Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 10
Óli gaf í sumar út bókina Fiskiskapur og fjallar þar um stjórn og skipulag sjávarútvegs um allan heim með áherslu á stjórnkerfi fiskveiða á Ís- landi, í Færeyjum og á Falklandseyjum. Bókin kom út í Færeyjum en hann hyggst gefa hana líka út á íslensku. Óli er vel að sér um margvísleg efnahagsleg og pólitísk álitamál í fiskveiðistjórnun. Sum þeirra komu mjög við sögu á Íslandi í stjórnmála- umræðu vegna alþingiskosninganna og áfram í stjórnarmyndunarviðræðum nú að kosning- unum loknum. Hver á fiskinn í sjónum? Erindið verður flutt á ensku. Fundarstjóri: Atli Rúnar Halldórsson. Óli Samró flytur erindi og svarar fyrirspurnum á opnum fundi á eigin vegum í salnum Björtu loftum í Hörpu föstudaginn 25. nóvember kl. 8:30 - 9:30. Hann fjallar meðal annars um reynsluna af margumtalaðri„færeyskri uppboðsleið“ aflaheimilda. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Rányrkja“ er orðið sem Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og for- maður sendinefndar Íslands á ársfundi Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC), notar um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg. Það sama eigi í raun við um veiðar á búra í NA- Atlantshafi. Jóhann segir það stórlega varasamt að á næsta ári stefni í veiðar á um eða yfir 30 þúsund tonnum af karfa á þessu svæði, en ráð- gjöf fiskifræðinga er um enga veiði, eða 0- ráðgjöf. Ársfundur NEAFC var haldinn í London 14.– 18. nóvember og af hálfu Íslands var mest áhersla lögð á að stöðva veiðar á karfa á Reykja- neshrygg. Þar lá nú í fyrsta sinn fyrir ráðgjöf frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) um að engar veiðar skyldu stundaðar næstu tvö ár. Um er að ræða tvo sérstaka karfastofna, sem báðir hafa verið ofveiddir um árabil og eru í útrýmingar- hættu ef ekkert er að gert, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Töldu óviðunandi að Rússar sætu einir að veiðunum Tillaga Íslands um 0-veiðar 2017 og 2018 var felld og er niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir Ís- land, segir í fréttatilkynningu. Á fundinum kom fram að Rússland myndi setja sér einhliða kvóta upp á 25 þúsund tonn. ESB og Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands töldu óviðunandi, eins og síðustu ár, að Rússar sætu einir að veið- unum og lögðu fram tillögu um 7.500 tonna heildarveiði 2017 við litla hrifningu Íslands. Sú tillaga var samþykkt og koma væntanlega um 2.200 tonn í hlut Íslands. Ísland sat hjá til að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar. Rússland viðurkennir ekki stofnmat ICES fyr- ir karfa við Reykjaneshrygg og setur sér ein- hliða kvóta sem á þessu ári er nær þrefalt meiri en ráðlögð heildarveiði. Jóhann segir athygl- isvert að Rússar virði ekki ráðgjöf á Reykjanes- hrygg en viðurkenni ráðgjöf um karfaveiðar í Smugunni. Fordæma veiðarnar Ekki tókst heldur að ná samkomulagi um stjórn veiða á búra í NA-Atlantshafi. Segir Jó- hann að samkvæmt ráðgjöf ICES eigi tegundin að vera friðuð í úthafinu. Færeyingar hafi ekki getað sætt sig við algjört bann, þar sem eitt fær- eyskt skip veiði búra hluta úr ári. Nú hafi Rúss- ar lagst á sveif með þeim og niðurstaðan hafi verið að setja ekki algjört bann á þessar veiðar, en í raun sé engin stjórn á veiðunum, að sögn Jó- hanns. Jóhann segir að eftir ársfundinn hafi borist fréttatilkynning frá Sea at Risk, sem séu regn- hlífarsamtök fjölmargra umhverfissamtaka sem láta sig varða lífríkið í hafinu. Þar hafi fyrr- nefndar veiðar á karfa og búra verið fordæmdar. Aðild að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðinu eiga Danmörk (f.h. Færeyja og Græn- lands), Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Ráðið fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna ríkja á Norðaustur-Atlantshafi. Á ársfundinum nú var gerð grein fyrir aðgerð- um gegn ólöglegum veiðum á úthafinu og vinnu sem nú er hafin til að innleiða rafræna aflaskrán- ingu hjá NEAFC, sem mun bæta aflaskráningu og auðvelda fiskveiðieftirlit stofnunarinnar. Stefán lætur af störfum Darius Campbell hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri NEAFC í stað Stefáns Ásmunds- sonar, sem lætur af störfum um mitt ár 2017. Stefán hefur verið framkvæmdastjóri NEAFC frá 2011, en ráðningartímabili hans lýkur á næsta ári. Campbell gegnir nú starfi framkvæmdastjóra OSPAR, en markmið OSPAR-samningsins er að koma í veg fyrir mengun NA-Atlantshafsins með því að draga úr mengun frá landi, mengun af völdum úrgangs frá skipum og öðrum upp- sprettum í hafi. Rányrkja á fiskistofnum sem eru í útrýmingarhættu  Rússar veiða karfa áfram á Reykjaneshrygg þrátt fyrir ráðgjöf um enga veiði Morgunblaðið/Ómar Karfi Þrátt fyrir ráðgjöf um enga veiði næstu tvö ár hyggjast Rússar halda sínu striki. