Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 36
„Mér finnst mjög gaman að taka karaktera úr japönskum teiknimyndum, það er svo gríðarlega flókið að vinna með þá.“
Sandra Zak tekur þátt í sýningu Tækniskólans á Unglist í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Mynd/anTon BRink
„Mér finnst mjög gaman að skoða
búninga úr teiknimyndum og bíó-
myndum. Finna út hvernig fötin
gætu litið út í alvöru og búa þau
svo til,“ segir Sandra Zak, nem-
andi í fataiðn í Tækniskólanum en
hún tekur þátt í sýningu nemenda
sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavík-
ur um helgina. Sýningin er hluti af
Unglist – listahátíð ungs fólks.
„Ég vel mér bara karakter og
velti svo fyrir mér hvernig ég
myndi sníða fötin, úr hvers konar
efni þau gætu verið og hvernig
ég myndi sauma þau. Stundum lít
ég á þessi snið og hugsa, er þetta
mögulegt? Er þyngdarafl í þess-
um heimi til dæmis? Ég geri mikið
af þessu og hef haft áhuga á bún-
ingahönnun frá því ég var krakki.
Ég hef meðal annars tekið þátt í
alls konar búningasamkeppnum
hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“
segir Sara en hún stefnir á nám
í búningahönnun eftir að Tækni-
skólanum lýkur. „Ég hef augastað
á einum skóla í London sem er með
búningabraut.“
Áttu þér einhverja uppáhalds-
karaktera? „Mér finnst mjög
gaman að taka karaktera úr jap-
önskum teiknimyndum, það er svo
gríðarlega flókið að vinna með þá.
Það reynir á mig og það finnst
mér gaman. Margir karakterar úr
Sonic Universe eru í uppáhaldi og
svo eru marga spennandi að finna
í tölvuleikjum,“ segir Sara, en um
helgina ætlar hún að sýna úrval
búninga sem hún hefur saumað.
„Við megum sýna skólaverk-
efni en líka það sem maður hefur
verið að hanna og sauma heima.
Uppsetningin er ekki alveg komin
á hreint en ég gæti haft myndir af
karakterunum með. Það er frekar
góð þátttaka á sýningunni, marg-
ir af fataiðn sýna föt og háriðn
tekur þátt. Við verðum á staðnum
með okkar verk,“ segir Sara og er
ánægð með Tækniskólann.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt
nám, erfitt og tekur sinn tíma en
alveg þess virði.“
Hvernig er þinn persónulegi
stíll? „Ég klæði mig oft upp en
hversdags í skólanum er ég í pönk-
stíl, litað hár, tattú og göt í vörun-
um. Ég hlusta samt ekki á pönk-
tónlist. Mér finnst þægilegast að
versla við H&M þegar ég fer til
útlanda og í New Yorker og svo
er Zara ein af mínum uppáhalds-
búðum. Top Shop er líka með flott
föt og svo vildi ég óska að ég hefði
efni á að versla í Karen Millen,“
segir Sandra.
Tískusýningin hefst í Ráðhúsinu
klukkan 20. En dagskrá Unglistar
er að finna á www.hitthusid.is.
Á Facebook-síðunni Sandra tails
cosplay er hægt að skoða búninga-
pælingar Söndru.
vinnur föt upp úr
teiknimyndum
Sandra Zak stundar nám í fataiðn í Tækniskólanum. Hún tekur þátt í
tískusýningu nemenda fataiðndeildar skólans á Unglist, listahátíð ungs
fólks, ásamt nemendum í hársnyrtiiðn, sem fram fer í Ráðhúsi
Reykjavíkur um helgina. Búningahönnun er hennar áhugamál.
Laugavegi 80 teL: 561 1330 www.sigurboginn.is
Red is the
first color
Shiseido kynning
í Sigurboganum
fimmtudag, föstudag
og laugardag
Kynnum nýja varalitalínu
Rouge Rouge ásamt nýju
Bio-Performance LiftDynamic
línunni frá Shiseido.
20% AFSLÁTTUR
Falleg gjöf fylgir með kaupum
á tveimur Shiseido vörum.
Lógó með adressulínu
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt)
Ég vel mér bara
karakter og velti
svo fyrir mér hvernig ég
myndi sníða fötin, úr
hvers konar efni þau gætu
verið og hvernig ég myndi
sauma þau. Stundum lít
ég á þessi snið og hugsa,
er þetta mögulegt? Er
þyngdarafl í þessum
heimi til dæmis?
Sandra Zak
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
MIÐVIKUDAGA KL. 19:50
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ T í s k A
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
D
-D
8
F
4
1
B
3
D
-D
7
B
8
1
B
3
D
-D
6
7
C
1
B
3
D
-D
5
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K