Fréttablaðið - 10.11.2016, Blaðsíða 48
Á síðastliðnum árum hafa svo-kallaðir hópfjármögnunar-vettvangar rutt sér til rúms,
hér á landi sem og erlendis, við
góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa
mörg fyrirtæki, og jafnvel einstakl-
ingar, náð að stíga sín fyrstu skref
í framleiðslu eða listrænni sköpun
fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og
virðist ekkert lát vera á.
Þegar kemur að næstu skrefum
í þroskaferli fyrirtækja vandast
oft málin og verða mörg þeirra
hálfgerðir unglingar – of stór fyrir
styrki og hefðbundna hópfjár-
mögnun en of lítil og óþroskuð fyrir
skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á
sama tíma eru vísbendingar um að
almenningur sé meira en tilbúinn
til þess að koma að fjármögnun
spennandi verkefna hjá traustum
aðilum. Það vakna því eðlilega upp
spurningar um það hvers konar
hópfjármögnunarvettvangur gæti
hentað þörfum slíkra fyrirtækja.
Nýsköpunarfyrirtæki búa oft
ekki að mörgu öðru en góðum
hugmyndum og öflugri framtíðar-
sýn sem getur tekið langan tíma
að hrinda í framkvæmd. Af þeirri
ástæðu getur lánsfjármögnun
reynst erfið. Á sama tíma kalla
aukin umsvif á hærri fjárhæðir og
því getur verið æskilegt að búa um
hnútana með slíkum hætti að fyrir-
tækjum beri ekki skylda til þess að
greiða þátttakendum til baka nema
þegar, og ef, vel gengur. Almennir
fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu,
sem dæmi, gerst meðeigendur og
fengið greiddan arð í samræmi við
hlutdeild sína.
Ef bjóða á almenningi að taka
þátt í slíkri fjármögnun þarf að
vanda sérstaklega vel til verka og
veita skýrar upplýsingar um við-
komandi fyrirtæki, framtíðarsýn,
áhættur og áætlanir.
Þátttaka í hópfjármögnun getur
krafist þolinmæði. Fjárhagslegar
aðstæður fólks geta aftur á móti
breyst nokkuð skyndilega og í ljósi
þess að oft getur verið um töluvert
háar fjárhæðir að ræða fyrir ein-
stakling er afar æskilegt að þátttak-
endur geti með einhverjum hætti
innleyst verðmæti eignar sinnar
þegar þeim hentar.
Eðlileg krafa
Fyrri þátttakendur þurfa því að geta
selt hlutdeild sína í verkefninu og
nýir komið inn. Til þess að liðka
fyrir slíkum viðskiptum væri eðli-
legt að gera þá kröfu til fyrirtækj-
anna að upplýsa þátttakendur og
aðra áhugasama um starfsemi sína,
framgang mála, merkilega áfanga
og aðra atburði þegar fram líða
stundir. Það þyrfti auk þess að vera
tryggt að allir sætu við sama borð
og að þeir sem byggju yfir meiri
upplýsingum en aðrir mættu ekki
notfæra sér þær með því að kaupa,
eða selja, á grundvelli slíkra upp-
lýsinga.
Þrátt fyrir greiðan aðgang að
upplýsingum um fyrirtæki getur
reynst flókið að leggja mat á eignar-
hlut í því. Upplýsingar um viðskipti
annarra geta varpað ákveðnu ljósi á
framboð og eftirspurn eftir slíkum
hlut. Því er æskilegt að aðgangur
að upplýsingum um verð, magn og
tímasetningu viðskipta sé tryggður
og að stuðlað sé að auknum áreið-
anleika slíkra upplýsinga með
skýrum leikreglum.
Með öflugum „eftirmarkaði“
verða einstaklingar viljugri til þess
að taka þátt í frekari hópfjármögn-
unum, vitandi að þeir hafa tök á
því að selja hlut sinn í verkefninu
ef aðstæður breytast, sem liðkar
fyrir enn frekari notkun fyrirtækja
á þessari leið.
Þetta fyrirkomulag er reyndar til
í dag, í formi hlutabréfamarkaða.
Má þar sérstaklega nefna First
North markað Nasdaq á Íslandi
(„Kauphallarinnar“), sem er m.a.
hugsaður fyrir smærri fyrirtæki.
