Fréttablaðið - 10.11.2016, Side 32

Fréttablaðið - 10.11.2016, Side 32
Björk Guðmundsdóttir er án efa áhrifamesti Íslendingur samtíðarinnar. Hún grætur skilningsleysi stjórnmálamanna á Íslandi. Hún undrast áhugaleysi þeirra á náttúruvernd og umhverfis- málum. Málsmetandi áhrifamenn úti um allan heim hlusta á það sem hún hefur fram að færa. Umhverfis- vernd er grunnurinn að veigamestu atvinnuvegum þjóðarinnar, ferða- þjónustu og sjávarútvegi. Björk bendir á að þessi málaflokkur hafi alveg gleymst í nýliðinni kosninga- baráttu. Fæstir leiðtogar stjórnmála- flokkanna hafi áhuga á umhverfis- málum. Það er merkilegt því að nú, eftir kosningar, virðast umhverfis- mál einmitt geta sameinað tals- menn allra flokka ef marka má umræðu þeirra um fjölbreytni og breiða samstöðu. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig sviðna jörð í náttúruvernd þrátt fyrir að hafa lýst einkunnarorðum sínum strax í maí 2013, í upphafi síns ferils, og sagst ætla að vera í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu. Þá, eins og í aðdrag- anda bankahrunsins 2008, var það Framsóknarflokkurinn sem hafði sig mest í frammi. Þrátt fyrir þessa eindregnu yfirlýsingu hafa lausnir á umhverfisvandamálum víða um land ekki komist í raunhæfan farveg og undirstofnanir eins og Umhverfis stofnun, Skipulags- stofnun og Matvælastofnun hafa deilt út starfs- og rekstrarleyfum til aflands félaga í fiskeldi í trássi við lög og reglugerðir. Svo virðist sem starfsfólk þessara stofnana hafi aldr- ei kynnt sér náttúruverndarlög og reglugerðir sem það á að starfa eftir. Hunsaði eðlileg tilmæli Neðri hluti Þjórsár er í stórhættu eftir að verkefnastjórn ramma- áætlunar mælir með óvissu í stað varúðar. Það þurfti að hafa uppi hótanir gagnvart stjórnvöldum til að bjarga fiskstofnum í Landbroti og Meðallandi frá tortímingu vegna vatnsleysis af mannavöldum. Engin raunhæf aðgerðaáætlun er komin í gang til að bæta vistkerfi Laxár og Mývatns. Aðeins hafa verið gerðar ófullburða kannanir. Margsinnis hefur þurft að afturkalla leyfisveit- ingar opinberra stofnana vegna þess að reglur um umhverfismál hafa verið brotnar – líkt og reglurnar hafi verið settar fyrir einhverja allt aðra en þau stjórnvöld sem eiga að fara eftir þeim. Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér úrskurð 4. maí sl. (http://www. eftasurv.int/media/esa-docs/physi- cal/792444.pdf ) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð til þess að veita almenningi og ein- stökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfis- árásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Nýlega tróð umhverfisráðherra upp á hinu háa Alþingi og kvaðst hafa þungar áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá og sagði það mál óleyst en bætti jafn- framt við að hún hefði enn meiri áhyggjur af fyrirhuguðu risafiskeldi sem væri ógn við vistkerfi sjávar og strandlengju þar sem því væri ætlaður staður. Nokkrir verndar- og hagsmunaaðilar bentu henni snarlega á hvað henni bæri að gera samkvæmt náttúruverndarlögun- um; þ.e. að fela fagaðilum strax að meta áhættuna og verndargildið. Því miður hunsaði ráðherra þessi eðlilegu tilmæli. Nú er lag – og ég hvet alla alþingis- menn til að taka undir með Björk og setja náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Þá á ég við bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem ættu að geta sameinast um að hlíta rökum og beita skynsemi í umhverfismálum. Það gæti verið ágæt byrjun að allir þingmenn sæktu námskeið um umhverfisvernd, bæði um þá löggjöf sem hér gildir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur axlað í þessum málaflokki. Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir. Hver heyrir þegar Björk grætur? Orri Vigfússon formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir. Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjár- málamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða for- seta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóð- lega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krón- unnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óum- deilanlegt að niðurstöður í stjórnar- myndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónar- horni fjárfesta á íslenska markaðn- um er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opin- berar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi: Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálf- stæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametr- unum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamning- um er að kvótinn verður ekki boð- inn upp á markaði. Þingmaður Við- reisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trún- aði. Magnús hringir beint í verð- bréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upp- lýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherja- viðskipti. 