnadóttir
Árni Sigurðsson Björg Brynjólfsdóttir
Jón Hlynur Sigurðsson Sigríður Steinbjörnsdóttir
Bjarney Sigurðardóttir Pétur H. Ágústsson
Sigrún Lilja Sigurðardóttir Einar Svanbergsson
Hólmfríður Sigurðardóttir Haukur Tryggvason
Sigurður Torfi Sigurðsson Ragnhildur Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Brynhildur Ingibjörg
Matthíasdóttir
Klapparstíg 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
12. september.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 19. september kl. 13.00.
Eggert Ólafur Eggertsson
Matthías Eggertsson Marizelda Eggertsson
Jóhanna Katrín Eggertsdóttir Halldór Jóhannesson
Katrina Eggertsson
Eggert Halldórsson
Brynjar Halldórsson
Þórunn Halldórsdóttir
Elskulegur bróðir okkar,
mágur og frændi,
Kristján Már Ólafsson
verður jarðsunginn frá Sólheimakirkju
föstudaginn 16. september kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Styrktarsjóð Sólheima.
Ólafur Haukur Ólafsson Sigurbjörg H. Gröndal
Ásdís Katrín Ólafsdóttir Pål O. Borgen
Sigríður Edda Ólafsdóttir Magnús Jón Sigurðsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Börkur Jóhannesson
innanhússarkitekt,
lést á heimili sínu í Ósló aðfaranótt
12. september. Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
26. september kl. 13.00.
Sólveig Guðjónsdóttir
Lísa Björk Barkardóttir Kenneth Borgerud
Brynjar Barkarson Kine Faldin
Borgar Faldin Brynjarsson og Frída Faldin Brynjarsdóttir
Axel Borgerud Kennethss., Amanda Borgerud Kennethsd.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hallfríður Petra Ólafsdóttir
tannsmiður og fv. bankaritari,
Borgarholtsbraut 35, Kópavogi,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði 8. september sl.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
16. september kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar
er bent á minningarsjóð FAAS, Félags aðstandenda
Alzheimerssjúklinga.
Ægir Jens Guðmundsson Linda Brá Hafsteinsdóttir
Jónas Þröstur Guðmundsson Þóra Bryndís Árnadóttir
Sigríður Hrund Guðmundsd. Skúli Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Merkisatburðir
1967 Þjóðgarður er stofnaður í Skaftafelli.
1972 Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra,
bankastjóri og forseti Íslands frá 1952 til 1968, andast, 78 ára að
aldri.
1981 Risalúða veiðist út af Rit á Vestfjörðum. Hún er 268 senti-
metra löng og vegur yfir fjórðung úr tonni.
1985 Sif Sigfúsdóttir er kjörin fegurðardrottning Norðurlanda, 17
ára gömul.
1994 Helgi Áss Grétarsson verður heimsmeistari í skák í flokki 20
ára og yngri og jafnframt stórmeistari í skák.
2000 Sumarólympíuleikar eru settir í Sydney.
2008 Lehman Brothers, eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi,
verður gjaldþrota sem leiðir til bankahruns á Íslandi og víðar.
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r34 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð
tímamót
Í dag hefjast rússneskir kvikmyndadagar
í Bíói Paradís og eru þeir haldnir í sam-
starfi við sendiráð Rússneska sambands-
ríkisins á Íslandi, menningarmálaráðu-
neyti Rússlands og Northern Travelling
Film Festival.
Það er mjög mikilvægt að halda rúss-
neska daga – maður sér þessar myndir
ekkert í bíó, þetta eru handvaldar gæða-
myndir sem eru nútímalegar og „current“.
Við erum með menningarfulltrúa, hún
er rússnesk og ráðleggur okkur í vali á
myndum – þannig að við getum ábyrgst
að þetta eru gæðamyndir,“ segir Ása Bald-
ursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís.
Þetta er í fjórða sinn sem þessi hátíð er
haldin og nú eins og áður verður í boði
allt það besta í rússneskri kvikmynda-
gerð. Þarna eru í boði ákaflega fjöl-
breyttar verðlaunamyndir og auk þess
verður leikstjórinn Mikhail Kosyrev-
Nesterov viðstaddur sem heiðursgestur,
en hann leikstýrði myndinni Journey to
the Mother sem er opnunarmynd hátíð-
arinnar og hefur hlotið fjöldamörg verð-
laun á alþjóðlegum kvikmynda hátíðum.
Það er frítt inn á allar sýningar á hátíð-
inni og allir velkomnir.
Rússneskir kvikmyndadagar hefjast í dag
Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís.
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
3
-8
2
3
0
1
A
9
3
-8
0
F
4
1
A
9
3
-7
F
B
8
1
A
9
3
-7
E
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K