Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 12
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Sam­ kvæmt þeim var Trump með 31 pró­ sentustigs forskot á Hillary Clinton á meðal hvítra karlmanna sem ekki hafa lokið háskólaprófi. Forskotið var 27 prósentustig á meðal kvenna. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Hins vegar naut hann mun minna fylgis meðal svartra og spænskættaðra kjósenda. Ásamt því að bera sigur úr býtum í öllum þeim ríkjum sem Repúblik­ aninn Mitt Romney vann árið 2012 náði Trump að snúa miðvesturríkj­ unum Iowa, Wisconsin, Ohio og Ari­ zona auk Pennsylvaníu og Flórída. Þar að auki lítur út fyrir að Trump vinni Michigan. Séu úrslit þeirra ríkja skoðuð eftir sýslum má sjá að Trump var með mun meira fylgi en Clinton í strjál­ býlli sýslum en Clinton vann sigra í flestum stórborgum. Verksmiðjur og innflytjendur Trump keyrði kosningabaráttu sína á því að tala gegn fríverslunarsamn­ ingum á borð við NAFTA og lofaði því að endurvekja innlenda framleiðslu. Hann sagðist ætla að refsa bandarísk­ um fyrirtækjum sem flyttu starfsemi sína úr landi og hét kjósendum því að endurvekja gamalgrónar starfsstéttir. Það var þessi boðskapur sem spil­ aði ef til vill inn í á meðal eldri íbúa miðvesturríkjanna, sem ólust upp við störf í risavöxnum verksmiðjum fyrirtækja á borð við General Motors. Samkvæmt útgönguspám kusu 65 prósent þeirra sem telja að fríversl­ unarsamningar kosti Bandaríkja­ menn störf Trump, en 31 prósent Clinton. Hins vegar kusu 59 prósent þeirra sem voru á gagnstæðri skoðun Clinton en 35 prósent Trump. Þá benda stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum á það að ótti við lýð­ fræðilegar breytingar hafi átt stóran þátt í úrslitunum. Hlutfall hvítra í Bandaríkjunum minnkar jafnt og þétt samhliða hækkandi hlutfalli spænskættaðra og svartra Banda­ ríkjamanna. Allt frá því Trump tilkynnti um framboð sitt talaði hann fyrir hertri innflytjendastefnu og hefur hann ítrekað lofað því að reisa vegg á landamærunum við Mexíkó. Sú stefna hefur óumdeilanlega heillað þá sem hvað mest hræðast lýðfræði­ legar breytingar. 64 prósent þeirra sem töldu inn­ flytjendamál mikilvægasta kosn­ ingamálið kusu Trump en 32 pró­ sent Clinton. Sömu sögu er að segja af þeim sem eru á því að flytja eigi ólöglega innflytjendur úr landi. 84 prósent þeirra kusu Trump en 14 prósent Clinton. Bandalag hinna gleymdu Fréttaveitan Reuters kemst einna best að orði um það bandalag kjós­ enda sem tryggði Trump sigurinn og kallar það „bandalag hinna gleymdu“. Í viðtali við Reuters segir Matt Borgers, formaður Repúblik­ ana flokksins í Ohio, að Trump hafi látið kjósendum líða eins og þeir skiptu máli. „Áður en Trump kom til sögunnar vorum við ekki að hlusta á þessa kjós­ endur,“ segir Borges. Washington Post kallar kosning­ arnar „hefndarstund hvítra verka­ manna“. Greinir dagblaðið frá því að efnahagsstefna Bandaríkjanna hafi leikið hvíta karlmenn í verka­ mannastörfum grátt undanfarna áratugi. Hún hafi lækkað laun þeirra og fækkað störfum. Verksmiðjum og námum hafi verið lokað og störf flust úr landi. „Þessir kjósendur voru ekki þeir einu sem fannst hnattræn efna­ hagsstefna hafa skilið þá eftir, en þeir þróuðu með sér einna mesta biturð í garð stefnunnar,“ segir í Washington Post. Samkvæmt tölfræði stofnunar­ innar CBPP hafa meðallaun hvítra karlmanna án háskólagráðu lækkað úr 45 þúsund Bandaríkjadölum í 37 þúsund ef tekið er tillit til verðbólgu. Bandalagið samanstendur eins og áður segir af hvítum, eldri, minna menntuðum kjósendum úr strjálbýlli sýslum. Í þeim markhópum sigraði Trump með yfirburðum. Enginn Repúblikani hefur