Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 34

Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þess var minnst á dögunum að tutt- ugu ár voru liðin frá stofnun Borgar- holtsskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Efnt var til fjölbreyttrar dagskrár af því tilefni, þar sem nemendur og starfsfólk gerðu sér dagamun auk þess sem vakin var athygli á fjöl- breyttu starfi skólans. Alls eru nem- endurnir í dag um 1.300 og flestir í almennu bók- námi. Sérstaðan í starfinu er kennsla í bifvéla- virkjun, bifreiða- smíði og bíla- málun – svo og járniðnum, auk námslína í þjón- ustustörfum. Þar eru leikskóla- og félagsliðabrautir, fé- lagsmála- og tómstundabraut og nám fyrir stuðningsfulltrúa sem til dæmis starfa með fötluðu fólki. Fjórir ólíkir skólar Ársæll Guðmundsson tók við emb- ætti skólameistara í Borgarholts- skóla um mitt þetta ár. Sem skóla- maður á hann langan og fjölbreyttan feril að baki. Hefur stýrt starfi alls fjögurra framhaldsskóla; það er að segja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um hríð og var svo skólameist- ari Menntaskóla Borgarfjarðar, þá Iðnskólans í Hafnarfirði og nú skól- ans í Grafarvogi. „Skólarnir sem ég hef starfað við eru mjög ólíkir hver öðrum, hvað varðar stærð, umhverfi og áherslu- þætti. Verkefnin eru þó alltaf hin sömu; það er að koma nemendum til mennta og þroska. Sameiginlegt með starfsfólkinu er síðan metnaðurinn við þetta verkefni og umhyggjan fyrir velferð nemenda og framtíð þeirra. Eitt af því mikilvægasta í kennslu er að þykja vænt um nemendurna, tryggja velferð þeirra og mæta verk- efnum af auðmýkt,“ segir Ársæll. Sérstöðu Borgarholtsskóla segir hann felast í öflugu grasrótar- og frumkvöðlastarfi. Hugsjónastarfið hafi verið drifkrafturinn á fyrstu starfsárunum og áhrifa þess gæti enn. Nemendur skólans komi af öllu landinu. Flestir séu Grafarvogsbúar og margir komi úr Grafarholtinu. Núna í desember brautskrást tæp- lega 100 nemendur frá hinum ýmsu brautum skólans og svo um 180 í maí á næsta ári. Auk fyrrnefndra námsgreina er við skólann starfrækt sérstakt afreks- íþróttasvið, krefjandi nám sem um 120 ungmenni stunda. En aftur að bílgreinunum og járn- iðnum. Nám viðvíkjandi bílum hafði lengi verið í Iðnskólanum í Reykjavík og járniðnir kenndar í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Strax við stofnun Borgarholtsskóla árið 1996 var ákveðið að kennsla í áðurnefnd- um fögum yrði þar og gaf það skól- anum undirstöðu. „Við erum í góðu samstarfi við atvinnugreinina. Starf- rækt er sérstakt bílgreinaráð við skólann þar sem þarfir atvinnulífsins eru ræddar, skipst á skoðunum um þróunina og hvernig samstarfið við skólann geti vaxið og dafnað. Þá eru bílaumboðin dugleg við að styrkja skólann, bæði með bílum og tækja- búnaði,“ segir Ársæll um námið sem er sótt bæði af strákum og stelpum. Samspil margra þátta Þróun nýrra starfshátta og vinnu- bragða, til dæmis í iðngreinum, er samspil margra þátta. Framleið- endur og atvinnugreinin leggja ákveðnar línur sem svo eru útfærðar og staðfærðar í skólanum. „Nýjungar koma oft fram í rannsóknardeildum til dæmis bílaframleiðenda. Þar má nefna nýjar bílvélar sem ganga fyrir metani eða rafmagni og í skólunum, til dæmis hér, erum við að laga okkur að þessu og kenna nemendum á nýja tækni. Hlutverk skólanna er að kenna nemendum vinnubrögð og mikilvægi þess að tileinka sér nýj- ungar jafnskjótt og þær koma. Sam- starf atvinnulífs og skóla er æ mikil- vægara, fólk aflar sér nýrrar þekkingar alla ævi og aldrei er sagt að einhver sé fullnuma,“ segir Ársæll. Sett hefur verið á fót svonefnt málmgreinaráð Borg- arholtsskóla og voru samningar um það undirritaðir nú í vikunni. Ráð þetta er hugsað sem vettvangur samstarfs Samtaka iðnaðarins, fræðslusetursins Ið- unnar, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Félags iðn- og tæknigreina og svo Borgarholtsskóla. Þarna er í deiglunni þróun náms og kennslu í málm- iðngreinum. Markmiðið er að til starfa í málgreinum komi vel menntað og þjálfað fagfólk, að skólarnir verði í fremstu röð og að nýjunga í faginu sjái stað í iðn- fræðslunni í Borgarholtsskóla. Einnig er markmið að skólanum séu búin bestu skilyrði til að sinna skyldu sinni að þessu leyti, en atvinnulífið kallar um þessar mundir mjög eftir tæknimenntuðu fólki og það í mörgum greinum - nú á tímum mikillar uppsveiflu í atvinnulífinu. Vel menntað og þjálfað fagfólk til starfa ATVINNULÍFIÐ OG FRAMHALDSSKÓLINN Í SAMSTARFI Samþykkt Frá gerð samninga um samstarf við atvinnulífið. Al- mar Guðmundsson frá SI og Ársæll Guðmundsson skólameistari. Nemendur tileinki sér nýjungar fljótt  Fjölbreytt starf í Borgarholtsskóla í Grafarvogi  1.300 nemendur eru við skólann um þessar mundir  Margir nema bílagreinar og þjónustufög  Nemendur brautskráðir en enginn er fullnuma Morgunblaðið/Sigurður Bogi Örugg Frá vinstri: Ísak Árni Eiríksson, Róbert Leó Erlendsson, Ellert Danilíusson kennari og Ingibjörg Sif Sigur- björnsdóttir. Hér eru þau við rennibekk í járnsmíðadeild, en mikil þörf er nú fyrir fólk með slíka iðnmenntun. Skólahús Nemendur skólans eru margir úr efri byggðum borgarinnar. Ársæll Guðmundsson Gleði Sungið fyrir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á afmælishátíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.