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Verið er að vinna að aðgengis- málum að Brúarfossi í Biskups- tungum, en vegna aukinnar ásókn- ar ferðamanna að fossinum sáu landeigendur sig knúna til að gera eitthvað í málunum. Eins og stað- an er núna aka ferðamenn í gegn- um sumarbústaðaland í Brekku- skógi, sem er í einkaeigu, og ganga svo eftir moldarstíg sem er tæpur kílómetri að lengd að foss- inum. Stígurinn þolir illa áganginn og verður eitt drullusvað í rign- ingu og flugháll í frosti og snjó. „Við erum með styrkumsókn í gangi í samvinnu við sveitarfélagið í að gera nýjan göngustíg þarna uppeftir,“ segir Rúnar Gunnars- son á Efri-Reykjum, sem á landið austan megin við ána. „Við ætlum að útbúa bílastæði og nýjan göngustíg neðan frá aðalveginum og upp með Brúará sjálfri. Þetta yrði um 3,5 kílómetra gönguleið frá bílastæði upp að fossi. Svo þarf að gera eitthvað við fossinn sjálfan, setja takmarkanir og reyna að rækta upp það drullu- svað sem er komið nú vegna ágangs. Það þarf að ganga þannig frá hlutunum að þetta sé öruggt og gott,“ segir Rúnar. Ef styrkurinn fæst sér Rúnar fram á að hafist verði handa við framkvæmdirnar strax í vetur, aðalframkvæmdirnar yrðu næsta sumar og frágangi lokið að fullu næsta vetur. Ekki er langt síðan að fáir fóru að Brúarfossi aðrir en heimamenn og þeir sem dvelja í sumarbústöð- unum í kring. En eftir að Ísland varð vinsæll áfangastaður ferða- manna komst fossinn á kortið og er nú einn af þeim stöðum sem ferðamönnum er sagt á vefsíðum að þeir verði að stoppa á á ferð sinni um uppsveitir Árnessýslu. Fossinn er merktur inn á kort en annars eru engin vegskilti sem vísa á hann í umhverfinu. „Eins og staðan er núna er fólk að fara eftir leiðbeiningum á net- inu og þær eru misgóðar. Þær vísa langflestar fólki á að aka í gegnum þetta einkaland sem Brekkuskógur er og við erum að reyna að losna við það, reyna að minnka umferð inn í bústaða- hverfin, með því að leggja göngu- stíg upp frá aðalveginum,“ segir Rúnar. Hann er ekki með í huga að rukka ferðamenn fyrir að skoða fossinn. „Á meðan fólk nennir að ganga þessa þrjá kílómetra og njóta náttúrunnar verður þetta ókeypis. Auðvitað er það þannig að ef ágangur verður rosalega mikill þarf að endurskoða það, en eins og sakir standa vill maður helst að fólk geti skoðað náttúr- una frítt.“ Ljósmynd/Kristinn Þór Sigurjónsson Fossinn frægi Brúarfoss er vinsæll stoppistaður hjá ljósmyndurum. Vilja leggja nýjan stíg að Brúarfossi Fuglaflensa af A(H5N8)-stofni hef- ur að undanförnu greinst í fuglum á mörgum stöðum í Evrópu. Mat- vælastofnun telur litlar líkur á að flensan berist hingað til lands, en árstími og strangar reglur um inn- flutning á lifandi fuglum vega þar þyngst. Ekki er vitað til þess að fuglaflensa af þessum stofni hafi smitast í menn. Að sögn Matvælastofnunar hafa tilkynningar þegar borist frá Ung- verjalandi, Póllandi, Króatíu, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Dan- mörku og Hollandi. Sýkingin hefur aðallega fundist í villtum fuglum en einnig hefur hún borist í alífugla og þá einkum þá sem geymdir eru í opnum búrum. A(H5N8)-stofninn er útbreiddur í Asíu og er talið að veiran hafi bor- ist til Evrópu með farfuglum. Er þetta í annað skipti sem það gerist. „Matvælastofnun fylgist grannt með útbreiðslu fuglaflensu í heim- inum, sér í lagi í nágrannalöndum og löndum þar sem farfuglarnir okkar hafa vetursetu. Fuglaflensu- veiran berst aðallega með lifandi fuglum og fugladriti,“ segir á vef Matvælastofnunar. „Að svo stöddu telur Matvæla- stofnun litlar líkur á að þetta smit berist til landsins, þar sem lítið er um komur fugla á þessum árstíma, annarra en stöku flækinga,“ segir þar enn fremur. Fuglaflensa finnst víða í Evrópu  Litlar líkur á að hún komi hingað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.