Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Mér finnst svo stutt síðan maður var pjakkur í Breiðholti,“ seg-ir Árni Þór Ómarsson, kerfisstjóri Fjölbrautaskólans við Ár-múla, þegar blaðamaður spyr hvort hann sé ekki til í létt spjall í tilefni af 40 ára afmæli hans í dag. „Við erum tvö sem vinnum þetta í sameiningu í skólanum. Ég sé um daglegan tækjarekstur en hún sér um kerfishlutann.“ Árni hefur unn- ið við skólann í tíu ár og er trúnaðarmaður þeirra starfsmanna skól- ans sem eru ekki kennarar. „Við erum nokkur, samt ekki mjög mörg, og erum í SFR.“ Fjölskyldan er stóra áhugamálið hjá Árna. „Svo er ég jeppamaður og hef verið í félagsstarfi 4X4 klúbbsins og er í fastanefnd sem vinnur að fjarskiptamálum. Hitt stóra áhugamálið er hjólreiðar. Ég hjóla úr og í vinnu næstum daglega, það eru sirka 10 km fram og til baka, og svo er að sjálfsögðu skotist í hjólatúra um helgar með reiðhjóla- félögum. Ég er líka farinn að hjóla úti á landi og maður fær aðra sýn á náttúruna þegar maður fer hægar yfir en á bíl. Síðasta sumar fór ég í þriggja daga hálendisferð sem opnaði augu mín fyrir því að það er hægt að ferðast um landið án mikils tilkostnaðar. Svo hef ég almennt mikinn áhuga á tækjum og tólum, tek þau í skömmtum og núna eiga reiðhjólin hug minn allan. Það stendur ekkert sérstakt til í dag. Við hjónin eigum afmæli með sex daga millibili og hún er að fara í utanlandsferð með vinkonu sinni. Kannski verður afmælispartí fljótlega hjá okkur hjónum. Annars er markmiðið að komast í gegnum næstu 40 árin og reyna að þroskast og dafna sem persóna.“ Eiginkona Árna er Hildur Arnar, en hún er leikskólakennari að mennt. Dætur þeirra eru Gabríella Kamí, 16 ára nemi í Fjölbraut í Breiðholti, og Anika Rós, 14 ára. Við Jaðarinn Hjólreiðakappinn Árni Þór Ómarsson. Er bæði reiðhjóla- og jeppamaður Árni Þór Ómarsson er fertugur í dag Á sdís Eyþórsdóttir fæddist 23. nóvember 1966 í Reykjavík. Fyrstu átta árin bjó hún í Kópavogi en eftir það voru æskuslóðirnar í Laugar- nesinu. „Ég var eina viku í sveit, hafði suðað lengi í foreldrum mín- um um að fá að fara í sveit en svo entist ég í eina viku, bað um að fá að fara heim þegar ég átti að borða selkjöt enda bara sjö ára gömul.“ Ásdís gekk í Laugarnesskóla og svo Laugalækjarskóla, varð stúd- ent frá MH og lauk BA-gráðu í sál- fræði frá Háskóla Íslands. „Mig langaði alltaf að læra sál- fræði enda alin upp á Kleppi þar sem móðir mín vann. Ég ætlaði samt fyrst að verða flugmaður en foreldrar mínir stoppuðu mig af, þau vildu að stelpan færi í háskóla, ég held að þau hafi óttast að það væru ekki miklir atvinnumögu- leikar fyrir stelpur sem flugmenn. Fyrsta starf mitt á Landspít- alanum var í garðinum á Kleppi, ég vann svo á símanum á Kleppi og seinna við skrifstofustörf þegar ég var unglingur. Þegar ég varð eldri vann ég á næturvöktum á deild 32c með skólanum.“ Ásdís lauk síðan diplómanámi í starfstengdri sið- fræði frá HÍ. „Ég hafði mikinn áhuga á heimspeki, var búin að taka áfanga í henni svo það var til- valið að taka þetta nám.“ Ásdís lauk síðan cand psych-námi frá Há- skólanum í Árósum og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá End- urmenntun Háskóla Íslands í sam- vinnu við Oxford Center. Starfsferillinn Ásdís starfar sem sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Lands- spítala (BUGL) og starfaði áður á geðdeild LSH Hringbraut. Hún rekur einnig eigin sálfræðistofu á Klapparstíg 25-27. „Streitan í þjóð- félaginu er mikil og þótt krakk- arnir séu seigir þá hefur þetta samt áhrif á þá. Við þurfum kannski að vanda okkur meira þegar við tölum um stöðu heimsmála fyrir framan börn, sérstaklega eftir kosning- arnar í Bandaríkjunum. Litlir pott- ar hafa líka eyru var sagt þegar ég var lítil. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna með krökk- unum og ég held að ég læri jafn- mikið af þeim og krakkarnir af mér. Á minni stofu sinni ég líka fullorðnum en ég vann með full- orðna á geðdeildinni á Hring- braut.“ Ásdís er formaður siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands. „Við vinnum úr kvörtunum vegna starfa sálfræðinga og svo erum við með námskeið fyrir nýútskrifaða sál- fræðinga um siðareglur og hvernig haga skuli sér í starfi sem sálfræð- ingur.“ Ásdís er einnig skriflegur (corresponding) fulltrúi Sálfræð- Ásdís Eyþórsdóttir sálfræðingur – 50 ára Fjölskyldan Ásdís ásamt dóttur sinni Önnu Kolbrúnu og syni sínum Óskari Erni. Fyrsta vinnan sem krakki var á Kleppi Hafnarfjörður Elín Kara Arnórsdóttir fæddist 8. október 2015 kl. 11.00. Hún vó 3.760 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Freysdóttir og Arnór Schmidt. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR LÍKA FYRIR DÖMURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.