Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 72
Dmitry A. Torkin
Tannlæknir
Í kjölfar þess að hafa tilkynnt alþjóð
þær hræðilegu fregnir að sonur hans
þjáist af krabbameini hefur Michael
Bublé tilkynnt að hann muni ekki
koma fram á BBC Music Awards
hátíðinni. Söngvarinn var á dagskrá
hátíðarinnar en hún verður haldin
12. desember næstkomandi.
„Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Michaels og fjölskyldu
hans,“ segir tónlistarstjórnandi BBC
í tilkynningu á BBC News.
Bæði Bublé og konan hans, Luisana
Lopilato, hafa sagst ætla að leggja feril
sinn á hilluna og einbeita sér að syni
sínum. – sþh
Michael Bublé
hættir við BBC
Music Awards
Michael Bublé.
Fræga fólkið fagnaði lögleiðingu
Kaliforníuríkis á kannabisefnum á
Twitter í gærkvöldi. Nú er löglegt fyrir
alla Kaliforníubúa eldri en tuttugu og
eins árs að eiga, flytja og kaupa allt að
þrjátíu grömmum af kannabisefnum
til einkanota.
Rapparinn Snoop Dogg var að sjálf-
sögðu kátur og tísti: „Við lögleiddum
marijúana í Kaliforníu,“ og smellti
hasstagginu #smokeweed everyday
auðvitað fyrir aftan, enda mjög
þekktur fyrir neyslu sína á efninu og
búsettur í ríkinu. Aðrir sem fögnuðu
þessum nýju lögum voru Morgan
Spurlock, Lisa Rinna, Zach Braff og
Tommy Chong. – sþh
Frægir fagna
lögleiðingu
Snoop Dogg.
Skyndibitarisinn McDonald’s er ekki
sáttur við yfirvöld í ítölsku borginni
Flórens eftir að þau komu í veg fyrir að
McDonald’s opnaði útibú rétt við hlið-
ina á sögufrægri dómkirkju þar í borg.
Í kjölfarið hefur McDonald’s kært
borgina og vill fá skaðabætur upp á
tuttugu milljónir dollara en staðinn átti
að opna á dómkirkjutorginu, Piazza
del Duomo, en það er einn fjölsóttasti
staður í Evrópu.
Umsókn McDonald’s var hafnað
vegna nýrrar reglugerðar borgarinnar
sem miðar að því að vernda sögu-
lega miðborg Flórens gegn því að þar
safnist upp fjöldinn allur af skyndi-
bitastöðum. Þessi lög heimila einungis
veitingastöðum sem nota hráefni upp-
runnið í borginni eða nærsveitum að
starfa í miðborginni en Flórens er í
Toskana-héraði.
Borgarstjórinn ávarpaði nefndina
við þetta tækifæri þar sem hann sagði
að McDonald’s væri í fullum rétti til að
sækja um plássið en að sama skapi væri
borgin í fullum rétti til að hafna þessari
umsókn keðjunnar.
Lögsóknina byggir McDonald’s á
því að keðjan hafi lagst í breytingar á
rekstrinum til að uppfylla reglugerðar-
ákvæði borgarinnar en hafi samt sem
áður verið hafnað. – sþh
McDonald’s stefnir Flórens
Duomo-torg er oftast alveg stappað af túristum.
Allir helstu stjórnmálaskýrendur
og veðbankar spáðu því að Hillary
Clinton myndi bera sigur úr býtum í
forsetakosningunum. Þvert á þessar
spár verður það Donald Trump
sem mun taka við embætti forseta
Bandaríkjanna í janúar á næsta ári.
Hillary hafði her af stórstjörnum
með sér í liði og þannig stýrðu Cher
og Jennifer Garner kosningafundum
fyrir hana. Lady Gaga og fleiri voru
mjög virk á samfélagsmiðlum að
gagnrýna Trump og hvetja fólk til að
kjósa Hillary. Þrátt fyrir að milljónir
sæju hvert einasta tíst, hverja ein-
ustu færslu á Facebook og skoðuðu
hverja einustu mynd sem birtist á
Instagram var það Trump sem
stóð uppi sem sigurvegari.
