Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 81
DÆGRADVÖL 81
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú færð hverja hugmyndina á fætur
annarri en gengur illa að gera þær allar að
raunveruleika. Treystu innsæi þínu, þar liggur
svarið.
20. apríl - 20. maí
Naut Ekki rétti dagurinn til að ræða um pen-
inga eða lána einhverjum eða taka lán. Aðal-
málið er að vera með góðum vinum sem
hægt er að deila með sorg og gleði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Líklegt er að rómantíkin blómstri
næstu vikur. Hvað sem því líður þarftu á til-
breytingu að halda. Þú hefur stöðugar
áhyggjur, en mundu að það er alger tímasó-
un.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu ekki með stöðugar áhyggjur af
því hvað öðrum kann að finnast um þig. Ekki
horfa niður, þú færð bara svima.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Í nýjum hugmyndum felast oft gömul
sannindi. Notaðu innsæi þitt til að velja það
sem hentar þér best. Notfærðu þér persónu-
töfrana til að vingast við smáfólkið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Framabrautin virðist greið, nýttu
tækifærin sem árið ber í skauti sér. Sýndu
fólki áhuga. Þú færð góðar fréttir af ætt-
ingjum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gefstu ekki upp á því að leggja góðum
málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finn-
ist lítið miða áfram. Sýndu stórhug og réttu
fram sáttarhönd í deilum við nágranna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sérvitringur eða mjög sérstakur
einstaklingur mun líklega verða á vegi þínum
í dag. Kannski væri rétt að skera á sum vina-
bönd og bæta önnur – ákvörðunin er þín.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki þreyta vinnufélagana með
endalausum sögum af einkahögum þínum.
Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína af og til.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Á meðan þú umbreytir þínum ytri
heimi verða einnig breytingar á þínum innri
heimi. Nú er tími til kominn að slaka á, þú
hefur unnið of mikið of lengi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það reynir heldur betur á þig nú
þegar til stendur að breyta starfi þínu. Þú
hefur ekkert val í ástamálunum. Gerðu það
rétta. Einhver býður þér til veislu og þar
verður sko gaman.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Grunnurinn þarf að vera góður til
þess að það sem á honum rís sé til fram-
búðar. Þannig er með ástarsamböndin, þau
verður að reisa á traustum grunni.
Íslenskt afreksfólk í íþróttum erengu líkt. Augu heimsins hafa
verið á fótboltalandsliði karla í kjöl-
far frábærs árangurs þess á Evr-
ópumótinu í Frakklandi á liðnu
sumri og undanfarna daga hefur
kylfingurinn Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir átt sviðið í golfumfjöllun
margra erlendra miðla. Reyndar er
sama hvert litið er. Hvar sem er al-
þjóðleg keppni í íþróttum með þátt-
töku Íslendinga eru þeir í sviðsljós-
inu.
x x x
Öllum á óvart var Ólafía Þórunn íefsta sæti að loknum fyrsta
keppnisdegi á móti á Evrópumóta-
röðinni í Abu Dhabi í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum í fyrra-
kvöld. Árangurinn vakti athygli
erlendra sjónvarpsstöðva og gaman
var að sjá hvað hún var yfirveguð í
viðtölum eftir hringinn.
x x x
Margir efuðust um að Ólafía Þór-unn næði að fylgja árangrinum
eftir í gær en hún þaggaði niður í öll-
um efasemdaröddum og jók foryst-
una. Enn eru tveir keppnisdagar eft-
ir og því getur margt gerst, en hver
sem niðurstaðan verður er ljóst að
Ólafía Þórunn hefur skráð nafn sitt í
sögubækur golfsins.
x x x
Víkverji horfði á keppnina í beinniútsendingu um stund í gær og
það var hrein unun að sjá hvernig Ís-
landsmeistarinn brást við auknu
álagi. Fróðlegt verður að fylgjast
með Ólafíu Þórunni á golfvellinum í
náinni framtíð. Ótrúleg keppnis-
kona, frábær landkynning.
x x x
Íslenska karlalandsliðið í handboltahefur lengi verið flaggskip ís-
lenskra íþrótta og staðið sig frábær-
lega í alþjóðakeppni. Í raun hefur
framgangan verið með ólíkindum.
x x x
Í fyrrakvöld hófst ný keppni.Nokkrir lykilmenn undanfarinna
ára eru ekki lengur með og vænting-
arnar því kannski minni en oft áður.