Það á til að gleymast að kauphallir
eru hið upprunalega form hópfjár-
mögnunar og að það regluverk og
skipulag sem ríkir á slíkum mörk-
uðum er fyrst og fremst hannað
með fjárfestavernd og skilvirkni að
leiðarljósi, byggt á margra áratuga
reynslu. Því miður hafa hlutabréfa-
markaðir ekki mikið verið notaðir í
þessum tilgangi á Íslandi að undan-
förnu, en að sama skapi má benda á
að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa
látið á þessa leið reyna á síðastliðn-
um árum. Almennur áhugi fólks á
þátttöku í hópfjármögnun vegna
spennandi verkefna gefur tilefni til
ákveðinnar bjartsýni.
Umgjörðin er til staðar og nýlega
voru gerðar breytingar á reglu-
gerð um undanþágur frá gerð
lýsinga sem ættu að draga talsvert
úr kostnaði smærri fyrirtækja sem
hyggjast fara þessa leið. Það verður
því spennandi að fylgjast með fram-
haldinu.
Gleymdi hópfjármögnunarvettvangurinn
Baldur
Thorlacius
Nasdaq Iceland
Til þess að liðka fyrir slíkum
viðskiptum væri eðlilegt
að gera þá kröfu til fyrir-
tækjanna að upplýsa þátt-
takendur og aðra áhugasama
um starfsemi þess, framgang
mála, merkilega áfanga og
aðra atburði þegar fram líða
stundir.
Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna
hraðast á undanförnum árum og
fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni
halda áfram. Þessi öra þróun skýrist
af því að gerðar eru síauknar kröfur
um að meðhöndlun úrgangs sé
hagfelld umhverfinu. Þá má þakka
þetta breyttu hugarfari almennings
til úrgangsmála og ekki síst auknu
verðmæti sem felst í þeim úrgangi
sem safnað er, en hann var áður
talinn verðlaus eða verðlítill.
Skýrsla norrænna
samkeppniseftirlita
Efnahagslegt mikilvægi markaðar
fyrir meðhöndlun úrgangs og sú
staðreynd að opnað hefur verið
fyrir samkeppni á fleiri sviðum
markaðarins hefur beint sjónum
samkeppnisyfirvalda að honum
í auknum mæli. Í febrúar á þessu
ári kom út sameiginleg skýrsla á
vegum norrænu samkeppniseftirlit-
anna, Samkeppni við meðhöndlun
úrgangs – undirbúningur fyrir hag-
kerfi hringrásarinnar, sem nálgast
má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Það er mat norrænu eftirlitanna að
samkeppni muni leika grundvallar-
hlutverk þegar kemur að hagkerfi
hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd
felst að ekki er lengur litið á úrgang
sem einungis vandamál, heldur
verðmæta auðlind sem beri að nýta.
Markmið hagkerfis hringrásarinnar
er að færa okkur frá línulegu hagkerfi
þar sem hráefnis er aflað, það notað
í framleiðslu og fargað að lokum, til
hagkerfis þar sem vörur og hráefni
eru endurnýtt eða endurunnin til að
skapa nýjar vörur og verðmæti.
Niðurstöður skýrslunnar
Meginniðurstaða skýrslunnar er að
talsvert svigrúm sé fyrir aukna sam-
keppni við meðhöndlun úrgangs á
Norðurlöndunum. Virk samkeppni
á mörkuðunum getur leitt til nýrra
og skapandi lausna sem geta dregið
úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni
og aukið skilvirkni meðhöndlunar
úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjan-
leiki sem hlýst af samkeppni er um
leið forsenda þess að markmið í
umhverfismálum náist.
Í skýrslunni er að finna sex til-
mæli um tilteknar úrbætur sem
ætlað er að draga úr samkeppnis-
hindrunum og skapa hagkvæmari
markaði fyrir meðhöndlun úrgangs.
Í fyrsta lagi er lagt til að notkun
markaðslausna verði aukin. Í öðru
lagi er lagt til að hlutverk aðila á
markaðnum verði skýrð og samtal
á milli hagsmunaaðila verði aukið.
Meðal annars er lagt til að hlutverk
opinberra aðila, annars vegar sem
þjónustuveitenda og hins vegar sem
stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð.
Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð
um jafnræði á milli keppinauta
verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að
opinberum útboðum verði beitt í
auknum mæli og á skilvirkan máta.
Í fimmta lagi er lagt til að tölfræði-
leg gagnaöflun um meðhöndlun
úrgangs verði samræmd enn frekar
og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að
leitað verði leiða til að bæta virkni
svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.
