Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ferðamenn bókstaflega lágu á
gluggum Hveragarðsins í haust
þegar við tókum á móti hópi
breskra skólabarna og því var
ákveðið að hafa garðinn opinn allt
árið,“ segir Sigurdís Lilja Guðjóns-
dóttir, forstöðumaður Hveragarðs-
ins og Upplýsingamiðstöðvar Suð-
urlands, en hingað til hefur
garðurinn verið lokaður yfir vetr-
armánuðina.
„Aðsóknin hefur verið góð í ár en
hátt í 20 þúsund gestir hafa sótt
svæðið heim það sem af er ári. Ég
reikna því með að aðsóknin í ár
verði svipuð og í fyrra en þá komu
22 þúsund manns.“
Flestir sem heimsækja Hvera-
garðinn eru erlendir ferðamenn og
segir Sigurdís þá bæði koma til að
sjá svæðið og til að fræðast um
hverina og upplifa matargerðina.
„Það er mjög vinsælt að sjóða egg
í heitum læknum og borða það með
rúgbrauði inni í gróðurhúsinu en
þar ræktum við tómata og banana
og bökum að sjálfsögðu brauðið.
Matarupplifunin er því líka orðin
stór hluti af því sem við bjóðum upp
á.“
Einstök vetrarupplifun
Framkvæmdir sem staðið hafa yf-
ir í Hveragarðinum í haust auka á
möguleika svæðisins og segir Sig-
urdís m.a. hægt að bjóða upp á að
hafa opið á kvöldin og nýta svæðið
betur yfir dimma vetrarmánuðina.
„Núna er kominn goshver inn á
svæðið og lýsing hefur verið sett
upp sem gefur gestum betri yfirsýn
um leið og hægt verður að sjá litina
á svæðinu betur þegar rökkva tek-
ur.“
Tvisvar í viku verða opið að
kvöldi í Hveragarðinum og er það
einungis byrjunin. Einnig verða sér-
stakar jólaopnanir, þar sem kölluð
verður fram sérstök jólastemning.
„Það er opið hjá okkur öll
fimmtudags- og föstudagskvöld til
að byrja með og síðan sjáum við til
með framhaldið. Í desember ætlum
við síðan að skapa einstaka vetrar-
og jólastemningu þar sem boðið
verður upp á lifandi tónlist, kakó og
jólakökur,“ segir Sigurdís.
Hveragarðurinn opinn í vetur
Áhugi erlendra ferðamanna gífurlegur Vetrar- og jólastemning í desember innan um heita hverina
Vinsælt að sjóða egg í heitum læknum og borða þau með heimabökuðu rúgbrauði Hveragarðsins
Vetur Hveragarðurinn er töfrandi staður þegar vetur konungur hefur lagt
hvíta og kalda blæju sína yfir hita- og hverasvæði garðsins.
Náttúra Í Hveragarðinum sjá gestir meira en bara íslensku hverina því
ræktaðir eru tómatar og bananar í gróðurhúsinu við garðinn.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er bjart og fallegt húsnæði. Þarna er miklu
rýmra um okkur og við getum kennt fleiri nem-
endum í húsinu í einu en verið hefur,“ segir Olga
Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi. Verið er að taka í
notkun nýtt verknámshús skólans um leið og
eldra verknámshúsið er endurnýjað.
Olga Lísa nefnir að húsnæðið muni gefa skól-
anum færi á því að bæta við þriðja árinu í málm-
iðnbraut og bjóða upp á heildstætt vélvirkjanám.
Hægt verður að kenna þremur námshópum í
málmiðndeild í einu. Rýmra verður um húsa-
smíðabrautina og aðstaða til smíði timburhúss
verður mjög góð á malbikuðu og upplýstu plani
við verknámshúsið. Rafvirkjadeildin fær einnig
betri aðstöðu. Stefna skólans er að bjóða upp á
heildstætt nám í rafvirkjun. Þá gefur húsnæðið
möguleika til kennslu fyrsta árs í háriðn.
