Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Ráðgjöf og þjálfun nolta.is mann var það há fyrir að hér koma ferðamenn örugglega við sögu. Skyrsala innanlands hefur aukist um átta milljónir dósa á ári síðan 2009,“ segir Ari. Þá hefur sala á smjöri aukist um 70% frá 2008 og sala á rjóma aukist um 30%. „Mikið af þessari aukningu er sala til hótela og veitingastaða, en MS selur þessum aðilum vörur fyrir um sex milljarða króna í ár. Einnig er aukin sala á mygluost- um og ýmsum sérostum tengd ferðamönnum,“ segir Ari. Meira framleitt af mjólk Mjólkurframleiðsla hefur auk- ist í takt við aukna sölu á síðustu árum. Árið 2013 og síðustu sex ár á undan var hún á bilinu 120-125 milljónir lítra á ári en árið 2014 fór hún upp í 133,5 milljónir lítra og var 146 milljónir lítrar í fyrra. Gert er ráð fyrir að mjólkur- framleiðslan verði um 150 millj- ónir lítra í ár. MS hefur beint ákveðinni markaðssetningu að ferðamönn- um, t.d. verið með auglýs- ingaskildi í búðum á sex tungu- málum auk þess að auglýsa í flugvélum og í Leifsstöð. Enn fremur hafa verið sérstakar vöru- kynningar á skyri sem beint hefur verið sérstaklega að erlendum ferðamönnum þar sem best er að nálgast þá með beinum hætti. Jafnframt hefur verið auglýst í miðlum fyrir ferðamenn til að vekja athygli þeirra á íslensku skyri. „Það er enginn vafi á því að íslensk matvæli eru hluti af upp- lifun ferðamanna og því sem þeir sækja til landsins, fyrir utan beina þátttöku sveitanna í ferðaþjónustu og þau áhrif sem landbúnaður og önnur matvælaframleiðsla hefur á menningarlegt yfirbragð lands- ins,“ segir Ari. Hann er á því að íslenskur matur verði stærri hluti af aðdráttarafli landsins þegar fram í sækir. Íslenskt grænmeti út Eftirspurn eftir garðyrkju- afurðum hefur aukist á síðustu ár- um, að sögn Katrínar Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. „Framleiðslan hefur aukist nokk- uð, bæði til að svara innlendri eft- irspurn og erlendum gestum sem hingað koma, en ferðafólk er afar jákvætt í garð íslenskrar rækt- unar. Þá er vaxandi eftirspurn eft- ir íslenskum garðyrkjuafurðum á markað erlendis og verið er að skoða nokkur verkefni sem því tengjast,“ segir Katrín María. „Fyrir utan að framleiða meira magn fyrir Íslendinga og ferðafólk er horft til útflutnings og úr- vinnslu afurða, sem þegar er nokkur hérlendis. Áfram er unnið að því að rækta fleiri tegundir og að hver og ein tegund sé á boð- stólum lengri tíma úr árinu. “ Fjölga eggjunum í körfunni Fjölmargir viðmælendur, sem allir tengjast landbúnaði, mat- vælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einhvern hátt, eru allir sammála um að aukinn ferðamannastraum- ur veiti íslenskum landbúnaði og dreifðum byggðum ómæld tæki- færi. Fjölgun ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á búvöruframleiðslu heldur hafi hún hjálpað bændum við að fjölga eggjunum í körfunni; fyrir utan að bjóða upp á gistingar og veitingar séu þeir farnir að bjóða upp á alls konar afþreyingu og opna heimili sín og útihús til að ferðamenn geti fylgst með því hvernig íslenskur búskapur fer fram. Ferðamaðurinn hefur gefið bændum tækifæri á annarri tekju- öflun samfara hefðbundnum bú- skap. „Öll þróun sem hefur átt sér stað í matargerð styður við ferða- þjónustuna og er ákveðin af- þreying einnig,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sam- taka ferðaþjónustunnar (SAF). „Ég held að það sé verið að gera ágætis hluti til að vekja