Leikurinn á móti Tékkum var ekki
sá besti en hann vannst og það er að-
alatriðið. Landsliðið verður áfram í
sviðsljósinu. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Óttast ekki, trú þú að-
eins“ (Mark. 5:36B)
Á þessum degi árið 1899 fædd-ist Jóhannes úr Kötlum. Í
Skáldu, afmælisdagabók sinni,
tekur hann þetta erindi eftir sig:
Allt við þau hamarshögg
hrekkur í kuðung:
dengir rauður dauðinn
dárahníf.
Mannkind ró rúin
ranghvolfir augum
– eins og hýhnoðri
hangir á bláþræði
vort litla líf.
Á Boðnarmiði skrifar Kristinn
R. Ólafsson: „Nýyrði dagsins: Eco-
sexual – Umhverfur, sbr. kyn-
hverfur
Í umhverfisástarblossa
átti ég mök við fossa
og gröð varð þá mold
er ég giljaði fold
meðal gneggjandi útigangshrossa.“
Og til skýringar bætir Kristinn
við: „Úr Kvennablaðinu: Ecosex-
ual er heiti yfir það fólk sem örv-
ast kynferðislega í náttúrunni og
þykir jörðin kynþokkafull. Þessa
vikuna í Sydney Ástralíu er tæki-
færi til að stunda kynlíf með jörð-
inni.“
Á Leirnum á miðvikudagskvöld
kvaðst Fía á Sandi ekki nenna að
yrkja meira um stjórnmál að sinni,
– „og þá er að snúa sér að vín-
skápnum og vita hvort ekki finnst
þar góð flaska. Einu sinni orti ég
þessa:
Í sumum flöskum andi er,
aðrar hrífa varla.
Góðar flöskur gefa mér
gleði og ást til karla.“
Þetta tendraði neistann í Pétri
Stefánssyni:
Það er ljúft að leika sér,
láta bjórinn renna.
Alltaf gefur ölið mér
ástarþrá til kvenna.
Ingólfur Ómar var með á nót-
unum:
Veitir svölun, gefur grið,
gjarna hrindir trega.
Drekka öl og daðra við
dömu yndislega.
Og Sigurlaug Hermannsdóttir
var sama sinnis og spurði á kjör-
dag hvort ekki væri ágætt að taka
smáhvíld frá pólitíkinni:
Er Dúddi með draumlynda hugann
sá dróna einn ókunnugan
hann kollhúfur lagði
og með kindarsvip sagði:
„A-tarna var furðuleg flugan.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kötluskáldið, nýyrði dags-
ins og pólitísk þreyta
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að líta til baka einu
sinni enn.
HJÁLP! HEY, ÞIÐ ÞARNA Í
LAUTARTÚRNUM!
HENDIÐ TIL
MÍN SAMLOKU!
ÉG BÝÐ ÞÉR
BRUNAÁBYRGÐ...
ÞÚ MEINAR
BRUNATRYGGINGU!
NEI, ÉG ÁBYRGIST AÐ KASTALINN ÞINN BRENNUR
EF ÞÚ LÆTUR EKKI ÖLL VERÐMÆTI AF HENDI!
FYRRVERANDI REYKINGAMENN ERU
SLÆMT FÓLK.
ÞAÐ ER SORGLEGT AÐ
SÍGARETTUPAKKARNIR
SÉU EKKI MEÐ
VIÐVÖRUNUM.
„ÉG HEF BARA SÉÐ ÞESSAR SKRÍTNU
KLESSUR SÍÐAN VIÐ KOMUM HINGAÐ –
EKKERT RAUNVERULEGT FÓLK.“
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur