Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 64
HBO-þáttaröðin Westworld er í fullum gangi og hafa sumir gengið svo langt að tala um að þættirnir séu arftaki Game of Thrones-þátta- raðarinnar – hér verður þó ekkert fullyrt um það en Westworld hefur samt vakið mikla athygli enda eru þættirnir uppfullir af spennu, for- vitnilegum spurningum, ofbeldi og nekt – allt það sem fólk vill fá út úr HBO-þáttaröð í raun og veru. Árið 1973 kom út kvikmyndin Westworld og eru þættirnir byggðir á henni. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Michael Crichton leikstýrði og hann skrifaði einnig handritið. Mich ael Crichton er kannski þekkt- astur fyrir Jurrasic Park-myndirnar sem eru byggðar á skáldsögu Crich- tons og mögulega líka þekktur fyrir ofsahræðslu sína við tækni og vísindi, enda virðast allar sögurnar hans fjallar um stórkostleg tækni- afrek sem enda svo með að verða algjört stórslys þar sem slatti af fólki fellur í valinn. Westworld er þar engin undan- tekning. Myndin fjallar um tvo félaga í nálægri framtíð sem skreppa í frí í skemmtigarðinn Delos þar sem vélmenni í mannsmynd eru til í alls konar sprell með gestum garðsins. Garðurinn skiptist í þrennt – heim villta vestursins, miðaldir og Róm til forna. Líkt og í þáttunum er hægt að misþyrma mennsku vél- mennunum á margs konar hátt, þar á meðal er hægt að skjóta þau í spað og í Vestragarðinum er til að mynda eitt aðalatriðið Byssumaðurinn (The Gunslinger), sem er leikinn er af Yul Brynner, sem er sérstaklega gerður til að fara í einvígi við gesti sem hann tapar svo auðvitað alltaf. Það er nefnilega þannig að vélmennin í garðinum eru vopnuð byssum sem geta ekki skotið á lífverur með heitt blóð enda eru þær með innbyggðan hitaskynjara. Eins og við er að búast fer auð- vitað allt í háaloft í Delos og röð bilana gerir vélmennin gjörsamlega sturluð og þau ganga berserksgang. Margir sem eru að lesa þetta kann- ast mögulega við þennan söguþráð úr æsku sinni. Það er nú líka út af því að þessi söguþráður hefur verið nýttur í annan vinsælan sjónvarps- þátt. Við erum auðvitað að tala um The Simpsons, en í fjórða þætti í sjöttu seríu The Simpsons er nefni- lega þátturinn Itchy & Scratchy Land – þar fer Simpson-fjölskyldan í frí í skemmtigarðinn Itchy & Scratchy Land þar sem Itchy- og Scratchy-róbótarnir sem skemmta gestum þar gjörsamlega sturlast og ganga berserksgang. Punkturinn hér er auðvitað bara einfaldur – allt hefur verið gert í The Simpsons áður. Allar mögulegar til- vísanir í kvikmyndir og sjónvarps- þætti, bókmenntir og viðburði í mannkynssögunni – þetta hefur allt verið notað sem efniviður  í þessum ótrúlega langlífa og, leyfist mér að segja, besta sjónvarpsþætti allra tíma. The Simpsons hafa verið í gangi síðan árið 1989 og þætt- irnir eru orðnir yfir 600. Í viðtali sagði sjálfur Matt Groening að það erfiðasta við að búa til nýja þætti væri að fá hugmyndir sem hafa ekki verið notaðar í The Simpsons áður en það er spurning hvort atburðir í raunheiminum séu ekki farnir að verða full líkir söguþræði einhvers þáttar The Simpsons og hvort það sé í raun eitthvað eftir sem hefur ekki komið þar fram – í þættinum Bart to the Future var Donald Trump for- seti Bandaríkjanna og setti þjóðina á hausinn. stefanthor@frettabladid.is Frá Westworld til Donalds Trump Hvað eiga HBO-þættirnir Westworld, samnefnd kvikmynd frá 1973, tæplega tuttugu og tveggja ára gamall Simpsons-þáttur og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sameiginlegt? Westworld er einn vinsælasti þátturinn í dag og hérna má sjá aðalleikarana saman komna undir merkjum HBO þar sem þættirnir eru sýndir. NOrdic PHOtOs/Getty simpson-fjölskyldan flýr undan bil- uðum vélmennum. Westworld frá 1973 var stórskemmti- leg mynd og um margt framúrstefnuleg þegar hún kom í bíó á sínum tíma. Eign við sjávarsíðuna með góðum anda Vorum að fá í einkasölu einstaklega fallega, nýuppgerða eign við Sæbraut. Glæsilegt útsýni yfir Faxaflóa. Hluti eignarinnar er undir súð og því er gólfflötur töluvert stærri en uppgefnir fermetrar. Tengi fyrir þvottavél innan íbúðar. SJÁVAR-ÚTSÝNI! NÝTT SKÓLP & DREN! MÖGU- LEIKI Á AÐ BYGGJA BÍLSKÚR! WesTWorlD heFur samT vakið mikla aThygli enDa eru þæTTirnir uppFullir aF spennu, ForviTnilegum spurningum, oFbelDi og nekT – allT það sem Fólk vill Fá úTúr hbo-þáTTaröð í raun og veru. 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r52 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 D -C 0 4 4 1 B 3 D -B F 0 8 1 B 3 D -B D C C 1 B 3 D -B C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.