Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 64
Tímatal Landnámurita
Ártal Auðkenni tímabils Rit Skýring
Árafjöldi frá
landnámi til
ritunar
870 • Orustan í Hafursfirði
• Gos í Vatnaöldum,
landnámslagið 870 +/–2
• Gos í Eldgjá 934 +/–4
•Alþingi stofnað, Úlfljótslög
• Smábændasamfélag fram til um 1300
Landnám hefst
1000 • Kristnitakan, heiðnin fellur
• Hróðólfur, trúboðsbiskup setti klaustur
á Bæ í Borgarfirði e.t.v. um 1040
1100 • Heklugos, Þjórsárdalur eyðist
• Lög fyrst rituð 1117–1118
Frumland-
náma
Hugmyndir eru uppi
um að hún hafi verið til
230–250
• Jón Ögmundsson stofnaði klaustur
á Þingeyrum, Húnaþingi 1112
Kolskeggur
fróði
Ari fróði
Vitnað er til þeirra í
eldri bókum en ekkert
til skrifað eftir þá
230–250
1200 • Gamli sáttmáli 1262 Styrmisbók Ritið er glatað en yngri
höfundar vitna til þess
í Hauksbók
• Goðaveldið fellur
• Grágás
• Járnsíða 1271, Jónsbók 1281 Sturlubók Ritið er glatað en til
er afrit með eyðum af
skinnbók Sturlu frá
um 1400
350–380
• Sturla Þórðarson fyrsti lögmaður
Íslands 1271, 1239 Snorri Sturluson
jarl, 1258 Gissur Þorvaldsson jarl
1300 • Ísland féll með Noregi undir Danmörku Hauksbók Ritið er glatað en til
er afrit frá 17. öld.
Tvö blöð vantar í ritið
340–440
1380 • Gos í Öræfajökli 1362, byggð eyðist
í Litlahéraði, 20–40 býli
1400 • Jarðeigendasamfélag fram yfir 1800 Melabók Ritið er glatað,
tvö blöð varðveitt
530–540
1500 • Siðaskiptin 1550
• Guðbrandsbiblía 1584
1600 • Einokunarverslunin Skarðsárbók 760
• Kópavogsfundurinn 1661, erfðahylling,
einveldi Friðriks III
Þórðarbók 760
Um ástæður landnáms
Af hverju tóku menn sig upp og
námu land á þessari afskekktu
eyju? Sjálfsagt liggja margar
ástæður og fjölþættar því til grund-
vallar og margar kenningar hafa
komið fram. Könnunarþörf og fróð-
leiksfýsn hafa snemma teygt menn
víða yfir höf og
lönd. Stundum
hefur þörfin fyrir
sjálfstæði, frelsi
og olnbogarými
einnig verið afl-
gjafi. Í Vatns-
dælu segir Grím-
ur inn háleygski
er hann ákvað að
fara til Íslands;
Er mér sagt gott frá landkostum,
at þar gangi fé sjálfala á vetrum, en
fiskr í hverju vatni, skógar miklir,
en frjálsir af ágangi konunga ok ill-
ræðismanna. (Íslendinga sögur,
VII, (1978), bls. 28)
Grálega þykir mörgum hér farið
orðum um stjórnarhætti konunga.
Í eðli mannsins virðist ríkt að
leita á nýjar slóðir, virkja nýjar
hugmyndir og hugdettur. Að leita
nýrra landa, kanna ný lönd og
nema ný lönd hefur verið ofarlega í
huga víkinga og þjóðhöfðingja. Á
okkar tímum, þegar flest á jörðinni
er fullkannað, tekur farfýsin á sig
nýja mynd; tunglið, Mars og aðrar
reikistjörnur, jafnvel himingeim-
urinn, verða freistandi áfanga-
staðir.
Á þeim tíma sem Ísland var num-
ið, er víkingaöldin að ganga í garð.
Hún er almennt talin standa á ár-
unum 800 til 1050, stundum er talið
að hún hefjist þegar norrænir vík-
ingar rændu klaustrið í Lindisfarne
á austurströnd Englands árið 793.
Með þróun skipakosts verða sjó-
ferðir algengari og verslun eykst
yfir sund og höf. Ný útsýn opnast.
