Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 62
BÆKUR Eftir að þorp fór að myndast á Rauf- arhöfn og allt fram undir miðja öld- ina, var fyrst og fremst ein gata sem máli skipti; Gamla gatan sem lá um byggðina úti í Sandi – rætur þorps- ins. Þaðan lá hún með sjónum, yfir lækinn og ofan við athafnasvæði bryggjanna, fyrir ofan norsku síld- arverksmiðjuna, og meðfram þeim íbúðarhúsum sem flutt voru eða rifin þegar mjölgeymsla verksmiðjunnar var byggð. Þá lá gata þvert yfir núverandi Hafn- arbraut og suður á Framnesið, þar sem húsið Klöpp stendur og lá svo áfram til suðurs rétt fyrir ofan Sólvelli ofan við Kottjörnina og þaðan upp í ásinn þar sem hún sveigði til suðurs og var á svipuðum slóðum og vegurinn út úr þorpinu liggur nú. Við hefjum för okkar uppi á Höfðanum og göngum svo niður í þorpið. Höfðinn á Raufarhöfn er svip- sterkur og mótar sviðsmynd þorps- ins; engu öðru líkur. Efst á Höfðan- um er Raufarhafnarviti, byggður 1931. Þaðan er útsýni gott og hvergi betra að virða staðinn fyrir sér. Ein- hverjum kann að finnast það skrýtið að höfn á Norðurlandi skuli opnast til suðurs en svo er með Raufarhöfn sem liggur eftir áttum; norður – suð- ur. Höfnin er varin af Höfðanum til austurs og fram undan honum til suðurs er Hólminn og þar fyrir framan til suðurs er flúðin Baka sem skip og bátar þurfa að krækja fyrir þegar siglt er inn á höfnina. Baka hefur reynst mörgu fleyinu skeinu- hætt í aldanna rás en við enda henn- ar er nú mikil græn bauja til viðvör- unar og leiðsagnar fyrir sjófarendur. Horft til suðurs má sjá hvar Hóls- höfðinn gengur fram í sjóinn, austar er Ormarslónshöfðinn, svo Súlurnar og þá Rakkanesið. Ef litið er til vest- urs yfir þorpið blasir yngsti hluti þess við á Vogsholtinu en uppbygg- ing þar hófst á sjöunda áratug síð- ustu aldar er síldarævintýrið stóð sem hæst. Þar á holtinu fóru krakk- ar í kríueggjaleit fyrr á árum – og gera enn. Við beinum augum okkar að ströndinni og staðnæmumst við hæð handan við sundið. Þar hefur fyrrum trúlega staðið bærinn Kot og styðja þá tilgátu nöfn Kotflúð- arinnar sem gengur þar fram í sjó- inn, Kottjarnarinnar sem er rétt upp af ströndinni og Kotbárunnar við Framnesið. Þarna á hæðinni stóð í um hálfa öld húsið Hjaltabakki sem Hjalti Friðgeirsson byggði 1940 í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og utan skipulags hreppsins. Hjalta var bent á að Þjóðverjar kynnu að álíta að húsið væri strandvirki og myndu skjóta það niður. Hjalti var óhræddur við slíkt og byggði húsið á eigin ábyrgð. Styrjöldinni lauk hins vegar án þess að Hjaltabakki væri sprengdur. Húsið var hins vegar eins og mörg önnur rifið í lok ald- arinnar en eftir stendur mynd- arlegur bæjarhóllinn. Handan Hjaltabakka er Kottjörnin með sín- um hólma og fuglalífi og hefur verið leikvangur krakka svo langt aftur sem elstu menn muna. Þegar horft er yfir þorpið má glögglega sjá að byggðin slitnar í sundur. Syðst er nýja hverfið á Vogsholtinu en norðan þeirrar byggðar er Holtið þar sem að- albyggðin var með sínum íbúðar- húsum og atvinnufyrirtækjum. Mörk þess hverfis til norðurs lágu eina tíð um læk sem rann úr Fenj- unum til sjávar rétt norðan við at- hafnasvæði frystihússins. Norðan lækjarins var elsta byggðin, Sand- urinn. Allt of mörg falleg og sögu- fræg hús sem þar stóðu eru nú