120 grein laga um verð- bréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upp- lýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjár- málagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa mark- tæk áhrif á markaðsverð fjármála- gerninganna ef opinberar væru …“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opin- berar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmynd- andi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarvið- ræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila. Innherjar í pólitík Einar Páll Gun- narsson formaður Ungra fjárfesta Mér þykir leitt að hafa meitt Samfylkingarmenn norð-an heiða með getgátum um að þeim væri nokk sama þótt flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri. En það þyrmdi yfir mig við lestur kosningapésa er hrundu inn um bréfalúguna hjá mér og merktir voru Samfylkingunni. Þar var hamrað á mikilvægi samgangna en ég sá hvergi minnst á Reykja- víkurflugvöll. Rifjaðist þá upp fyrir mér hástemmd orðræða núverandi oddvita Samfylkingar í Norðaustur- kjördæmi (og raunar Samfylkingar allrar) þar sem hann lýsti því yfir með miklum þunga að okkur væri nær að láta flugvöllinn eftir í þágu borgarskipulags Reykjavíkur. Síðan eru allnokkur ár, skal ég fúslega viðurkenna, svo kannski hefur hann skipt um skoðun sem er vel. Annað sem kom illa við mig í flug- vallarumræðunni er gamla klisjan um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er uns fundin er betri lausn. Ein lausnin er að miðstöð innan- landsflugs færist til Keflavíkur með fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanleg- um afleiðingum en líkast til flestum vondum sem ég fjölyrði ekki um. Önnur er að byggja flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem ég heyrði á dögunum að myndi kosta 100 milljarða. Sláum af og segjum að nýr flugvöllur kosti „aðeins“ 50 milljarða. Af hverju þorir enginn stjórnmálaflokkur að taka af skarið og segja það sem blasir við: Þetta kemur ekki til greina. Nei, þess í stað er spanderað milljónum og milljónatugum í leit að vænlegu flugvallarstæði. Tala út og suður Samfylkingin hefur tekið þátt í þessum sorglega skrípaleik og að mínu mati farið verr út úr honum en aðrir flokkar eða hverjum skal trúa þegar oddvitar hennar tala tungum tveim og vilja bæði rústa flugvöll- inn í Vatnsmýri ekki síðar en 2022 en jafnframt halda í hann uns „betri lausn er fundin“. Höfum hugfast að uppbygging nýs flugvallar verður að hefjast innan fjögurra ára ef hann á að verða til reiðu árið 2022 og dugar þó ef til vill ekki til. Ég skal fúslega viðurkenna að ég ætlast til þess að Samfylkingarmenn standi skör hærra en aðrir pólitík- usar. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan hann lofaði skjaldborg um heimilin en almenningi fannst, með réttu eða röngu, að Jóhanna aðhefðist lítt eða ekki heldur biði paradísarheimtar ESB. Síðan þá hefur Samfylkingunni einfaldlega mistekist að vinna traust almenn- ings á nýjan leik og er nú í svipaðri stöðu og kona sem keppir um veg- tyllur í karlaheimi, hún þarf að vera helmingi hæfileikaríkari en karlinn til að bera hærri hlut. Á þessu hefur Samfylkingin ekki kveikt. Um það er flugvöllurinn í Vatnsmýri kannski eitt besta dæmið. Þar tala flokks- menn út og suður og kveikja grun um græsku í stað þess að taka af öll tvímæli. Aftur um þennan andsk … flugvöll Jón Hjaltason sagnfræðingur Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri lita­ palettunni loforð um viður­ kennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktar- járn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugg- uðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafn- réttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á. Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynja- jafnrétti átti að koma með kosn- ingarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða sam- félagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráð- herra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir kom- andi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína mál- svara. Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kyn- slóðir. Það eru mikilvægar fyrir- myndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrir- myndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapalettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja! Halló – er 21. öldin heima? Andrea Róbertsdóttir BA í félags- og kynjafræði, MA í mannauðs- stjórnun og nemi á meistara- stigi í jákvæðri sálfræði Kvennafrídagurinn 2016. Konur á Íslandi mótmæla launamisrétti á Austurvelli. 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 E -0 0 7 4 1 B 3 D -F F 3 8 1 B 3 D -F D F C 1 B 3 D -F C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.