Morgunblaðið - 23.11.2016, Side 12

Morgunblaðið - 23.11.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Jóla skreytingar fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki Skoðum og gerum tilboð endurgjaldslaust Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Líney Sigurðardóttir líneyster@gmail.com É g var sextán ára þeg- ar ég fór minn fyrsta túr. Það var á frysti- togaranum Stakfelli frá Þórshöfn, sem hélt út á Halamiðin í nóvember og voru foreldrarnir mátulega hrifnir af þessari ákvörðun minni. Það var haugabræla og ég var svo yf- irgengilega sjóveikur að ég hét því að þetta skyldi ég aldrei gera aftur. Ég var fárveikur í þrjá daga en eftir það hvarf sjóveikin algerlega og hef- ur aldrei látið á sér kræla aftur,“ segir stýrimaðurinn og búfræðing- urinn Þórður Úlfarsson frá Syðri- Brekkum á Langanesi. Þrátt fyrir þessa fyrstu reynslu siglir hann nú um heimsins höf á milli þess sem hann sinnir bústörf- um á ættaróðalinu, en hann er sjötti ættliðurinn sem tekur við búinu, sem hefur verið í eigu sömu ættar frá árinu 1795. Þórður á tvö eldri systkini sem eru búsett í Reykjavík og í Dan- mörku en foreldrar þeirra búa einn- ig á Syðri-Brekkum og taka drjúgan þátt í búskapnum, sem að sögn Þórðar er dýrmætur stuðningur. Með Þórði er nú komið sjó- mannsblóð í þessa rótgrónu bænda- ætt en hann hefur valið þá braut að starfa bæði á landi og sjó og gengur nokkuð vel að samræma það. Þórður stefndi að námi sem nýttist honum til bústarfa og lauk búfræðingsnámi frá Hvanneyri árið 1999 á búfjár- ræktar-, landnýtingar- og rekstr- arsviði. Hann vann næstu árin heima á búinu og á sjónum en farmaðurinn blundaði alltaf í honum. Upphaf stýrimannsferilsins „Teningunum var kastað árið 2007 en þá tók ég 30 tonna réttindin eða pungaprófið svokallaða hér á Þórshöfn og þá varð ekki aftur snú- ið. Ég dreif mig árið eftir í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og átti þar tvö góð skólaár með frábærum skólafélögum og úrvals kennurum. Ég hugsa alltaf með hlýju til skól- ans. Nú hef ég stýrimannsréttindi á öll skip óháð stærð og einnig stúd- entspróf.“ Þórður segist hafa farið í skól- ann með það markmið að gefa sig allan í þetta og ljúka náminu með sem bestum árangri. Þegar kemur að starfsumsókn á sjónum skiptir bæði meðaleinkunn og ekki síður ástundun í skóla töluverðu máli. „Ég tók skólann eins og hverja Stýribóndi í tveimur heimum Þórður Úlfarsson, bóndasonur frá Syðri-Brekkum á Langanesi, fór ungur að ár- um sinn fyrsta túr á úthafið. Þrátt fyrir haugabrælu og sjóveiki gaf hann sjó- mennskuna ekki upp á bátinn og siglir núna um heimsins höf milli þess sem hann sinnir bústörfum á jörð forfeðranna. Stýrimaðurinn Þórður sér framtíðina fyrir sér bæði á sjó og landi, draum- urinn er að komast á skemmtiferðaskip, enda er hann með alþjóðleg réttindi. Bærinn Syðri-Brekkur standa undir skjólgóðum hlíðum Brekknafjalls, Eng- um sögum fer af snjóflóðum eða aurskriðum sem hafi valdið fólki tjóni. Heilsuhegdun.is er gagnvirkur vefur um lífsstílsbreytingar á vegum Emb- ættis landlæknis. Vefnum er ætlað að gefa öllum tækifæri til að bæta heilsuhegðun sína án nokkurs til- kostnaðar. Vilji fólk draga úr eða hætta áfengis- og tóbaksneyslu, bæta mataræði sitt og líðan og fara að hreyfa sig meira getur það fengið góð ráð og leiðbeiningar á síðunni. Hægt er að skoða alls konar fræðsluefni um heilsu og hollustu, og taka próf, til dæmis streitupróf, til að leggja mat á heilsuna. Auk fjölda heilsutengdra greina eru á síðunni hagnýtar upplýsingar og talnaefni af ýmsu tagi. Þeir sem skrá sig á Mínar síður fá aðgang að dagbókum og spjallborði. Heilsuhegdun.is og Happapp.is vinna saman að því að bæta líðan landsmanna. Appið byggist á vís- indum jákvæðrar sálfræði og í því eru æfingar sem efla hamingju og andlega vellíðan notenda. Vefsíðan www.heilsuhegdun.is Skilgreining Hreyfing er skilgreind sem hvers konar vinna beinagrindarvöðva sem eykur orkunotkun umfram það sem gerist í hvíld, segir á heilsuhegdun.is Gagnvirkur vefur um lífsstíls- breytingar, heilsu og hollustu Hvað á að gera við fatnað sem orðinn er of lítill á barnið eða heilleg leik- föng sem það hefur kannski engan áhuga á lengur? Ein leiðin er að láta góssið rykfalla inn í skáp, hin að skipta því út fyrir annað sem hæfir aldri barnsins betur. Seinni leiðin er vitaskuld öllu skynsamlegri með til- liti til umhverfis- og nýtnisjónarmiða. Á foreldramorgni í Fríkirkjunni í Hafnarfirði við Linnetsstíg gefst kjör- ið tækifæri til að sýna ráðdeildarsemi að þessu leytinu því milli kl. 10 og 12 í dag, miðvikudag 23. nóvember verð- ur efnt til barnafata- og dótaskipti- markaður, þar sem hægt er að fá „nýtt“ fyrir gamalt. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnafata- og dótaskipti Morgunblaðið/G. Rúnar Barnagull Leikföng og föt til skiptanna. Skannaðu kóð- ann til að fara inn á vefsíðuna. Forlagið býður upp á Bókakonfekt kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 23. nóv- ember, í Café Rosenberg. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Ragnheiður Eyjólfsdóttir – Skugga- saga II -Undirheimar, Gunnar Þór Bjarnason – Stríðið mikla 1914–1918, Ævar Þór Benediktsson – Þín eigin hrollvekja, Þorgrímur Þráinsson – Henri og hetjurnar, Álfrún Gunn- laugsdóttir – Fórnarleikar, Þórarinn Eldjárn – Þættir af séra Þórarinum og fleirum, Sævar Helgi Bragason – Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna, Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Hall- dórsdóttir – Elsku Drauma mín. Café Rosenberg Bókakonfekt Forlagsins Café Rosenberg Notaleg stemning við upplestur og kertaljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.