fengið jafn hátt hlutfall atkvæða á meðal þeirra frá því Ronald Reagan gjörsigraði Walter Mondale árið 1984. Krufningunni hafnað Í kjölfar ósigurs Mitts Romney árið 2012 ákvað miðstjórn Repúblikana­ flokksins að kryfja framboðið til þess að átta sig á því hvers vegna hann sigraði ekki. Afraksturinn var hundrað blaðsíðna skýrsla og var meginniðurstaðan sú að flokkurinn útilokaði of stóran hóp kjósenda, einkum svarta og spænskættaða. Þá var bent á að of fáir starfsmenn hefðu verið á götum barátturíkja og frammistaða í kappræðum þótti ófullnægjandi. Án þess að leiðrétta nokkur þess­ ara mistaka vann Trump sigur á Clin­ ton. Hann þótti hafa tapað í öllum kappræðum, hann hundsaði algjör­ lega hefðbundna uppbyggingu fram­ boðs og sótti fylgi sitt að langmestu leyti til hvítra kjósenda. Ekki er víst að áherslur Trumps muni duga til sigurs í næstu kosn­ ingum eða í kosningunum þar á eftir þar sem hlutfall hvítra kjósenda fer minnkandi. Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna má rekja til hvítra, ómenntaðra, eldri kjósenda sem búsettir eru utan stórborga. Þjóðfélagshópum sem kusu Trump finnst þeir gleymdir í pólitískri orðræðu Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Donalds Trump fagna ákaft. Margir hverjir skreyttir hinum rauðu derhúfum sem Trump hefur gert að einkennisbúningi sínum. Á derhúfunum má sjá slagorð Trumps: „Make America Great Again.“ NorDicphoToS/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Fylgi á meðal þjóðfélagshópa sam- kvæmt útgönguspám Donald Trump Fylgi á meðal þjóðfélagshópa sam- kvæmt útgönguspám Hillary Clinton 53% 42% 40% 53% 58% 8% 29% 43% 52% 53% 38% 58% 52% 24% 29% 26% 48% 14% KynKyn AldurAldur KynþátturKynþáttur MenntunMenntun hjúskap- arstaða hjúskap- arstaða TrúTrú KynhneigðKynhneigð 41% 54% 52% 44% 37% 88% 65% 52% 44% 43% 55% 39% 45% 71% 62% 68% 47% 78% Karlar KarlarKonur Konur 18-44 ára 18-44 ára 45 og eldri 45 og eldri hvítir hvítir Svartir Svartir Spænsk- ættaðir Spænsk- ættaðir háskóla- menntaðir háskóla- menntaðirEkki háskóla- menntaðir Ekki háskóla- menntaðir Gift GiftÓgift Ógift Kristnir mót- mælendur Kristnir mót- mælendur Kaþólikkar KaþólikkarGyðingar Gyðingar Önnur trú Önnur trúTrúlausir Trúlausir Ekki gagn- kynhneigðir Ekki gagn- kynhneigðir Gagnkyn- hneigðir Gagnkyn- hneigðir Eins og ég hef ítrekað sagt þá er það ekki okkur að kenna að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna séu svona stirð. En Rússar vilja og eru reiðubúnir til að koma aftur á fullburða samskiptum við Banda- ríkin. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti Ég hefði heldur viljað að Clinton hefði sigrað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir mig sem forsætisráðherra og ríkisstjórnina að vera í góðum sam- skiptum við Bandaríkin. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar Trump hefur tekist að verða fánaberi ótta og angistar milljóna Bandaríkjamanna. Nú þarf að takast á við þessi áhyggju- efni með trú- verðugri stefnumótun. Martin Schulz, forseti Evrópu- þingsins Ég hlakka til að hitta Trump fljót- lega og bjóða hann velkom- inn til Brussel á leiðtoga- fundinn á næsta ári til að ræða framhaldið. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO Ég óska honum til hamingju, eins og eðlilegt er að gera þegar um er að ræða leiðtoga í tveimur lýðræðisríkjum. Nú eru friður og ástandið í Mið- austurlöndum efst á baugi. François Hollande, forseti Frakklands Viðbrögð leiðtoga við úrslitum kosninganna 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -F 6 9 4 1 B 3 D -F 5 5 8 1 B 3 D -F 4 1 C 1 B 3 D -F 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.