„Þetta gefur okkur færi á að þróa okkur áfram í
sértækari áföngum, til dæmis í smiðju, starfs-
braut og nýsköpun,“ segir skólameistarinn.
Eftir að ljúka loftræstingu
Nýbygging verknámshússins er um 1.700 fer-
metrar að stærð. Hún stendur við suðvesturhluta
Hamars, gamla verknámshússins, og mynda hús-
in eina heild. Olga Lísa segir að skólinn hafi fengið
fyrsta hluta hússins afhentan í september. Þá hafi
húsasmíðabrautin flutt inn og málmiðnadeildin
um miðjan október. Enn er verið að vinna að
endurbótum á eldra húsnæðinu og stefnt að af-
hendingu þess 1. desember. Þar verða kennslu-
stofur, teiknistofa og rafdeild.
Skólameistarinn segir að samvinna við verktak-
ann, Jáverk ehf., og Framkvæmdasýslu ríkisins
hafi gengið vel. Þannig hafi gengið vel að koma
starfseminni af stað í húsinu þrátt fyrir að starfs-
menn verktakans séu enn að störfum.
Þótt vélarnar séu komnar í gang í tréiðn- og
málmiðndeildum er ekki kominn varanlegur loft-
ræstibúnaður frá öllum vélum. Olga Lísa segir að
hann hafi ekki verið með í upphaflegu útboði enda
verið áhöld um það hvort hann tilheyrði húsinu
eða búnaði skólans. Niðurstaðan hafi orðið sú að
hann tilheyrði skólanum og nú sé verið að vinna að
hönnun og uppsetningu búnaðar. Á meðan sé not-
ast við bráðabirgðakerfi.
Geta bætt við verknámið
Nýtt verknámshús Fjölbrautaskóla Suðurlands í notkun Bjart og rúmgott
Morgunblaðið/Sigmundur
Verknám Gömlu rennibekkirnir eru komnir í aðstöðu málmiðnbrautar. Enn er unnið við frágang.
Kirkjuþing 2016
verður sett kl. 9
að morgni laug-
ardagsins 5. nóv-
ember í Grens-
áskirkju. Forseti
kirkjuþings,
Magnús E. Krist-
jánsson, setur
þingið og flytur
ávarp og barna-
kór Bústaða-
kirkju syngur undir stjórn Svövu
Kristínar Ingólfsdóttur. Biskup Ís-
lands, Agnes M. Sigurðardóttir,
leiðir bænastund og flytur ávarp.
Setningarathöfnin er öllum opin.
Þingfundur hefst í Grensáskirkju
kl. 11 að lokinni setningarathöfn og
kaffihléi.
Kirkjuþing fer með æðsta vald í
málefnum þjóðkirkjunnar.
Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir
fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leik-
menn, auk þess biskup Íslands,
tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi
guðfræðideildar Háskóla Íslands
með málfrelsi og tillögurétt. Hinir
kjörnu fulltrúar eru kosnir í níu
kjördæmum. sisi@mbl.is
Kirkjuþing sett í
Grensáskirkju
Magnús E.
Kristjánsson
Á yfirstandandi sláturtíð hafa
eftirlitsdýralæknar Matvælastofn-
unar orðið varir við vöðvasull í
sauðfé frá nokkrum bæjum og hef-
ur greining verið staðfest af sér-
fræðingum á Tilraunastöð HÍ að
Keldum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Matvælastofnun. Þar segir að
um sé að ræða aukna tíðni og gæti
ástæðan verið misbrestur á band-
ormahreinsun hunda, en slík
hreinsun er lögboðin. Vöðvasullur
er ekki hættulegur fyrir fólk en
veldur tjóni vegna skemmda á kjöti
og hugsanlega óþægindum fyrir
féð.
Vöðvasullur er lirfustig band-
ormsins Taenia ovis, sem lifir í
hundum og refum. Um er að ræða
blöðrur sem finnast í vöðvum
sýktra kinda.
Aukin tíðni vöðva-
sulls finnst í sauðfé
Sauðfé Sullur virðist vera að aukast.
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
majubud.is