Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 urður varla muna eftir svona veðri í sinni búskapartíð. Hann segir að það hafi fram að þessu verið heldur heitt til þess að reykja, best sé að hafa svo- lítið kalt og þurrt veður meðan verið sé í reykhúsvinnunni. Mikil rign- ingartíð er ekki góð því þá myndast of mikill raki, sem hefur áhrif á reyk- inguna. Þá eru stórhríðar heldur ekki góð- ar, en Sigurður vonar að veðrið verði áfram gott því til stendur að setja kjötlærin í pækil og þar þurfa þau að vera í um það bil 14 daga. Að því loknu eru þau hengd upp í reykhúsið og þá er kveikt upp. Það tekur um það bil tvær vikur að reykja stór hangilæri en ef tíðin er blaut segist Sigurður bíða aðeins, kyndir þá daga ekki alveg eins mikið, og það lengir þá tímann sem tekur að reykja. Bjúg- un eru hins vegar fljótreykt, því það tekur að sögn Sigurðar einungis fjóra daga að reykja þau. Þetta er vinsæll matur og selur heimavinnslan í Skarðaborg töluvert magn af bjúgum til fastra áskrifenda. Það reykja ekki allir eins Nokkrir bændur í Þingeyjar- sýslum eru þegar farnir að reykja og á hverjum bæ hafa bændur sína eigin aðferð í reykhúsinu. Oft eru það gamlar og góðar venjur sem stuðst er við, en áður fyrr reyktu bændur kjöt- ið töluvert lengur en nú á dögum og reykbragðið var sterkara. Nokkuð er misjafnt hvað er sett á eldinn, en Sig- urður í Skarðaborg notar einungis tað, sem hann segir að gefist mjög vel. Sumir slá lyng og bæta á eldinn með taðinu og enn aðrir nota gulvíði og fleiri víðitegundir til þess að fá bragðið. Reykhúsvinnan er mjög ólík eftir því hver á í hlut. Sumir segja að engir tveir reyki alveg eins og bragð- ið af hangilærunum sé eins misjafnt og reykhúsin eru mörg. Haustlyktin finnst milli bæja Það er í mörgu að snúast hjá Sig- urði og Helgu á þessum haustdögum, en auk þess að vinna reykmeti full- vinna þau ærkjöt og selja einnig lambakjöt. Í góðu veðri berst reyk- ingarlyktin á milli bæja og það er sú haustlykt sem margir þekkja í sveit- unum. Sigurður segist alltaf vera í sér- stökum galla í reykhúsinu til þess að bera lyktina ekki inn í íbúðarhúsið. Hann lærði snemma að reykja og finnst reykhúsvinnan skemmtilegur hluti af haustinu. Reykhúsvinnan hluti af haustinu  Ábúendur á Skarðaborg í Reykja- hverfi byrjaðir að reykja hangikjötið  Vottuð heimavinnsla  Skarðabjúg- un vinsæl og margir fá þau í áskrift Morgunblaðið/Atli Vigfússon Reyking Sigurður Ágúst á Skarðabakka býr sig undir að reykja kjötið. Skarðaborg er nýbýli sem var byggt árið 1949 út úr landnáms- jörðinni Skörðum í Reykjahverfi. Í Skörðum bjó Ófeigur Járn- gerðarson og er hann talinn heygður í Ófeigshóli, sem er í heimatúninu á bænum. Langafi Ófeigs var Höskuldur landnáms- maður og er talið að hann hafi búið í Skörðum. Í Skarðaborg var blandað bú í fyrstu en bændur þar, þau Helga og Sig- urður, ásamt sonum sínum og þeirra fjölskyldum, einbeita sér nú að sauðfjárrækt og áttu 2.200 fjár á fjalli í sumar. Á slóðum Höskuldar VIÐ LANDNÁMSJÖRÐ VIÐTAL Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Ég er kominn með taðið í reykhúsið en ég á eftir að laga til í því áður en ég byrja að reykja. Ég reyki í tveim- ur járnbölum sem ég raða taðinu í og ég kveiki upp tvisvar á dag. Þetta er töluverð yfirlega en það er gaman að reykja í góðri tíð.“ Þetta segir Sig- urður Ágúst Þórarinsson, bóndi í Skarðaborg í Reykjahverfi í S-Þing- eyjarsýslu, en í vikunni var hann að búa sig undir að reykja hangikjötið. Hann og kona hans, Helga Guðrún Helgadóttir, eru með vottaða heima- vinnslu og því eru það mörg læri sem eru hengd upp á haustin, auk þess sem hann reykir bjúgu sem þau búa til sem hafa stundum verið nefnd Skarðabjúgu. Þegar mikið er reykt er þörf fyrir mikið tað, en Sigurður og fjölskylda hans verka tað sem nægir ágætlega. Þau hafa kindur á taði í gömlu fjárhúsunum á bænum og stinga út tvisvar á ári; í febrúar og júní. Taðið þurrka þau svo á grindum úti en það fer svolítið eftir tíðarfari hvernig það heppnast. Í ár er taðið gott og Sigurður er kominn með marga fulla poka í reykhúsið. Reykmetið er vinsæll matur Undanfarið hefur verið mjög góð tíð í Þingeyjarsýslum og segist Sig- Við vorum að taka upp nýjar vinyl gólf- og diskamottur. Nýjar stærðir og ný mynstur og því mikið úrval af þessum vinsælu mottum. Vinyl er náttúrulegt efni, motturnar leggjast vel að gólfi og auðvelt að þrífa þær. Upplagðar í eldhúsið, baðherbergið, forstofuna, sumarbústaðinn og skrifstofuna. LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.