Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 4

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 flokka á ýmis málefni“ og er niður- staðan sú að þau eru „bæði kunnugri afstöðu hvort annars“. Næstir á fund Bjarna voru full- trúar Pírata með Birgittu Jóns- dóttur, þingmann flokksins, í for- svari. Eftir fundinn sagði hún stöðu Bjarna til að mynda ríkisstjórn vera „mjög þrönga“ og sagðist hún enn- fremur halda að hann væri einangr- aður. Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar gengu saman á fund Bjarna í ráðherrabústaðnum, en þeir höfðu áður boðað samstarf komi til stjórnarmyndunarviðræðna. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði fundinn hafa verið „gagnlegan“ en einnig að hann hefði leitt í ljós að meira bæri í milli í mál- efnum Viðreisnar og Sjálfstæðis- flokksins en Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Það eru mismunandi áherslur og það endurspeglaðist núna,“ sagði Benedikt. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði samtalið við Bjarna hafa verið ágætt og til þess fallið að útskýra afstöðu og áherslur flokk- anna þriggja. Logi Már Einarsson, nýr formað- ur Samfylkingarinnar, hitti Bjarna síðastur manna. Hann sagði flokk sinn ekki vera á leið í ríkisstjórn. Kristján H. Johannessen Skúli Halldórsson „Við finnum að sums staðar eru góðir samstarfsfletir, en annars staðar er lengra í milli. Þessi dagur var ágæt- ur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna og mér fannst vera mikið gagn að því fyrir mig, upp á framhaldið. Og ég er enn vongóður um að hægt sé að mynda hér sterka ríkisstjórn.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við fjölmiðlamenn eftir fund sinn með fulltrúum stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í gær, en áður hafði hann fundað með Framsóknarmönnum. Bjarni ítrekaði þó að hann hefði ekki hafið formlegar stjórnarmynd- unarviðræður við neinn flokk – menn hefðu fyrst og fremst verið að ræða helstu málefni og þau verkefni sem blasa við nýrri ríkisstjórn. Að sögn Bjarna voru samtöl hans við fulltrúa flokkanna „gagnleg“ og „afslöppuð“. Yfirstíganlegar hindranir? Aðspurður sagðist Bjarni ekki vera búinn að ákveða hvaða flokka hann mundi setja sig í samband við til að hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. „En við skildum eftir hvert hjá öðru nokkur mál til þess að hugsa um og mun ég ræða þau við minn þingflokk.“ Bjarni sagði að af öllum flokkum á þingi hefði hann átt í mestum mál- efnalegum umræðum við Framsókn- arflokkinn, Viðreisn, Bjarta framtíð og Vinstri græna. „Það ber auðvitað langmest í milli í viðræðum við Vinstri græna, en ég hef hins vegar verið að velta því upp hvort þau at- riði, þar sem mest ber í milli, séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ sagði hann. Næstu skref Bjarna er að ræða við þingflokk sinn, setja forseta Íslands inn í stöðu mála og hugsa næsta út- spil. „Eftir helgi væri tímabært að láta reyna á það hvort menn vildu taka samtalið lengra. En þá á enn eftir að taka allan málefnalegan ágreining, slípa hann niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því.“ Bjarni sagður í erfiðri stöðu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, átti fyrsta fund með Bjarna. Að honum loknum sagðist hún hafa farið yfir „ólíka sýn þessara Gagnleg samtöl að baki  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú rætt við alla formenn flokka á Alþingi  Mun næst ræða við forseta og ígrunda næstu skref Samstiga Sendinefnd Pírata á leið til fundar við Bjarna Benediktsson. Morgunblaðið/Eggert Bandalag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mættu saman til fundar við formann Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum við Tjörnina í Reykjavík. Ráðherrabústaður Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, átti fyrsta fund. „Það hefur verið lítill kraftur í þessu undanfarið og gengið illa að finna almennilegar torfur,“ segir Ingimundur Ingimundarson, út- gerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda. Skipin hafa verið að veiðum á íslenskri sumargotssíld djúpt út af Reykjanesi undanfarið og hafa reyndar leitað víða. Ingi- mundur segir að 300 tonn á sólar- hring hafi ekki verið óalgengur afli, en hann hafi verið misjafn á milli daga. Venus og Víkingur, skip HB Granda, eru komin með tæpan helming af síldarkvóta fyr- irtækisins. Beitir NK kom til Neskaupstað- ar á mánudagskvöld með 950 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst fyrir vestan land. Haft er eftir Sturlu Þórðarsyni skipstjóra að um fallega demantssíld sé að ræða og hafi vinnsla á henni hafist strax í fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar. „Við fengum þennan afla 100 mílur vestur og vestnorðvest- ur af Garðskaga. Holin voru afar misjöfn; í sumum var sáralítið en mest fengum við 230-240 tonn í holi. Það er alls ekki mikla síld að sjá þarna en við fengum þó einn ágætan sólarhring,“ sagði Sturla á vef SVN. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Aflaskipin Beitir NK og Venus NS á siglingu í fyrravetur. Illa hefur gengið að finna almennilegar síldartorfur  Demantssíld land- að í Neskaupstað Ekki hefur verið tekið tilboði í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Sam- kvæmt upplýsingum Ríkiskaupa er ekki vitað hve langan tíma það tekur að yfirfara tilboðin. Fram hefur komið að Vegagerðin og Ríkiskaup hafa sérstaklega verið að skoða tilboð frá pólsku skipa- smíðastöðinni Crist SA, eftir að norskur bjóðandi féll frá sínu tilboði. Tilboð pólska fyrirtækisins var það fimmta lægsta, samkvæmt upplýs- ingum sem fram komu þegar til- boðin voru opnuð. Tvö kínversk til- boð, annað norskt og hitt tyrkneskt, voru lægri en það pólska. Munar rúmum 600 milljónum á lægsta til- boðinu og því pólska. Ríkiskaup veita engar upplýsingar um ástæður þess að ekki voru teknar upp við- ræður við lægstbjóðendur. Næsta skrefið er að gefin verður út tilkynning til bjóðenda um að til- teknu tilboði hafi verið tekið. Þá hefst 10 daga frestur sem aðrir bjóð- endur geta notað til að kæra útboðið og þá stöðvast samningsgerð sjálf- krafa þar til kærunefnd útboðsmála hefur tekið afstöðu til kæruefnis. helgi@mbl.is Ekki búið að taka tilboði í Eyjaferju Landeyjahöfn Herjólfur leggst að bryggju í Landeyjum. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð um hádegi í gær um að neyðarsendir væri í gangi inni á há- lendinu um 75 kílómetra suður af Akureyri. Þyrla Gæslunnar sem stödd var í eftirlitsflugi yfir Húna- flóa var strax beint á vettvang. Kom í ljós að um bandarískan hóp var að ræða sem var á ferð um Dragaleið, sem er við Sprengi- sandsleið norðaustur frá Hofsjökli. Allir voru heilir á húfu en fólkið hafði villst af leið í fyrrakvöld og bíllinn orðið eldsneytislaus. Í gær- morgun gangsettu þau síðan gervihnattaneyðasendi. Þyrlan flutti fólkið til Akureyrar. Viðbúnaður vegna fólks á hálendinu Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða öryggisvörð? Neyðarsendir Þyrlan flutti fólkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.