Morgunblaðið - 23.11.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 23.11.2016, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  275. tölublað  104. árgangur  LJÓSMYNDA- SAFN ELTONS JOHN BLANDA ER KOMIN TIL SKOTLANDS STÝRIMAÐUR OG BÓNDI Í TVEIMUR HEIMUM TÝND Í 10 DAGA 14 DAGLEGT LÍF 12MENNING 33 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Garðabær tekur forskot í þróun og byggingu smáíbúða á Íslandi, en bær- inn hefur undanfarið unnið að undir- búningi þeirra í Urriðaholti í Garða- bæ í samstarfi við þróunaraðila hverfisins, sem m.a. er í eigu eigenda IKEA á Íslandi. Um er að ræða til- raunaverkefni þar sem gert er ráð fyrir 25 m2 íbúðum í bland við stærri íbúðir. Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts, segir að skipulagsferlinu sé að ljúka og nú styttist í framkvæmdastig. Áætlað er að byggingarframkvæmdir hefjist fljótlega eftir áramót og verða fyrstu íbúðir tilbúnar vorið 2018 ef allt geng- ur eftir. „Þetta verða leiguíbúðir en bærinn gerði strax þá kröfu að húsið allt, 34 íbúðir, yrði í eigu sama aðila og íbúðirnar yrðu í langtímaleigu,“ segir Jón og bætir því við að þrátt fyrir smæð þeirra verði engum þægindum fórnað. „Hönnun íbúðanna kemur víða að og margir hafa lagt lóð sín á vogar- skálarnar, t.d. leitað í smiðju IKEA, sem hefur hannað og verið með til sýnis hjá sér lausnir fyrir smærri íbúðir.“ Hvergi er slakað á kröfum, t.d. með salerni og eldunaraðstöðu í hverri íbúð, en meginávinningur felst í smæð íbúða. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ánægjulegt að bærinn skuli taka forystu í verkefni sem þessu sem leitt geti til aukinnar sjálf- bærni og breiðara íbúðavals í bænum. „Þetta er þróunarverkefni sem við gáfum grænt ljós á og viljum sjá hvernig reynist. Við erum að reyna að koma til móts við ungt fólk og það verður spennandi að sjá hvernig þetta lukkast,“ segir Gunnar og bendir á umhverfið fái líka að njóta vafans. „Umhverfisþátturinn er ekki síður mikilvægur, en fjöldi fólks vinnur á þessu svæði og það er mikilvægt að bjóða sem flestum möguleika á að búa á svæðinu og draga úr löngum ferða- lögum til og frá vinnu.“ Smáíbúðir í Garðabæ  Byggðar verða íbúðir í Urriðaholti frá 25 fermetrum og upp úr  Verið að mæta ákalli fólks um ódýrari íbúðir  Eigendur IKEA meðal þróunaraðila hverfisins M Íbúðaverð hækkar... »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúð Smáíbúðir byggðar í Garðabæ. Morgunblaðið/Golli Viðræður Stjórnarmyndunarvið- ræður halda áfram í dag. Formenn VG, Pírata, Bjartrar fram- tíðar, Viðreisnar og Samfylkingar- innar funda í dag til að fara yfir hvaða mál þarfnist frekari viðræðna í stjórnarmyndunarviðræðum, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. Hún sagði við mbl.is í gærkvöldi að útgjöld í ríkisútgjaldaáætlun vegna samgöngumála á síðasta þingi þrengdu stöðu flokkanna til að hefja þá uppbyggingu sem þeir hefðu hug á. „Við teljum mikilvægt að það sé skilgreint fyrir fram hvernig við ætl- um að afla tekna til þessarar uppbygg- ingar. Fólk er ekkert alveg sammála um hvaða leiðir er rétt að fara í því og það er atriði sem við þurfum að lenda ef þetta á að takast,“ segir Katrín, „það fer að koma að því að fólk þarf að ákveða hvort af þessu verður.“ »2 Fólk ekki sammála um leiðir  Skilgreina þarf fyrir fram hvernig afla beri tekna, segir formaður VG Síðdegis er fallegt að horfa af Kjalarnesinu til Reykjavíkur og útlínur landslags og bygginga verða sérstaklega skarpar í sólarlaginu. Úr fjarskanum sést líka vel hvernig svifryks- mengun liggur yfir borginni, það er gráa muskan sem hér sést bera við brúnir Reykjanesfjallanna. Helgast þetta af því að þegar kalt er í veðri, eins og verið hefur að undanförnu, situr lag mengunar eftir í lægri lögum andrúmsloftsins í stað þess að leita ofar og brotna þar upp. Vel hefur viðrað sunnanlands síðustu daga og hiti verið ná- lægt frostmarki. Nú er hins vegar að snúast til suðlægrar átt- ar og verður snjókomu eða slyddu vart sunnanlands og vestan í dag. Norðanlands og austan verður þurrt. Skarpar útlínur höfuðborgarinnar og mengunarský í sólarlaginu Morgunblaðið/RAX  „Reykjavík er ein af bestu lífs- stílsborgum í heimi enda er allt hér sem ein- kennir slíkar borgir. Þar má nefna öflugt listalíf, sögu, spennandi matarmenningu og gott næturlíf, allt í göngufæri. Svo þarf ekki að keyra nema í nokkrar mínútur til að komast í ótrúlega náttúru- fegurð.“ Þetta segir Gary Steffen, fram- kvæmdastjóri Canopy Hilton, m.a. í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ein leið til að stjórna flæði ferðamanna sé að byggja hótel í hærri gæðaflokki og laða þar með hingað ferðamenn sem eyði meiri peningum meðan á dvölinni stendur. »16 Fínni hótel gætu stýrt straumnum Hótel Mikill vöxtur er í lífsstílshótelum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, segir að raforku- verð frá OR muni líklega hækka um næstu áramót en á móti komi að verð lækki hjá Veitum í dreifing- unni, sem verði tilkynnt í næstu viku. „Við vitum ekki hversu mikið raf- orkuverð mun hækka, en það skýrist ekki fyrr en nær dregur áramótum,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið í gær, spurður hvort rétt væri að raforkuverð til neytenda myndi hækka um 10% um áramót. Bjarni segir að ON, Orka náttúr- unnar, sem er samkeppnishluti OR, kaupi mikið af raforku sinni af Landsvirkjun og yfirleitt séu verð- breytingar frá fyrirtækinu til hækk- unar og því hafi OR oft hækkað raf- orkuverð sitt um áramót og á miðju ári. »11 Hækkun á rafmagni yfirvofandi hjá OR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.