Það er þó ekki fyrr en með fundi
Ameríku fyrir 1500 sem verslun og
siglingar færast í miklum mæli frá
Miðjarðarhafi út á Atlantshaf;
heimurinn stækkar.
Um það leyti sem Ísland byggist
er talið að landnám hefjist á ýmsum
eyjum. T.d. byggjast Madagaskar
og Nýja Sjáland á þessum tíma.
Talið er að Færeyjar hafi verið
numdar um 800, en nú eru komnar
fram kenningar um að það hafi ver-
ið fyrr. Fræðimenn hafa sett fram
ýmsar tillögur um tilurð landnáms-
ins. Telja sumir að fólksfjölgun á
Norðurlöndum hafi verið orsök,
þrengst hafi um íbúa þessara landa,
land hafi í auknum mæli verið tekið
til landbúnaðar og erfitt hafi orðið
fyrir yngra fólk að hasla sér völl.
[...]
Um breytingu samfélagsins á
ritunartíma Landnámu
Talsverðar breytingar verða á
Landnámabók í rás tímans frá elstu
gerð hennar. Síðari afritarar setja
sitt mark á Landnámu með at-
hugasemdum, breytingum og við-
horfum. Eins og áður segir er
Landnáma Sturlu Þórðarsonar, sem
er meginuppistaða þeirrar Land-
námu sem við lesum nú, rituð um
380 árum eftir að landnám hófst.
Nær fjórar aldir eru langur tími og
hætt við að margt skolist til á svo
löngum tíma. Sturla byggir á eldri
heimildum, sem glatast hafa og
leggur vafalítið út af þeim. Haukur
Erlendsson lögmaður ritar sitt afrit
um 50 árum eftir að Sturla skrifar
sína bók. Melabók er talin rituð um
100 árum eftir að Haukur gerir sitt
afrit og Skarðsbók og Þórðarbók
eru ritaðar á 17. öld eða um 760 ár-
um eftir að landnám hófst. Mót-
unarsaga þeirra gagna sem við höf-
um um landnám á Íslandi er því
mjög löng.
Því vaknar sú spurning hvort at-
hugun á aldarfari samtíðar afrit-
aranna, höfundanna, geti aukið
skilning á Landnámabók og Íslend-
ingabók og varpað ljósi á ritin og
þær breytingar sem verða með af-
ritunum, þegar menn taka eldra rit,
auka það og lagfæra. Flestir menn
eru að marki börn síns tíma og
stundum er sagt að skrif manna lýsi
meir þeim sjálfum en því sem þeir
vilja lýsa. Eitt er að átta sig á
hvernig sagnaritararnir sjá og lýsa
landnámsöldinni og sögunni fram til
um 1120 og annað að reyna að átta
sig á hvernig þetta tímabil var í
raun og veru.
Á landnámsöld og þjóðveldistím-
anum 870 til 1262 verða miklar
breytingar á samfélagsgerðinni og
skipulagi þjóðveldisins. Sveinbjörn
Rafnsson leggur í doktorsritgerð
sinni áherslu á, að við túlkun Land-
námu sé þessi flaumur breytinga
mikilvægt athugunarefni.
Á tíma þjóðveldisins er valdið í
höndum goðanna, goðaveldi. Þjóð-
veldið fellur og vald konungs tekur
við, embættismenn konungs fara
með vald hans, kristnitaka setur
mörk sín á þjóðfélagið. Margir þeir,
sem ritað hafa um íslenskt þjóð-
félag frá landnámi og á tíma þjóð-
veldisins hafa í ritum sínum sagt að
stéttaskipting hafi verið lítil á Ís-
landi í upphafi. Nefna má bók Jóns
Jónssonar Aðils, Gullöld Íslendinga,
rit Konrads Maurer og rit Jóns Jó-
hannessonar um þetta efni. Kjarni
samfélagsins á landnámstíma hafi
verið sjálfseignarbændur og þjóð-
félagsstaða frjálsra manna hafi ver-
ið mjög jöfn. Frjálsir menn og
þrælar voru helstu samfélagshóp-
arnir og stéttamunur milli frjálsra
manna var lítill. En síðan verður
breyting á. Af fornum sögum okkar
og ritum má ráða að frá um 1100
þegar ritun um landnám hefst fram
til seinni hluta 13. aldar breytist
þjóðfélagsgerðin mikið og síðan
áfram eftir fall þjóðveldisins,
kristnitökuna og siðskiptin, á þeim
tíma sem seinni afrit Landnámu eru
rituð.
