Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 16
Þegar þjóðarleiðtogar féllust í
faðma eftir undirritun loftslags-
samnings Sameinuðu þjóðanna
í París í desember síðastliðnum,
var það kallað risaskref fram á við
til að takast á við stærstu áskorun
mannskyns – loftslagsbreytingar af
mannavöldum.
Donald Trump, nýkjörinn for-
seti Bandaríkjanna, hefur aftur á
móti lýst því yfir að vísindin að
baki loftslagsfræðunum séu þvætt-
ingur og að baki þeim séu Kínverjar
sem vilji koma höggi á Bandaríkin.
Hann sagði ítrekað í kosningabar-
áttu sinni að yrði hann kosinn for-
seti þá myndi hann kljúfa þjóð sína
frá samkomulaginu sem leiðtogar
196 ríkja undirrituðu og taka fyrir
alla fjármögnun loftslagstengdra
verkefna úr bandarískum sjóðum.
Eins vill hann gera allt sem í hans
valdi stendur til að auka framleiðslu
á olíu, gasi og kolum á leið sinni til
að tvöfalda hagvöxt í Bandaríkjun-
um. Það loforð endurtók hann síð-
ast í sigurræðu sinni í gærmorgun.
Kaldhæðnislegt
Í þessu ljósi er það kaldhæðnislegt
að loftslagsráðstefna Sameinuðu
þjóðanna (COP22) stendur yfir
þessa dagana í borginni Marrakesh
í Marokkó – sem er jafnframt fyrsta
aðildarríkjaþing Parísarsamnings-
ins. Eins að fyrir fimm dögum gekk
Parísarsamningurinn um aðgerðir
gegn loftslagsbreytingum í gildi á
heimsvísu, en í Marrakesh liggur
fyrir þinginu að útfæra nánar ýmis
ákvæði Parísarsamningsins; bók-
hald ríkja varðandi losun gróður-
húsalofttegunda og bindingu
kolefnis með skógrækt og öðrum
aðgerðum, aðlögun að breytingum
og fjármál.
Stórt er spurt
En getur Donald Trump látið verða
af hótunum sínum – sem jafnvel
fulltrúar kínverskra stjórnvalda
hafa gagnrýnt. Umhverfisráðherra
Frakklands, Ségolène Royal, sem
var mjög áberandi við gerð Par-
ísarsamningsins, sagði við blaða-
menn í Marrakesh í gær að Banda-
ríkin gætu ekki sagt sig einhliða frá
samningnum. Í samkomulaginu
kæmi skýrt fram að allar þjóðir
sem hefðu fullgilt hann væru
bundnar af honum næstu fjögur
árin.
Ekki eru allir jafn sannfærðir
um „fjögur ár stöðugleika“, eins
og Royal. Bent er á að þrátt fyrir
Parísarsamkomulagið geti Trump
unnið gegn markmiðum þess
innan frá; með því að ónýta verk
Baracks Obama, fráfarandi forseta,
sem miða að því að draga úr losun
í Bandaríkjunum. Hafa ber hugfast
að stór hluti af innanríkispólitík
Trumps, eins og hún birtist í kosn-
ingabaráttu hans, er einmitt að
endurlífga kolaiðnaðinn, og styrkja
aðrar uppsprettur jarðefnaelds-
neytis. Það eitt gengur þvert á anda
Parísarsamkomulagsins – og heit-
strengingar leiðtoga heims til að ná
markmiðum þess um að takmarka
hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Val-
kosturinn, eins og margoft hefur
komið fram í máli ráðamanna
jafnt sem vísindamanna, eru áður
óþekktar hamfarir sem munu ná til
allrar heimsbyggðarinnar – en bara
taka á sig ólíkar myndir.
40%
Bandaríkin og Kína bera samanlagt
ábyrgð á um 40 prósentum af losun
gróðurhúsalofttegunda í heiminum
– og bera höfuð og herðar yfir öll
önnur ríki hvað það varðar. Þess
vegna vakti það sérstaka athygli
þegar þessir fjandvinir komu
saman mánuði fyrir Parísarfundinn
og undirrituðu samkomulag um
að minnka útblástur sinn. Enginn
efast um áhrif þessa samkomulags
á framgang samningaviðræðnanna
sem fylgdu, og var sagt að ef Kína
og Bandaríkin gætu sameinast
um þessi markmið þá gætu aðrar
þjóðir heims gert það líka. Þá má
spyrja hvað þetta samband þýðir ef
Bandaríkin ætla ekki að virða Par-
ísarsamkomulagið. Getur það haft
áhrif á afstöðu Kínverja þar sem
löndin komu fram saman sem tví-
eyki, og hann hefði aldrei orðið að
veruleika án ríkjanna tveggja.
Án samnings í París hafði verið
látið að því liggja að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu misst af sínu síð-
asta tækifæri til að ná samkomu-
lagi milli allra, stórra sem smárra,
um aðgerðir gegn loftslagsbreyt-
ingum. Við tæki glundroði þar
sem enginn tæki ábyrgð á lausn
vandans, sem nær allir þó viður-
kenna og hræðast.
Parísarsamkomulagið var síðar
sagt marka endi olíualdarinnar. Í
dag virðist það mikilli óvissu háð.
Rétt eins og hvað það raunverulega
þýðir fyrir baráttuna gegn hlýnun
jarðar að valdamesti maður heims
viðurkennir ekki að breytingarnar
séu að eiga sér stað.
