Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 okkar unglingsár, við skíðaiðkun á veturna, byggingarvinnu og sveitaböll á sumrin. Seinna urðum við svo skála- verðir, en eitt árið vorum við 50 helgar utan Reykjavíkur. Á þessum árum kynntumst við tveimur sætum skátastelp- um, Dóru og Tótu, sem urðu svo okkar lífsförunautar. Það er margt sem við höfum brallað saman gegnum árin. Vorum í síldarævintýri á Reyðarfirði og skíðuðum í Oddsskarði löngu áð- ur en þar kom skíðalyfta. Gengum á Hornstrandir með góðum vinahóp árin 1973 og 1974, löngu áður en það komst í tísku. Byrjuðum að spila golf 17 ára , en þá var aðeins einn golf- völlur á Reykjavíkursvæðinu. Stunduðum útilegur, Þórs- merkurferðir, Glaumbæ þess á milli, reyndum yfirleitt að vera þar sem fjörið var mest. Dóra og Reynir stofnuðu heimili fyrst í okkar vinahópi og var Guðrún fyrsta barnið í hópn- um, auðvitað fannst okkur við eiga mikið í henni og hjálpuðum örugglega til við uppeldið. En við fullorðnuðumst eins og aðrir, urðum traustir fjölskyldu- feður og við Tóta fluttum til Lúxemborgar. Ekki minnkaði sambandið við það, öll árin höfum við eytt miklum tíma saman. Skíðaferðir á hverju ári, í Ölpunum eða Bandaríkjunum. Golfferðir til S- Afríku, Englands, Tyrklands, Lúxemborgar og Bandaríkj- anna. Sigling á skútunni þeirra, undir öruggri skipstjórn Reynis. Seinni ár áttu Dóra og Reynir yndislegan tíma í bústaðnum sínum á Flúðum, þá var ekki langt á milli okkar. Eftir að Reynir greindist með alvarlegt heilaæxli vonuðust allir til að hann fengi bót en það varð því miður ekki. Ég talaði síðast við hann í síma, tveimur vikum fyrir andlátið og þá gerði ég mér grein fyrir því hve langt hann var leiddur. Við vorum búnir að plana margar fleiri ferðir sem ekki verða farnar. Í sumar sagði Reynir „kannski fer ég ekki aft- ur í golfferðir, en örugglega för- um við aftur saman á skíði“. Dóra hefur staðið eins og klettur við hlið Reynis í veikind- unum, eins og hennar er von og vísa. Elsku Dóra, Guðrún, Gísli, Gauti og ykkar fjölskyldur, við Tóta og okkar stórfjölskylda samhryggjumst ykkur innilega og þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar sem aldrei hefur bor- ið skugga á. Góðir vinir eru gulls ígildi. Þórður (Doddi) og Þórhildur (Tóta). Brosmildur, kurteis, glöggur, heiðarlegur, vingjarnlegur, traustur, áreiðanlegur, skemmti- legur. Allt eru þetta lýsingar á vini okkar og samferðamanni, Reyni Ragnarssyni, sem nú hef- ur kvatt okkur, Halldóru og börn og barnabörn. Hann er far- inn hann Reynir en átti mun lengra líf skilið. Við, sem nú sitjum eftir og kveðjum góðan félaga, áttum með honum, skemmtilegt og eft- ir atvikum langt samstarf á sviði íþróttanna. Þar var hann foringi og leiðtogi til margra ára, for- maður í Íþróttabandalagi Reykjavíkur í fimmtán ár. Reynir var þungavigtarmaður í íþróttahreyfingunni. Á hann var hlustað og eftir því tekið þegar hann tjáði sig um ákvarðanir og framkvæmdir sem íþróttamál- efni varðaði. Á yngri árum stundaði Reyn- ir skíði hjá ÍR og þar fékk hann uppeldi og áhuga á íþróttum og framgangi þeirra. Hann var dyggur stuðningsmaður síns fé- lags og vakti strax athygli fyrir leiðsögn og forystuhæfileika. Tillögugóður, fylginn sér, virtur formaður, eljusamur og skipu- lagður. Það var happafengur þegar íþróttahreyfingin í Reykjavík fékk hann til forystu. Í samvinnu við Reykjavíkur- borg, varðandi uppbyggingu og fyrirgreiðslu til íþróttafélaganna í borginni, reyndist Reynir lyk- ilmaður og forystusauður í sam- starfi borgar og félaga. Reynir var endurskoðandi að