athygli á matvælaframleiðslunni en ég tel að við mættum vera óhræddari við að draga fram sérkenni okkar, þennan hefðbundna íslenska mat sem flestir ólust upp við og þá á ég ekki við þorramatinn sem slík- an. Þegar við förum til útlanda viljum við upplifa þarlenda menn- ingu og það sama á við um er- lenda ferðamenn sem koma hing- að; ég held að þar liggi frekari sóknarfæri,“ segir Skapti Örn. Eitt af forgangsmálum ferðaþjón- ustunnar í dag er að dreifa ferða- mönnunum betur um landið allan ársins hring. „Það styður ferða- þjónustu á vettvangi bænda og styður beint við veitingastaðina sem t.d. selja mat úr heima- byggð,“ segir Skapti Örn. Getum enn sótt fram Sindri Sigurgeirsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, segir tækifærin sem ferðamennirnir veiti landbúnaðinum mörg. Fleiri munnar sem þurfi að metta komi búvöruframleiðslu til góða. „Ferðamannastraumurinn veitir okkur þau tækifæri að við getum mögulega selt og framleitt meira af landbúnaðarvörum þótt ekki séu uppi nein áform um að auka búvöruframleiðslu verulega. Það koma tímabil þegar bændur eru að framleiða umfram innan- landsþarfir, eins og í lambakjöti og í mjólk núna þótt ekki sé langt síðan varla náðist að anna eft- irspurn í mjólkinni. Við gætum selt þó nokkuð meira af lamba- kjöti hér heima og þá er verið að fara í verkefni til að auka nauta- kjötsframleiðsluna. Það er alltaf dálítið flutt inn af nauta-, svína- og alifuglakjöti og þar af leiðandi gætum við framleitt meira af þeim vörum. Við getum enn sótt fram til að uppfylla heimamarkað en við ættum að hafa það sem keppikefli að framleiða meira af matvælum hér og flytja minna inn,“ segir Sindri. Heildarfjöldi ferðamanna á Íslandi 2000 til 2016 Fjöldi ferðamanna 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16* 1.800.000 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 Heimild: Ferðamálastofa*Áætlaðar tölur -2 ,3 % -6 ,1% 15 ,1% 12 ,6% 3,8 % 12 ,9 % 14 ,9 % 3,5 % -1, 6% -1, 1% 15 ,7% 18 ,9 % 2 0% 2 3,6 % 29 ,2 % 31 ,9 % Kjötsala innanlands 2015 – innlent og innflutt kjöt í þúsundum tonna Heimild: Matvælastofnun Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Lambakjöt Hrossakjöt 8.201.005 3.609.965 6.363.515 6.461.610 534.372 1.502.168 1.414.036 964.152 0 0 9.703.172 5.024.001 7.327.667 6.461.610 534.372 Innlent: Innlent: Innlent: Innlent: Innlent: Innflutt: Innflutt: Innflutt: Innflutt: Innflutt: Samtals: Samtals: Samtals: Samtals: Samtals: Magn innanlandskjöts 25.170.467 Magn innflutnings 3.946.023 Samtals: 29.116.490 Skyrsala MS innanlands – seldar 170 gr. dósir H ei m ild :M jó lk ur sa m sa la n 20.000.000 17.500.000 15.000.000 12.500.000 10.000.000 7.500.000 5.000.000 2.500.000 0 1993 20051997 20092001 20131995 20071999 20112003 2015 2016 Morgunblaðið/Ómar Á ferðalagi Erlendir ferðamenn borða um 22 tonn af innlendri matvöru á dag. Þeir verða um 1,7 milljónir í ár. Tækifæri í landbúnaði 1,2 milljarðar ferðamanna í heiminum. 610 milljónir ferðamanna í Evrópu. 78 milljónir ferðamanna í Norður-Evrópu. 1,3 milljónir ferðamanna komu til Íslands árið 2015. 1,7% af þeim sem ferðuðust í Norður-Evrópu komu til Íslands. 0,2% af þeim sem ferðuðust í Evrópu komu til Íslands. 0,1% af þeim sem ferðuðust í heiminum komu til Íslands. 1,7 milljónir ferðamanna koma til Íslands árið 2016 samkvæmt spám. Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar ÁRIÐ 2015 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.