Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 48
var rektor Háskóla Abbdulaziz kon- ungs í Sádi-Arabíu, var velgjörðar- maður fjölskyldunnar og styrkti tímaritið. Hann er innanbúðarmaður í stjórn Sádi-Arabíu. Hann hefur einnig verið spyrtur við Osama bin Laden og hryðjuverkasamtökin al- Qaeda, nokkuð sem hann neitar. Hann hefur einnig verið sagður áhrifamaður í Bræðralagi múslíma í Egyptalandi. Spyrt við Bræðralag múslíma Fyrir fjórum árum skrifaði Mic- hele Bachmann ásamt fjórum öðrum þingmönnum repúblikana bréf til ut- anríkisráðuneytið þar sem því var haldið fram að Bræðralag múslíma hefði komið sér fyrir í æðstu lögum bandaríska stjórnkerfisins. Nafn Abedin var sérstaklega tilgreint í bréfinu. Mánuði síðar kvaddi John Mc- Cain, öldungadeildarþingmaður repúblikana og forsetaframbjóðandi 2008, sér hljóðs til að mótmæla til- efnislausri árás á Abedin sem væri „dyggur þjónn lands okkar og ríkis- stjórnar“. BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Huma Abedin hefur um árabil verið einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum, sem fram fara á þriðjudag. Í kosningabaráttunni hefur Abedin fylgt Clinton við hvert fótmál, en undanfarna daga hefur hún ekki sést við hlið hennar. Hennar dyggasti að- stoðarmaður er orðinn dragbítur. Á föstudag í liðinni viku sendi James Comey, yfirmaður banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, Bandaríkjaþingi tilkynningu þess efnis að hann teldi ástæðu til að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstum Clinton vegna upplýsinga sem hefðu komið fram við rannsókn á óskyldu máli. Comey lýsti í sumar yfir því að rannsókn á því hvort Clinton hefði brotið lög með því að vista tölvu- pósthólf sitt á einkavefþjóni sínum þegar hún var utanríkisráðherra í stað þess að nota vefþjón ráðuneyt- isins væri lokið og ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hann bætti þó við að Hillary hefði sýnt vítavert gáleysi með því að vista samskiptin á ótryggum vefþjóni. Áráttuhegðun eiginmanns Óskylda málið snerist um Ant- hony Weiner, mann Abedin. Við rannsókn FBI á því hvort Weiner hefði átt í ósæmilegum samskiptum við 15 ára stúlku fundust mörg hundruð þúsund tölvupóstar á far- tölvu þeirra, þar af nokkur þúsund, sem gætu hafa farið á milli Abedin og Clinton. Þetta vakti að nýju spurningar um að öryggisreglur hefðu verið brotnar í meðferð póst- anna og stendur nú yfir rannsókn á innihaldi þeirra. Ekki er víst að henni verði lokið fyrir kosningar. Rannsókn FBI hefur hleypt spennu í kosningarnar á nýjan leik. Dregið hefur saman milli Clinton og Donalds Trumps, en enn virðist hún þó hafa forskot. Abedin hefur látið lítið fyrir sér fara frá því að málið kom upp, en nánustu ráðgjafar Clinton hafa kom- ið henni til varnar. „Við styðjum hana að sjálfsögðu,“ sagði John Po- desta, stjórnandi kosingaherferðar Clinton, á laugardag þegar hann var spurður hvort Abedin myndi stíga til hliðar. 20 ár eru liðin frá því að leiðir Abedin og Clinton lágu fyrst saman. Árið 1996 kom Abedin í Hvíta húsið, þá 19 ára gömul, sem lærlingur að loknu háskólanámi og var falið að að- stoða þáverandi forsetafrú, Hillary Clinton. Abedin fylgdi Clinton þegar hún var kjörin öldungadeildarþingmaður fyrir New York-ríki 2001 og varð starfsmannastjóri hennar. Þegar Clinton sóttist eftir að verða forseta- frambjóðandi demókrata 2008 var Abedin sérlegur aðstoðarmaður hennar. Abedin gegndi stöðu aðstoð- armanns starfsmannastjóra Clinton þegar hún varð utanríkisráðherra í stjórn Obama 2009. Abedin fæddist í Michigan 1976. Faðir hennar er frá Indlandi og móð- ir hennar frá Pakistan og tóku þau bæði doktorspróf í Bandaríkjunum. Fjölskyldan flutti til Sádi-Arabíu þegar Huma Abedin var tveggja ára. Þar ólst hún upp og sneri ekki aftur til Bandaríkjanna fyrr en hún fór í