Morgunblaðið - 23.11.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.11.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af snertuhreinsum, þrýstilofti, kælispreyi og öðru efni fyrir rafbúnað. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Snertuhreinsar og þrýstiloft Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tvö prósent á milli mánaða í október. Verð á fjölbýli hækkaði um 1,8 prósent og verð á sérbýli um 2,2 prósent. Kjartan Hall- geirsson, formaður Félags fasteignasala, segir hækkunina síðustu mánuði m.a. koma til vegna fárra fasteigna á markaði. „Kaupsamningum er að fækka milli mánaða en vegna þess að framboðið er lítið á mark- aðnum er verðið að hækka.“ Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður bygg- ingarsviðs Samtaka iðnaðarins, segir að alla jafna vanti 1.500 til 1.800 íbúðir á ári inn á mark- aðinn en uppsöfnuð þörf undanfarinna ára sé umtalsverð. „Við teljum að uppsöfnuð þörf á íbúðum sé einhvers staðar í kringum 4.000 og ekki verði farið að saxa á það fyrr en í fyrsta lagi eftir svona eitt og hálft ár.“ Smáíbúðir IKEA Tilraunaverkefni í Garðabæ gefur von um ódýrari íbúðir í framtíðinni, en þar hafa bæjar- yfirvöld gefið eigendum Urriðaholts og IKEA grænt ljós á byggingu 25 fermetra íbúða. Engum þægindum verður fórnað, en bæði bað- herbergi og eldhúsaðstaða verður í hverri íbúð. Íbúðaverð hækkar á milli mánaða  Uppsöfnuð þörf fyrir hátt í 4.000 íbúðir að mati Samtaka iðnaðarins  Smáíbúðir í Garðabæ ný nálgun inn á fasteignamarkaðinn  Lítið framboð á markaði hækkar verð á fasteignum Íbúðir Byggja á svokallaðar smáíbúðir í Urriðaholti sem verða frá 25 fermetrum og upp úr. Íbúðaverð » Verð á íbúðum heldur áfram að hækka. » Sérbýli hækkuðu um 2,2 prósent milli mánaða í október. » Uppsöfnuð þörf á íbúðum er komin í fjögur þúsund, en byggja þarf hátt í 1.800 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn. » Smáíbúðir í Garðabæ gætu leyst hluta íbúðavandans, en byggja á 25 fermetra íbúðir. » Engum þægindum verður fórnað í smáíbúðum, sem verða bæði með baðherbergi og eld- unaraðstöðu. Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Endurupptökunefnd hefur ákveðið að fresta því að birta niðurstöðu sína um mögulega endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna vegna ábendingar frá „mjög traustum aðila“. Ábendingin kom fram í síð- ustu viku. Þessi nýja ábending teng- ist ekki handtöku tveggja manna í sumar sem gerð var í tengslum við rannsókn setts saksóknara á morði Guðmundar Einarssonar. „Þetta er alveg ótengt því,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptöku- nefndar, í samtali við mbl.is. Hann vill ekki svara því hvoru málinu ábendingin tengist. Fyrir milligöngu saksóknara „Fyrir milligöngu setts ríkissak- sóknara fengum við ábendingu sem kom frá þannig aðila að við töld- um hana vera af því taginu að rétt væri að fá þá sögu betur fram,“ segir Björn. Óskað hefur verið eftir því að sá sem kom ábendingunni á framfæri gefi skýrslu hjá lögreglu og að hún verði rannsökuð frekar. Björn segir ábendinguna koma frá „mjög traustum aðila“. Hann segir þetta mann „sem maður hefur traust á að sé ekki að fara með fleip- ur. Það kallar á það að upplýsingar sem hann hefur fram að færa, sem milliliður, þurfi að sannreyna frá fyrstu hendi.“ Rannsókn taki stuttan tíma Björn segist vona að rannsókn lögreglunnar á þessum nýja anga málsins taki ekki meira en nokkrar vikur. Strax í kjölfarið verði hægt að tilkynna ákvörðun nefndarinnar. „Við vonum að þetta gangi sem hrað- ast fyrir sig þannig að við getum lok- ið störfum okkar strax eftir áramót.