Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 56
Óspillt Jarðböðin eru opin til kl. 22 öll kvöld og má oft njóta norðurljósadýrðar meðan slakað er á í heitu vatninu. Hiti Lónið hefur slegið í gegn hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. gufusprunga á svæðinu. Heima- menn höfðu komist upp á lagið að tjalda yfir þessar sprungur og búið þannig til gufubað. Enn þann dag í dag eru gufuböðin okkar kynt með þessum hætti. Baðað með látum Sú skemmtilega hefð hefur skapast að jólasveinarnir leggja leið sína í Mývatnssveit á aðvent- unni og heimsækja Jarðböðin til að fara í sitt árlega jólabað. „Jólabað jólasveinanna verður að þessu sinni sunnudaginn 11. desember,“ segir Guðmundur og bætir við að mikið líf og fjör verði í húsinu og haldinn handverksmarkaður á meðan bræðurnir gera sig fína fyr- ir jólin. Gengur á ýmsu þegar baða þarf jólasveinana. „Fyrst koma þeir í salinn til okkar og bregða á leik, en svo er von á því að þeir séu ekki allir mjög viljugir að fara í bað, og þá ekki nema klæddir í sín hefðbundnu nærföt. Endar yfirleitt með því að það þarf að teyma jóla- sveinana út í lónið og síðan taka þeir til við að hjálpa hver öðrum við þvottinn, með voldugum þvot- taburstum og látum.“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fátt jafnast á við heimsókn í Jarð- böðin við Mývatn. Heitt vatnið mýkir kroppinn á meðan steinefni úr iðrum jarðar gera húðinni gott. Á Kaffi Kviku má síðan gæða sér á léttum réttum, prufa salatbarinn eða láta eftir sér kökusneið og kaffibolla. Guðmundur Þór Birgisson segir veturinn góðan tíma til að koma við í Mý- vatnssveit. „Jarðböðin eru opin alla daga frá 12 til 22 og ef aðstæður eru réttar má fylgj- ast með norðurljósunum ofan í heitu lóninu. Gott útsýni er til himins og reynt að halda ljós- mengun í lágmarki svo að norður- ljósadýrðin fái að njóta sín.“ Guðmundur er framkvæmda- stjóri Jarðbaðanna. Þessi fallega heilsulind var opnuð árið 2004 og kemur heilsubætandi vatnið upp úr 2.500 metra djúpri borholu. „Upphaf Jarðbaðanna má rekja til Jólasveinarnir verða á staðnum milli kl. 4 og 6 og segir Guð- mundur að gestir komi sumir langt að til að verða vitni að baðinu. „Þeir sem ekki komast þessa helgi geta þá kannski komið við helgina á undan en þá fá gestir að skera út laufabrauð og steikja.“ Messur og vetrarfegurð Margt fleira er um að vera í sveitinni og ófáum sem þykir t.d. ómissandi að sækja messu á að- ventunni í einni af kirkjunum á svæðinu. Í handverkshúsinu Dyngjunni verður fallegur jóla- varningur til sölu og alla daga hægt að kíkja á jólasveinana í Dimmuborgum. „Vonandi kemur snjórinn snemma og er þá t.d. hægt að leigja gönguskíði og skoða þannig náttúruna, eða fara um á snjó- þrúgum. Hér er einnig starfrækt fyrirtæki sem býður upp á sleða- ferðir með ekta sleðahundum.“ Mælir Guðmundur með að gestir taki sér góðan tíma og gisti yfir nótt á einu af þeim huggulegu hót- elum sem finna má á svæðinu, en mörg þeirra bjóða upp á vandað jólahlaðborð í desember. Viðburðir Í aðdraganda jóla verður m.a. boðið upp á laufabrauðagerð.  Bræðurnir eru misviljugir að gera sig fína fyrir jólin  Þegar snjóar má fara á hundasleða eða á gönguskíði Guðmundur Þór Birgisson Bað jólasveinanna laðar marga að FERÐIR INNANLANDS í vetur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.