Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
VIÐTAL
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Þau eru misjöfn verkefnin í lífinu og
sum erfiðari en önnur. Ung móðir í
Hafnarfirði, Hjördís Ósk Haralds-
dóttir, hefur fengið sinn skerf af erf-
iðleikum. Hún gefst ekki upp heldur
tekst á við hvert verkefnið á fætur
öðru með æðruleysi og jákvæðni að
vopni.
Í tvö ár hefur Hjördís barist við
heilaæxli; fyrst góðkynja æxli og síð-
ar illkynja. Hjördís, sem er 32 ára
Montessori-kennari, hefur verið
óvinnufær síðustu tvö árin sökum
veikindanna. Fimm ára sonur henn-
ar er langveikur og hefur farið í alls
átta skurðaðgerðir en hann fæddist
með utanáliggjandi líffæri. Veik-
indin hafa tekið sinn toll á allan hátt
og er oft erfitt fyrir þessa einstæðu
móður að ná endum saman. Hress-
leikarnir, góðgerðarleikar sem
heilsuræktin Hress í Hafnarfirði
stendur fyrir árlega, munu að þessu
sinni styrkja Hjördísi og börn henn-
ar.
Elskar að vinna með börnum
Hjördís fór um tvítugt á vit ævin-
týranna til San Francisco þar sem
hún vann sem au-pair stúlka. Þar
kynntist hún þáverandi eiginmanni
og barnsföður, Bandaríkjamanni
sem búsettur er hérlendis. Þau eiga
saman þrjú börn, Alyssu Lilju ellefu
ára, Amý Lynn níu ára og Aron Rai-
den fimm ára. Þau hjónin skildu árið
2014 eftir tíu ára hjónaband og hefur
Hjördís að mestu verið ein með
börnin síðan þá.
Á meðan Hjördís bjó í Bandaríkj-
unum lagði hún stund á þriggja ára
kennaranám þar sem kennt var eftir
kenningum Montessori. Að loknu
námi vann Hjördís þar ytra sem
kennari. Eftir heimkomuna hefur
hún starfað á leikskólanum Múla-
borg og sinnt þar sérkennslu. „Ég
elska starfið mitt. Ég veit ekki hvort
ég kemst aftur í það út af áreitinu,“
segir Hjördís sem hefur unnið á leik-
skólum frá árinu 2004.
Æxli á stærð við golfkúlu
Árið 2014 fór Hjördís fyrst að
finna fyrir veikindum. „Ég varð
mjög lasin og var með einkenni MS-
sjúkdómsins. Ég var alltaf þreytt.
Ég fór til læknis og það fannst ekk-
ert. Svo fór ég að fá taugaverk í and-
litið og kippi í handlegginn og þá
fékk ég flogalyf. En svo ágerðust
verkirnir og stingirnir í andliti fóru
að versna. Það átti að athuga hvort
ég væri með MS en þá fannst góð-
kynja æxli í heilanum. Það var á
stærð við golfkúlu,“ útskýrir Hjör-
dís.
Í mars 2015 var Hjördís send í að-
gerð til að minnka æxlið en ekki var
unnt að fjarlægja það að fullu. „Þeir
náðu samt einhverju en ég var mjög
lengi að ná mér eftir það. Ég byrjaði
að vinna í september 2015 í 50%
starfi,“ segir Hjördís sem var búin
að vera á Grensási í endurhæfingu
frá því eftir aðgerðina í mars.
Hún vann aðeins nokkra mánuði
því orkan var engin. Hún segir að
hún hafi upplifað mikinn slappleika,
orkuleysi, titring vinstra megin í lík-
amanum og hún átt erfitt með mál
en að dvölin á Grensási hafi styrkt
hana og hjálpað.
Nýtt og illkynja æxli finnst
„En þarna var ég ekki komin með
krabbamein, þarna er þetta bara
góðkynja æxli. Það var síðan í nóv-
ember að ég fór að verða svo lasin.
Ég var eiginlega alveg týnd. Ég fór
að kvarta við lækninn minn og sagði
honum að það væri eitthvað að mér,
eitthvað meira. Ég væri bara týnd,“
segir Hjördís og útskýrir að hún hafi
verið með stöðugan höfuðverk,
svakalega syfjuð og utan við sig.
