Morgunblaðið - 23.11.2016, Page 21

Morgunblaðið - 23.11.2016, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Elsku pabbi minn. Takk fyrir allt. Þú munt ávallt vera stærsta hetjan mín. Þín Hulda. Ragnar Scheving Sigurjónsson ✝ Ragnar Scheving Sigurjónssonfæddist 14. júní 1947. Hann lést 22. október 2016. Ragnar var jarðsunginn 18. nóv- ember 2016. ✝ Adam SteinnGuðmundsson fæddist í Reykja- vík 11. ágúst 1986. Hann lést 8. nóv- ember 2016. Hann var sonur Þor- bjargar Steins Gestsdóttur og Guðmundar Helga Gústafssonar. Hann ólst upp í Seljahverfi, yngsta barn foreldra sinna, átti tvær systur móðurmegin, Evu og Donnu Kristjönu, og fimm syst- kini föðurmegin. Hann giftist Bergdísi Örnu Guðbjartsdóttur 2010 og eignuðust þau einn dreng, Daníel Stein. Þau slitu samvistum 2015. Adam var í sam- búð með Thelmu H. Hilmarsdóttur og á hún tvo syni, Marko og Matt- hías. Adam útskrif- aðist sl. sumar frá verk- og raunvís- indadeild á Keili og stundaði nám í mekatrón- ískri hátæknifræði við Háskóla Íslands. Útför hans fer fram frá Seljakirkju í dag, 23. nóvember 2016, klukkan 13. Elsku hjartans ástin mín. Ég trúi varla að ég sitji hér og skrifi minningarorð um þig. Það er svo skrítið að vakna og sjá engin skilaboð á speglinum frá þér á morgnana. Ég stend sjálfa mig að því að stara á spegilinn og hugsa um að skrifa þér en man svo að það er enginn til að lesa skilaboðin. Skilaboða- skjóðan okkar hefur að geyma heimsins fallegustu ástarljóð og bréf sem við skrifuðum til hvors annars. Ég hef nú skrifað í hana mitt síðasta bréf og ég veit að þú lest það á fallegu skýi. Ég veit að það er klisjukennt að segja frá því að við höfum sofið í faðmlögum allar nætur en þann- ig var það nú samt. Við hlógum oft að því að við værum eins og fullgert púsluspil. Næturnar eru mér erfiðar, þá sakna ég þín óendanlega, það vantar síðasta púslið. Ég á það til að vera fiðrildið sem flögrar kannski of hátt en þá varst þú alltaf til staðar til að hnippa í mig og segja mér að doka aðeins við. En stundum þurftir þú á fiðrildi að halda til að hjálpa þér á loft og fá betri sýn. Þetta tókst okkur saman. Það skipti engu máli hvort við vorum saman eða í sitt hvorri heimsálfunni, við skrifuðumst þá bara á. Vinir okkar gerðu grín að okkur og bentu okkur á að við hefðum kvatt hvort annað fimm mínútum áður. En okkur var alveg sama. Þegar ég var á næturvöktum var algjör regla að bjóða hvort öðru góða nótt, öðruvísi gátum við ekki sofnað enda eins og áður hefur komið fram vorum við klisjukennd og höfðum sérlega gaman af því. Við fengum stórt hlutverk í lífi hvors annars. Við urðum stjúpforeldrar. Með þér fylgdi elsku fallegi Daníel sem á fyrsta degi varð ljósið í lífi okkar strákanna. Þú varst honum stór- kostlegur faðir og samband ykk- ar var dásamlegt. Á hverjum morgni skreið Daníel upp í okk- ar ból og undir hlýja sæng. Hann hélt alltaf í skeggið þitt og spjallaði við þig um heima og geima á óskiljanlegu tungumáli sem enginn skilur en allir elska. Á sama tíma vöknuðu strákarnir mínir og slegist var um að liggja við hlið hans og okkar. Fyrir Daníel var enginn fyndnari en þú og aðdáun skein úr augum hans þegar hann horfði á þig. Í dag er erfitt að horfa á litla gull- ið okkar kyssa myndir af þér og brosa til þín en á sama tíma svo einstaklega fallegt. Með mér fylgdu gaurarnir mínir tveir, Marko og Matti. Þú varst hræddur við það hlutverk líkt og ég en þær áhyggjur voru svo sannarlega ástæðulausar því frá fyrsta degi urðu þið bestu vinir og kærleikurinn skein á milli