Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Hann sagði að ekkjan hefði beðið
sig um að geyma milli 15 og 17
svarta ruslapoka með myndunum
eftir að Picasso lést í apríl 1973.
Einhverju seinna hefði Jacqueline
Picasso sótt pokana en gefið honum
einn þeirra með orðunum: „Eigðu
þetta, þetta er handa þér.“
Le Guennec sagði að „kannski“
hafi ekkjan verið að reyna að koma
verkunum undan búi listamannsins.
Sagðist hann ekki hafa sagt sann-
leikann fyrr við réttarhöldin af ótta
við að vera dæmdur ásamt konu
sinni fyrir þjófnað á pokunum með
listaverkunum í. Á fyrri stigum hélt
hann því fram að sjálfur Pablo Pi-
casso hafi gefið honum verkin 1971
eða 1972, meðan hann var enn á lífi.
Lögmaður hjónanna, Eric Du-
pond-Moretti, segir aðeins nokkra
dagar liðna frá því hann hafi fengið
vitneskju um nýju útgáfuna um til-
komu verkanna. Le Guennec segir
nú, að Jacqueline hafi gefið honum
myndirnar 271; 180 stakar myndir
og skissubók með 91 mynd í . Hafi
hún viljað með því þakka hjónunum
trygglyndi þeirra og þjónustu við
Picassohjónin. Lýsti hann mynd-
unum sem „teikningum, skissum og
krumpuðum pappír.“ Hann sagðist
á sínum tíma ekki hafa sýnt þeim
mikinn áhuga og sett í geymslu í
bílskúr sínum. Það hefði svo ekki
verið fyrr en 2009 að hann opnaði
pokann og áttaði sig fyllilega á
góssinu.
„Stórkostleg lygi“
Lögmanni Claude Ruiz-Picasso,
Jean-Jacques Neuer, gramdist
framburður Le Guennec og sagði
hann vera „stórkostlega lygi“. Hélt
hann því fram, að málið snerist
meðal annars um „svörtustu og öfl-
ugustu öfl“ á listaverkamarkaði er
reyndu að þvætta stolin listaverk
með svikum.
Saksóknarinn Christophe Raffin
sagðist ekki leggja trúnað á að
teikningarnar hefðu verið gjöf. „Ég
held að um sé að ræða þjófnað frá
Pablo Picasso öldruðum og frá Jac-
queline, sem var meira en nokkru
sinni umhugað um eiginmann sinn,“
sagði Raffin. Hann bætti því svo
við, að allteins mætti hugsa sér að
nýja útgáfan á tilurð pokanna í bíl-
skúr Le Guennec sem nú væri
kynnt sem sannleikur væri líka
lygi. „Herra og frú Le Guennec,
þér hafið logið til um ýmis atriði,“
sagði saksóknarinn.
Góssið hefur ekki verið verðmet-
ið, en meðal myndanna eru teikn-
ingar af konum og hestum, níu
sjaldgæfar kúbískar klippimyndir
frá þeim tíma er Picasso átti sam-
starf við franska listamanninn
Georges Braque og myndir frá svo-
nefndu „bláa tímabili“ Picasso.
Meðal myndanna er einnig portrett
af hjákonu Picasso, Fernande,
teikningar af fyrstu konu lista-
mannsins, Olgu, og mynd af hesti
fyrir börn hans.
Myndirnar voru teiknaðar á ár-
unum 1900 til 1932. Yfirvöld lögðu
hald á þær eftir að Le Guennec
freistaði þess árið 2010 að fá stað-
fest að þær væru ófalsaðar. Í þeim
tilgangi sýndi hann myndirnar Ru-
iz-Picasso, sem komið hefur fram
fyrir hönd erfingja Picasso. Fóru
þeir þegar í stað á fund lögreglu og
lögðu fram kæru á hendur rafvirkj-
anum aldna. Voru verkin afhent
Ruiz-Picasso.
Engin mynd árituð
Lögmaður Ruiz-Picasso hefur
bent á, að ekkert verkanna í vörslu
Le Guennec hafi verið áritað, og
það væri óvenjulegt því Picasso
hefði alltaf áritað verk sín, hvort
sem hann seldi þau eða gaf. Annar
af verjendum Le Guennec, Charles-
Etienne Gudin, hélt því fram að
einungis um tylft verkanna gæti
talist verðmæt og afganginn væri
„mjög lítið varið í“ og hefði Picasso
aldrei reynt að selja þau.
Catherine Hutin-Blay, barna-
barn Picassos, einn af fáum sókn-
araðilum málsins sem þekktu Le
Guennec frá því hann vann fyrir
málarann, viðurkenndi við vitna-
leiðslur, að samband afa hennar og
rafvirkjans hefði verið sérstakt.