“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarp- héðinssonar, sem voru bæði dæmd á sínum tíma, segir að talsmönnum málsaðila hafi verið tilkynnt um frestun á birtingu niðurstöðu nefndarinnar. Til stóð að kynna nið- urstöðuna í haust. Erla Bolladóttir hélt blaðamanna- fund síðdegis í gær, sem sagt er frá hér til hliðar. Ný ábending í málinu Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur Erla Bolladóttir boðaði fjölmiðla á fund í gær eftir að endurupptökunefnd boðaði frestun.  Endurupptökunefnd frestar því að birta niðurstöðu sína um mögulega endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmáli Brjóta verður upp það mynstur að launahækkanir til kennara leiði sjálf- krafa til þess að aðrar stéttir fái sömu kjarabætur. Ef ekki, verða kennarar áfram á botninum í launa- málum. Þetta segir Ragnar Þór Pét- ursson, kennari í Norðlingaskóla í Reykjavík. Kennarar þar og í raunar flestum grunnskólum á landinu lögðu niður störf í gær kl. 13.30 og efndu til baráttufundar hver í sínum ranni. Með því mótmæltu þeir stöðu kjaramála sinna. Forysta Félags grunnskólakenn- ara og fulltrúar samninganefndar sveitarfélaga sátu hjá Ríkissátta- semjara í gær. Næsti fundur er á morgun, fimmtudag. Pressa er á fólki að ná samningum sem fyrst, en stóru málin í viðræðunum nú eru laun og vinnutími. Sem kunnugt er hafa kennarar í tvígang fellt kjara- samning sem kominn var á og er deilan því orðin bæði langvinn og ströng. Erfið staða í Seljaskóla Tæplega 30 grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum að undanförnu. Það sem af er vikunni hefur 21 kennari við Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík sent inn uppsagnarbréf. „Þetta er erfið staða sem við þurfum að vinna okkur í gegnum,“ sagði skólastjórinn Magnús Þór Jónsson í samtali við mbl.is í gær. Grunnskólakennarar í Hafnarfirði voru meðal þeirra sem funduðu í gærdag. Í ályktun þeirra segir að laun stéttarinnar eigi að vera í sam- ræmi við ábyrgð og menntun. Þegar skólastarf hefjist að hausti eigi jafn- vel enn eftir að manna stöður innan skólanna, þar sem nýliðun í kennara- hópnum sé lítil sem engin. Þessum vanda verði að finna lausn á í yfir- standandi viðræðum, sem vonandi lykti sem fyrst. Að öðrum kosti sé hætt við hrinu uppsagna grunn- skólakennara sem starfi hjá Hafnar- fjarðarbæ. sbs@mbl.is Hætta á hrinu upp- sagna kennara  Mynstur í launamálum verði brotið upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Kennarar Fundað var í Mosfellsbæ í gær og farið yfir stöðu kjaramála. Endurupptökunefnd áttar sig ekki á hlutverki sínu þegar hún ætlar að fara út fyrir rammann með því að rannsaka hvað varð um Geirfinn Ein- arsson. Þetta sagði Erla Bolladóttir á blaðamannafundi í gær, en hún sótti árið 2014 formlega um endurupptöku á Guðmundar- og Geir- finnsmálinu. „Ég er ekki að sækja um endurupptöku á þeim for- sendum að einhver viti hvað varð um Geirfinn Einarsson, heldur sæki ég um endurupptöku á þeim forsendum að frá upphafi rannsóknar voru lög brotin og í gegnum málsmeðferð alla.“ Hún segir lög ekki gera ráð fyrir að nefndin rannsaki þetta 42 ára gamla sakamál. „Heldur bara hvort dómarnir sem felldir voru yfir okkur stæðust ekki,“ sagði hún og kvaðst hafa trú á að það yrði niðurstaða nefndarinnar. Mér líður illa með þennan frest,“ sagði hún, „og traust mitt á kerfinu er orðið æði þunnt. Þetta er áframhaldandi ill meðferð og kúgun.“ Líður illa með þennan frest ENDURUPPTÖKUNEFND ÁTTI SIG EKKI Á HLUTVERKI SÍNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.