atvinnu og naut mikils trausts fyrir heiðarleika, réttsýni og skynsemi, þegar kom að skatta- skilum og framtölum og var eft- irsóttur og vinsæll á þeim vett- vangi. Heiðarleiki, lögsemi, skýringar og góður frágangur á því sviði var hans lögmál, hans leiðarljós og vinnuregla. Undanfarin ár, höfum við, undirritaðir, myndað hóp og spilað golf saman, ásamt Reyni. Samstarfsmenn hans í ÍBR og ÍSÍ. Þar höfum við skemmt okk- ur, keppt, leikið og hlegið, rifjað upp eftirminnileg atvik og notið samvistar hver við annan. Þar var Reynir hrókur alls þess sem fram fór, góður í golfi, sögumað- ur og öðlingur, félagi og þátttak- andi, séntilmaður með láði. Og gafst aldrei upp. Í sumar gat hann ekki verið með í golfhópnum vegna þeirra veikinda sem ollu láti hans. Við héldum og vonuðum að honum tækist að hrista krabbann af sér, erfiðleikana, eins og hann var vanur í öllum sínum störfum og gjörðum. Þeirri baráttu lauk, því miður með láti okkar góða vinar. En minning hans lifir og við allir, undirritaðir, vottum Halldóru og afkomendum þeirra, samúð okkar. Við kveðj- um elskulegan félaga okkar og blessum minningu hans. Reynir Ragnarsson var öðlingur innan og utan. Ellert B. Schram, Stef- án Konráðsson, Lárus Blöndal, Örn Andréson, Gunnar Bragason, Hall- grímur Þorsteinsson, Tryggvi Geirsson, Kristinn Jörundsson, Andri Stefánsson, Frí- mann Ari Ferdinands- son, Björn Björnsson, Pétur Hrafn Sigurðs- son, Kristján Daní- elsson, Hörður Þor- steinsson. Reynir vinur og félagi er fall- inn frá á besta aldri. Í fjórða sinn kveðjum við einn úr hópn- um. Það minnir á að allt er í heiminum hverfult og enginn ræður sínum næturstað. Einstök vinátta og samheldni hefur einkennt vinahópinn. Vinir í gleði og í sorg. Reynir þar fremstur í flokki, hlýr og ráða- góður . Kynnin hófust fyrir hart nær hálfri öld þegar lífsháskinn var víðs fjarri. Lífið snerist um að komast inn í Glaumbæ og um skátaútilegur á Hellisheiði. Leiðin í skátaskálann Jötun hófst við ÍR-skálann þar sem Reynir stundaði skíðaíþróttina af kappi. Þar hófust kynni þeirra Dóru. Alvara lífsins tók við og um tvítugt hófu þau sambúð og eignuðust sitt fyrsta barn. Ein- staklega samhent í farsælu hjónabandi. Höfðingjar heim að sækja, hvort heldur var í Stað- arselið eða sælureitinn Vindás. Reynir var öðlingur með góða nærveru. Skipti ekki skapi svo við munum eða hækkaði róminn, þó svo að hann hefði ekki alltaf verið sammála síðasta ræðu- manni. Hann var úrræðagóður með mikla skipulagshæfileika sem nutu sín er hann skipulagði ógleymanlega golfferð fyrir hóp- inn til Tyrklands árið 2014. Æðruleysi Reynis og festa kom vel í ljós er hann greindist með ólæknandi sjúkdóm sem lagði hann að velli á tæpu ári . Hann hélt ótrauður áfram og mætti í vinnu þar til þrek þraut. Á kveðjustund minnumst við hans með kærleik og þakklæti. Elsku Dóra, Guðrún, Gísli, Gauti og fjölskyldur, megi allar góðar vættir styðja ykkur og styrkja. Fyrir hönd Saumaklúbbs Dóru og maka, Olga Guðmundsdóttir. Vinur minn og samherji Reynir Ragnarsson er fallinn frá langt um aldur fram. Leiðir okkar Reynis lágu fyrst saman 1988 er við settumst í stjórn ÍBR. Við vorum þá unglingarnir í stjórninni! Hann 40 og ég 37, undir stjórn Ara Guðmundsson- ar. Er kom að því að Ari hætti, ræddum við Reynir saman um hvað við tæki. Ljóst var að eng- inn innan stjórnar ætlaði að gefa kost á sér í formennsku, við tvö höfðum haft sömu skoðanir á flestum málum og töldum að það þyrfti að efla bandalagið, og með nýjum utanaðkomandi for- manni var ekki víst að það gerð- ist. Niðurstaðan var að