Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Jón Sigurðsson Blönduósi Grágæsin Blanda sem merkt var með gervihnattasendi á Blönduósi 18. júlí er loksins komin í síma- samband og skilaði upplýsingum um að hún væri komin til Skot- lands en hún hafði ekki gefið frá sér merki síðan 10. nóvember. Á mánudagsmorgun var Blanda á Halladay River sem rennur í Melvich Bay ekki langt frá þeim stað sem vegur A-897 tengist þjóð- vegi A-836. Um hádegisbil á sunnudag frétt- ist af Blöndu en þá var hún komin til Færeyja og hvíldi sig á Suð- uroyarfirði milli Suðureyjar og Stóra-Dimun. Klukkan 18 var hún komin til Lednagullin í Skotlandi. Vegalengdin þarna á milli er 376 km þannig að meðalflughraði Blöndu frá Færeyjum hefur verið um 63 km á klukkustund. En það merkilega er að engar upplýsingar (gps-merki) er að finna um hana frá því hinn 12. nóvember en þá var hún í Skagafirði í nágrenni Vindheimamela. Menn gera sér vonir um að hún muni rekja ferða- sögu sína með skýrari hætti næst þegar hún sendir sms-merki frá sér. Gæsin Linda var skotin Blanda er síðasta gæsin af sjö sem merkt var með gervi- hnattasendi í sumar til að skila sér yfir hafið til Orkneyja og Skot- lands. Ein gæsin sem bar nafnið Linda féll fyrir byssu veiðimanns á svipuðum slóðum og síðast fréttist af Blöndu hinn 10. nóvember. Hinn 18. júlí í sumar voru 113 gæsir merktar á Einarsnesi við Blöndu á Blönduósi. Ein grágæsin fékk gervihnattasendi og var út- nefnd höfuðgæs Blönduósinga. Það var Arnór Þórir Sigfússon gæsa- sérfræðingur sem merkti gæsirnar. Til gamans má geta þess að síð- ast voru merktar 118 grágæsir á Blönduósi árið 2000 og er ein úr þeim hópi búin að skila sér heim á Blönduós síðan þá. Gæsin Blanda til Skotlands  Hafði verið týnd í 10 daga Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Dr. Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur með Blöndu daginn sem hún var merkt í bak og fyrir. Blanda Gæsin Blanda með staðsetningar- og senditækið um hálsinn skömmu áður en hún yfirgaf Blönduós. Hún er einnig með fótmerki. 10. nóvember Vindheimamelar í Skagafirði 20. nóvember Suðureyjarfjörður í Færeyjum 21. nóvember Melvich-flói í Skotlandi Veðurfarsrannsóknir við Hvassa- hraun munu hefjast á næstunni, þegar skilyrði henta. Icelandair Group hefur ákveðið að láta fram- kvæma rannsóknirnar og er það gert í framhaldi af starfi Rögnu- nefndarinnar svokölluðu. Nefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsyn- legum rannsóknum…“. Við þessar rannsóknir á svæðinu mun Ice- landair nýta tækjakost félagsins. Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Icelandair rannsakar Hvassahraun Í skoðun er hjá Samkeppniseftirlit- inu hvort úrskurði áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála í máli Mjólkur- samsölunnar verði áfrýjað til dómstóla. Nefndin felldi, sem kunn- ugt er, úr gildi ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins um að sekta fyrirtækið um 480 milljónir króna. Niðurstaða nefndarinnar var að bú- vörulög væru framar samkeppnis- lögum, en þeim er mjólkuriðnaður- inn undanþegin. Ákvörðun um áfrýjun verður tekin fljótlega, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, og bendir á að áfrýjunarnefndin hafi klofnað í af- stöðu sinni. Það var mat Samkeppniseftirlits- ins að MS hefði misbeitt markaðs- ráðandi stöðu sinni með því að selja keppinautum hrámjólk til fram- leiðslu á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sömu vörur undir kostnaðar- verði. Slíkt hefði veitt samkeppnis- forskot. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir úrskurð áfrýjunarnefndar- innar vera mikil vonbrigði. Ef niðurstöðunni verði ekki snúið af dómstólum verði keppinautar MS berskjaldaðir. MS sé með 98% hlut- deild á mjólkurvörumarkaði en sé undanþegin samkeppnislögum. Minni mjólkurbúin þurfi hins vegar að lúta þeim og slíkt geri stöðuna mjög ójafna. Áfrýjun MS-máls í skoðun  Vonbrigði því staðan er ójöfn Páll Gunnar Pálsson Ólafur M. Magnússon Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. Rolls-Royce Marine Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður Sími 569 2100 • hedinn.is Service Provider

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.