Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 56
Óspillt Jarðböðin eru opin til kl. 22 öll kvöld og má oft njóta norðurljósadýrðar meðan slakað er á í heitu vatninu. Hiti Lónið hefur slegið í gegn hjá innlendum og erlendum ferðamönnum.
gufusprunga á svæðinu. Heima-
menn höfðu komist upp á lagið að
tjalda yfir þessar sprungur og búið
þannig til gufubað. Enn þann dag í
dag eru gufuböðin okkar kynt með
þessum hætti.
Baðað með látum
Sú skemmtilega hefð hefur
skapast að jólasveinarnir leggja
leið sína í Mývatnssveit á aðvent-
unni og heimsækja Jarðböðin til að
fara í sitt árlega jólabað. „Jólabað
jólasveinanna verður að þessu
sinni sunnudaginn 11. desember,“
segir Guðmundur og bætir við að
mikið líf og fjör verði í húsinu og
haldinn handverksmarkaður á
meðan bræðurnir gera sig fína fyr-
ir jólin.
Gengur á ýmsu þegar baða þarf
jólasveinana. „Fyrst koma þeir í
salinn til okkar og bregða á leik,
en svo er von á því að þeir séu
ekki allir mjög viljugir að fara í
bað, og þá ekki nema klæddir í sín
hefðbundnu nærföt. Endar yfirleitt
með því að það þarf að teyma jóla-
sveinana út í lónið og síðan taka
þeir til við að hjálpa hver öðrum
við þvottinn, með voldugum þvot-
taburstum og látum.“
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fátt jafnast á við heimsókn í Jarð-
böðin við Mývatn. Heitt vatnið
mýkir kroppinn á meðan steinefni
úr iðrum jarðar gera húðinni gott.
Á Kaffi Kviku má síðan gæða sér á
léttum réttum, prufa salatbarinn
eða láta eftir sér kökusneið og
kaffibolla.
Guðmundur
Þór Birgisson
segir veturinn
góðan tíma til að
koma við í Mý-
vatnssveit.
„Jarðböðin eru
opin alla daga
frá 12 til 22 og
ef aðstæður eru
réttar má fylgj-
ast með norðurljósunum ofan í
heitu lóninu. Gott útsýni er til
himins og reynt að halda ljós-
mengun í lágmarki svo að norður-
ljósadýrðin fái að njóta sín.“
Guðmundur er framkvæmda-
stjóri Jarðbaðanna. Þessi fallega
heilsulind var opnuð árið 2004 og
kemur heilsubætandi vatnið upp
úr 2.500 metra djúpri borholu.
„Upphaf Jarðbaðanna má rekja til
Jólasveinarnir verða á staðnum
milli kl. 4 og 6 og segir Guð-
mundur að gestir komi sumir langt
að til að verða vitni að baðinu.
„Þeir sem ekki komast þessa helgi
geta þá kannski komið við helgina
á undan en þá fá gestir að skera út
laufabrauð og steikja.“
Messur og vetrarfegurð
Margt fleira er um að vera í
sveitinni og ófáum sem þykir t.d.
ómissandi að sækja messu á að-
ventunni í einni af kirkjunum á
svæðinu. Í handverkshúsinu
Dyngjunni verður fallegur jóla-
varningur til sölu og alla daga
hægt að kíkja á jólasveinana í
Dimmuborgum.
„Vonandi kemur snjórinn
snemma og er þá t.d. hægt að
leigja gönguskíði og skoða þannig
náttúruna, eða fara um á snjó-
þrúgum. Hér er einnig starfrækt
fyrirtæki sem býður upp á sleða-
ferðir með ekta sleðahundum.“
Mælir Guðmundur með að gestir
taki sér góðan tíma og gisti yfir
nótt á einu af þeim huggulegu hót-
elum sem finna má á svæðinu, en
mörg þeirra bjóða upp á vandað
jólahlaðborð í desember.
Viðburðir Í aðdraganda jóla verður m.a. boðið upp á laufabrauðagerð.
Bræðurnir eru misviljugir að gera sig fína fyrir jólin Þegar snjóar má fara á hundasleða eða á gönguskíði
Guðmundur
Þór Birgisson
Bað jólasveinanna laðar marga að
FERÐIR INNANLANDS
í vetur