ykkar. Drengirnir mínir hefðu ekki getað verið heppnari með stjúpföður. Þú varst svo þolinmóður og viljugur til að gera hluti með þeim. Sú minning mun alltaf lifa með okkur. Við sem stjúpforeldrar stóðum okk- ur með stakri prýði í þessu hlut- verki og líf okkar saman var hamingjuríkt og einkenndist af hlátri, gleði, tónlist, leik og söng. Eftir situr tómarúm við frá- fall þitt, elsku Adam minn. Það er gott að geta huggað sig við minningarnar. Takk fyrir að koma inn í líf mitt. Þú kenndir mér svo margt og varst mér svo mikið. Eitt skaltu vita að þér mun ég aldrei gleyma og mun elska þig ávallt. Þín Thelma. Meira: mbl.is/minningar Elsku besti Adam okkar. Við vorum svo heppnir að fá þig inn í líf okkar bræðra, þú varst svo mikill vinur okkar. Það sýndi sig svo vel af því að við deildum áhugamálunum okkar saman. Við fórum í langa göngu- túra til að finna bestu Pokémon- kallana og það var svo oft sem við sátum og röðuðum Poké- mon-spjöldunum okkar saman í möppur. Þú gast lagað allt. Ef tölvan bilaði þá varst þú sá sem við hringdum í og þú hjálpaðir alltaf. Það skipti engu máli hvort þú værir í skólanum eða í kaffiheimsókn, þú svaraðir alltaf símanum og hjálpaðir okkur. Þú passaðir okkur þegar mamma var að vinna og þá fengum við alltaf að vaka lengur. Þú varst okkur svo góður. Þó að þú værir stjúppabbi okkar og mættir oft skamma okkur þá gerðir þú það aldrei, því þú varst alltaf fyrst og fremst vinur okkar. Í fyrsta skipti fór heimalærdómur okkar að ganga vel. Þú sagðir við mömmu að þú ætlaðir að sjá um það og það gerðir þú vel. Þú varst þolinmóður og útskýrðir hlutina þannig að við skildum þá og alltaf gerðir þú það brosandi með kaffibolla. Með þér fylgdi litli strákurinn þinn, hann Daníel sem við dýrk- uðum frá fyrsta degi og saman vorum við fjölskylda sem gerði svo ótalmargt skemmtilegt sem við gleymum aldrei. Allir göngu- túrarnir í ísbúðina, hjólatúrar í sund, jólabakstur í sumarbústað, spilakvöld, bíóferðir og kósí- kvöld yfir bíómyndum. Þú vildir að við lærðum hlutina sjálfir. Ef við báðum þig um að laga dekk- in eða keðjur á hjólunum okkar, þá sagðir þú: „nei, en ég skal kenna ykkur það“. Saman lög- uðum við hjólin á meðan þú út- skýrðir fyrir okkur hvernig það væri gert. Adam, það var enginn eins og þú. Þínir, Marko og Matthías. Ég mun sakna þín, Dammi minn. Þú varst góður vinur og æðislegur pabbi. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvað ég á að skrifa, hvernig ég get kvatt þig og hvernig ég útskýri okkar samband. En ég þarf þess ekki, því minningarnar okkar munu lifa áfram, þær munu lifa í syni okk- ar. Ég mun alltaf hugsa hlýtt til þín á köldum vetrardögum þeg- ar ég lít upp í himininn og stóru snjókornin falla á andlitið á mér, þessi sem þú kallaðir ljónslappa- drífu en heita víst hundslappa- drífa. Bless í bili, elsku vinur. Þín, Bergdís. Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verklag að kalla svo vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. (Jóhann S. Hannesson.) Adam Steinn, knús og kossar til þín – það stóð aldrei á slíku frá þér, brosmildi ljúflingurinn minn. Fjölskyldu og vinum votta ég samúð mína. Þórdís Guðmundsdóttir (Dísa). „Adam Steinn Guðmundsson, fyrrverandi tengdasonur þinn, er dáinn.“ Þessi orð eru óskilj- anleg, þau ná ekki að sökkva inn sem raunveruleiki. Ekki Adam, þessi elskulegi ljúfi drengur sem hefur verið í samvistum við fjöl- skyldu mína frá 19 ára aldri, fyrrverandi eiginmaður Berg- dísar Örnu og faðir Daníels Steins, litla dóttursonar míns. