Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 42

Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Áttatíu ár voru liðin í sumar frá því Íslendingar tóku í fyrsta sinn þátt í Ólympíuleikum sem sjálfstæð þjóð, undir eigin fána. Upphafið var í Berlín fyrri hluta ágústmánaðar 1936. Árið áður var Ólympíunefnd Íslands (ÓÍ) tekin undir vernd- arvæng Alþjóðaólympíunefnd- arinnar, á fundi hennar í Ósló. Með því fengu Íslendingar rétt til þátt- töku í leikunum. Til Berlínar hélt einn stærsti hóp- ur sem sendur hefur verið frá Ís- landi á Ólympíuleika. Að vísu var ekki nema þriðjungur hans kepp- endur, eða 15. Hinir voru 30 íþrótta- kennarar og leiðbeinendur. Í upphafi stóð ÓÍ hugur til að senda flokk glímumanna, knattspyrnulið, frjáls- íþróttamenn og sundmenn og jafnvel fimleikaflokk kvenna. Glíman fékkst ekki samþykkt sem sýningargrein í Berlín og vegna kostnaðar og gjald- eyrisskorts var fallið frá því að senda fótboltamenn og fimleikakonur. Til Berlínar fóru fjórir frjálsíþrótta- menn og ellefu sundmenn til keppni í sundknattleik. Íslensku þátttakendurnir – og landsmenn eflaust líka – vissu sem var, að þeir gátu ekki sigrað. Í stað- inn helguðu þeir sér kjörorð leik- anna, að það væri ekki aðalatriðið, heldur að hafa barist með sóma. Þeir höfðu líka barist með sóma fyrir því, að för þessi yrði farin og aflað fjár til að standa straum af kostnaði. Flokkurinn var kvaddur með virktum við Reykjavíkurhöfn að kveldi 16. júlí. Áður gengu ólympíu- fararnir fimmtíu fylktu liði í ein- kennisbúningum sínum, undir silki- fánanum sem ríkisstjórnin gaf þeim, frá skrifstofu ÍSÍ í Mjólkurfélags- húsinu og um borð í Dettifoss. Í skýrslu Ólympíunefndar Íslands um kveðjuathöfnina segir svo: „Flokkur íþróttakennaranna var þegar kom- inn um borð og tóku nú allir þátttak- endur í förinni sér stöðu á efra þilfari og hélt fánaberi keppenda, er var Kristján Vattnes, á fánanum. Áður en skipið létti akkerum hélt Sigurjón Pétursson snjallt erindi til ólympíu- faranna þar sem hann gat fyrri þátt- töku Íslendinga í Ólympíuleikum og gerði að umtalsefni hið veglega hlut- verk hinna íslensku ólympíufara við í höndfarandi leiki, að koma fram, sem fulltrúar Íslands og íslensku þjóðarinnar á þessari frægustu íþróttastefnu allra tíma, nú í fyrsta sinn undir íslenskum fána, eigin þjóðfána. Ólympíufararnir þökkuðu fyrir sig með því að hrópa ferfalt húrra fyrir fánanum og fósturjörð- inni. Allir, hinn fámenni hópur ól- ympíufaranna og hinn mikli mann- fjöldi er fylgdi þeim úr garði, voru á þessu augnabliki tengdir ósýnilegum böndum sameiginlegrar hugsjónar – föðurlandshugsjónarinnar – þeirrar hugsjónar, sem á þýðingarmiklum augnablikum þjóðanna lætur allt dægurþras þagna.“ Sváfu í lest á Dettifossi Íþróttamennirnir og forystumenn unnu ósleitilega að því að komast á leikana. Til Hamborgar ferðuðust þeir ódýrt, bjuggu um sig í lest í Dettifossi. Eimskipafélagið hafði komið þar fyrir útbúnaði svo að vist þeirra gæti orðið góð. Ekki veitti af að ná niður kostnaði því þátttak- endur í för íþróttakennaranna urðu t.d. að standa sjálfir undir ferða- kostnaði, en uppihald í Berlín fengu þeir ókeypis. Ferðin til Þýskalands gekk að óskum því veður var gott í hafi. Sjó- veiki gætti lítið hjá íþróttamönn- unum og var engum til tjóns. Vistin í lestinni var betri en búast mátti við. Höfðust ferðalangar mikið við á