Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 22
Hundrað grunnskólabörn sitja í stúkunni í íþróttasal. Allt í einu stekkur stærðarinnar hvalur upp úr parketlögðu gólfinu og vatn skvett- ist út um allt. Vígaleg vélmenni eru á víð og dreif um stofugólfið og skjóta úr geislabyssum að unglegum manni. Dvergvaxinn fíll stendur í lófum manns á miðju engi. Sýnir sem þessar hljóma óraun- verulegar og eru líka óraunveru- legar. En þær blasa við í kynningar- myndbandi sprotafyrirtækisins Magic Leap. Fyrirtækið hyggst ekki gera þessa atburði að veruleika en það ætlar að gera hinum almenna neytanda kleift að sjá þær með nýrri sýndarveruleikatækni. Magic Leap er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Þrátt fyrir það er fyrirtækið það heitasta í tækni- geiranum og hefur það aflað sér um 155 milljarða króna. Frá því greinir Forbes. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Í viðtali við Forbes segir Rony Abovitz, framkvæmdastjóri og stofnandi Magic Leap, frá því hvernig fyrirtækið hefur haldið sig víðs fjarri augum almennings allt frá stofnun þess fyrir fimm árum. Einungis nánir vinir og samstarfs- menn fái að berja tæknina augum. Þrátt fyrir það er fyrirtækið metið á nærri hálfa billjón króna. „Við erum að gera eitthvað sem er virkilega frá- brugðið öllu öðru,“ segir Abovitz. Ný nálgun Á meðan tæknirisar á borð við Microsoft, Sony, Google, Samsung og Facebook hafa sett sýndarveru- leikagleraugu á markað sem eru í raun tveir skjáir sem maður spennir utan um höfuðið, ætlar Magic Leap að fara aðra leið. Fyrirtækið ætlar að setja á mark- að linsur sem passa á venjuleg gler- augu og lofar að linsurnar muni ekki takmarka almenna sjón. Linsurnar munu sem sagt ekki varpa myndum sem þú horfir síðan á heldur er markmiðið að varpa ljósinu beint í augað svo það blandist venjulegri Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Magic Leap hefur aflað sér 155 milljarða króna til að þróa byltingarkennda sýndarveruleikatækni. Í stað gleraugna með skjá lofar fyrir- tækið að varpa myndum beint í augun í gegnum sérstakt gler. Fyrirtækið er sveipað mikilli dulúð og hefur lítið sem ekkert kynnt sig. Skjáskot úr kynningarmyndbandi Magic Leap. Hvalurinn er ekki inni í íþróttasalnum í raun og veru heldur birtist hann þeim sem eru með gleraugu Magic Leap. MyNd/SkjáSkot sjón. Linsurnar munu einnig skanna umhverfið, hendur notandans og hreyfingar augnanna. Notagildi slíkrar tækni er aug- ljóst fyrir skemmtanaiðnaðinn enda hafa fyrirtæki á borð við Leg- endary Entertainment, kvikmynda- framleiðandinn á bak við myndir á borð við Jurassic World, Warcraft og Inception, dælt peningum í Magic Leap. Með tækninni væri hægt að færa tölvuleiki inn í raunverulegt umhverfi notandans á hátt sem hamlar ekki almennri sjón og krefst þess ekki að maður kíki á símann í sífellu líkt og í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Ef tæknin væri notuð fyrir álíka leik og Pokémon Go mætti til að mynda sjá furðuver- urnar fela sig undir rúmi notandans í stað þess að standa í stað og vera einungis sýnilegar á skjá snjall- símans. Ekki bara fyrir leiki Í viðtali við Forbes segir Abovitz hins vegar að skemmtiefni sé ekki eina notagildi tækninnar. Abovitz sér fyrir sér sýndarverulegan hjálp- ara, svipaðan og röddina Siri sem iPhone-eigendur þekkja. Munurinn væri sá að hjálpara Abovitz væri hægt að sjá með eigin augum. Þá segir í umfjöllun Wired að þessi nálgun á sýndarveruleika gæti í raun gert sjónvörp óþörf þar sem notandinn gæti varpað upp sínum eigin skjá á vegginn í stofunni. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun eða tölvuleiki. Þetta er önnur leið til þess að sjá heiminn. Þetta er ný kynslóð tölva. Ég held þetta verði virkilega, virkilega mikilvægt skref,“ segir Thomas Tull, stofnandi Legendary Entertain- ment, í samtali við Forbes. Nýr heimur Vert er að velta fyrir sér hvernig tækni Magic Leap gæti breytt heim- inum, verði hún að veruleika. Blaða- maður Forbes líkir tækni Magic Leap við snjallsímann og byltinguna sem hann hratt af stað. Nú má til dæmis sjá snjallsímaforrit fyrir allt mögulegt. Hvort sem það eru tölvu- leikir eða heimabanki. Notagildi gleraugna frá Magic Leap gæti hins vegar verið mun meira. Ef Magic Leap afkastar öllu því sem lofað er er ljóst að áhrifin gætu verið mikil fyrir fjölmarga þætti tæknigeirans. Söfn gætu þurft að búa til forrit fyrir gleraugun þar sem hægt væri að sjá safngripi heiman frá sér og bílstjórar þyrftu að passa sig á ung- mennum sem hlypu um göturnar, skjótandi vélmenni og vampírur. Gervigreindarforritið MogIA spáði rétt fyrir um úrslit banda- rísku forsetakosninganna. Er það í þriðja skipti í röð sem MogIA hefur rétt fyrir sér en gervi- greindin spáði einnig sigri Bar- acks Obama árin 2008 og 2016. Þá hefur spáin einnig reynst rétt hvað forval beggja flokka varðar. MogIA byggir spá sína á virkni á Google, YouTube, Twitter og fleiri vefsíðum til þess að mæla ákefð stuðningsmanna forseta- frambjóðenda og fjölda þeirra. „Á meðan flest forrit þurfa að líða fyrir skoðanir forritarans, á MogIA að læra af umhverfi sínu og þróa sínar eigin reglur,“ segir Sanjiv Rai, stofnandi indverska sprotafyrirtækisins Genic.ai sem þróaði MogIA, í samtali við CNBC. Á meðal þeirrar tölfræði sem gervigreindin tók mið af við spá sína var hversu margir brugðust við færslum Trumps á Twitter og Facebook. Bætti hann tölfræði Obama um 25 prósent á því sviði. Rai telur MogIA verða nákvæm- ari með hverjum kosningum þar sem virkni á samfélagsmiðlum eykst mikið milli ára. Þó segir hann að erfitt hafi verið fyrir gervigreindina að greina á milli jákvæðra og nei- kvæðra viðbragða við færslum frambjóðenda. – þea Gervigreind hefur spáð úrslitum í síðustu þrennum kosningum donald trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. NordicpHotoS/AFp Forritið greindi meðal annars viðbrögð fólks við færslum frambjóðandanna á samfélagsmiðlum Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Við erum að gera eitthvað sem er virkilega frábrugðið öllu öðru. Rony Abovitz, stofnandi Magic Leap 155 milljarða króna hefur Magic Leap aflað. Tækni 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -B 6 6 4 1 B 3 D -B 5 2 8 1 B 3 D -B 3 E C 1 B 3 D -B 2 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.