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Lífið er ekki sanngjarnt og fer ekki eftir neinum reglum. Ég fæ sting í hjartað að þessi ungi hæfileikaríki maður skuli ekki fá lengri tíma með okkur, lengri tíma til að sjá son sinn, sem hann elskaði út yfir allt, vaxa úr grasi, lengri tíma til að klára námið sem hann hafði lagt svo hart að sér að fara í og gengið svo vel í, lengri tíma til að samskipta við alla þá sem unnu honum. Þegar Bergdís kom með Adam vestur í Stykkishólm til okkar fyrir um 11 árum þá small hann strax inn í okkar fjölskyldu eins og eitt af systkinunum. Hann var brosmildur og ljúfur í skapi og hjálpsamur fram úr hófi. Adam fór fljótlega að vinna í fyrirtækinu hjá mér eftir að hann kom vestur. Hann byrjaði að vinna í fiski en það var ekki langur tími. Tölvur áttu hug hans allan. Ég var með vefsíðu fyrir fyrirtækið hjá mér og alltaf að lenda í vandræðum með hana, þar til Adam bara tók að sér að sjá um hana. Það var gott að vinna með Adam, aldrei neitt vesen, hann fann lausnir ef ein- hver vandræði voru á sinn hæga máta. Eftir að við fluttum suður þá bjó hann til nýja vefsíðu fyrir fyrirtækið og þegar innrömmun bættist við fyrirtækið, tók Adam að sér að sjá um hana. Hann var einstaklega nákvæmur og hafði næmt auga fyrir þeim verkum sem þar komu inn enda faðir hans listmálari og var þessi vinna vel innan hans áhugasviðs. Adam var inni í öllum málum og var með í öllu, flutningum á fyrirtækinu uppsetningu á því á nýjum stað. Tölvukaupunum og uppsetningunum á þeim. Upp- setningu á bókhaldskerfi og hann var í launamálunum. Adam var tengdasonur minn og vinnufélagi, ókunnugir sem komu til okkar í vinnuna héldu að hann væri sonur minn sem ekki var einkennilegt en fyrst og fremst var Adam vinur minn, einn af mínum bestu vinum. Tómið sem hann skilur eftir er mikið. Fjölskyldan er harmi slegin og Adams mun verða sárt saknað. Stefanía María Aradóttir. Í slangur orðabókinni Urban Dictionary er skilgreining á orð- inu dammi: „A word originated in Nepal, meaning ’wonderful’ or ’outrageous!’ or simply ’great’.“ Að mínu mati lýsir þetta Damma fullkomlega. Ég lofa að segja Daníel Steini allar sögur sem ég man og finn af þér. Hvað þú ert fyndinn. Hvað þú ert klár. Hvað þú ert duglegur. Hversu risastórt hjartað þitt er. Hvað ég var heppin að kalla þig fjölskyldu. Heppin að vinna með þér. Hepp- in að þekkja þig. Gangi þér vel, elsku Dammi. Takk fyrir allt. Inga. Adam Steinn Guðmundsson ✝ Þórhallurfæddist á Siglufirði 7. maí 1953. Hann lést á heimili sínu 6. nóv- ember 2016. Foreldrar hans voru Gestur Árel- íus Frímannsson, f. 29.2. 1924 frá Steinhóli í Flóka- dal (Fljótum), og Friðfinna Sím- onardóttir, f. 8.1. 1927 frá Sæ- borg í Hrísey. Systkini Þór- halls eru Símon Ingi, f. 23.12. 1944, og Elín Anna, f. 27.9. 1946. Fyrri kona hans var Bjarney Guðný Þórðardóttir, f. 18.2. 1954, dóttir Þórðar Krist- insonar, Siglufirði, og Halldóru Maríu Þorláksdóttur frá Gauta- stöðum í Stíflu. Þórhallur og Bjarney eignuðust fjögur börn. Linda María, f. 4.11. 1973, Sæ- dís, f. 6.4. 1975, gift Einari Mýrdal Guðmundssyni, f. 17.7. 1976, og eiga þau saman fjögur börn: Alex Þór, f. 8.1. 2004, Sindri Már, f. 10.2. 2006, Aron Snær, f. 20.10. 2008, og Rósa Mjöll, f. 15.11. 2010. Þórð- ur Kristinn, f. 19.10. 1977, giftur Maríönnu Berg- steinsdóttur, f. 24.9. 1977, og eiga þau saman fimm börn: Júlíanna Guðný, f. 8.12. 2001, Þór Máni, f. 6.6. 2005, Mikael Máni, f. 7.11. 2007, Sól- dís Þula, f. 22.12. 2011, og Em- il Cato, f. 16.12. 