Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 60
Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm. „Það sem dró mig að þessu söguefni í upphafi var kannski … ég segi ekki aðdáun heldur einhvers konar fasinasjón; mér fannst eitthvað svakalega spennandi við manngerðina sem ég var að skrifa um í Stormi. Mér fannst alltaf, þó ég væri ánægður með bókina, að það væri eitthvað ósagt, að það þyrfti að skoða mann- inn dýpra og frá fleiri hliðum. Og jafnvel láta hann lenda í nýjum ævintýrum. Þetta er ástæðan,“ segir Einar Kárason rithöfundur þar sem við reynum að koma okkur fyrir á Reykjavík Roasters við Brautar- holt, aðspurður af hverju hann hafi ákveðið að taka upp þráðinn með Eyvind Storm mörgum árum síðar. Einar er líkast til frægastur fyrir Eyjabókatrílógíu sína. Þá hefur síðasti sagnabálkur hans, sem telur fjórar bækur, þar sem sögusviðið er Sturlungaöld, hlotið mikið og verð- skuldað lof. En uppáhaldið mitt er hins vegar Heimskra manna ráð og svo þessi einstaka bók sem er Stormur. Og nú er komið óbeint framhald af þeirri bók. Passíusálm- arnir. Hvar enn er fjallað um Eyvind Jónsson sem kallaður er Stormur. Best að það komi fram strax að ég hef lengi verið einlægur aðdáandi Einars. Ég tel hann með mestu sagnameisturum þjóðarinnar frá upphafi og skemmst er frá því að segja að nýútkomin bók Einars, Passíusálmarnir, er brakandi snilld. Metnaðarfull persónusköpun „Þessar verða bara tvær,“ segir Einar þegar ég spyr hann hvort hann ætli þá ekki að henda í trílógíu með Storminn. „Ég held nú að þetta sé mín metnaðarfyllsta persónusköp- un á ferlinum. Sú sem ég hef farið hvað dýpst í. Framan af og mikið af mínu hafa verið kollektívar sögur, það er að segja með mörgum per- sónum. Og jafnvel kannski ekki einu sinni neinni klárri aðalpersónu. En ég hef kannski farið aðeins meira út í það eftir því sem á hefur liðið, eins og Þórður kakali. Það er týpa sem mér fannst voðalega spenn- andi. Reyndar held ég að hann og Stormur eigi sitthvað sameiginlegt. En, svo á öðrum sviðum eru þeir gjörólíkir.“ Yfirgengilega dómínerandi Í þessari bók er rækilega snúið upp á skáldskaparformið. Þetta er að mörgu leyti flókinn snúningur ef maður sökkvir sér niður í hann og varla að sjáist til botns. „Jájá, ég læt lesandann um að skilja þetta almennilega. Því auð- vitað kom þetta einhvers staðar frá. Þetta varnarskjal sem er svona þriðjungur bókarinnar. Einhvern veginn finnst mér það koma frá Stormi sjálfum. Hann talar auð- vitað mest þar og er að senda mér sem höfundi tóninn.“ Já, og ekki bara að hann tali heldur leggja ýmsar persónur orð í belg auk athugasemda höfundar. En, maður heyrir í Stormi í gegn- um aðrar raddir svo sem konu hans sem reyndar fæst við að skrifa ýmis bréf fyrir hans hönd. „Jújú, þetta er náttúrlega maður sem er mjög dómínerandi. Og ég þekki svona menn. Þeir hafa mikil áhrif á alla í kringum sig. Þeirra rödd verður svo yfirgnæfandi. Maður kemur inn í stofu þar sem einn slíkur hefur setið um hríð og dóserað og þá fattar maður að allir eru farnir að tala eins og hann.“ Formið sérstaklega fyrir Storm Já, það eru nokkur dæmi um slíkt í bókinni. „Já, þess vegna hentar þetta marg- radda form. Ég notaði þetta marg- radda form í fyrsta sinn þegar ég skrifaði Þórð kakala. En, ég fann þetta form vegna Storms. Eða, vegna þess söguefnis. Málið er að ég var búinn að hugsa þetta nokkuð lengi, að mig langaði til að skrifa um þessa týpu. Svona mann. Og hafði hann algerlega í huga. Og ég var í miklum vafa um það þá hvort ég ætti að hafa þá bók í fyrstu persónu, það er að láta hann tala allan tímann eða í þriðju persónu. Ef ég er með hann í fyrstu persónu verður þetta svo yfirþyrmandi. Menn munu þurfa að halda fyrir eyrun. Það er ekki hægt að hlusta endalaust á þessa rödd. Það verður að hvíla sig á henni. Hins vegar ef ég hefði þetta í þriðju per- sónu, það er að lýsa þessari persónu utan frá, þá hefði ég ekki hans rödd, hans sjónarmið, hans fordóma og hans sérkennilega húmor og sýn á annað fólk og alls konar hluti. Það var þá sem ég datt um þetta marg- radda form. Það er að skipta, hafa hann stundum og svo einhverjar aðrar raddir sem segja kannski frá sömu atburðum en frá öðru sjónar- horni.