Aukin samkeppni skilar árangri
Reynslan hefur sýnt að samkeppni
við meðhöndlun úrgangs er mikil-
væg. Virk samkeppni er til þess fall-
in að auka hagkvæmni og stuðla að
nýsköpun og framþróun markaða.
Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki
átt frumkvæði að flokkun úrgangs
til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir
sýnt að þegar útboðum er beitt á
hagkvæman hátt getur sparnaður
í kostnaði, miðað við eldra kerfi,
numið frá 10-47%.
Samkeppniseftirlitið hvetur
sveitarfélög til þess að beina sjónum
að því að hvernig frumkvöðlastarf
einkaaðila getur hjálpað þeim að
rækja skyldur sínar í þessum mála-
flokki og hvernig skipulegri útboð,
þar sem hugað er að því að gefa
minni aðilum svigrúm, getur nýst
til hins sama. Mikilvægt er að skil-
málar útboða haldi opnum mögu-
leikanum á lausnum sem ekki hefur
verið beitt áður.
Erum við að sóa úrgangi? –
Samkeppni við meðhöndlun úrgangs
Magnús Þór
Kristjánsson
sérfræðingur hjá
Samkeppnis
eftirlitinu
Reynslan hefur sýnt að sam-
keppni við meðhöndlun úr-
gangs er mikilvæg. Virk sam-
keppni er til þess fallin að
auka hagkvæmni og stuðla
að nýsköpun og framþróun
markaða.
Umræðan um aukið álag á slysadeild og lækna á heilsu-gæslustöðvum er þörf og í
því samhengi er gott að vita að hægt
er að leita beint til sjúkraþjálfara.
Sjúkraþjálfarar eru þeir sem
koma að endurhæfingu eftir slys,
áverka eða veikindi. Sjúkraþjálfari
er sá sem léttir á verkjum, liðkar og
kennir æfingar til að styrkja svæði,
kennir rétta líkamsbeitingu við
vinnu og kemur fólki af stað aftur.
Sjúkraþjálfari leiðbeinir, útskýrir
og er sá aðili sem kemur mest að
endurhæfingu. Beint aðgengi er nú
að sjúkraþjálfurum og þarf ekki að
leita til læknis áður en farið er til
sjúkraþjálfara.
Í góðum samskiptum við lækna
Sjúkraþjálfarar eru hins vegar í
góðum samskiptum við lækna og
vísa til þeirra þeim málum sem ekki
lagast hratt. Þessu beina aðgengi
er gott að vita af, þegar upp koma
verkir eða minniháttar slys og togn-
anir. Sjúkraþjálfari getur metið
áverkann, lagt mat á stöðuna, gefið
ráðleggingar, búið um tognanir,
minnkað bólgur, dregið úr verkjum,
og það sem er mikilvægast, ráðlagt
um næstu skref og hvernig viðkom-
andi getur hagað sér til að flýta fyrir
bata og bæta líðan. Sjúkraþjálfarar
senda ekki í rannsóknir, og skrifa
ekki upp á lyf.
Á Íslandi eru yfir 400 starfandi
sjúkraþjálfarar sem koma að endur-
hæfingu. Það er góð viðbót við þá 10
endurhæfingarlækna sem eru starf-
andi, enda vinna þessir aðilar vel og
náið saman. Hvort heldur á endur-
hæfingarstöðvum eins og Reykja-
lundi, Grensás og Heilsustofnun
NLFÍ eða á öllum þeim einkareknu
sjúkraþjálfunarstöðvum sem eru
starfandi. Saman vinna þessir
aðilar frábært starf, og koma ein-
staklingum til baka til vinnu, í frí-
stundir, í gönguferðir, í íþróttir og
að njóta þess sem er í boði í lífinu,
án verkja. Það þarf ekki alltaf lyf til
þess, heldur utanumhald og færni
sjúkraþjálfarans og mikla samvinnu.
Sjúkraþjálfun – Beint aðgengi
Beint aðgengi er nú að
sjúkraþjálfurum og þarf ekki
að leita til læknis áður en
farið er til sjúkraþjálfara.
Sveinn
Sveinsson
sjúkraþjálfari
Jóladagatöl
í miklu úrvali
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r36 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
3
D
-F
1
A
4
1
B
3
D
-F
0
6
8
1
B
3
D
-E
F
2
C
1
B
3
D
-E
D
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K