Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 34
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r34 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athug- un skipt um afstöðu og telur nauð- synlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikil- vægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúar brögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðis- legar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, galla- buxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framan greindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi: 1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir. 2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einn- ig algengt t.d. eins og í Afgan- istan og Pakistan. Í slíkum til- fellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns. 3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin. 4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatn- aði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tján- ingarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurn- ingu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrk- um. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi. Af hverju að banna búrkur? Björgvin Sighvatsson hagfræðingur Ég starfa með Félagi um for-eldrajafnrétti, mannréttinda-félagi sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjöl- skyldugerð. Stór hluti af okkar félagsmönn- um eru foreldrar sem hafa orðið fyrir umgengnistálmunum af hendi forsjárforeldra barna þeirra. Nýlega bárust okkur þessi skila- boð á Facebook: „Ég fékk þær fréttir frá sýslu- manni að ég fengi ekki að hitta dóttur mína því ég þyrfti fyrst að taka mig á í lífinu (þetta kom frá barnsmóður minni og mömmu hennar). Ég er ekki glæpamaður, ég er ekki að berja fólk, ég er ekki vondur maður heldur er ég maður sem elskar barnið sitt meira en allt en ég get ekki meira. Ég mun fara með pappíra til sýslumanns þar sem ég segist gefast upp því þetta er að rífa hjartað úr mér. Gangi ykkur vel í baráttunni en ég ætla að unlæka síðuna því ég brotna niður í hvert sinn sem ég les sögurnar ykkar.“ Þarna á sér greinilega stað harm- leikur og við sem störfum fyrir félagið vitum að margir foreldrar, langoftast feður, eru í nákvæmlega sömu stöðu. Þeir eru oftar en ekki góðir menn og góðir feður sem rekast endalaust á hindranir og vantraust og hreinlega gefast upp! Stundum er auðveldara fyrir þá að gera ekki neitt og reyna að gleyma því að þeir eigi barn. Það að fjarlægja foreldri, jafnt föður sem móður, úr lífi barns er afdrifarík ákvörðun sem þarf að vera tekin að vel ígrunduðu máli af viðeigandi stofnunum; lögreglu, barnavernd, sýslumanni, dóm- stólum. En við í félaginu vitum af eigin reynslu að ástríkir og góðir feður geta þurft að berjast fyrir því að fá að sinna sínum foreldraskyldum og að eiga eðlilegt samband við börn sín. Þeir hafa ekkert til saka unnið en þurfa endalaust að sýna fram á hæfni sína sem foreldri. Allir tapa Foreldrar geta verið mishæfir, bæði mæður og feður. Og mikil- vægt er að grípa fljótt inn í ef barn býr við aðstæður sem ekki er því til hagsbóta svo sem ofbeldi eða van- rækslu. En varla eru svona miklu fleiri feður en mæður vondir við börnin sín. Þess vegna er ekki síður afar mikilvægt að grípa inn í fljótt og vel þegar barn fær ekki að umgangast annað foreldri sitt og fjölskyldu þess að ástæðulausu, því það eru sannarlega aðstæður sem eru barni ekki til hagsbóta. Eins og er er meðferðartími hjá yfirvöldum allt of langur, úrræði við umgengn- istálmunum virka ekki sem skyldi og feður upplifa þrýsting til að gefast upp; það sé hugsanlega best fyrir börnin af því að móðirin sé svo mikið á móti umgengni. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa stigið fram og sagt sögu sína. Eigum við ekki að sammæl- ast um að hætta að tipla á tánum í kringum hið andlega ofbeldi sem umgengnistálmanir og foreldraút- skúfun er, fá það upp á yfirborðið og senda skýr skilaboð um að það sé ekki í lagi? Allir tapa við slíkar aðstæður og börnin mest! Föðurlaus börn, sársauki í boði stjórnvalda Júlíana Elín Kjartansdóttir stjórnarmeð- limur í Félagi um foreldrajafnrétti Eitthvað það vitlausasta sem sett var í sölu fyrir kosningarn-ar var sáttakjaftæðið. Jafnvel sá flokkur sem ég á endanum kaus, – Viðreisn sem virtist það skásta á markaðnum – sá flokkur sagðist ætla að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni en talaði þó í síbylju um að ná sáttum milli þessara andstæðu póla. Ekki mín formúla: Þegar almannahagsmunir vinna sigur á sérhagsmunum og fá jafnvel 34 af 63, þá finnst mér væg- ast sagt klikkað að kjörnir fulltrúar almennings semji sig frá sigrinum sem þeir fengu umboð sitt út á. Eiginlega get ég ekki kallað slíkt annað en svik. Mér finnst prýðilega leyfilegt að koma fram af kurteisi og skikkan- legri samúð við sigraða andstæð- inga, í þessu tilfelli þá sem hafa orðið efnamenn eða meira á kvóta- kerfinu frá 1984 í sjávarútvegi og þá sem enn hokra í skjóli búvöru- laganna frá 1985 og á útkjálkum í skjóli afurðasölulaganna frá 1934. Það er heldur ekki skynsamlegt eða vitlegt að dauðpína þá sem ættu að verða