Endi olíualdarinnar frestað
Donald Trump, þekktasti efasemdamaður loftslagsvísinda, verður næsti forseti Bandaríkjanna. Slær skugga á Parísarsamninginn
sem var fullgiltur á heimsvísu á föstudag. Stefnumál Trumps eru ósamræmanleg loftslagsstefnu fráfarandi forseta.
Parísarsamkomulagið
í hnotskurn
l Um 190 ríki sendu sjálfviljug
inn markmið sín varðandi
losun fyrir Parísarfundinn sem
vísað er til í samkomulaginu.
Þau ná yfir um 90% af heims-
losun.
l Sett er markmið um að halda
hlýnun lofthjúpsins vel innan
við 2°C og jafnframt verður
reynt að halda hlýnuninni
innan við 1,5°C.
l Losun gróðurhúsalofttegunda
á heimsvísu skal ná hámarki
„eins fljótt og auðið er“ og
minnka síðan þannig að losun
gróðurhúsalofttegunda af
mannavöldum nái jafnvægi
við upptöku kolefnis úr and-
rúmsloftinu á síðari helmingi
aldarinnar.
l Fara skal yfir stöðu mála á 5
ára fresti og í kjölfar þess skulu
ríki senda inn endurnýjuð
landsmarkmið; ný markmið
eiga að vera eins metnaðarfull
og alla jafna metnaðarfyllri en
fyrri markmið í ljósi leiðsagnar
vísindanna.
l Lofað er að fjármögnun lofts-
lagsmála til þróunarríkja nái
100 milljörðum dollara árið
2020.
l Settar eru fram kröfur um bók-
hald yfir nettólosun ríkja.
l Í Parísarsamkomulaginu er
gerð krafa um bókhald fyrir öll
ríki, þótt kröfur til þróunarríkja
séu vægari.
l Viðurkennt er að bregðast
þurfi við skaða sem fátæk ríki
verða fyrir vegna neikvæðra
áhrifa loftslagsbreytinga, bæði
við að draga úr líkum á skaða
og bregðast við tjóni sem
verður.
Skilaboðin frá stuðningsmönnum Trumps hafa alltaf legið fyrir og eru skýr. NordicPhoToS/AFP
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Stjórnmál Barack Obama og fjöl-
skylda munu yfirgefa Hvíta húsið
í byrjun næsta árs og flytja inn í
Kalorama-hverfið í Washington.
Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu
heimili Obama-fjölskyldunnar
býr Geir H. Haarde, sendiherra
Íslands í Bandaríkjunum.
Undirbúningur að flutningi
Obama fjölskyldunnar er í fullum
gangi og hafa íbúar Kalorama-
hverfisins verið boðaðir á fund
með bandarísku leyniþjónustunni
en hún mun gæta öryggis hans og
fjölskyldu hans eftir
að hann lætur af
embætti.
Geir H. Haarde
og kona hans Inga
Jóna Þórðardóttir
h a f a , e n n s e m
komið er, ekki
v e r i ð b o ð u ð
á fund leyni-
þjónustunnar.
Erlingur Erlingsson, sendiráðu-
nautur íslenska sendiráðsins í
Washington, segist litlar fregnir
hafa fengið af flutningi Obama-
fjölskyldunnar. „Eina sem liggur
fyrir er að allt eftirlit mun aukast
í hverfinu sem verður aðeins til
þess að auka öryggi íbúanna,“
segir Erlingur.
Kalorama-hverfið í Washington
er eitt dýrasta hverfi borgarinnar
en þar er að finna heimili margra
sendiherra. Í næsta húsi við Geir
og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður
Sýrlands. Húsnæðið hefur hins
vegar staðið autt í nokkur ár vegna
þess að ekki er lengur stjórnmála-
samband milli Sýrlands og Banda-
ríkjanna.
Framtíðarleigusali forsetafjöl-
skyldunnar er Joe Lockhart, en
hann starfaði sem upplýsinga-
fulltrúi Hvíta hússins í forseta-
tíð Bills Clinton. Húsið sem
er um 760 fermetrar var byggt
árið 1928 og er útbúið átta bað-
herbergjum og níu
svefnherbergj-
um.
Íslenski sendi-
ráðsbústaður-
inn er örlítið
m i n n i e n
f r a m t í ð a r -
heimili Obama-fjölskyldunnar en
Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir
Obama og Michelle að sundlaug
fylgir sendiráðsbústaðnum.
Barack Obama verður sjötti for-
seti Bandaríkjanna til þess að búa
í hverfinu en hann hyggst búa þar
ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha,
yngri dóttir hans, lýkur gagnfræða-
skóla. thorgeirh@frettabladid.is
Styttist í að Geir Haarde og Obama
verði nágrannar í Washington DC
Barack Obama og fjölskylda hans munu flytja inn í þar næsta hús við sendiráðsbústað Íslands þegar kjörtímabili hans lýkur í janúar.
Be
lm
on
t r
d N
W
Be
lm
on
t r
d N
W
Ka
lor
am
a r
d N
W
Ka
lor
am
a rd N
W
✿ Stutt á milli
Geir h. haardeBarack obama
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r16 F r é t t I r ∙ F r é t t A b l A ð I ð
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
D
-C
F
1
4
1
B
3
D
-C
D
D
8
1
B
3
D
-C
C
9
C
1
B
3
D
-C
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K