Reynir gæfi kost á sér til formanns, en þó með því loforði að ég sæti með í stjórn þann tíma sem hann starfaði, ekki reiknuðum við með að það yrðu 15 ár í við- bót. Er nýr formaður tók við 2009 fékk ég sömu kvöð a.m.k. til að byrja með og sit ég enn í stjórninni. Þessi tími var einstaklega skemmtilegur og uppbyggjandi, enda tók bandalagið miklum breytingum undir hans forystu. Okkar samstarf var alltaf ein- staklega gott og farsælt, það voru ekki mörg málin sem við vorum ekki sammála um, en í þeim tilfellum sem svo var ekki leystum við málið í vinsemd og sátt. Við vorum sammála um að efla þyrfti tengsl bandalagsins við ÍSÍ og fékk hann mig til að gefa kost á mér í stjórn ÍSÍ, sem varð og sit ég þar enn. Þau eru óteljandi umbótamál- in sem komust á undir hans for- ystu, fyrir félögin í Reykjavík, ÍBR og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Telja má upp mál eins og skautahöllina, framkvæmd Reykjavíkurmaraþons, Borgar- leika, íþróttafulltrúa félaganna, hækkun styrkja til félaganna frá borginni og fleira. Eins kom hann að mörgum málum fyrir íþróttahreyfinguna í heild svo sem sameiningu ÍSÍ og ÓÍ, stjórn Getspár, kjörnefnd ÍSÍ, heiðursráð, framkvæmd Smá- þjóðaleika 1996 ofl. Þau mál sem enn eru í gangi en unnið var og er að eru innganga Reykjavík- urfélaganna í UMFÍ, stofnun Afreksmiðstöðvar, skipulags- mála íþróttahéraða ásamt fleiru. Það voru margar ánægju- stundirnar sem við höfum átt saman í leik og starfi, minn- isstæð er ferð okkar að loknum Borgarleikum í San Francisco 2008. Síðari ár vorum við saman í golfhóp ÍSÍ ásamt fleiri góðum félögum. Tekið var vel á móti okkur er við heimsóttum hann og Halldóru í sumarbústaðinn. Því miður var ekki um golfiðkun að ræða hjá honum í sumar vegna veikindanna, en það var mikil ánægja að hjónin komu og hittu okkur að leik loknum er við spiluðum á Flúðum á besta degi sumarsins. Reynir sleit aldrei samband- inu við ÍBR, því að formennsku lokinni tók hann að sér að verða endurskoðandi bandalagsins fram á síðustu stundu, þar sem við hittumst reglulega. Það var alltaf gott að leita ráða hjá hon- um, hvort sem það var í síma eða með fundi. Íþróttahreyfingin sér á bak miklum foringja, og persónulega sé ég á eftir miklum og traust- um félaga og vini. Halldóru, Guðrúnu, Gísla, Gauta og barnabörnum sendi ég innilegar samúðar- og vinar- kveðjur. Örn Andrésson. Reynir Ragnarsson var mikill áhrifamaður í íslenskri íþrótta- hreyfingu síðustu áratugina. Sautján ára varð hann formaður skíðadeildar ÍR og starfaði fyrir það félag árum saman, fyrst í skíðadeildinni en síðan í aðal- stjórn. Reynir var stjórnarmað- ur stærsta íþróttahéraðsins inn- an ÍSÍ, Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), í 20 ár, þar af formaður þess í 14 ár. Þar vann hann mikið og fórnfúst starf en ÍBR gegnir lykilhlut- verki í öllu íþróttastarfi í Reykjavík. Reynir var kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ á Íþróttaþingi 2015 en það er æðsta heiðursvið- urkenning sem hægt er að hljóta innan íþróttahreyfingar- innar á Íslandi. Það er oft talað um mikilvægi sjálfboðaliða- starfsins fyrir íþróttahreyf- inguna og hið mikla og óeig- ingjarna starf sem þeir skila. Þá erum við að tala um menn eins og Reyni Ragnarsson. Mann sem hafði yfrið nóg að gera dagsdaglega í sínu starfi en gaf sér tíma til að leiða íþrótta- hreyfinguna í Reykjavík um langt skeið. Það er svo sann- arlega gulls ígildi fyrir íþrótta- hreyfinguna að hafa átt að mann eins og Reyni. Reynir kom einnig að starfi fyrir ÍSÍ með margvíslegum hætti. Hann sat í