þil- fari á daginn og nutu þar sjávarins og sólskinsins. Þeir sem vildu gátu fengið volgt sjóbað og sólskin var flesta daga. Nokkur vonbrigði voru það, að viðstaða var svo stutt í Hull, aðeins þrír tímar, að ekki var hægt að koma því við að hreyfa íþrótta- mennina eins og til stóð. Gengu þó flokkarnir upp í borgina og áður en stigið var aftur á skipsfjöl var haldin gönguæfing á hafnarbakkanum. Á siglingunni til Hamborgar efndi sundknattleiksflokkurinn öðru hverju til kastæfinga. Settust liðs- menn réttum beinum í lestinni og köstuðu knettinum á milli sín aftur á bak og áfram og sitt á hvað. Reynd- ust þeir mjög kastvissir og þótti það góður fyrirboði vegna leikanna. Í Norðursjónum var tunnum velt af framdekkinu og aftur á skipið og gátu þeir þá tekið nokkrar göngu- og hlaupaæfingar þar fram á eftir að eftir að þar rýmkaðist til. Á eftir hverri æfingu fengu þeir svo volgt sjóbað á þilfari Dettifoss. „Unaðslegur dvalarstaður“ Kostnaður við för 20 manna keppnishópsins var áætlaður rúm- lega 12 þúsund krónur. Upp í hann fengu íþróttamennirnir 5 þúsund króna styrk frá Reykjavíkurbæ, en ekki nema 2 þúsund frá ríkinu. Fimm þúsunda króna söfnuðu þeir sjálfir með því að knýja á dyr hjá ör- látum íþróttavinum og fyrirtækjum í bænum og víðar. Uppihald hvers og eins kostaði sex ríkismörk á dag. Var þessum hópi fenginn bústaður í ól- ympíuþorpinu, sem var við íþrótta- svæði leikanna í vesturhluta Berl- ínarborgar. Í þorpinu höfðu þeir allan þann aðbúnað sem þurfti. „Undireins sáum við, að hér hafði okkur ásamt öðrum verið búinn hinn unaðslegasti dvalarstaður hvað nátt- úrufegurð og alla umgengni snerti; ef allt annað var eftir því hlaut þetta að vera sannkölluð paradís íþróttanna,“ sagði í frétt um komuna til Berlínar frá fréttaritara Morg- unblaðsins í förinni, Ólafi Sveinssyni, þjálfara og flokksstjóra frjáls- íþróttamannanna. Íþróttakennararnir 30 ásamt far- arstjórum dvöldust aftur á móti í sérstökum tjaldbúðum með öðrum íþróttastúdentum frá 53 löndum, 30 frá hverju. Námskeið þeirra hófst Keppnislið Sundknattleiksmennirnir um borð í Dettifossi. Í aftari röð eru Þórður Guðmundsson, Úlfar Þórðarson, Jón Ingi Guðmundsson, Rögnvald- ur Sigurjónsson, Pétur Snæland og Þorsteinn Hjálmarsson. Í fremri röð eru Jón D. Jónsson, Jónas Halldórsson og Logi Einarsson. Stefán H. Jónsson og Magnús B. Pálsson standa fyrir aftan félaga sína. Fyrsta sjálfstæða ólympíuförin  Íslendingar kepptu fyrst sem fullvalda þjóð undir eigin fána á Ólympíuleikunum í Berlín 1936  Íslendingarnir voru viðvaningar í keppni á erlendri grund og aðstaða þeirra til æfinga léleg  Allar götur síðan hafa íslenskir íþróttamenn sótt Ólympíuleika og margir sýnt góðan árangur Ólympíuhópurinn Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Berlín 1936, keppendur, íþróttakennarar og fylgdarmenn, við komuna til borgarinnar eftir siglingu yfir Atlantshafið. ÁRA ED DA H E IL D V E R S L U N RÚN HEILDVERSLUN 9 9 9 Credit info Ruby Tuesday Lager- og sýnishornasala Herrafatnaður (jakkaföt – skyrtur- bolir o. fl.) Dömufatnaður • Rúmföt • Handklæði • Lök Ungbarnaföt • o.m.fl. RÚN HEILDVERSLUN Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is Opið: fimmtud aginn 3. nóv. k l. 14-18 föstudag inn 4. nóv. k l. 14-18 laugarda ginn 5. nóv. k l. 12-16 flottar vörur á frábæru verði 3.-5.nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.