Allt útlit er fyrir að
Clinton hafi hlotið fleiri
atkvæði en Trump en
vegna þess hvernig
kjörmannakerfi Banda-
ríkjanna er byggt upp þýddu
stórsigrar hennar í New York
og Kaliforníu að atkvæði hennar
nýttust verr en atkvæði Trumps.
Trump hafði langt frá því sama
fjölda af ofurstjörnum með sér í
liði. Ein sú fyrsta sem óskaði Trump
til hamingju var leikkonan Kirstie
Alley sem tísti hamingjuóskir til
hans með hástöfum. Fáar stjörnur
sem studdu Trump eiga Óskarsverð-
laun, Emmy-verðlaun eða nokkur
verðlaun yfirhöfuð. Sé stjörnulisti
Trumps skoðaður má þó finna
nokkrar goðsagnir.
Dennis Rodman, sem gerði garð-
inn frægan í NBA, hvatti sína fylgj-
endur á Twitter til að kjósa Trump
á kosningadag. „Við þurfum ekki
enn einn pólitíkusinn. Hann hefur
verið frábær vinur í mörg ár og við
þurfum mann eins og hann,“ sagði
Rodman en hann er talinn einn af
betri varnarmönnum NBA frá upp-
hafi og vann til ótal verðlauna í
NBA-deildinni.
Bassagoðsögnin hjá Kiss,
Gene Simmons, sagði við tíma-
ritið Rolling Stone að Trump
yrði frábær innspýting
inn í úldið kerfi og studdi
meðal annars hugmynd
hans um vegginn marg-
fræga. „Páfinn fór eitt-
hvað að blanda sér í málið
og sagði að hugmynd Trumps
um vegginn væri ómannúðleg. Ég
veit ekki betur en að það sé veggur
í kringum Vatíkanið og páfinn og
kardínálar vilji helst engan inn
fyrir þann vegg,“ sagði rokkarinn.
Leikstjórinn og leikarinn Clint
Eastwood kvittaði undir orð Simm-
ons um að Trump yrði frábær inn-
spýting í úldið kerfi en neitaði að
svara hvort hann væri sammála
hugmyndunum um vegginn.
Glímukappinn Hulk Hogan tísti
einnig til stuðnings Trump þar sem
hann lýsti því yfir að hann vildi
helst vera hlaupafélagi Trumps á
meðan hann væri forseti. Boxarinn
Mike Tyson var ein af fyrstu stór-
stjörnunum til að lýsa stuðningi
sínum við Trump en Tyson er einn
albesti þungavigtarboxari sögunnar.
„Af hverju eigum við ekki að reyna
eitthvað nýtt? Prófa að reka Banda-
ríkin eins og fyrirtæki þar sem litar-
haft skiptir engu og allir geta fengið
vinnu? Hann á að vera forseti þessa
lands,“ sagði Tyson við Live Magaz-
ine í október. Honum er boðið í
sigurveisluna. benediktboas@365.is
Stjörnur sem studdu Trump
Hillary Clinton hafði ótrúlegan fjölda stórstjarna með sér í liði í kosningabaráttunni gegn
Donald Trump. Sá lét verkin tala og þó nokkrar stórstjörnur voru með honum í liði.
Þó margir séu reiðir yfir úrslitum þá gladdist fjöldi fólks yfir tíðindum gærdagsins.
Almenningur sem og nokkrar stjörnur studdu Donald Trump yfir marklínuna.
FréTTABlAðið/GeTTy
Kim Jong-Un og Dennis rodman á körfuboltaleik í Pyongyang. MynD/GeTTyJón Ólafsson og Mike Tyson á góðri stundu.
Hulk Hogan.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r60 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
3
D
-F
6
9
4
1
B
3
D
-F
5
5
8
1
B
3
D
-F
4
1
C
1
B
3
D
-F
2
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K