Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 4
„... afskaplega vel kveðin bók.“ SÖLVI SVEINSSON / MORGUNBLAÐIÐ „... enn ein rósin í hnappagat skáldsins.“ ÞÓRDÍS EDDA JÓHANNESDÓTTIR / HUGRÁS www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 kjaramál „Þetta er ekki til eftir- breytni þannig að það var fljótaf- greitt af minni hálfu,“ segir Gunn- ar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfar- arkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður væg- ast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er alger- lega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjar- stjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um við- brögðin við ákvörðun hans. „Ég til- kynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfull- trúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra laun- þega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frest- unar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. – gar Afþakkar 600 þúsund króna launahækkun og gagnrýnir kjararáð Ég tilkynnti það bara launafulltrú- anum að vera ekki að bæta þessu á mín laun. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjalla- byggð skipulagsmál Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigand- anum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjar- ins lagði til að breytingin yrði sam- þykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyr- irhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nær- liggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð. Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjör- tímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofn- unar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunveru- lega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagn- rýndi hún að verið væri að deili- skipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingar- hlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greini- lega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigand- ans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðis- flokknum. Ólafur Ingi lét þessari athuga- semd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreit- unum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krít- ískra spurninga. Við teljum að verk- efnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulags- laga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“ gar@frettabladid.is Niðurrif 109 ára húss heimilað Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gaf í skyn á bæjarstjórnarfundi að vinskapur húseiganda við formann skipulagsráðs hefði áhrif á leyfi fyrir niðurrifi aldargamals húss og stórauknu byggingarmagni. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið. Adda María Jóns- dóttir, bæjarfulltúi Samfylkingar Það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa. Ólafur Ingi Tómas- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks „Við viljum að það sama gildi fyrir alla í hverfinu,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson, einn nágrannanna sem mótmæltu breyttu deili- skipulagi fyrir Hellubraut 5 og 7. Fréttablaðið/Eyþór Fasteignir Þinglýstir kaupsamn- ingar um fasteignir á höfuðborg- arsvæðinu voru rúmlega nítján prósentum færri í október í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu á vef Þjóðskrár Íslands. Um það bil tveir þriðju kaupsamning- anna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum. Heildarveltan nam um 30 millj- örðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning um 45 millj- ónir króna í ár. Lítill munur er á veltu milli ára en veltan í fyrra nam um 31 milljarði króna. Meðal- upphæð kaupsamninga í ár er um 20 prósentum hærri en í fyrra en þá var meðalupphæð kaupsamn- inga um 38 milljónir króna. Lítil aukning er á milli mánaða. Í október voru kaupsamningar 662 talsins en í septembermánuði var 636 kaupsamningum þinglýst. – þh Færri hús seld Um það bil tveir þriðju kaupsamn- inganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum. Fréttablaðið/Ernir tyrkland Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins lýsir yfir miklum áhyggjum af því sem hún kallar afturför í tyrknesku stjórnarfari allt frá misheppnaðri valdaránstil- raun þann 15. júlí síðastliðinn. BBC greinir frá þessu. Tyrkir sækjast eftir því að fá aðild að Evrópusambandinu en heimild- armaður BBC innan framkvæmda- stjórnarinnar segir stjórnarhætti Receps Tayyips Erdogan forseta vera að koma í veg fyrir að aðild verði að veruleika. – þea Afturför ógnar aðildarumsókn 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -C 0 4 4 1 B 3 D -B F 0 8 1 B 3 D -B D C C 1 B 3 D -B C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.