Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 30

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Orrustuvellir veraldarsögunnar og átkökin sem þar voru háð eru um- fjöllunarefnið á fróðlegu þriggja kvölda námskeiði sem sr. Þórhall- ur Heimisson stendur fyrir síðar í þessum mánuði. Þar mun hann segja frá átökum Spörtu og Persa árið 480 fyrir Krist, bardögum krossfara og múslíma og endalok- um krossfararíkisins í Ísrael 1187, umsátrinu um Möltu 1565, enda- lokum Napóleons við Waterloo 1815 og svo orrustunni sem er næst okkur í tíma, það er innrás- inni í Normandí í Frakklandi 6. júní 1944. Sú aðgerð markaði kaflaskil í gangi síðari heimsstyrj- aldarinnar og réð mestu um að bandamönnum tókst að brjóta Þjóðverja á bak aftur. Orrustur afleiðing flókinnar atburðarásar „Áhuga á orrustum og styrjald- arsögu fékk ég frá föður mínum, sr. Heimi Steinssyni, sem byrjaði snemma að fræða mig um þetta efni,“ segir sr. Þórhallur. „Sem strákur eignaðist ég mikinn her tindáta frá ýmsum herjum og tímabilum sögunnar. Þeim fylgdu riddarar og fallbyssur og stríðs- vagnar fornmanna og skriðdrekar nútímans. Við pabbi lékum stó- rorrustur sögunnar og háðum líka okkar eigin styrjaldir með þessum tindátum. Hver orrusta gat tekið heila helgi eða meira. Ég á flesta þessa tindáta ennþá.“ Um hríð stundaði Þórhallur nám í sagnfræði við HÍ en fór svo í guðfræðina, sem á sinn hátt fléttist saman við söguáhugann. Upphaf eða orsakir styrjalda eru enda stundum af trúardeilum sprottnar og eru þær oftast nær afleiðing flókinnar atburðarásar sem staðið hefur um lengri tíma. Rætur styrjalda segir Þórhallur að séu margvíslegar, þjóðflutn- ingar, græðgi og ævintýraþrá en oftast blandist með samkeppni milli þjóða og valdsmanna, for- dómar, kynþáttahatur og valda- brölt. Gáfu lífið fyrir frelsið Þórhallur hefur heimsótt alla þá staði þar sem úrslitaorrusturnar, sem fjallað verður um á námskeið- inu, voru háðar. Hann segir áhrifaríkt að koma þangað og sjá hvernig landslagið mótaði og hafði áhrif á átökin. „Minjarnar sem þar má stundum finna tala líka sínu máli, eins og til dæmis í Norm- andí, sem enn standa. Um leið fyllist maður sorg yfir illsku mannanna þegar maður stendur andspænis minningarreitum um alla þá sem hafa fallið í þessum og öðrum styrjöldum sögunnar. En einnig finnur maður fyrir djúpri virðingu gagnvart þeim sem gáfu allt, lífið sjálft, til þess að verja frelsið og ástvini sína,“ segir Þór- hallur. Innrásin í Normandí – 060644 eins og hún er stundum kölluð með vísan til innrásardagsins – var óumflýjanleg aðgerð, að mati Þórhalls. Stalín hafi knúið á um að önnur víglína í vestri yrði opnuð. Með innrásinni hafi bandamönnum tekist að kljúfa þýska herinn og neyða hann til að berjast á tvenn- um vígstöðvum. Þannig hafi verið hægt að stytta styrjöldina og knýja fram úrslit í krafti þess her- styrks sem bandamenn höfðu. Ógnarveldi tók við af öðru „Hitler hafi valið þann kost að láta þýska brynherinn bíða inni í landi því enginn vissi hvar inn- rásin kæmi. Síðan reynst erfitt að beita honum af fullu afli því bandamenn réðu loftrýminu. Win- ston Churchill, forsætisráðherra Breta, hafði í huga mikilvægi þess að sovéski herinn myndi ekki einn frelsa Evrópu, því þá myndi að- eins nýtt ógnarveldi taka við af öðru, eins og tíminn leiddi í ljós. En mannfallið var hrikalegt, gleymum því ekki, því meira en 425.000 manns féllu í orrustunni um Normandí sumarið 1944,“ seg- ir Þórhallur sem innritar á nám- skeið sitt í gegnum síma 8917562 eða tölvupóst thorhallur33@gma- il.com. Tindátar frá ýmsum tímabilum  Ferðast um vígvelli mannkynssögunnar á námskeiði  Þjóðflutningar, græðgi og ævintýraþrá eru oft rætur stríða  Frá Spörtu og Persum til Normandí  Við háðum okkar eigin styrjaldir í leiknum Fréttir Forsíða Morgunblaðsins á innrásardeginum 6. júní 1944. Þann dag var blaðið gefið út þrisvar sinnum, það er eftir því sem nýjar fréttir bárust. Skriðdreki Margt á Normandísvæðinu, á Ermasundsströnd Frakklands, minnir á innrásina. Á nokkrum stöðum eru til dæmis gamlir skriðdrekar sem reyndust nauðsynlegir í sókninni miklu gegn Þjóðverjum árið 1944. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sögustaður Íslenskir ferðalangar staddir á Utah-ströndinni í Normandí, þangað sem Bændaferðir gerðu út leiðangur í september síðastliðnum. Námskeið Þórhallur Heimisson er með á ferðalag um veraldarsöguna. Minjar Gamalt loftvarnabyrgi í Normandí, nú með útsýnispalli. Áhugi á átökum síðari heims- styrjaldar er mikill og margir hafa sökkt sér í fræðin og sög- una. Fólk nálgast þessi efni á ólíkan hátt: sumir hafa áhuga á sjálfum átökunum eða hinni tæknilegu hlið og sumir á mann- lega þættinum. „Það er áhuga- vert að velta fyrir sér sögu allra þeirra sem tókust á, féllu, særð- ust eða sneru aftur sem gjör- breytt fólk. Og sagan snertir okk- ur öll; í stríði afhjúpast hið besta og hið versta í manninum,“ segir Þórhallur. Árið 2005 fóru Þórhallur og svili hans, Árna Hrólfur Helga- son, fyrir hópi fólks um slóðir innrásarinnar í Normandí. Í hópn- um var einn sem hafði með í för kort af kanadíska kirkjugarðinum nærri innrásarströndunum. Faðir viðkomandi, kanadískur hermað- ur, hafði fallið innrásardaginn og síðan verið jarðsettur í kanadíska kirkjugarðinum. Þar felldu allir tár „Kortið af kirkjugarðinum hafði borist fjölskyldunni mörgum ár- um fyrr. Þessi förunautur okkar hafði aldrei komið að leiði föður síns þar. En okkur tókst að finna bæði garðinn og leiðið seint að kvöldi og áttum þar saman ógleymanlega bænastund, allur hópurinn. Þar felldu allir tár því stundin var ótrúlega mögnuð. Og þar urðu sagan og við eitt – og árin hurfu í kvöldsólinni.“ Stundin mögnuð og við og sagan urðum eitt MIKILL ÁHUGI Á SÖGU SÍÐARI HEIMSSTYRJALDARINNAR Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjugarður Í grafreit bandarískra hermanna á slóðum innrásarinnar miklu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.