háskóla. Hún ferðaðist hins vegar mikið og gekk í stúlknaskóla á Bret- landi. Faðir hennar lagði stund á ísl- ömsk fræði og Mið-Austurlönd. Hann stofnaði tímarit helgað rann- sóknum á hlutskipti minnihlutahópa múslíma í samfélögum sem ekki eru íslömsk, Journal of Muslim Minority Affairs. Huma Abedin var skráð aðstoðarritstjóri þess frá 1996 til 2008. Abdullah Omar Nasseef, sem þá Abedin kynntist Timothy Weiner, sem þá var fulltrúadeildarþingmað- ur, 2001. Sagan segir að hún hafi ætl- að að skorast undan þegar hann bauð henni upp á drykk vegna þess að hún hefði þurft að vinna, en Hillary Clinton hafi sagt að henni væri óhætt að slaka á. Hún vildi þó lítið af honum vita og það var ekki fyrr en sex árum síðar að samband myndaðist á milli þeirra. 2010 gengu þau í hjónaband og gaf Bill Clinton þau saman. 2011 fór allt á annan endann þegar Weiner sendi óvart mynd af kynfær- um sínum, sem ætluð var háskóla- nema í Seattle, 45.000 fylgismönnum sínum á félagsvefnum Twitter. Weiner sagði af sér þingmennsku og lofaði bót og betrun. Hann og Abedin, sem var ólétt, ákváðu að halda sínu striki. 2013 hugðist Weiner bjóða sig fram til borgarstjóra í New York. Aftur kom strik í reikninginn. Í ljós kom að hann hafði sent ósæmileg skilaboð á félagsmiðlum undir við- urnefninu „Carlos Danger“. Í heim- ildarmynd um hið misheppnaða borgarstjóraframboð Weiners sagði Abedin að hún elskaði mann sinn og hefði fyrirgefið honum. Í sumar kom í ljós að Weiner hefði verið í netsambandi við stúlku undir lögaldri. Í ágúst var tilkynnt að þau Abedin væru skilin. Rannsókn FBI á Weiner fylgdi í kjölfarið og í henni fundust tölvupóstar Abedin og Clin- ton, sem nú eru til rannsóknar. Clinton og Abedin eru mjög nán- ar. Þeir sem þekkja til segja ýmist að Abedin sé eins og önnur dóttir Clin- ton eða yngri systir hennar. Hermt er að Abedin geymi símann fyrir Clinton og passi svo vel upp á að ekki komist hver sem er að henni að jafn- vel Bill Clinton kvarti undan því að hafa ekki aðgang að konu sinni. „Í áranna rás höfum við deilt sög- um af lífi okkar, við höfum borðað oftar saman en ég hef á tölu, við höf- um fagnað saman, við höfum syrgt saman,“ sagði Abedin í viðtali við tímaritið Vogue fyrr á þessu ári. Abedin hefur verið orðuð við stöðu starfsmannastjóra forsetans, nái Hillary kjöri. Rannsókn FBI gæti sett þar strik í reikninginn. AFP Nánar Huma Abedin talar í síma á meðan Hillary Clinton skoðar síma Brians Fallons blaðafulltrúa. Huma Abedin í eldlínunni  Einn nánasti ráðunautur Clinton 48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 Breskur dómstóll úrskurðaði í gær að bresk stjórnvöld gætu ekki virkj- að 50. grein Lissabonsáttmálans og hafið samninga um útgöngu úr Evr- ópusambandinu án undangengins samþykkis þingsins. Bretar samþykktu í þjóðarat- kvæði í sumar að ganga úr ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir því að haf- ist verði handa í lok mars. Á þingi er andstaða við útgöngu. Umræður á þingi gætu tafið, en ólíklegt er þó tal- ið að þingið gangi gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í yfirlýsingu frá embætti forsætis- ráðherra sagði að ákvörðun réttarins ylli vonbrigðum. Málinu yrði áfrýjað. Búist er við að hæstiréttur fjalli um málið fyrri hluta desember. „Þjóðin greiddi atkvæði um að ganga úr Evrópusambandinu í þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem samþykkt var á þingi,“ sagði í yfirlýsingu frá May. „Stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðis- ins.“ Stefnendur fögnuðu niðurstöð- unni og sögðu hana sigur fyrir bresku þjóðina. AFP. AFP Sigri hrósandi Gina Miller ávarpar fjölmiðla fyrir utan yfirdómstólinn í London. Hún leiddi málsóknina um að þingið yrði að samþykkja Brexit. Samþykkja verður útgöngu á þingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.