“ Danir sárir út í Storm Ég verð að fá að spyrja þig út í eitt atriði. Og enn slær saman veruleika og skáldskap. Þú varst tilnefndur fyrir Storm til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2005, þá fyrir Storm. Ég taldi víst að þú yrðir fyrir valinu. En það var samt eitt- hvað við það veðmál sem truflaði mig, einhver bakþanki. Ég var sem sagt búinn að láta mér detta í hug að það kynni að verða þér að fótakefli á þeirri leið að óneitanlega er sósjal- systemið í Danmörku haft að háði og spotti öðrum þræði í Stormi. Þó heldur hljóti það nú að teljast smá hugsun að láta það ráða afstöðu sinni til bókmenntaverks. Niður- staðan varð svo sú að Sjón hlaut verðlaunin og allt gott og blessað með það, með fullri virðingu og allt það en þú kemur aðeins inn á þetta í Passíusálmunum. „Danir virðast alveg hafa misst áhugann á að bjóða mér í upplestra eða á bókmenntahátíðir eftir að bókin „Storm“ kom út þar í landi, en samkvæmt því sem mátti lesa hjá sumum gagnrýnendum virðist ekki öllum falla í geð að Íslendingar væru að hlæja upp úr skáldsögum um samlanda sína sem nýttu sér til hins ýtrasta velferðarkerfi Dana.“ (bls. 201) Sko, er virkilega fótur fyrir þessu? „Það er sannleikskorn í þessu. Bæði náttúrlega kom út gagnrýni og bókin fékk svo sem ágætis viðtökur. En víða, ef það hafa komið út 15 til 20 ritdómar, þá var að minnsta kosti helmingur þeirra litaður af einhverj- um sárindum. Bókin var að koma út um svipað leyti og Íslendingar voru að eignast allt í Danmörku: Magasín du Nord og þóttust ætla að kaupa Tívolí.“ Já, Danir voru orðnir verulega pirraðir á Íslendingum á þessum tíma. „Já. Svo fór ég í upplestrarferð og þar stóð fólk upp og sagði: Finnst Íslendingum þetta fyndið? Það var nokkuð magnað. Reyndar, það fyrsta sem ég heyrði um þetta var rétt eftir að bókin kom út. Haustið 2003, þann vetur löngu áður en bókin hafði verið þýdd, þá er ég ein- hvers staðar niðrí bæ og þá svífur á mig einhver sem ég kannaðist við og vann í Ráðhúsinu. Hvort hann var í borgarstjórn, eða eitthvað. Og segir: Heyrðu, það var norrænn fundur, félagsmálastjórafundur frá norrænu höfuðborgunum, ein- hverjir félagsmálafrömuðir saman komnir. Og í dinnernum eftir ráð- stefnuna segir einhver Íslendingur: Heyrðu, ein alvinsælasta bókin sem kom út í fyrra fjallar um sósjalinn í Danmörku. Og mann sem vefur þar öllum um fingur sér. Og þá datt brosið af Dönunum og einn þeirra hvæsti: Okkur er vel kunnugt um það. Við höfum sett fólk í að gefa okkur skýrslu um þessa bók.“ Tillitslaus skíthæll Sko, nú vill maður ekki segja of mikið, því þetta er spennandi bók, en Stormur er sörvævor; alger land- eyða en útsjónarsamur? „Já, já, já. Til að byrja með upplifir hann sig svikinn og sniðgenginn. Svo er allri fjölskyldunni hreinlega sparkað úr landi Dana. Og í þeirri stöðu þarft þú að gera eitthvað algjörlega brillj- ant. Sem reyndar kostar hans nán- ustu fórnir. En hann situr eftir sem sigurvegari. Á þessum merkilega stað, í Gellerup-hverfinu sem hann hefur úthúðað alla tíð. Konungur í ríki sínu. Menn geta í aðra röndina sagt að þetta sé svindlari og að einhverju leyti tillitslaus skíthæll, en í aðra röndina brilljant maður. Einn vinur minn sagði að þetta væri svona svindlarasaga og einn yfirlesari sagði að þetta væri metasaga: Skáld- saga sem talar við sjálfa sig.“ En, þú ert þá búinn að skilja við Eyvind Storm? „Já, ég lít svo á. Hann er kominn í örugga höfn. Á 8. hæð í sinni blokk í Gellerup-hverfinu. Og varðandi titilinn, Passíusálmarnir, þetta er hans orðatiltæki um það sem hann vill helst ekki tala um: Ég nenni ekki að fara út í þá passíusálma. En, þá er bókin einmitt tilraun til að fara út í þá passíusálma sem hann vill helst breiða yfir. En, án þessara passíu- sálma sem hann vill ekki fara út í þá skilur maður ekki allt.“ Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða Einar Kárason hefur sent frá sér aðra bók um hinn eftirminnilega Storm, úr samnefndri bók frá 2003. Af því tilefni tók Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og aðdáandi Einars, skáldið tali. Einar Kárason rithöfundur segir að Danir virðist hafa misst áhugann á því að bjóða honum á bókmenntahátíðir eftir að Stormur leit dagsins ljós. FréTTablaðið/gva visir.is Á visir.is finnur þú lengri útgáfu af viðtalinu. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettabladid.is 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r48 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð menning 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 D -B 1 7 4 1 B 3 D -B 0 3 8 1 B 3 D -A E F C 1 B 3 D -A D C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.