framkvæmda- nefnd Smáþjóðaleikanna í Reykjavík árið 1997. Þá var hann einn af lykilmönnum í öllu ferlinu þegar Ólympíunefnd Ís- lands sameinaðist ÍSÍ, sem er einn af stóru atburðunum í sögu ÍSÍ. Einnig sat hann í stjórn Ís- lenskrar getspár í áraraðir sem fulltrúi ÍSÍ. Reynir átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum inn- an vébanda ÍSÍ, var m.a. for- maður kjörnefndar Íþróttaþings ÍSÍ í áratugi og sat í heiðursráði ÍSÍ. Reynir var alltaf tilbúinn til að leggja íþróttahreyfingunni lið og láta gott af sér leiða. Hann var maður sem oft var leitað til þegar mikið lá við enda naut hann mikillar virðingar meðal félaga sinna í hreyfingunni. Hann var rökfastur og fylginn sér og lagði ávallt gott til mála. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ er þakklátt fyrir gefandi samstarf við Reyni og ekki síður fyrir all- ar þær góðu stundir og vináttu sem fylgdu því samstarfi. Við færum Halldóru og fjöl- skyldu Reynis innilegar samúð- arkveðjur. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ. Kær vinur okkar og sam- starfsmaður, Reynir Ragnars- son, er fallinn frá eftir stutta baráttu við alvarleg veikindi. Það er sárt að horfa á eftir góð- um vini og félaga en ekki síður er það mikill missir fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi þar sem Reynir hafði verið leiðtogi og gefið mikið af sínum kröftum. Reynir var formaður ÍBR frá 1994-2009 en hafði þá setið í stjórninni frá 1988. Reynir hafði skýra sýn fyrir íþróttir og framþróun þeirra í Reykjavík og það er ljóst að gríðarlegur ár- angur varðandi uppbyggingu og faglegra starf íþróttahreyfingar- innar í Reykjavík var stefnu- festu og framsýni hans að þakka. Reynir hafði einstakt lag á að koma málum áfram með sínu rólega og yfirvegaða fasi, án átaka og í sátt við alla. Hann var ætíð úrræðagóður þegar kom að lausnum erfiðra mála og naut mikillar virðingar innan íþróttahreyfingarinnar. Honum var því treyst til ábyrgðarmik- illa starfa á þeim vettvangi svo sem ýmissa embætta á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Má þar nefna að Reynir var um árabil formaður kjör- nefndar ÍSÍ, sat í heiðursráði ÍSÍ, stjórn Íslenskrar getspár, tók að sér stórt hlutverk í fram- kvæmd Smáþjóðaleika 1997 og kom að sameiningu ÍSÍ og Ól- ympíunefndar Íslands. Samstarf stjórna ÍBR undir stjórn Reynis var gott og fundir gátu dregist á langinn enda fékk fagleg og málefnaleg umræða að njóta sín. Eftir að Reynir hætti sem formaður ÍBR var auðsótt að leita til hans varðandi ýmis mál og hann hélt einnig tengingu við bandalagið með því að vera end- urskoðandi þess. Það er mikill missir að kröftum Reynis og hans verður sárt saknað. Íþróttahreyfingin í Reykjavík þakkar Reyni áratuga starf og fyrir að hafa fengið að vinna með honum og við munum ætið búa að þeirri reynslu og þekk- ingu sem hlaust af því samstarfi. Stjórnar- og starfsfólk ÍBR saknar mikils foringja og félaga og þakkar eftirminnilegar sam- verustundir í starfi og leik. Hall- dóru, börnum og barnabörnum Reynis vottum við okkar dýpstu samúð. Ingvar Sverrisson, formaður. Reynir Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi, kær félagi og vinur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Árbær til 23 ára, er fallinn frá langt um aldur fram, aðeins 68 ára. Reynir var hóg- vær og traustur maður og hæfi- leikar hans fóru ekki fram hjá þeim sem kynntust honum. Því valdist hann gjarnan til foryst- ustarfa meðal annars í íþrótta- hreyfingunni þar sem hann var meðal annars formaður Íþrótta- bandalags Reykjavíkur um ára- bil. Hjá