horf- in af sjónarsviðinu. Oft voru harðir „bardagar“ milli stráka í Sandinum og Holtaranna, en eftir því sem byggðin þróaðist, færðust þessi landamæri einnig til og Valgeir segir að í sína tíð hafi mörkin legið um Hafnarbrautina – og þó kannski ekki alveg því bræður tveir sem bjuggu í sama húsinu á átakalínunni voru hvor í sínu liðinu. Lágir ásar – Nón- ásinn til vesturs og Melrakkaásinn og Klifin til norðurs afmarka og skýla byggðinni en ofan þeirra er heiðin, land Raufarhafnar með fjölda mýra og vatna. Við höldum niður af Höfðanum sem er stolt þorpsins og prýði með sínum dokk- um og dældum, básum og bollum, víkum og vogum. Þangað hafa marg- ir lagt leið sína og notið kyrrðar og náttúrufegurðar og rétt eins og Siglufjarðarskálin gaf mörgum elsk- endum næði var Höfðalautin sá stað- ur þar sem haldist var hönd í hönd, framtíðardraumar reifaðir og inn- siglaðir með hring á fingri. Í hall- anum upp á Höfðann er kirkjugarð- urinn sem tekinn var í notkun 1920 en stækkaður fyrir allmörgum árum og er vel við haldið. Þar hvíla látnir Raufarhafnarbúar og aðrir sem hafa kosið sér þar sitt hinsta ból. Helgi segir mér að Raufarhafnarbúar sem deyi, fari ekki frá staðnum heldur færi sig aðeins um set. Á norðurbrún Höfðans er slétt flöt þar sem sjúkra- flugvélar lentu og þótt brautin sé stutt var hún samt eina grjótlausa slétta flötin í nágrenninu. Annars var aðalflugvöllur héraðsins til margra ára á söndunum norðan við Kópasker og þangað flugu síld- arstúlkurnar og síðan ekið með þær í rútu á vit ævintýranna í síldinni á Raufarhöfn. [...] Í Sandinum stóðu húsin þétt og mynduðu lítið sam- félag sem misst hefur sinn svip. Varla var um götur að ræða milli húsanna, miklu fremur stíga sem lágu þeirra á milli. Því er erfitt að staðsetja húsin með nákvæmni. Við skulum fylgja sjávarbakkanum og sunnan við Lundshúsið var og er lít- ið hús með risi sem heitir Barð. Það byggðu Guðmundur Jónasson og kona hans Fanney Jóhannesdóttir, Friðbjörnssonar frá Grashóli. [...] Finnsahúsið eða Bára eins og það hét á pappírum var eitt húsanna í Sandinum; stóð sunnan við Sand- gerði. Það byggði Þorfinnur Jónsson ættaður austan af Fáskrúðsfirði. Móðir hans lést þar og pabbi hans ákvað að fara til Ameríku og hafa Þorfinn með sér. Þeir fóru til Ak- ureyrar og biðu eftir skipinu sem aldrei kom og ekkert varð úr þeirra för vestur. Þá lést faðir Þorfinns en honum var komið fyrir í Presthólum þar sem hann ólst upp. Þaðan kom hann til Raufarhafnar. Eins og fleiri tók Þorfinnur sig upp og fór til Nor- egs til að kynna sér fiskveiðar. Þeg- ar hann kom aftur hafði hann keypt sér bát, Fálkann, og á honum sigldi hann heim og hafði með sér efni í nýtt hús, Báruna, sem hann smíðaði á Raufarhöfn. Rölt um Raufarhöfn sem var Sléttunga, safn til sögu Melrakkasléttu, heitir þriggja binda verk í ritstjórn Níelsar Árna Lund sem kom út fyrir stuttu og segir sögu ábúðar á Sléttunni. Hér er gripið niður í kaflann „Rölt um gömlu Raufarhöfn“. Ljósmynd/Sveinn Niklulásson Raufarhöfn Báturinn Fram TH 245 við SKOR-bryggjuna á góðviðrisdegi. Um borð er uppábúið fólk á leið í skemmtisiglingu. Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Opnum á nýjum stað! Ármúla 40 – full búð af nýjum vetrar vörum Opnunar- tilboð 20% afsl. lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.