bröttustu verktakarnir í þeim bransa að veiða fisk fyrir þjóðina. Hvað landbúnaðinn varðar þá getur vel verið að þar séu lífvæn- legir blettir innan um, nokkuð augljóslegast í tengslum við ferða- mennsku og varðveislu sérstæðra og merkilegra húsdýrastofna. Hver veit heldur nema hér gæti þess utan þróast lífvænlegur landbúnaður ef gamalli hörmungalöggjöf væri aflétt, nú þegar árar betur og leyfi- legt er að flytja inn nýjustu græjur. Jafnvel svínarí og fjaðrafok gætu átt sjans ef samkeppnin kæmi að utan og innlendir framleiðendur fengju að stilla sig saman. Í ljósi gamallar og viðvarandi velvildar almennings er líka óvíst að túlka megi umboð kjósenda til að rífa upp búvörubullið sem skil- yrðislaust skotleyfi á bændur né andstöðu við þjóðargjöf á kvóta sem kröfu um að leggja Raufarhöfn í rúst. En að fara t.d. hugsunarlaust með glórulausa landbúnaðarstyrki úr 25 milljörðum á ári (PSE frá OECD fyrir innvígða, og vantar þó sennilega einhverja ríkisstyrki inn í það) í besta falli niður í svo sem 12-15 og taka þriðjung eða svo af kvóta í hlut þjóðarinnar, væri arfalélegt hálfkák. Sáttakjaftæðið er annars gamal- gróið og hefðbundið trix þeirra pólitísku málaliða sem hafa að aðalstarfi að hygla sérhagsmunum. Það náði hæst, þegar ríkisstjórnin 2009-2013 skipaði – hvað haldið þið – sáttanefnd til að finna lausn í kvótamálinu. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra 2. júlí 2009 eru taldir upp 16 nefndarmenn, 6 þingmenn, allir úr plássum sem voru – og eru – undir nöglinni á útgerðum staðarins, einn bæjar- fulltrúi og einn verkalýðsfor- kólfur úr sams konar plássum, 3 frá samtökum útgerðarmanna, 2 frá fiskvinnslusamtökum og 3 frá sjómönnum. Sem sagt, 16-0 fyrir sérhagsmuni og algert svarta- myrkur fyrir þau 64% kjósenda sem þá bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Reyndar dúkkaði upp einn lík- legur málsvari almannahagsmuna í skilaplaggi nefndarinnar, lík- lega vegna þess að í ógáti hafi ráð- herrann gleymt nýjum þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Útkoman varð eins og til var stofnað, furðu- kokkteill af byggðastefnubulli og sérhagsmunaþjónkun sem dagaði sem betur fer uppi. Grafnir út og suður Nú er ástæða fyrir almenning og hagsmunina hans að hafa af því áhyggjur að Viðreisn og Björt fram- tíð og ótrúlegt nokk jafnvel VG séu að búa sig undir að ganga í björg með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til þess að þar fari betur fyrir almannahagsmunum en í sáttanefndinni forðum. Eftir japl og jaml og fuður verða þeir grafnir út og suður. Bjarni gæti samþykkt obbolítið ESB enda mestanpart sloppinn undan undan blýantsenda ritstjórans. Meira að segja VG hefur gefið til kynna að það mætti sosum ræða eitthvað svoleiðis ef þjóðin væri svo vitlaus að vilja það endi- lega. Svo yrðu einhver fíkjublöð til sjós og lands sem gætu orðið verri en ekkert, t.d. ef þau festu í sessi 14-2 fyrir sérhagsmunina. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbak- inu þegar ég mætti á fundi hjá Við- reisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamálum í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. En á Íslandi 2016 eru til ráð við því. Ef eða þegar herlegheitin birt- ast og reynast óþolandi, mætti safna undirskriftum meðal þeirra sem ját- uðu að hafa kosið A eða C – og jafn- vel VG þar sem kjósendur drægju umboð sitt táknrænt til baka vegna þess að það hafi ekki verið veitt til að gefa afslætti af almannahags- munum. Það væri allnokkur spá fyrir Bjartri framtíð Viðreisnar. Svo mætti reyna að koma nýjum for- seta í æfingu við að hjálpa Alþingi að þjóna almannahagsmunum. For- dæmin eru nýleg. En best væri að Viðreisn og Björt framtíð sæju að sér, VG fattaði að á höfuðborgarsvæðinu býr líka fólk, að Píratar legðu fram gögn fyrir því að þeir séu stjórntækir og Sam- fylkingin herti sig upp og ákvæði að eignast framhaldslíf í þjónustu við almannahagsmuni. Og öll dýrin í þeim hluta skógarins yrðu vinir. Um sáttakjaftæði Markús Möller hagfræðingur Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra sem hafa hug á því að koma hingað um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbakinu þegar ég mætti á fundi hjá Viðreisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamál- um í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. Eigum við ekki að sammæl- ast um að hætta að tipla á tánum í kringum hið andlega ofbeldi sem umgengnistálm- anir og foreldraútskúfun er, fá það upp á yfirborðið og senda skýr skilaboð um að það sé ekki í lagi? Allir tapa við slíkar aðstæður og börnin mest. Erna Rún Einarsdóttir Erna Rún er tannlæknir með sérmenntun í tann- og munngervalækningum frá Eastman Institute í Rochester, NY í Bandaríkjunum. Hún hefur sérþekkingu og mikla reynslu í smíðum tannplantastuddra og hefðbundinna tanngerva eins og gervitanna, parta, króna og brúa. Erna Rún sinnir að auki öllum almennum tannlækningum. Tímapantanir í síma 561 3130 hefur hafið störf hjá Tannlæknastofunni í Glæsibæ. 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -E C B 4 1 B 3 D -E B 7 8 1 B 3 D -E A 3 C 1 B 3 D -E 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.