Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 88

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 88
Gaurar Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og María Pálsdóttir leika ólíka karaktera sem margir geta speglað sig í. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Pörupiltarnir eru mættir aftur til leiks en nú ætla þeir að ræða föður- hlutverkið í sýningunni Who’s the Daddy. Sýningin verður frumsýnd í kvöld í Tjarnarbíói kl. 20.30 og verða aðeins fjórar sýningar. Leikhóp- urinn er skipaður leikkonunum Alexíu Björgu Jóhannesdóttur, Mar- íu Pálsdóttur og Sólveigu Guð- mundsdóttur. „Hugmyndin að Pörupiltunum kom til eftir að ég hafði sótt drag- námskeið úti í Finnlandi. Ég var þar í mastersnámi og það sem heillaði mig við það var að þar var verið að stunda svolítið tilraunakennt leik- hús, ekki þetta hefðbundna texta- leikhús,“ segir María. „Eitt nám- skeiðið var mjög spennandi, það var drag-námskeið. Diane Torr kenndi á námskeiðinu og var það í fyrsta sinn fyrir leikara en hún hafði áður verið með svona námskeið fyrir lesbíur. Hún var búin að rannsaka líkams- beitingu karla, hegðun þeirra og fas og var með allskyns „trix“ til að breyta okkur hreinlega í karlmenn. Þetta lukkaðist svona ljómandi vel. Okkur var skipt upp í stráka- og stelpuhópa og við köfuðum ofan í þessi fræði. Það sem var skemmti- legast við þetta var að þetta var svo- lítið öðruvísi en þessi hefðbundnu leikhúsfræði þar sem maður er oft að reyna að skilja karakterinn sinn í gegnum textann og reyna að þreifa fyrir sér þannig. En þetta var meira þannig að við settum okkur í gervið, í búninginn og kíktum síðan í spegil til að sjá hver birtist.“ Hjálpaði að hætta að brosa María segir að ráðin hennar Torr hafi meðal annars verið þau að ímynda sér að augun væru dýpra inni í höfðinu og að allt tæki lengri tíma. „Konur eru svo oft kvikar, örar og oftar á tánum, en karlar eru af- slappaðri. Auðvitað erum við eins misjöfn og við erum mörg og mikið um alhæfingar en allt svona hjálpaði okkur að komast frá okkur sjálfum. Annað ráð var að prófa að sleppa því alveg að brosa. Bara hætta því. Það var rosalega erfitt, eiginlega bara hrikalega erfitt.“ Eftir að María flutti aftur heim ákvað hún að halda dragnámskeið fyrir konur. Um 15 leikkonur sóttu námskeiðið og héldu þær síðan uppi- stand á Kringlukránni á sínum tíma. „Þá kölluðum við okkur Pörupilta og við vorum ansi margar, en svo voru það Alexía og Sólveig sem komu að máli við mig eftir Kringlukráar- ævintýrið og vildu halda áfram.“ Þær stofnuðu þá leikhópinn Pöru- pilta og voru með uppistand í Þjóð- leikhúskjallaranum, Homo Erectus. Uppistandið endaði svo á Stóra sviði Þjóðleikhússins. „Þetta átti að vera bara lítið og sætt en gekk svona glimrandi vel og fólk hló mikið.“ Kynfræðslan sló í gegn Eftir Homo Erectus ákvað þríeykið að setja upp kynfræðslu- sýningu þar sem 10. bekkingum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið í Borgarleikhúsið síðustu þrjá vetur. „Unglingarnir hafa mjög gaman af okkur og þarna erum við að taka á ákveðnu „tabúi“ og gera það skemmtilegt. Um leið og við er- um búnar að ná krökkunum í hlátur og gleði þá er ýmislegt sem við get- um frætt þau um á laun.“ María seg- ir að það standi til að fara með verk- efnið til Ísafjarðar, en draumurinn er að fara um allt land. „Það væri óskandi að þetta færi í fjárlög og við gætum haldið þessu áfram. Við höf- um verið í miklu sambandi við land- læknisembættið og höfum fengið góðan stuðning og hvatningu frá því.“ Pörupiltarnir takast nú á við föðurhlutverkið í þessari þriðju og síðustu sýningu í þríleiknum. „Nú þarf að taka afleiðingunum af allri kynfræðslunni! Dóri Maack er orð- inn pabbi og þarf að skaffa peninga svo hann skellir í fræðslukvöld fyrir einstæða foreldra en eins og allt sem þessir dúddar ætla að gera þá klúðr- ast það. Það sem er gaman við þetta form er að það leynist svo mikið frelsi í þessu – af því að við erum konur að leika karla þá megum við segja það sem hvorki konur né menn kæmust upp með að segja, allt fær annað vægi og verður stundum skemmtilega mótsagnakennt.“ Pörupiltarnir verða pabbar  Ný sýning Pörupiltanna, Who’s the Daddy, frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld 88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Dr. Stephen Vincent Strange slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd skurðaðgerða. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lok- um "hinn forna" sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 19.00, 20.00, 22.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Doctor Strange Grimmd 12 Íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa spor- laust af leikvelli í Ár- bænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heið- mörk og rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur. IMDb 5,8/10 Smárabíó 17.20, 20.00, 22.10, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Jack Reacher: Never Go Back 12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru sam- særi til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.30 The Accountant 16 Christian Wolff er stærð- fræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00, 23.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.10 Bridget Jones’s Baby 12 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.25 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Inferno 12 Smárabíó 19.30, 19.50, 22.30 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Hacksaw Ridge 16 Byggð á magnaðri sögu her- læknisins Desmond T. Doss, sem neitaði að bera vopn í seinni heimsstyrjöldinni. Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Keflavík 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Max Steel 12 Hér segir frá ævintýrum tán- ingsins Max McGrath og framandi félaga hans, Steel. Smárabíó 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Masterminds Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 17.20, 19.50, 22.00 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Magnificent Seven 12 Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 21.00 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Sjöundi dvergurinn Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prins- essu þegar hún var barn að aldri. Sambíóin Álfabakka 15.20, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Storkar Storkar komu. Núna afhenda þeir pakka fyrir alþjóðlega netfirsann Corner- stone.com. Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Heimili fröken Peregrine 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.00 Innsæi InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim. Bíó Paradís 20.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um Bíó Paradís 22.30 The sleeping beauty ballet Bíó Paradís 20.00 The girl with all the gifts Bíó Paradís 20.00 Can’t walk away Bíó Paradís 18.00 Autumn Lights Bíó Paradís 18.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.