Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 92
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Kom fótgangandi á fund Bjarna
2. Nennir ekki að tala um …
3. „Er þetta Björt Viðreisn?“
4. Logi beðinn að koma seinna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin verður opnuð í dag, föstu-
dag, kl. 13 í Kringlunni á 1. hæð gegnt
ÁTVR og samanstendur af myndum
sem sendar voru inn af atvinnu-
ljósmyndurum þessa lands og valdar
af sérstakri valnefnd í fimm flokkum.
Myndin hér að ofan nefnist „Maður á
grænum gangi“, framúrskarandi
mynd í flokki auglýsingamynda.
Ljósmynd/Gunnar Svanberg
Ljósmyndasýning í
tilefni 90 ára afmælis
Herdís Anna
Jónsdóttir og
Steef van Oos-
terhout í Dúó
Stemma leika ís-
lensk þjóðlög og
fleira fyrir gesti á
hádegistónleikum
Tónlistarfélags Ak-
ureyrar í dag,
föstudag, kl. 12. Dúóið leikur á víólu,
marimbu, íslenskt steinaspil og ýmis
önnur hefðbundin og heimatilbúin
hljóðfæri. Miðaverð er 2.000 kr. og fer
miðasala fram á www.mak.is.
Íslensk þjóðlög, þulur
og vísur
Tónlistarkonur úr öllum áttum halda
glæsilega „Airwaves off venue“-veislu í
Hannesarholti í dag og á morgun. Í dag
hefjast fyrstu tónleikar kl. 12 á hádegi
og stendur yfir þétt dag-
skrá til kl. 20. Á morgun
standa þeir yfir frá
16.30-20.00. Una
Stef, Védís Hervör,
Myrra Rós, Ragga
Gröndal, Alda
Dís, Rökkva
og fleiri taka
lagið.
KÍTÓN konur blása
til tónlistarveislu
Á laugardag Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og vægt frost, en
frostlaust með suðurströndinni.
Á sunnudag Vaxandi suðlæg átt, hlýnar og fer að rigna síðdegis.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10 m/s og stöku él með
norður- og austurströndinni en bjartviðri sunnan- og vestantil. Hiti
0 til 7 stig.
VEÐUR
„Þetta var annað hlutverk
en ég er vanur, og svolítið
svekkjandi fyrir mig,“ segir
Arnór Sveinn Aðalsteins-
son, sem þrátt fyrir að hafa
verið fyrirliði Breiðabliks
missti sæti sitt í byrj-
unarliðinu á síðustu leiktíð.
Hann ákvað að yfirgefa upp-
eldisfélagið sitt og samdi í
gær við KR til þriggja ára,
en mætir mikilli samkeppni
um sína uppáhaldsstöðu
sem hægri bakvörður. »4
Fyrirliði Blika
gekk í raðir KR
Sigurinn og stigin tvö í fyrsta leik í
undankeppni EM karla 2018 í hand-
knattleik er það sem mestu
máli skiptir eftir viðureignina
gegn Tékkum í Laugardals-
höllinni í fyrrakvöld.
Um það eru fjórir
viðmælendur
okkar sammála.
En hvað fannst
þeim að öðru
leyti um frammi-
stöðuna hjá
mikið breyttu
landsliði undir
stjórn Geirs
Sveinssonar?
»2-3
Hvernig var frammi-
staðan gegn Tékkum?
Hafnaboltinn er þjóðaríþrótt Banda-
ríkjanna og bið Cubs eftir meist-
aratitlinum – sú lengsta í sögu at-
vinnuíþrótta hér í landi – skapaði
mikla spennu í kringum þennan leik.
Enginn gat hinsvegar spáð þvílíkri
skemmtun og spennu sem þessi leik-
ur hafði upp á að bjóða, skrifar Gunn-
ar Valgeirsson um úrslitaleik Chicago
Cubs og Cleveland Indians. »4
Enginn gat spáð þvílíkri
skemmtun og spennu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
hundar geta verið hræddir við blásarann. Það
var einn hérna í vikunni sem var ekki alveg
viss með þennan blásara en þá klöppuðum við
honum bara meðan verið var að þurrka hann
og þá var þetta ekkert mál.“
Eins og okkur mannfólkinu líður hundunum
vel þegar þeir koma úr baðinu og segir Anna
að sinn eigin hundur eigi það til að fá sér væn-
an blund eftir gott bað.