Rótarýklúbbnum sínum gegndi Reynir öllum helstu trúnaðarstöðum í áranna rás, meðal annars forsetaembættinu og fór það allt vel úr hendi eins og hans var von og vísa. Reynir og Halldóra J. Gísla- dóttir, kona hans, hafa verið okkur klúbbfélögum og mökum afskaplega kær enda samveru- stundirnar orðnar margar og góðar gegnum tíðina. Við félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Árbær vottum Hall- dóru Gísladóttur, fjölskyldu og vinum Reynis innilega samúð við fráfall okkar kæra félaga og vinar. Guðjón Sigurbjartsson, forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík-Árbær. Reynir Ragnarsson endur- skoðandi andaðist 22. október sl. eftir snörp og erfið veikindi. Reynir sat í stjórn Getspár frá 1997-2006. Hann sinnti störfum sínum afar vel sem stjórnarmað- ur og var vakandi yfir hags- munum eigenda og neytenda. Hann var virtur af stjórn og starfsfólki. Það var gott að get- að leitað ráða hjá Reyni um ým- is atriði er tengdust rekstri fé- lagsins. Og nú er þessi öðlingur horf- inn til feðra sinna eftir farsælt og gott lífsstarf, alltof snemma. Íslensk getspá hefur misst góð- an félaga og liðsmann. Hans verður sárt saknað en verk hans og framlag í þágu Getspár mun lifa. Á þessari stundu er hugur okkar hjá fjölskyldu Reynis, við sendum Halldóru og þeim öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri. Elsku Alli. Hví ertu horfinn, hugs- um við í dag, helstríði lokið, komið sólarlag. Leystur úr fjötrum lífs um æviskeið, löngunarfullt til þess er handan beið. (Á.F.) Þín Ester. Elsku besti pabbi minn. Það er svo sárt að kveðja þig. Þegar ég minnist þín þá verða samverustundir okkar ljóslif- andi, eins og þegar þú opnaðir þig fyrir stuttu og sagðir mér frá æsku þinni í Súðavík, þá skildi ég betur þá hörku sem einkenndi þig. Að lenda í einelti er þungur skóli og að þurfa að taka koju föður þíns 10 ára gamall, eftir að hann féll fyrir borð á bátnum mb. Val IS 420, hlýtur að móta mann til lífstíðar. Snemma eignaðist þú þinn fyrsta bát og þá varð ekki aftur snúið, sjórinn var þitt líf og yndi og þú gast verið að til 79 ára ald- urs, stálhraustur alla tíð. „Þú ert alveg eins og pabbi þinn“ hefur mamma oft sagt við mig og ég sé það alltaf meira og meira hvað það er rétt hjá henni. Þegar ég fer til baka að athuga í þriðja sinn hvort hurðin sé ekki örugglega læst þá hugsa ég til þín. Ég er svo ánægð að hafa get- að rétt þér hjálparhönd við lönd- unina síðustu árin þín á sjónum. Þær stundir ylja mér. Þú ert fyr- irmynd mín í svo mörgu, nægju- Aðalsteinn Haraldsson ✝ AðalsteinnHaraldsson fæddist 5. nóv- ember 1933. Hann andaðist 21. októ- ber 2016 Útför Aðalsteins fór fram 28. októ- ber 2016. samur, heiðarlegur og gjafmildur. Þú kenndir mér að setja mér markmið, klára þetta eða hitt fyrir ákveðinn tíma. Oft komu nestisbox- in þín full með þér heim af sjónum, þá var fiskiríið svo mikið að þú gafst þér ekki tíma til að fá þér bita. Særún var þitt happafley og þú sást að það myndi ganga upp að gera svona bát út héðan þótt aðrir ef- uðust. Takk, elsku pabbi, hvað þú studdir mig þegar Gulli dó og að hafa verið Lenu minni sem pabbi. Nú er allt um borð í Byr og stefnan tekin á önnur mið. Dýrð þín er nú í himraríki hátt, hefst nú þín ganga beint í sólarátt. Lendur að skoða víðar guðs um geim, gengur á ljós, nú ertu kominn heim. (Á F.) Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Hvíl í friði. Þín, Kristín (Stína). Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Þín Ester Ósk og Arnar Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.