Saksóknari að nafni Laurent Ro-
bert heldur því fram, að Le Guen-
nec-hjónin séu peð í tafli ófyrirleit-
inna listaverkasala sem ráðskist
með þau og misnoti í vafasömum
tilgangi. Væri þar um að ræða
menn sem reyndu að komast yfir
verk sem fyrrverandi bílstjóri Pi-
casso hefði stolið. Í niðurstöðum
rannsóknar málsins er hvergi form-
lega leitt í ljós hver eða hverjir
stálu myndunum. Eins og fyrr seg-
ir kemur í ljós 16. desember hvort
Le Guennec hjónin verða fundin
sek um hylmingu þýfis eða þjófnað,
er dómur gengur í þessu óvenju-
lega máli.
Ekkja Picassos hugðist fela verkin
Spurt er hvort 271 listaverk eftir Picasso sem var í fórum fyrrverandi húsvarðar hans hafi verið
gjöf eða þýfi Faldi húsvörðurinn verkin fyrir erfingjum að beiðni Jacqueline, ekkju listamannsins?
AFP
Í dómsalnum Pierre Le Guennec og kona hans Danielle á sakamannabekk fyrir áfrýjunarréttinum í Aix-en-
Provence í Frakklandi síðastliðinn mánudag. Þau halda fram sakleysi sínu og segja verkin hafa verið gjöf.
Morgunblaðið/RAX
Listahátíð Jacqueline Picasso kom á Listahátíð í Reykjavík árið 1986. Hér
sést hún með Hrafni Gunnlaugssyni á Picasso-sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
List Jacqueline gaf íslensku þjóðinni
brjóstmynd sem eiginmaður hennar,
Pablo Picasso, gerði af henni.
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Aldraður fyrrverandi rafvirki Pi-
casso-hjónanna og eiginkona hans
eru fyrir rétti í Frakklandi vegna
271 verks eftir listamanninn heims-
fræga. Sakadómur í bænum Grasse
dæmdi þau í tveggja ára óskilorðs-
bundið fangelsi í mars í fyrra fyrir
hylmingu. Þau áfrýjuðu þeim dómi,
sem og saksóknari, sem krefst stað-
festingar dóms undirréttarins.
Meðferð málsins fyrir áfrýj-
unarréttinum í Aix-en-Provence
lauk sl. mánudag og við það tæki-
færi var dómsuppsaga boðuð 16.
desember næstkomandi.
Mál þetta á rætur aftur til ársins
2010 er aldraði rafvirkinn Pierre
Le Guennec hafði samband við
Claude Picasso, son listamannsins,
sem fer fyrir stofnuninni Société
Picasso Administration, til að fá
staðfestingu hans á dularfullum
myndskissum. Alls voru þær 291 og
rissaðar upp á árunum 1900 til
1932. Var þær ekki að finna á nein-
um skrám erfingja spænska lista-
mannsins. Le Guennec sagðist hafa
eignast verkin meðan hann starfaði
sem umsjónarmaður húseigna Pi-
casso. Eftir andlát hans hefði hann
verið sérlegur aðstoðarmaður
ekkju hans Jacqueline, allt þar til
hún svipti sig lífi árið 1986.
Saksóknari leggur ekki trúnað á
þann framburð Le Guennec að um
gjöf hafi verið að ræða af hálfu
listamannsins eða konu hans. Sam-
kvæmt lögum gætu rafvirkinn fyrr-
verandi og kona hans átt yfir höfði
sér fimm ára fangelsi og greiðslu
sektar sem annaðhvort næmi
375.000 evrum eða helmingi af ætl-
uðu verðmæti verkanna. Réði sú
upphæð er hærri væri. Saksóknari
fer þó aðeins fram á að refsing
þeirra fyrir héraðsdómi verði stað-
fest, þ.e. tveggja ára skilorðsbundið
fangelsi. Sjálf krefjast rafvirkja-
hjónin sýknu.
Í svörtum pokum í bílskúr
Í vitnaleiðslum fyrir áfrýj-
unarréttinum í Aix sagðist Le Gu-
ennec hafa búið um verkin í bílskúr
sínum og þar hefðu þau verið
óhreyfð í tæp 40 ár. Kvað hann það
vel geta verið að ekkja Pablo Pi-
casso, Jacqueline, hefði viljað fela
verkin fyrir fjölskyldu listamanns-
ins. „Frú Jacqueline Picasso átti í
útistöðum við [stjúpson sinn]
Claude [Ruiz] Picasso,“ sagði
Pierre Le Guennec skjálfandi
röddu í dómssalnum. Var þar um að
ræða nýja útgáfu af vörn hans.
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Vagnar og
kerrur frá
OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00
Hafið samband í síma 480 0000
Gullsmiðir CARAT eru
sérfræðingar í trúlofunar,
giftingarhringum
og demantsskartgripum
CARAT Haukur gullsmiður O Hátúni 6a O s. 577 7740 O carat.is
Gull, hvítagull, rauðagull, rósagull, platína, með eða án demanta.