Á landnáms- og söguöld telja ætt-
ir sjálfseignarbænda sig jafningja
og jafnréttháar höfðingjaættum.
Stofnun allsherjarríkisins er undra-
verð. Bændur taka sig saman,
dreifðir í þessu stóra landi, með-
fram langri strandlengjunni, inni í
landi og upp til fjalla. Þeir stofna
allsherjarþing í landinu og setja sér
ein lög sem gilda fyrir alla. Tvær
stofnanir voru á Alþingi, lögrétta og
dómstólar. Lögrétta hafði löggjaf-
arvald og ákvæði voru um að kynna
skyldi öllum landsmönnum lögin
reglulega. Dómstólar voru tveir;
fjórðungsdómur og fimmtardómur.
Hér er stofnað ríki án miðstýringar,
án konungs eða höfðingja, sem fara
með völdin. Samkvæmt stjórn-
skipan, sem landsmenn ákveða,
koma goðarnir, veraldlegir og
trúarlegir leiðtogar, saman á Þing-
velli, dæma í deilumálum, setja lög
og sitja á rökstólum. Ríkið, þjóð-
veldið, er bundið við goðorðin. Lög-
gjafarvaldið var sjálfstætt og að-
skilið frá dómsvaldinu. Aðskilnaður
löggjafarvalds og dómsvalds er eitt
hið merkasta atriði í löggjöf Íslend-
inga á þjóðveldisöld. Oft er rætt um
að menn á þessum tíma hafi ekki
talið sig vera að stofna ríki, e.t.v.
hefur hugtakið ríki ekki verið skýrt
í hugum manna þá. Aðalatriðið var
að ein lög giltu í landinu. Lögin
voru bindiefnið, límið í þessu sam-
félagi. Adam biskup af Brimum seg-
ir í Sögu erkibiskupanna sem hann
ritar um 1070, að Íslendingar hafi
ekki konung en þeir hafi ein lög.
Sumir hafa viljað kalla þetta sam-
félag lagaveldi þjóðveldisins fremur
en ríki.
Jafnrétti var mikið. Land er
dæmt á fyrri hluta tíundu aldar af
þeim manni sem átti Bláskóga, fyrir
dráp á þræli eða leysingja, og land-
ið lagt undir Alþingi sem almenn-
ingur. Skyldi þrælsdráp hafa verið
svona alvarlegt, haft svo af-
drifamiklar afleiðingar, í mörgum
löndum á þessum tíma? En breyt-
ing verður á.
Fall þjóðveldisins á að miklu leyti
orsakir í því að goðorð gengu kaup-
um og sölum, voru gefin og gengu í
arf. Goðarnir voru 36 við stofnun
Alþingis árið 930, níu í hverjum
fjórðungi. Árið 965 var ákveðið að
fjölga goðum um þrjá í Norðlend-
ingafjórðungi og urðu þeir þá 39
talsins. Grundvöllur þjóðskipulags-
ins var að hver goði hafði eitt at-
kvæði og einfaldur meirihluti réð
úrslitum.
Goðorðin söfnuðust síðan á fárra
hendur og landeignir líka. Talið er
að um 1220 hafi tíu einstaklingar
ráðið yfir öllum 39 goðorðunum. [...]
Um uppruna Íslendinga
Árdagar Íslendinga heitir
bók eftir Guðmund G.
Þórarinsson verkfræðing
sem fjallar um helstu
kenningar sem settar
hafa verið fram um upp-
runa Íslendinga og land-
nám Íslands. Hér eru
birtir kaflar úr bókinni
sem Einir útgáfa gefur út.
64 .
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Flottar vínyl
gólfmottur
Slitsterkar, liggja vel á
gólfi, renna ekki til og
auðveldar í þrifum.
LISTHÚSINU
fyrir eldhúsið,
forstofuna,
baðherbergið
og skrifstofur
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík,
sími 551 2050 Opið virka daga 11-18.
BÆKUR