2014. Gestur Þór, f. 22.7. 1982, giftur Tatiya Tohmudbamrug, f. 2.4. 1984, og eiga þau saman tvær stúlk- ur: Ísabella Guðný, f. 5.10. 2006, Aníta Eva, f. 22.10. 2011. Seinni kona hans var Sigríður Halla Sigurðardóttir, f. 1953, og bjuggu þau saman í Hvít- árholti í Hrunamannahreppi þar til þau slitu samvistum. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 23. nóvember 2016, kl. 13. Elsku pabbi minn, þú ert far- inn frá okkur allt of fljótt. Mikið sem ég sakna þín, Mig vantar svo að heyra röddina þína. Þær eru margar minningarn- ar sem hafa farið í gegnum huga mér síðustu daga. Allt sem við höfum brallað saman í gegnum árin. Það er svo erfitt að koma þeim á blað en ég geymi þær í huga mér. Krakkarnir sakna þín svo mik- ið, ekki fleiri ferðir að hitta afa í vogunum og hlæja að bröndur- unum þínum. Fá nammi því eins og þú sagðir þá er alltaf nammi- dagur hjá afa. Veiðiferðin er þeim ógleymanleg og ferðin norður á Sigló á ættarmót. All- ar heimsóknir þínar til okkar, Þær er okkur svo dýrmætar. Það er svo mikið sem rifjast upp þessa dagana, elsku pabbi minn. Lífið var ekki alltaf sann- gjarnt við þig en þú stóðst alltaf beinni í vaki og lést hlutina ganga. Þú varst svo duglegur í vinnu og lifðir fyrir okkur börn- in þín, tengdabörn og barna- börnin sem þú sást ekki sólina fyrir. Og veistu að þau sáu ekki sól- ina fyrir þér. Elsku pabbi minn, það er svo erfitt að kveðja þig. Skilaðu kveðju til mömmu og allra hinna. Við elskum þig ávallt og söknum svo sárt. Knús og kossar, pabbi minn. Sædís, Einar, Alex, Sindri, Aron og Rósa. Vegur lífsins er oft þyrnum stráður. Hjá sumum okkar eru þyrnarnir stærri og sárari en hjá hinum. Mér varð hugsað til þess þegar Þórhallur frændi lést. Lífið fór ekki vel með hann á stundum og að sama skapi fór hann ekki alltaf vel með sjálfan sig. Hann var breyskur maður og var fyrstur til að viðurkenna það. Að viðurkenna galla sína, eins og hann gerði, gerði hann að meiri manni. Honum reynd- ist erfitt að þurfa að hætta að vinna þegar heilsan bilaði. Hann sem var ætíð duglegur til vinnu, sama hvað gekk á í líf- inu. Hann vonaðist alltaf til að geta farið að vinna aftur og lifa sómasamlegu lífi. Þess í stað bilaði heilsan meira og lífið varð æ erfiðara. Ljósin í lífi hans voru börnin hans fjögur og barnabörnin. Hann var stoltur af hópnum sínum og á því sviði var hann ríkur maður. Börnin stóðu eins og klettar á bak við hann og voru honum dýrmætari en allur auður heimsins. Þórhallur var léttur í skapi og það hefur klárlega hjálpað honum í dagsins amstri. Alltaf var gaman að hitta hann og grínast í honum og með honum. Nú er frændi laus við þján- ingar og erfiðleika og ég er þess fullviss að amma og afi hafa tekið vel á móti honum. Elsku Linda, Sædís, Þórður, Gestur og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína og bið Guð um að gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Þórhalls frænda. Jóna Guðný Jónsdóttir. Þórhallur Jón Gestsson HINSTA KVEÐJA. Elsku besti litli bróðir. Hjartans þakkir fyrir gömlu góðu árin og öll prakkarastrikin sem þú varst frægur fyrir, ásamt mörgu öðru. Megir þú eiga góða heimkomu í eilífðinni. Með söknuð í hjarta kveð ég þig. Guð geymi þig. Þín systir, Elín (Ella). Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir og afi, ÞORGILS HARÐARSON vélstjóri, Malmö, Svíþjóð, lést þriðjudaginn 15. nóvember 2016. . Selma Vilhjálmsdóttir, Hörður Þorgilsson, Anna Johanson, Friðrik Þorgilsson, Eva Thorgilsson, barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.