Hundurinn ekki skilinn eftir
Anna segir að margir haldi að þau sjái um
þvottinn og hundurinn sé því skilinn eftir í
versluninni. Sú er hins vegar ekki raunin.
„Hér er aðstaða fyrir fólk til að þvo hundinn
eða hundana sína. Við hjálpum að sjálfsögðu
fólki ef svo ber undir en hugmyndin er að fólk
sjái sjálft um að þvo hundana sína. Það mynd-
ast líka miklu betri tengsl milli hunds og eig-
anda þegar fólk þvær hundinn sjálft og hund-
arnir verða rólegri.“
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Systkinin Anna Ólafsdóttir og Kjartan Ólafs-
son reka saman Litlu gæludýrabúðina í Hafn-
arfirði þar sem hundaeigendur geta komið sér-
staklega til að baða hundana sína.
„Okkur fannst vanta aðstöðu sem þessa fyrir
hundaeigendur en hugmyndin að versluninni
og hundabaðinu höfum við verið með í mag-
anum í að verða tvö ár,“ segir Anna en hún og
Kjartan hafa rekið saman netverslunina snati-
.is og kisa.is í 11 ár og þekkja því vel til í þess-
um geira.
„Það er hálfskammarlegt að segja frá því en
ég átti ekki gæludýr sjálf þegar við stofnuðum
netverslunina árið 2005. Hún kom til þannig að
bróðir minn átti hund og fannst lítið um gott
fóður fyrir hunda á markaðnum. Við ákváðum
þá að flytja sjálf inn fóður og selja og í dag er
fóður frá okkur selt bæði í netversluninni og
almennum verslunum. Við erum því ekki alveg
ný á þessu sviði og nú get ég státað af því að
vera komin með minn eigin hund.“
Allar nýjungar taka smá tíma
Hundabað er ný þjónusta á Íslandi og segir
Anna reksturinn fara rólega en örugglega af
stað.
„Allar nýjungar taka smá tíma og þegar fólk
er búið að koma einu sinni með hundinn sinn
þá vill það koma aftur og kemur aftur. Þetta er
mjög þægilegt og sáraeinfalt í notkun. Það tek-
ur ekki nema 15 mínútúr að baða og þurrka
meðalstóran hund.“
Hægt er að velja milli tveggja sjampóteg-
unda og einnig er hægt að fá næringu ef þess
er óskað en Anna segir það vera val hvers og
eins.
„Sjampóið og næringin kemur úr sturtu-
stútnum og hver og einn velur hvort það kem-
ur eða ekki,“ segir Anna og bætir við að baðið
taki allar stærðir hunda. „Í vikunni voru þrír
stórir hundar í hundabaðinu svo það tekur allt
frá þeim allra minnstu upp í þá allra stærstu.“
Ánægðir eftir gott bað
í boði eigandans
Á endanum snýst þetta um að halda hund-
inum hreinum, fallegum og hamingjusömum.
Anna segir hundana almennt hafa ánægju af
því að fara í baðið en sumir hræðist blásarann.
„Þeir eru voðalega rólegir í baðinu en sumir
Sumir hræðast blásarann
Litla gæludýrabúðin býður hundaeigendum aðstöðu til að baða hundinn
Sjampó og næring í boði fyrir þá sem vilja og auðvelt er að þurrka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundabað Anna Ólafsdóttir segir hundana almennt hafa ánægju af því að fara í baðið.
Í Litlu gæludýrabúðinni í Hafnarfirði er að
finna K9000 hundabaðið sem er sáraeinfalt
í notkun að sögn Önnu Ólafsdóttur, eiganda
búðarinnar.
„Það tekur ekki nema um 15 mínútur að
baða og þurrka meðalstóran hund. Hægt er
að velja milli tveggja sjampótegunda og
einnig er hægt að velja næringu. Til að
þurrka feldinn er kraftmikill blásari með
tveim hraðastillingum, sem blæs volgum
blæstri.“
K9000 hundabað
fyrir alla hunda
DÝRALÍF Í HAFNARFIRÐI