„Þetta var bara ekki ég. Ég var
grátandi af því að þetta var ekki ég.
Ég var alltaf sofandi og þetta var
eitthvað skrítið,“ segir Hjördís sem
var þá á leið í segulómum sem hún
fór í á þriggja mánaða fresti vegna
góðkynja æxlisins.
„Ég fór í segulómun og þá fannst
krabbameinið. Og það var bara önn-
ur golfkúla, rétt hjá hinni golfkúl-
unni. En þær snertast ekki,“ út-
skýrir hún. „Æxlið kom svo hratt.
Ég hafði farið í skanna þremur mán-
uðum áður og þá var ekkert en
þarna var komið risaæxli,“ segir
hún. „Ég fór beint í aðgerð þar sem
tekið var vefjasýni til að sjá hvað
þetta væri. Til að athuga hvort þetta
væri MS. Þeir sáu bara nýjan
skugga. En svo kom í ljós að þetta
var krabbamein,“ segir Hjördís.
Síðan er liðið eitt ár.
Telja æxlið ólæknandi
Hvernig leið þér að fá þessar
fréttir?
„Ég veit ekki, mamma og lækn-
arnir voru að vona að þetta væri MS,
það væri skárri kosturinn. En ég var
ekki að vonast eftir því. MS er eitt-
hvað sem er langvarandi á meðan
krabbinn væri eitthvað sem væri
hægt að vinna á og sigra. Eða það
var hugsunin mín. Mamma var
nýbúin að vera með krabbamein í
brjósti og sigraðist á því. Þannig ég
tók þessu með æðruleysi og já-
kvæðni. Ég hef kannski verið of
æðrulaus, ég veit það ekki. Ég fékk
ekki sjokk. Ég held að sjokkið hafi
verið þegar ég fékk fyrsta æxlið, ég
tók það út þá,“ segir hún. „Þá brá
mér mikið.“
Í janúar hóf Hjördís geisla- og
lyfjameðferð við krabbameinsæxl-
inu. Hún nær í símann og sýnir
blaðamanni myndir af heilanum í
sér. Þar má sjá dökkan blett og ann-
an hvítan. Hvíti bletturinn er
krabbameinið sem hefur minnkað
mikið frá fyrstu mynd. „Þeir eru að
vonast til að geta minnkað það nógu
mikið og leyft því svo bara að vera.
En ef það fer að stækka aftur verður
gerð skurðaðgerð,“ útskýrir Hjördís
sem segir að læknarnir telji æxlið
ólæknandi og því þarf að gera allt til
að halda því í skefjum.
Ég sagði þeim að þetta
væri ekki leyndarmál
Hjördís Ósk Haraldsdóttir berst við krabbamein í heila Fimm ára sonur hennar er langveikur
Morgunblaðið/Ásdís
Æðruleysi Hjördís Ósk Haraldsdóttir á þrjú börn, þau Aron, Amý og Alyssu. Hún greindist með tvö æxli á stærð við golfkúlur í höfðinu.
SJÁ SÍÐU 20
Íslenska sjávarútvegssýningin auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki hvor að upphæð kr. 500.000.- til
framhaldsnáms nemenda sem lokið hafa námi í Fisktækni eða sambærilegu námi í sjómennsku,
fiskvinnslu eða fiskeldi og hyggja á framhaldsnám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík á vorönn 2017.
Styrkirnir eru veittir til eins árs náms á eftirtöldum námsbrautum:
Gæðastjóri • Vinnslutæknir • Fiskeldi
Frekari upplýsingar um þessar námsbrautir má finna á heimasíðu Fisktækniskóla Íslands www.fiskt.is
Á www.icefish.is er hægt að sækja um og fá nánari upplýsingar um styrkinn,
ásamt upplýsingum um Íslensku sjávarútvegssýninguna 2017.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2016.
Organiser Official International publication
Umsókn um námsstyrk
Íslensku sjávarútvegssýningarinnar
Supported by
Official Logistics Company
www.icefish.is
Official airline/air cargo
handler & hotel chain